Morgunblaðið - 28.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1951, Blaðsíða 10
lb MORGUNBLAÐIÐ Laagarda-gur 23. júlí 1951. O - Framhaldssagan 24 STIÍLRAN OG DAÐBINN Skáldsaga eítir Quentin Patrick Hinum megin á örkinni voru nriktu erfiðari atriði. Það sem jeg má ekki segja Trant: 1) Að Grace hringdi til Hud- nutt frá bensínstöðinni. 2) Að það var Steve sem keyrði hana að grjótnámunni. 3) Að það var Steve sem fór með brjefið til sjúkrahússins og til Hudnutts. 4> Að annað brjefið var til Penelope Hudnutt, Marcia Parr- ish tók það og jeg brenndi það. 5) Að Robert, Penelope og Marcia voru öll úti í bílum sín- um um nóttina um það leyti sem morðið var framið. 6) Hvar Robert Hudnutt fjekk örið á gagnaugað. Og svo bætti jeg við, og það var aðeins vegna Jerry: 7) Að það var Norma Sayler sem reif brjefið frá Grace til Jerry. Þegar jeg las yfir það sem jeg hafði skrifað, fór hrollur um mig. Og ennþá óhugnanlegra var að hugsa til þess að þrjár persónur áttu velferð sína undir mjer komna. Jeg las enn einu sinni það sem jeg hafði skrifað. Allt í einu heyrði jeg rödd að baki mjer: „Viljið þjer kannske segja mjer strax það sem jeg má fá að vita?“ Jeg braut saman öikina og sneri mjer við. Lögreglufulltrú- inn stóð við bókahillurnar með hendurnar í vösum og brosti glettnislega. „Það er ánægjulegt að þjer gátuð notað yður af þessu sem jeg kenndi yður, Lee Lovering," sagði hann. „Þetta er lang auð- yeldasta aðferðin.“ Aður en mjer vannst tími til að svara, benti hann á skiltið þar sem stóð að samtöl væru bönnuð, tók um handlegg mjer og dró mig með sjer inn í lítið herbergi innar af salnum. Hann lokaði dyrunum á eítir okkur. Jeg hjelt ennþá á örkinni og jeg beið að- eins eftir því að hann tæki hana af mjer. En hann gerði það ekki. Það var eins og hann hefði gleymt að hún væri íil. Hann gekk að borði við gluggann og fór að blaða í gömlum eintök- um af „Wentworth Glarion“. ,JHöfðuð þjer nokkurn tímann áður lánað Grace eitthvað r.em þjer áttuð?“ spurði hann loks mjer til mikillar undrunar. „Já. Það er að ségja.... Grace var lítið um að fá lánað hjá öðr- um.“ Mjer Ijetti svo af þessari saklausu spurningu að jeg varð óþarflega lausmál. „Hún var svo viðkvæm af því áður hafði hún getað veitt sjer allt sem hún girntist. Ef hún fjekk eitthvað iánað flýtti hún sjer allaf að skila því aftur.“ Hann svaraði engu, en jeg fann að þetta þótti honum góðar upp- Jýsingar. „Vður þætti kannske gaman að fá að vita, að hverju jeg hef komist síðan síðast. Það er ekki mikið. Jeg veit ekki enn hver átti rauðu regnkápuna og jeg hef ekki fundið loðkápuna yðar. En það sást til Grace í anddyrinu í hljeinu eftir annan þátt Hún sat og skrifaði brjef. Það er vissu- lega óvenjulegt að ung stúlka sitji við brjefaskriftir í leikhúsi. En því meira sem við fáum að vita um það sem Grace tók sjer íyrir hendur, þeim mun undar- legra verður allt. Að öllum lík- indum skrifaði hún þessi þrjú brjef, sem við vitum svo lítið um. Það sást lílca tíl hennar þegar hún fór frá Ieikhúsinu í fylgd með rauðhærða sjóliðsforingjan- um.“ Hann þagnaði en oætti svo if: „Þessi leyndardómsfulli sjó- liðsforingi gat ekki hafa verið ébreyttur sjóliði, eða hvað?