Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1951, Blaðsíða 1
Fer Norður* Sandaher? KAUPMANNAHÖFN, 28. júní — Ardegis í dag voru tilmæli S, Þ. um, að Danir sendu herlið til Kóreu, rædd á ráðuneytisfundi. Málið verður lagt fyrir utanríkis- málanefnd áður en nokkuð verð- ur afráðið um það. Á landvarna- ráðherrann að kynna sjer, að hvaða leyti iiægt cr að verða við málaleitan S. Þ. Ef til vill veið- ur send sveit sjálfboðaliða. Ann- ars hefir ríkisstjórnin aauiband við norsku ög sænsku stjórnina nm þessi mál. Hefir danska stjórnin mælst til, að utanríkisráðherrar landanna þriggja komi saman inn- an skamms. —NTB. ast í Abadan Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB * TEHERAN, 28. júní. — Bresk persneska olíufjelagið liefir af ráðið að stöðva vinslu við olíu hreinsunarstöðvarnar í Aba- dan innan tveggja sólarhringa en hreinsunarstöðvarnar eru stærstar i heimi. Þá hefir öll- um olsuskipum verið skipað að vei'ða burt frá oliubænum. ~k í kvöld svaraði persneslia stjórnia með þvi, að hún kvaðsí fús til að afturkalla lög in, sem eiga að koma í veg fyrir spellvirki, ef breskir iðn aðarmenn vildu halda áfrarn starfi sínu. ★ Persíustjórn hefir borið fram andmæli vegna hernaðarundir búnings Breta í Irak og vegna þess, að beitiskipið Mauritius heldur sig í persneskri land- helgi. Hefir stjórnin hótað að að leggja málið fyrir Öryggis ráðið, ef herliðið og herskipið verði ekki á burt. ~k í dag tilkynnti Persíustjórn líka, að hún mundi ekki senda fulltrúa til alþjóðdómstólsins í Haag, sem tekur olíudeiluna fyrir á morgun, föstudag. Tillögur Rússa: Herxljórn S. Þ. og komm- únisfa ræðisl við WASHINGTON, 28. júní. — Þa3 er nú ljóst orðið, hvert Malik stefndi með friðarhjali sínu á dög urum. Hefur Rússlandsstjórn nú lagt til, að viðræður hefjist milli yfirmanna herjanna í Kóreu. Ful't trúi frá Kínverjum taki þátt í þeim. Rússlandsstjórn leggur á- herslu á, að tillaga Maliks taki aðeins til hermálanna, ekki stjórn rrálalegrár lausnar deilunnar. Hefir Bandaríkjastjórn gefið þessar upplýsingar eftir viðræður bandaríska sendiherrans í Moskvu og Grómíkós. Ekki tekur stjórnin í mál, að veita kínversk um kommúnistum aðild að S.Þ. þótt lausn kunni að fást í Kóreu. PARlS, 28. júní — Maður úr hei'- foringjaráði Atlantshafsbanda- lagsins lýsti því yfir í dag, að enn væru bandalagsríkin ekki þeim vanda vaxin að verja álfuna. Enn verður að leggja allt kapp á að afla nauðsynlegra vaina gegn árás. Hins vegar er því ekki að leyna, að vel verður ágengt í rjetta útt, og ef haldið verður áfram með sama krafti, þá líður vavla á löngu, þangað til hugsanlegur árásaraðili mun skoða hug sinn tvisvar áður en hann leggur út í óhæfuna. —Reuter-NTB. Nýll Hindszenly-hneyksli í Ungverjalandi: HM\ miður kirkjnnnar er dæmdur í 15 ára fangelsi Einn „si&ynaytar" hm dæradyr lil að lífiáiasl LUNDÚNUM, 28. júní —• Undanfarna daga hefir æðsti mað- ur ungversku kirkjunnar, Josep Grosz, erkibiskup, verið fyrir rjetti í Búdapest ásamt 8 mönnum öðrum. Nú hefir dómurinn fundið erkibiskupinn sekan um öll ákæruatriðin og dæmt hann í 15 ára fangelsi. Hann er kærður fyrir að hafa átt samvinnu við önnur ríki í því skyni að steypa stjórn kommúnista af stóli og leiða Iíabsborgara til ríkis á ný. Þess þarf