Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. júlí 1951 Minningarorð Cuðmundur Jónssou járnsmiður í DAG fer fram útför eins af mætustu borgurum Hafnarfjarð- ar, og fremstu Tðnaðarmönnum þessa lands, Guðmundar Jónsson- ar, járnsmiðs. Hann ljest að heim ili sínu Ölduslóð 7 hinn 4 þ.m. Löngum og merkum starfsdegi er lokið. Fæddur var Guðmund- ur af Dufþaksholti í Hvolhreppi hinn 25. ágúst 1870. Var hann sonur hjónanna Jóns Jónssonar og konu hans Ingibjargar Einars- dóttur. Þegar í æsku var starfið hafið á æskuheimilinu í foreldrahúsum. Snemma hneigðist hugur hans til þess að afla sjer menntunar og stóð hugur hans þegar til þess að læra járnsmíði. Ákvörðunin var tekin og var henni fylgt fram af þeim mann- dómi, festu og trúmennsku er svo mjög einkenndi öll hans störf. Árið 1-889 hóf Guðmundur járn- smíðanám hjá Gísla Finnssyni, járnsmið í Reykjavik og lauk námi með mikilli prýði. Nú á dögum þykir það vart tíðindum sæta þótt ungur maður hefji iðn aðarnám, en á þeim tíma, er Guð mundur hóf nám sitt var öðru máli að gegna. Þá krafðist það karlmennsku, þreks og vdjafestu af ungum manni að taka sig upp frá æskulieimili sínu, og leggja leið sína austan úr Rangárvalla- sýsíu til Reykjavíkur til þess að hefja slílct nám til undirbúnings því lífsstarfi er hugurinn þráði. En förin lieppnaðist í fyllsta máta. Er Guðmundur hafði lokið nómi sínu, .starfaði hann um nokkurt árabil að iðn sinni í Reykjavík. Árið 1899 rjeðist Guð mundur síðan til Patreksfjarðar. Veitti hann þar forstöðu vjela- verkstæði um 20 ára skeið. Frá Patreksfirði fluttist hann svo til Hafnarfjarðar árið 1919. Þar hefir hann starfað síðan allt til þess er starfsorkuna þraut skömmu fyrir andlát hans. í meir en sextíu ár voru kraftarnir helg- aðir starfinu, sem vígst var til í æsku. Guðmundur Jónsson var enginn miðlungsmaður í starfi sínu. Meðfæddir hæfileikar og ó- svikin virðing fyrir starfinu, gerðu hann að þeim snillingi að lengi verður minnst af öllum þeim, er með honum störfuðu um lengri eða skemmri tima eða nutu verka hans á margvíslegan hátt. Eru þeir orðnir æðimargir, sem um dagana hafa leitað til Guðmundar með vandkvæði sín til úrlausnar. Oft reyndi á góða útsjón, verk- hyggni, vandvirkni og mikil- virkni til þess að ráða fram úr örðugum verkefnum oft við ó- hagstæð skilyrði hvað efnivið og tæki snerti, en þessir eiginleikar brugðust Guðmundi aldrei. Tæki hann verk að sjer og fengi að leysa það á þann hátt, sem hann taldi rjett, gátu allir öruggir látið hann leysa vandan. Allt var starfið svo af hendi leyst að á betra varð eigi kosið og harla oft á þann veg að aðdáun vakti. Vegna þessa varð hann svo mikilsmetinn sem iðnaðarmaður Aliir, sem með Gúðmundi störf- uðu hlutu að veita honum sjer- staka athygli og báru fyrir hon- um óskipta virðingu. Rjeði þar um miklu hagleikur hans, er. f’eira kom þó til. GLæsimenni var hann hið mesta og setti svip á umhverfi sitt. Karlmannlegur, traustur og ábyggilegur svo af bar gekk hann fram í orði og verki. Vinátta hans var traust og undinnálalaus. Einlægur og ei.n- beittur fylgdi hann hverju þvi máli fram, er hann taldi rjett og til heiíia horfa. Guðn'.undur var einn af sfpín- endum Iðnaðarmannafjel. Hafn- arfjarðar. Naut hann í þeim fje- lagsskap, sem annarsstaöár, trausts og vivðingar og gengdi harm ýmsum trúnaðarstörfum innan samtaka iðnaðármanna. 