“ Jeg hristi höfuðið. „Hann var of fullorðinn til þess. Og hann var allur borða- lagður. Hann hlaut að vera hátt- settur, eftir því sem jeg best sá.“ „Undarlegt" tautaði Trant. — „Jeg hef haft tal við skriístofur sjóliðsins í New York og Phila- delphia. Við höfum haldið uppi fyrirspurnum í öllum bækistöðv um sjóhersins og í öllum skipum allt frá Boston til Norfolk. Og eftir því sem við höfum komist að er það mjög ósennilegt að rauðhætður sjóliðsforingi hafi verið í New York þetta kvöld.“ „En hann var það nú samt,“ sagði jeg. Jeg hugsaði mig um dálitla stund og spurði svo: „Get ið þjer ekki náð í hann í gegnum póstskrifstofurnar? Hraðbrjef- in....?“ „Jeg hef verið á pósthúsinu í Wentworth. Þeir muna vel eftir hraðbrjefunum til Grace, af því þau voru svo mörg, en þeir halda að flest þeirra hafi komið hjeð- an.“ Jeg starði undrandi á hann. „Eigið þjer við að hann hafi verið hjcr einhvers staðar í ná- grenninu eða beinlínis hjer í skólanum? “ Trant svaraði ekki spurningu minni. Hann gekk meðfram bóka hillunum og virtist vera niður- sokkinn í að lesa bókatitlana. „Jeg hrtngdi til Wheeler fólks- ins, þar sem Grace var vön að vera í fríunum. Wheeler læknir sagði að Grace hefði verið mjög dauf í dáikinn þegar hún var hjá þeim síðast og varla farið út fyr- ir hússins dyr. Hann var alveg viss um að hún hefði ekki hitt neinn sjóliðsforingja þar.“ Trant sneri sjer skyndilega að mjer. „Hvar haldið þjer að hún hafi hitt hann?“ Jeg gat ekki svarað því. Trant kom nær rnjer og hjelt áfram: „Við skulum sleppa sjóliðsfor- ingjanum, Lee Lovering. Þekkið þjer nokkurn hjer, sem heíur getað skrifað brjefin?“ „Nei,“ sagði jeg ákveðin. „Ekki Robert Hudnutt til dæín- is, Eða ungi stúdentinn.. . . hvað hjet hann.... Steve Carteris?“ „Nei, það er alveg óhugsandi." „Getum við ekki sagt sem svo að hún hafi hitt sjóliðsforingj- ann af hendingu í leikhúsirru? Og að hún hafi verið 'myrt af ein- hverjum hjerna í skólanum?" „Hún hafði ekki hitt hann af hendingu í leikhúsinu,“ sagði jeg æst. „Jeg talaði við hann. Grace kynnti mig fyrir honum. Hún sagði að hann væri gamall kunn- ingi sinn.“ „Að minnsta kosti er ekkert sem bendir til þess að hann hafi keyrt hana heim eða komið ná- lægt Wentworth um nóttina." „Jú. Hann keyrði hana að ben- sínstöðinni hjer rjett hjá.“ Orðin hrukku út úr mjer áður en jeg vissi af. Trant lögreglufulltrúi varð um leið rósemdin og hæverskan upp- máluð. Jeg sá bregða fyrir brosi í augnakrókum hans, þegar hann leit á örkina, sem jeg hjelt enn- þá á. „Þetta voru merkilegar upp- lýsingar. Mjer þætti gaman að vita hvort þetta er eitt af því sem þjer getið sagt Trant lög- reglufulltrúa, eða eitt af því sem þjer getið ekki sagt honum.“ Jg brosti, og bros mitt hefur sjálfsagt verið vandræðalegt. „Það er eitt af því sem jeg get sagt^ yður.“ „Ágætt.“ Jeg sagði honum það sem hafði skeð á bensínstöðinni og hvérnig sjóliðsforinginn hafði farið leið- ar sinnar og Grace hafði látið keyra sig að grjótnámunni,- En auðvitað nefndi jeg ekki nafn Steve. Jeg sagði heldur ekkert um upphringingu hennar til Hud- nutt eða um brjefið til Penelope. Þegar jeg hafði lokið frásögn- inni, þagði Trant góða stund. „Og hver hefur sagt yður þetta?