Morgunblaðið - 02.08.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.1951, Blaðsíða 10
\ 10 MORGUl\BLA Framhaldssagan 28 III llllllllllllllll I 1 illllll 'j'i IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIII tlllllllllllllllllll 1111111111111111111 STÚLKAN OG DAU Nýkomið Skáldsaga eftir Quentin Patrick Áðar en jeg skildi við Jerry við dyrnar að Broome, spurði hann mig hvor jeg vildi koma með honum í jarðarförina næsta dag. Hann hafði beðið um að jarð- arförin yrði ekki auglýst til að forðast að fólk safnaðist saman þar fyrir forvitnissakir. Blaða- mennirnir höfðu ekkert fengið að vita og enginn frá skólanum hafði verið hvattur til að koma. Jerry og jeg ókum saman til Jitlu kirkjunnar, hlustuðum á prestinn og horfðum á þegar litla kistan hvarf ofan í gröfina. 'Það var farið að vora. Páska- Jiljurnar og narsissurnar voru farnar að blómstra í kirkjugarð- inum. Ilmurinn af þeim var svo sterkur að augu mín fylltust tár- um. Jerry tók þjett um hönd mína, og jeg átti aðeins eina ósk á þessari stundu. og hún var að þessu yrði fljótt lokið. Grace hafði ekki verið hamingjusöm og nú var hún dáin. Hún hafði fengið frið. En okkur hafði hún ekki unnt friðar. Við sátum þegjandi hlið við hlið á heimleiðinni. Um leið og við ókum inn um hliðið, spurði Jerry: „Halda þeir ekki að ein- hver hjer hafi gert það?“ Það var erfitt að vita hverju jeg átti að svara. „Það er ekki ómögulegt, Jerry“ sagði jeg loks. Jeg tók eftir þvn að hönd hans sem lá á hnjenu krepptist svo að hnúarnir hvítnuðu. Bíllinn nam staðar fyrir fram- an Broome Hall og jeg fór út rneð honum og studdi hann að dyrunum. Þegar við vorum kom- in að dyrunum sneri hann sjer skyndilega að mjer og horfði í augu mjer. ,,Lee, mig langar til að spyrja þig einnar spurningar.. .. mig hefur langað til þess lengi.... Ertu ástfangin af Steve Carter- is?“, „Ástfangin af Steve Carteris". Það hafði mjer aldrei dottið í hug. Mjer fannst það svo undar- Jeg spurning að jeg vissi tekki strax hverju jeg átti að svara. ,,Mjer fellur prýðilega við hann, en jeg er ekki.... auðvitað er jeg ekki ástfangin af honum.“ Kvíðinn hvarf úr augum hans. Hann leit niður fyrir fætur sjer. „Það er gott. Við Steve erum ekki vinir Jengur, vegna.... “ „Það var vegna Grace.“ „Já, að vissu Jeyti. Hún var ástfangin af honum og hjelt að hann bæri sömu tilfinningar til hennar. Hann trúði henni fyrir einu af ástarævintýrum sínum, og spurði hana hvernig hún hjeldi að siðsöm stúlka mundi taka slíkri sögu. Auðvitað hjelt Grace að hann aetti við sig oé? hann ætlaði að segja henni að hann elskaði hana. En svo kom það í ljós að hann vildi aðeins vita hvað henni fyndist um þetta af því að hann var ástfanginn af annarri.“ Hann þagnaði en bætti svo við: „Þetta hafði mikii áhrif á Grace, og mjer fannst það líka illa gert af honum. Jeg sagði honum það líka, og það var þess vegna sem við hættum að vera saman í herbergi.“ Nú vissi jeg þá hver ástæðan var fyrir því að vináttan hafði brugðist milli Steve og Jerry. „Það var þess vegna sem jeg spurði þig um tilfinningar þínar gagnvart Steve,“ sagði Jerry. ,,Jeg vil ekki að hann gabbi þig Jíka. Hann brosti biturlega. „Það er nóg sem hefur komið fyrir þegar. Jeg mundi ekki geta af- borið að þjer væri blandað ínn i það líka.“ Jeg hristi höfuðið. ,.Þú þarft ekki að vera hrædd- ur um það, Jerry.“ Við stóðum þarna dálitla stund og horfðumst i augu. Og allt í einu fjekk jeg hugrekki til að spyrja hann þeirrar spurn- ingar, sem jeg hjelt að jeg mundi aldrei geta spurt: „Og þú, Jerry. . . . berðu sömu tilfinningar til Normu og áður?