Morgunblaðið - 11.08.1951, Page 6
MORGUNBLAÐIfí
Laugardagur 11. ágúst 1951
JlttgmiM&Mjifr
Jtg.. H.f. ArvaKur, Reylrjavi*
^ramkv.stj.: Sigfús Jónsson
. -ritstion Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.)
Oesbók: Árni Óla, sími 304S
vugiysingar: Árni Garðar Kristinsaon
Utstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*
\usturstræti 8. — Sími 1600
\sKriitaraiald kr. 16.00 á mánuði, ínnamana*
I lausasölu tð aura eintakið. 1 krónu með Lesbófc
Tel eðliiegf að handritin
sjen á ísEandi
Skýtur skökku við
ÞAÐ skýtur sannarlega skökku
við þegar minnihlutaflokkarnir í
bæjarstjórn Reykjavíkur ætlast
til þess að almenningur trúi því
að þeir vilji vernda hann gegn
opinberum álögum og skattkúg-
un. Það liggur nefnilega fyrir
skjallega sannað að þessir flokk-
at hafa á liðnum árum haft alla
forystu um að leggja drápsklyfj-
ar, beinna og óbeinna skatta á
þjóðina.
Kommúnís'tar og kratar hafa
það beinlínis á stefnuskrá sinni
að koma í veg íyrir að einstak-
hngar geti á heiðarlegan hátt
komist til bjargálna með dugn-
aði og sparsemi. Þessir flokkar
hafa bókstaflega prjedikað það ár
eftir ár og áratug eftir áratug að
þess yrði að gæta í lengstu lög að
koma í veg fyrir hóflega eigna-
söfnun einstaklinga. Það er í sam
ræmi við þessa stefnu þeirra, sem
löggjafarsamkoman hefur staðið
nieð skattasvipuna á lofti yfir
höfðum fólksins, ekki aðeins
þeirra, sem háar tekjur hafa,
heldur einnig hinna, sem hafa
miðlungs tekjur eða jafnvel
lægri.
> ★
Hver einasti maður, sem eitt-
hvað þekkir til í íslenskum
stjórnmálum veit að þetta er satt
og rjett. Þannig hefur afstaða
þessara flokka verið til skatta-
mála. Þeir hafa í stuttu máli
sagt verið í stöðugu stríði við heil
brigða efnahagsstarfsemi í land-
inu.
Það er eftirtektarvert að
það er vegna þess að Fram-
sóknarflokkurinn hefur mjög
oft hallast að síefnu þessara
eignaránsflokka, að skattalög-
gjöfin er eins harðsvíruð og
hún er í dag. Hinir svokölluðu
vinstri flokkar hafa með öðr-
um orðum staðið saman um að
þyngja opinberar álögur á
þjóðinni.
í kjölfar þessarar ráðabreytni
hafa siglt skattsvik og margvís-
legt brask og laumuspil. Þess er
heldur engan veginn að dyljast
að skattalöggjöfin hefur beinlínis
lamað sjálfsbjargarviðleitni
fjölda manns. Hún hefur dregið
úr áhuga þeirra fyrir að halda
áfram að vinna og hafa hagnað af
starfi sínu. Hefur það að sjálf-
sögðu haft í för með sjer þjóð-
fjelagslegt tap.
★
Afstaða Sjálfstæðisflokksins til
skattamála er sú að af háum tekj-
um beri að sjáífsögðu að greiða
háa skatta. Þjóðfjelagið þarfnast
mikilla tekna til þess að rísa und-
ir margvíslegum framkvæmdum.
En skattarnir mega þó ekki vera
það háir að þeir kyrki athafna-
lífið og lami efnahagsstarfsemi
þjóðarinnar. — Einstaklingarnir
verða að hafa hagnað af því að
leggja sig fram um að treysta hag
sinn og aðstóðu. Þjóðfjelagið get-
ur því aðeins orðið sterkt að í því
búi bjargálna einstaklingar.
Gegn þessari stefnu Sj'álfstæð-
ismanna hafa kommúnistar og
kratar barist af alefli. Þeir hafa
brugðið Sjálfstæðisflokknum um
það að hann væri „flokkur hinna
ríku“. Þess vegna væri hpnn mót-
fallinn ránsstefnu þeirra í skatta-
máiunum.