“ spurði hann loks. „Það er þvíémiður eitt af því sem jeg get ekki sagt yður,“ sagði jeg. Hann hló við en spurði ekki frekar um það. „Þessi sem þjer getið ekki sagt mjer hver er, keyrði hann þá að grjótnámunni?“ „Já.“ „Og hann var því sá sem síð- astur sá hana á lífi?“ „Nei. G-'race sagði að hún ætl- aði að hitta einhvern í grjótnám- unni.“ ARNALESSOff 1 jTlcrcjuublaðsms * Á veiðimannaslóðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE. 13. Beggi sá slóðina eftir tvo sleða skammt frá kofanum. Önnur lá beint að kofanum, en hin inn í skóginn fyrir norðan hann. Það var ekkert Um það að efast ,að Ragnar hafði orðið á undan. Hann var kominn inn í kofann á undan Begga, en hann gat þó ekki hafa verið þar lengi. Beggi ók nú sleðanum hljóðlega upp að kofanum. Svo læddist hann að kofahurðinni og opnaði hana skyndilega. Ljós var á borð- inu við hiiðina á rúminu, sem Connor iá í. Ragnar var hálfboginn yfir drykkjarglasLsjúklingsins og virtist ætla að setja eitthvað efni í glasið. Ragnar leit upp og þeir horfðust í augu sitt hvoru megin við rúm Connors. Sjúklingurinn virtist hafa náð meðvitund, en svaf værum svefni og var rjóður I kinnum. Allt í einu kipptist Ragnar við og kastaði hvítri töflu á arin- eldinn. • — Já, jeg veit hvað þetta var, sem þú kastaðir á eldinn, Ragnar, sagði Beggi. Ben gekk ihn rjett í þessu og Beggi ákvað, að nú skyldi til skar- • ar skríða. Hann tók að ákæra Ragnar fyrir margvíslega glæpi. — Jeg véit það, sagði hann, að þú heíur stolið loðfeldum og ‘ sclt þýfið'itil Bolla. Jeg veit, að það varst líka þú sem stalst loð- t'c-idunum frá Connor og að þú qrt kominn hingað afíur ti^ að gera út af við hann. Ben stóð hjá alveg hreyfingarlaus og horfði á þá með galopnum augurn. — Hvað er það eiginlega, sem gengur á hjerna. Ragnar hafði náfölná.ð meðan á ræðu Begga stóð. En skyndi- Jega velti hann um borðinu. Skothvellur heyrðist. Beggi fann sársauka í öðrum úlnliðnum og blóð streymdi úr handlegg hans. SkenruntLin verður sunnudaginn 29. þessa mánaðar í ÞRASTASKÓGI ---- Hefst klukkan 4 e. h. -- SKEMMTIATRIÐI: 1. Ræða: Sjera Emil Björnsson, 2. Söngur, með guitarundirleik. 3. Fimleikastúlkur úr Ármanni sýna. 4. DANS — SOS-kvartettinn leikur. •-- VEITINGAR -------- U. M. F. IIVÖT. Ferðir frá bifreiðastöðinni Bifröst kl. 2 e. h. Opnumí dag nýja brauða og kökuúlsölu að Veslurgölu 15, (á horai Vesturgötu og Garðastrætis). Þar verða til sölu allar þær tegundir af KÖKUM og BRAUÐUM, sem brauða- og kökugerð KRON framleiðir. KRON BOKAMEMN! Lítið í glugga Fornbókaverslunar Krist- jáns Kristjánssonar um helgina. Þar getur að líta margt eigulegra bólca T i I d æ m i s : Andvari Morgunn Iðunn, cldri og yngri Árbók ferðafjeíagsins Lýsing íslands Landfræðisagan Allar bækur Kiljans Sögufjelagið, compl. Menn og menntir Sögur herlæknisins íslensk fornrit og ýmasr flciri eigulegar b æ k u r . Habot Universal Food Mixer rafmagns- ! hrærivjel lil heimilisnolkunar ER NYKOMIN. — Rabot-hrærivjelin er mjög vönduð að öllum frágangi. — Þeir, sem eiga RABOT- hrærivjelar í pöntun hjá okkur, gjörið svo vel og vitjið þeirra hið fyrsta. — Aðeins nokkur stykki óseld. - Jánrvörudeild Jes Zimsen h.f. Skrifstofnstúlka óskast bálfan daginn. Þarf að kunna ensku og vjeíritun. Tilbcð mcrkt: Pósthólf 985. m :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.