“ „Sástu myndina af henni í blað inu. ... og hvað_ hún sagði um Grace?“ Jeg kinkaði kolli. „Og samt spyrð þú hvort jeg beri sömu tilfinningar til henr.- ar?“ Hann tók um handlegg minn og dró mig nær sjer. „Það er slíkt sem þetta sem kennir manni að þekkja fólk.“ Hann horfði á mig og allt í einu hvarf biturleikinn úr and- liti hans. Hann var aftur orðinn eins og lítill drengur. sem hefur villst að heiman. „Jeg hef hagað mjer eins og fífl, Lee. Jeg er kominn allt of , langt frá gömlu dögunum. Getur þú ekki hjálpað mjer að komast þangað aftur?“ Jeg fann ylinn af höndum hans í gegnum handlegginn. Lítill fugl sat á trjágrein og söng. Jeg var búin að gleyma nars- issunum í kirkjugarðinum. 15. Allan daginn var jeg eins og í draumi. Áður en jeg vissi af því var komið_ kvöld og síðan annar morgun. í fyrsta sinn eftir dauða Grace gat jeg hugsað um annað en hana. Það var næstum aukaatriði. Jeg hafði fengið Jerry aftur. Jeg var eins hamingjusöm og hægt var að vera.undir þess- um kringumstæðum. En þá birtist Trant lögreglu- fulltrúi aftur. Hann sat og beið mín í bílnum sínum þegar jeg kom út eftir fyrirlestur hjá Marciu. Hann var alveg eins vingjarnlegur og leynd ardómsfullur á svipinn og áður. Hann var í ljósblárri skyrtu og með dökkblátt hálsbindi. „Nú, já, þjer hafið þá verið beðinn að koma til aðstoðar við að gróðursetja trje,“ sagði jeg. Hann hristi höfuöið alvarlegur á svip. „Nei. Jeg sagði yður síðast að mjer kæmi ekki lengur við það sem snerti Wentworthskólann." Mjer fannst þetta svar mjög undarlegt. í ,,En hvað eruð þjer þá að gera hjer?“ | „Jeg hef talað við frú Hudnutt. 'Henni finnst jeg hafa mjög góð jáhrif á nemendur sína, og hefur gefið mjer leyfi til að bjóða yð- ur í dálitla ökuferð. „Hvert eigum við að fara?“ spurði jeg hikandi. „Hvert sem þjer viljið.... nema- á heimsenda,“ sagði hann og opnaði hurðina fyrir mig. Hann ók yfir að Pigot Hall og nam þar staðar. „Hatt og kápu,“ sagði hann. Jeg hlýddi, fór upp og sótti yfirhöfn mína. Hann virti mig fyrir sjer ánægður á svip, þegar jeg kom niður. „Mjög snotur,“ sagði hann. „Jeg e-r ekki vitund hissa á því að þjer eigið marga aðdáendur. .Gerið svo vel og fáið yður sæti.“ I Við ókum út á veginn og i átt- ina til New York, þó að hann hefði sagt að jeg skyldi ráða hvert við færum. „Mjer datt í hug að yður þætti gaman að koma í stórborgina," sagði hann. „Kannske,“ sagði jeg, en undir niðri kveið jeg því sem hann hafði í huga. „Ekki vænti jeg að loðkápan hafi kornist til skila?“ spurði hann eítir dálitla þögn. Þessi spurning kom mjer á ó- vart. Mjer hafði aldrei dottið í hug að jeg ætti eftir að sjá káp- una aftur. En þegar jeg sagði að hún hefði ekki komið til skila, sýndist mjer hann verða íyrir vonbrigðum eins og hann hefði búist við öðru. „Hvað segir vinur yðar núna?“ spurði hann eftir aðra langa þögn. „Hefur hann gert yður aftur að trúnaðarvini sínum?“ Hann brosti og jeg brosti á móti. „Búist þjer við að jeg svari þesSari spurningu?“ „Nci, eiginlega býst jeg ekki við því. Þjer hafið svo sorglega lítinn áhuga fyrir forvitni ann- arra. Hvað vil.íið þjer helst tala um, ef þjer ínættuð velja um- ræðuefni?“ „Þá mæli jeg með enskum bók- menntumý' sagði jeg. LLÍsiykkl Frönsk snið. Miiiis-kolrsétte Mjó sokkabaiicluhelti Amerísk ný gabardine-dragt nr. 12 til = sölu á ÁsvaJl.agötu 60, kjallar- = 111111111111Mi» iii ■ VfRZlUMIN Bankastræti 3. 