varla að geta, að erkibiskupinn „játaði“ allt á sig. Efiirmaður Mindsz&nlys Það er nú hjer um bil hálft þriðja ár síðan Mindszenty. kardináli var hnepptur í fangelsi Honum voru gefnar sömu sakii og Grosz og dæmdur í ævilangl fangelsi eftir hörmulega meðferð Af fregnum varð ráðið, að ekki leið á löngu áður en tekist hafði r ð pynda hann svo, að hann va: bæði andlegur og líkamlegur vesalingur. Grosz, erkibiskup varð eftirmaður hans. Líflál cg fangeisi Af hinum 8, sem handteknir voru með erkibiskupnum, voru 5 prestar. Hafa sex þegar hloti3 dóm, einn verður líflátinn, hinir fer.gu 8 til 14 ára fangelsi. Mál tveggja verður rannsakað sjer- staklega, svo að dómur í þeirn fellur seinna. I Grosz, erkibiskup Herir S.Þ. sækja alls staðar fram í Kóreu Viðnám kommúnisla hverfandi llliö i svipinn Einkaskeyti tii Mbl. frá Rcuter. TÓKÍÓ, 28. júni — í kvöld sóttu sveitir S. Þ. fram á Sllum víg- stöðvum í Kóreu. Heldur undanhala kommúnista áfram án þess þeir veiti teljandi viðnám. „Slóri bróðir" lætur ekki á sjer standa FUSAN, Kóreu, 28. júní: — Kin- verskir hermenn, sem S. Þ. hafa tekið til fanga í Kóreu, segja það „furðulega hlálegt“, að kom- múnistar skuli kalla þá sjálfboða liða. Hermönnunum blöskrar, hvernig kommúnistarnir snúa sannleikanum við í Kóreumálun- um. Er þeim t.a.m. sagt, að S. Þ. fari herfilega illa með stríðs- fanga. Sannleikurinn er sá, að kommúnistar búa afar illa að sínum eigin mönnum, er þeir hafa særst, enda segja fangarnir, að dánartala þeirra sje ótrúlega há. Aftur á móti eru hermennirnir fræddir um, að „stóri bróðir'* (Rússar) standi þeim jafnan að baki í bardaganum. Kurteisislieimsókn STOKKHÓLMUR — Breska flug- vjelaskipið Indomitable (23,500 tonn) og breskur tundurspillir komu nýlega í sjö daga kurteisis- heimsójm til Stokkhólms. 'ÁHLAUPUM HRUNDIÐ I dag hrundu hcrsveitir van Flcets mörgum harðskcytt- um árásum kpmmúnista við Kumliwa og Kumsong á aust anverður miðvígstöðvunum. Neyddust Bandarikjamcnn til að hörfa hjá Kumhwa, en spildan var tekin aftur. EKKI BARIST Á VESTUR- VÍGSTÖÐVUNUM Önnur snörp orrusta geisaði norðan Hwachon. Henni lyktaði svo, að norðanhérinn ljet undan síga. Á vesturvígstöðvunum hafa kommúnistar ekki hleypt af skoti. Er litið svo á, að þeir vilji kom- ast hjá bardögum þar í lengstu lög. Skalfiahækkanir í Bandaríkjunum WASHINGTON, 28. júni — Bandaríkjastjórn hefir lagt íyrir þingið að hækka tekju- og veltu- skatt um allt að 10 milljarða daia. Áður hefir fulltrúadeildin sam- þykkt 7,2 milljarða dala skatta- hækkanir. Það er fjármálaráð- herrann, sem fer fram á 3 millj- arða í viðbóU —Rcutcr-NTB. Landskeppnin í ísland hefir vmning- inn eftir fyrri dnginn Örn Cíausen vann 400 m grindahl., Wmb) kúlyvarp, Skúli hástökk, HörBur 200 metrar íorfi langslökk Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. OSLO, 28. júní: — ísland hefir tvö stig yfir Danmörku og fjögur stig yfir Noreg eftir fyrri dag landskeppninnar í frjálsíþróttum, en Noregur hefur 6 stig yfir Danmörku. Staðan er þessi: ÍSLAND — NOREGUR 55 — 51. ÍSLAND — DANMÖRK 54 — 52. NOREGUR — DANMÖRK 56 — 50. Veður var hið ákjósaniegast, er mótið fór íram og áhorfendur 10 þúsund. §ameig<inleg laitdamæri ÓSLÓ, 28. júní — Montgómery, marskálkur, undirmaður Eisen- howers. við