5r langt síðan að Iðnaðarmannafje- lagið gerði Guðmund að heiðurs- fjelaga. Hinn 14. maí 1899 giftist Guð- mundur eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, hinni ágæt- ustu konu. í meir en 52 ár hefur hún verið manni sínum hinn trausti og góði lífsförunautur, og hefur sambúð þeirra og heinúlis- líf jafnan verið með miklum á- gætum og heimili þeirra með mesta myndarbrag. Sameiginlega var staðið að hinu merka æfi- starfi, sameiginlega var notið sól- skinsstundanna og sameiginlega varist áföllum og mætt hinum erfiðari viðfangsefnum. Eignuð- ust þau hjónin 6 börn, 3 drengi og 3 stúlkur. Dóttur sína eina misstu þau uppkomna, en 5 börn- in eru á lífi og öll uppkomin, en þau eru þessi: Reynir, Jón Ingi, Hermann og dætur tvær, Fanney og Svava, er býr hjá móður sinni. Eru eiginkonu, börnum og öðr- um aðstandendum sendar hlýjar samúðarkveðj ur. Feginn vildi jeg að skilnaði eft- ir 20 ára ánægjulegt samstarf við Guðmund Jónsson mega þrýsta hönd hans, þakka starfið allt og trygga og fölskvalausa vináttu hans. Þess í stað verð jeg og aðr- ir samstarfsmcnn hans og vinir, að láta okkur nægja að senda kveðjur og þakkir og þrýsta hönd hans í anda um leið og hon- um er óskað fararheilia. Far þú í friði — friður guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt. Blessuð sje minning hins mæta manns. Stefán Jónsson. Drongjaméf SAUÐÁRKRÓKI, 7. júlí: — í dag fór fram hjcr á Sauðárkróki frjálsíþróttamót drengja á veg- um Ungmennasambands Skaga- fjarðar. Þrjú fjelög tóku þátt i mótinu: UMF Hjalti, UMF Holts- hrepps og UMF Tindastóll. Þrístökk vann Hörður Pálsson T 12,72 m (Skagf. met). Hástökk vann Sigmundur Pálsson T 1,55 m. 100 m hlaup vann Gísli L. Blöndal T 11,8 sek. 1500 m lvlaup vann Stefán Guðmundsson T 1:40,8 mín. (Skagf. met). Kúlu- varp vann Hörður Pálsson T .3,92 m. 4x100 m boðhlaup vann sveit Tindastóls á 49,5 sek. UMF Tindastóll vann mótið með 66 stigum. UMF Holtshrepps ííaut 12 stig. og UMF Hjalti 10 stig. ■— Jón',________ — Þjóðdansafíokkurinn Framh. af bis. 2 ar haldið þjer að hafi verið til- iinningar okkar þegar við kom- im að borholunni í Krísuvík, þar sem gufan spýttist upp með mörg hundruð hestafla krafti? Jeg held að við höfum verið orð- laus af undrun langan tíma á eftir. Þessum stórkostlegu undr- un var alls ekki hægt að lýsa með oröum. Þannig býst jeg við að endurminningin um ísland verði í hugum okkar, sem hingað kom- um, ótrúlegt land, yndisfagurt og undur stórkostleg. Og við mun- um það einnig, að ísland á ekki aðeins heitar laugar, heldur líka heit hjörtu, sem hafa alltaf sýnt okkur vináttu. m að banna kommúnisfafiokkinn BONN, 11. júlí — Innanríkisráð- herra V.-Þýskalands, Robert Lehr, hefir sagt frjettarnönnum, að Bonnstjórnin gerði rjettast í því að banna kommúnistaflokkinn. Því næst ætti að koma á fót 90 þús. manna sambandslögreglu og varð- liði til að koma í veg íyrir skemmdaj-verk. Handan járnfjaSdsins: ámiEmennirnir em kommúnistum óþægir LUNDÚNUM, 9. júlí: — Ailmikils óróa og kurrs gætir nú með námumönnum í Tjekkó-Slóvakíu, Póllandi og Ungverjalandi. Af- köstin við Ostrava-námurnar í Tjekkó-Slóvakíu voru svo ljeleg í maí, að herliði hefur verið skipað þangað til að hjálpa