111111111111111111111 ‘llllltllltllllllllllllllllllljfllllllllllllllllillllllllllllllll s Blómstrandi An Emonuri £ . i síjiipur og holiis. Plöntusala í’oryrinis liinarssonar | við Sljettuveg, Fossvogi. Uppl. | | kvölds og morgna í síma 5235. | á Vinsamlegast, takið umbúðir ! I Sitroen | | bill, smíðaár 19-í*7. í ágætu ■ 5 lagi til sölu kl. 6—8 í kvöld : | og annaðkvöld við Njálsgötu 102 i Sumarbústaður óskast strax til leigu. Uppl. 1 síma 7775 og 0678 eftir kl. 0. í i ; með. 111111111111111111111111111111111 isiiiiifniNiH>ii' *«i*iiiii;iiiimimijrtiHtfo«»1(tm»m» SINMBOGI KJARTANSSOIg SkipamiSlnn Aníturstrœti 12. Síaai 55A4. JPoisoaí'1 Lán óskasí 1 | 8 þús. kr. lán óskast i 4 mán- í | uði gegii góðri tryggingu. Til- | | boð merkt: „Láh — 803“ send- | | ist afgr. Mbl. fyrir laugardag, £ Wfela’ilaiii STULKA óskast ca. 3 vikur til þess að annast vjeliitun. Enskukunnátta nauðsynleg. Uppl. í síma 2848. Olíuverslun íslands h.f. Keílavík eöa Ytri-INÍjarðvík.ur Eitt til tvo herbergi með eldhúsi eða eldunarað- gangi óskast til leigu strax. Uppl. í síma 80332. ***»&£&*■ ARNALESBOff Á veiðimannaslóðum EFTIR LAWRENCE E. SLADE 16. Jæja, svona fór þetfa allt saman, hugsaði Beggi. Þeir fantarnir, Bolli og Rangar myndu þá komast á brott með allt þýfið. Og það sem var ennþá verra. Það var víst engin von til þess, ao hann sjálfur bjargaðist nokkru sinni upp úr þessarri gjá. Enginn átti víst leið hjer fram hjá og jafnvel þó einhver ætti Jcið fram hjá, bá myndi honurn ekki detta í hug, að nein mannleg vera væri í þessarri ísgjá. Svo var nú hitt, hvort hann gæti sjálfur klifrast upp. Hann stóð upp og fór að rannsaka allar kringumstÆður. AJlt í einu tók hann eftir dökkleitum hlut, sem Iá þarna ofan á ísnum. Hann tók hann up og sá, að þetta var leðurhanski. Við i.ánari athugun sá hann, að hanskinn var merktur. Iniran í hon- U:n stóð skrifað með stimpilbleki: Jim Connor. — Þetta gaf Begga tilefni til að álykta sem svo, að eftir allt saman hlyti Jim ennþá að vera á lífi. Að vísu var líklegt, að hansk- irn hefði verið þarna nokkurn tíma, en þó eitki allan tímann, frá því Jim hvarf. Þáð var að sumarlagi, sem hann hvarf og hanskinn hlaut að hafa komist niður í íssprunguna þegar leíð fram á vetur. Það leit út fyrir, að Jim hefði sjálfur verið þarna niðri. Og nú fór Beggi að skilja samhengið í þessu öllu. Það var sennilega Jim, sem átti forustuhundinn góða. Að öllum líkinclum höfðu þeir 'mis- yndismennirnir Ragnar og Bolli kastað Jim niður í íssprunguna og hundurinn þefað uppi sióð húsbónda síns og farið of framav- lega á ísbrúnina og fallið líka niður. En einhvernveginn hafði Jim komist upp, þó ctrúlegt væri, að hann hefði skiiið hundinn, vin smn, einan eftir niðri. Húsnæði Einbýiishús eða íbúð, 3—4 herbergi og eldhús, ósk- ast til kaups. — Útborgun eftir samkomulagi. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merkt: iBÚÐ — 793. Gagiðyrk|iimenii Hitavíra og annan rafbúnað fyrir rafmagnshitaða vermireiti útvegar undirritaður frá Noregi, að fengn- um gjaldeyris- og innflutningsleyfum. Tæknilegar upplýslngar og leiðbeiningar látnar í tje. G. MARTEINSSON, Reykjavík. Símar 5896 og 1929. Ford fólksbifreið í ágætu standi, verður TIL SÖLU á þvottaplaninu lijá STILLI í dag og næstu daga. Skifti á Fordson sendiferðabíl eða Jeppa koma til greína. Cóifiöppi Axminster 3x3 og 3x4 yds. Húsgagnaverslunin ATÓMA, Njálsgötu 49, sími 2242.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.