stjórn Atlantshafs- liersins, er væntanlegur til Noregs innan skamms, þar sem hann kynn ir sje x norsk-rússnesku landa- mærin. Er það eini staðurinn, þar sem lönd Atlantshafsbandalagsins liggja að Rássgveldi._ Hræsni Rússa á al- þjóðaráðslefnum NEW YORK, 28. júní: — Starfs- menn Rauða krossins í Bandaríkj unum eru þeirrar skoðunar, að kommúnistar reyni að nota fundi Alþjóða rauða krossins til að koma á fvamíæri stjórnmála- áróðri sínum. Bent hefur verið á, hvernig Rússar heimta frið og1 kalla sjálfa sig formælendur frið arins á sama tíma, sem þeir of- sækja fólkið og hneppa í þræl- dóm. Á öndverðu ári 1950 gort- uðu Rýssar af því, hve margir N- Kóreupænn hefði undirritað svo kallað, friðarávarp. Varla var blekið þornað, þegar þeir gerðust árásaraðilar.____ Stendur eillhvað tiil BELGRAD, 28. júní — Aðalblað kommúnistaflokks Júgó-Slafíu, Borba/segir, að rúmensk lögregla og herlið vinni að brottflutningi fólks frá landamærum Rúmeníu og Júgó-Slafíu. Er breitt belti með fram landamærunum mannlaust með öllu. Seluiiðið á Anatasan gefsl upp TÓKÍÓ, 28. júní: — Ailtaf ber ast fregnir af Japönum, sem ekki vita, að stríðið er til lykta leitt. Hafast þeir við á af- skekktum eyjum, og ekkert samband við umheiminn. — í gær gafst til að mynda setu- liðið á eynni Anatasan upp. Þetta voru 19 menn, sem stóðu í þerrri trú, að seinni lieims- styrjöldin geisaði enn þann dag í dag. ÖRN VANN 490 M GRIND Á NÝJU ÍSLANDSMETI Fyrsta grein kvöldsins var 400 m. grindah’aup. Vann Örn Clau- sen þar óvænt á nýu íslensku meti, 54,7 sek. Bætti hann fyrra metið um næc eina og hálfa sek. Er þetta í fyrsta sinn, sem hann keppir í þesSari grein. Ingi Þor- steinsson stóð sig einnig mög vel. Náði þriðja sæti og var með sama tíma og hið staðfesta íslandsmet er, 56,1 sek. IIUSEBY MEÐ 16,69 í KÚLUVARPI Gunnar Huseby vann kúluvarp ið mjög auðveldlega. — Kastaði hann 16,69 m, sem er aðeins 5 sm frá Islardsmeti hans. Ágúst Ásgrimsson varð þar þriðji, en í öðru sæti var Norðmaður. SKÚLI OG TORFI UNNU BÁÐIR Skúli Guðrnundsson gaf hvergi eftir í hástökki og vann með 1,90 m. Var hann eini keppandinn, sem náði þeirri hæð. Sigurður Friðfinnsson varð að láta sjer lynda 1,75 m og 6. sætið. Torfi Bryrgeirsson var eini keppandinn, sem stökk yfir 7 m í langstökki og vann þar, en Örn Clausen skipaði þriðja sætið. IIÖRÐUR VANN 200 M — EN HAUKl« TOGNAÐI Fimmti íslendingurinn, sem náði íyrsta sæti bæði í keppninni við Norðmenn og Dani, var Hörð ur Haraldsson í 200 m hlaupinu. Haukur Clausen, sem var fyrst- ur fyrri hluta hlaupsins, tognaði og varð í fjorða sæti. SIGUR í 4x100 M. Sjötta greinin, sem íslendingar unnu var 4x100 m. boðhlaupið. Vegna meiðsla Hauks Clauseu hljóp Torfi Bryngeirsson þar ásamt Ásmundi Bjarnasyni, Erni Clausen og Herði Haraldssyni, e:i það kom ekki að sök. GUÐGUNDUR ANNAR í 800 M. Guðmundur Lárusson varð ana ax í 800 m. hlaupi á 1.54,6 mín:, oftir mjög skemmtilegt hlaup. Guðmundur var í næst síðasta sæti, er 200 m. voru eftir, en fóv síðan fram úr hverjum af öðrum og kom annar í mark. Sigurður Guðnason varð í 6. sæti. KRISTJÁN Á 15.49 í 5000 M. íslendingar skipuðu tvö síðustu sætin í þremur greinum, sem fýr irfram var vitað, 5000 m. hlaupi, Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.