til. Sagði aðalblað kommúnista, að kolnámur þessar hefðu víðs fjarri staðið í skilum við líkið, svo að nú vantaði yfir 300 þús. smál. upp á. SVIPA A VERKAMENN * Þá átaldi blaöiö kocnnán- isía fyrir að sækja ekki fundi, þar sem rædd væri framleiðslu mál. Blað verklýðshreyfingar- innar kennir verklýðsfjelög- unum um slen það, sem verka mennirnir sýni. Kemur þar í Ijós eins og oft áður, að í kommúnistaríkjunum er meg- inverkefni verklýðsfjelaganna að knýja verkamcnn til eins mikilla átaka og þeim fram- ast er unnt. Iíjör þeirra skipta engu máli. SPELLVIRIÍI í CNGVERJALANDI Ekki er skemmtilegra að lit ast um fyrir ungverska kom- múnistana. Þar ganga verka- mennirnir svo langt, að eng- inn hluíur er óhultur fyrir spellvirkjum. í Putnok í N- Ungvcrjalandi eru raímagns- og símaþræðir skornir dag- lega. í Tolapa hafa svo mikl- ar og tíðar skemmdir verið unnar á vatnsveitunni, að iðn- aður hefur stöðvast um nokk- urra vikria skeið. Mjög ber á íjarvistum verkamanna. HANDTÖKUR í PÓLLANÐI Póiska stjórnin hefur krafist aukavinnu af verkamönnum og mælist afar illa fyrir. í nokkrum námum kom meira að segja til virkrar andstöðu. — Fjölmargir áróðursmenn kommúnista voru sendir frá Varsjá til að reyna að fá verkamenn til að verða við til- mælum stjórnarinnar. — Sægur manna var handtekinn. Koupmenn! Exico Co. Ltd., Tjekkóslóvakíu, sem eru stærstu skóverksmiðjur Evrópu, bjóða yður glæsilegt úrval af hverskonar gúmmískófatnaði á karlmenn konur og börn. Gúmmístígvjel, Snjóhlífar, Skóhlífar, Gúmmískó, Strigaskó, Allar ofangreindar vörur eru á frílista. Afgreiðsla fer fram í ágúst-—október n. k. Athugið að minni fyrirframgreiðslu er kraíist fyrir vörur frá „clearing“ löndun- um, heldur cn öðrum löndum. Kynnið yður myndaiista of fáið aðrar nauðsynlegar upplýsingar hjá neðanskráðum umboðsmönnum á íslandi fyrir 0> C o. I t d., IMPOU AND 6XPORI OF lEATHER AND RUBBER PRODUCTS AND R A V/ MATERlAtS GOTTWAlOOV-ZtfN, CZECHOStOVAKIA LÁftiJS G. LUPÍGSSOH IH. BEHiÁMÍNSSOK & (0. skóverslun Búnaðarbankahúsinu Sími 3882 — Reykjavík Sími 3166 — Reykjavík MMMtlMltltMtlfttltMltMlllllltttlllltl nsmii iiiiiMMiiMMMiMMic(MMMiiiiiiiiiiii(miimiiiiimimiMmi|iiei'-*..».*MMM«»-< Markúá & £ Eftir Ed Ortddl .MlfalllMltt MMIIMMIIIMMIIIMMBIIMMimilMfMIIMMIMMMIMM iiimMMmiiifMumicuM f TAKS IT TA3X WINKIE, HONEy i i...TKEy'HE OOiNG EV6RVTHING jTHEV CAN POR 8!G PAPA, AND , llT'S BETIW r-OR U5 TO WAIT I I'M SORRý m -/ AVR. TBAfL...OLtR SOCIETy ^ LOCATES A LOT OT LOST DCGS, eUT WE HAVEN'T HAD ANy < REPORTS ON A ST. BERNARD j ú'Vv... 1; GOSH, IF I DON'T / FINO ANCVy -y'- SOON, HE tL EORGET EVER 5» A G ■ NAMED MVIK TgAIL/ 1 , HE tL ; ar;. I ■ET He /-/V k í'V J úí"i/-Vf í, f/4 1) Jakob er boi inn út af svið-- á iækna pg þeir gera allt sem ■ inu,. þeír geta fyrir afa þinn, ... j 2) r—— Gráttu ekki svopa rnikið 3) Á meðari heldur Markús á-| elskan ir.ín. Jeg er búinn að kalía fram leitinni 'að Andá. , I 4— Mjer þykir það leitt, hcrra : - Vl'.7 hu’.dum að vísu skr; l 'ii- r”r. 1 ’ d. I.UBda, sem finn ; .jer. En við höfum ekki feng iö tiikynningu um einn einast Sankli EeriJiarðs-hutid. —'Þetta er slæmt. Ef j t:kki í'inn Anda von bráðar, bættir hann að rnuna eftir hann hafi nokkru sinni þbi mig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.