★
Ekkert er eðlilegra en að á
þetta sje bent í sambandi við
þá aukaniðurjöfnun, sem bæj-
arsjórn Reykjavíkur hefur ný-
lcga samþykit. Minnihluta-
flokkarnir áfellast Sjálfstæðis-
menn fyrir hana, Þessir sömu
flokkar hafa í sambandi við
hverja einustu fjárhagsáætlun
fyrir bæinn flutt tillögur um
stórfelld ný útgjöld, sem
kostað hefðu nýjar álögur á
bæjarbúa. Nú þegar hækkað
kaupgjald og vaxandi dýrtíð
skapar bænum nauðsyn á aukn
um tekjum til þess að greiða
iaunauppbæturnar og halda
uppi verklegum framkvæmd-
um þykjast skattkúgunarpost-
ularnir allt í einu vera oiðnir
að verndurum almennings. —
Hvílík hræsni og yfirdreps-
skapur!!
Um sparnaðartillögur þessara
flokka er það sama að segja. —
Sjest það greinilegast á afstöðu
kommúnista til endurskipulagn-
ingar áhaldahússins á s.l. vetri.
Þar var látin fara fram gagnger
endurskoðun á rekstri þessarar
bæjarstofnunar og verulegur
sparnaður framkvæmdur. — En
kommúnistar máttu ekki til þess
hugsa að þarna yrði fækkað
mönnum og reksturinn dreginn
saman. Þeir æptu sig hása gegn
því á bæjarstjórnarfundum.
Nú er það ein af „sparnaðar-
tillögum“ kommúnista að rekstur
áhaldahússins verði endurskoð-
aður!!!
Sjá menn ekki þann skrípaleik,
sem þarna er verið að leika?
Reykvíkingar mega annars
vera þess fullvissir að Sjálf-
stæðismenn taka öllum raun-
verulegum sparnaðartillögum
af velvilja og skilningi. Þeir
hafa jafnan lagt á það kapp
að gæta fyllstu hagsýni og
gætni í bæjarrekstrinum. Það
munu þeir gera framvegis sem
hingað til.
HeiSarleg samkspni
„GJALDEYRISÁSTANDIÐ fer
batnandi nú í þessum mánuði og
er gert ráð fyrir talsvert miklum
útflutningi næstu mánuði, sem á
ao geta staðið undir allri venju-
legri eftirspurn um gjaldeyri.
Stefna ríkisstjórnarinnar er
ákveðin og eindregin sú, að við-
halda því frjálsræði í versluninni
sem nú hefur fengist og verður
ekki hikað við að gera, hvaða
ráðstafanir, sem nauðsynlegar
eru til þess að ná því marki. Um
afturhvarf til haftanna er ekki
að iæða“.
Þannig komst Björn Ólafsson
viðskiptamálaráðherra m. a. að
orði í útvarpsræðu þeirri, sem
hann flutti á frídegi verslunar-
manna. Er fyllsta ástæða til þess
að fagna þessum ummælum og
ltggja á þau áherslu. Algert versl
unarfrelsi er takmark núverandi
rikisstjórnar. En frjáls verslun
þjðir samkeppni í verslun eins
i.g ráðherrann einnig benti á.
Hann lagði einnig áherslu á
það, að vöruverð hefði að
miklu leyti verið gefið frjálst
í trausti þess að heiðarleg sam
keppni tr.vggi almenningi hag'
síæða verslun. Ef einhverjir
brygðnst þessu trausti og mis-
notuðu verslunarfrelsið til
þess að fjefletta almenning
gæti það hafl þær afleiðingar
að leggja nýja verslunarfjötra
á þjóðina.
MARTIN LARSEN, sendikannari
og blaðafulltrúi hjá danska séndi-
ráðinu hjer í Reykjavík, er ný-
lega farin hjeðan, ásamt fjöl-
skyldu sinni, heim til Danmerkur.
Rjett áður en hann fór hitti Mbl.
hann að má!i og ræddi ýmislegt
við hann um dvöl hans hjer
heima.
— Þegar jeg kom hingað árið
1946, segir Martin Larsen, var
það ætlun mín að vera hjer að-
eins 1 /2 ár sem sendikennari við
háskólann. Danskur sendikennari
hafði þá ekki verið hjer um 20
ára skeið. En niðurstaðan varð
sú að jeg er búinn að vera hjer
í hálft sjötta ár.
TALAÐI ALLTAF ÍSLENSKU
i — Kunnuð þjer nokkuð í ís-
lensku þegar þjer komuð?
| — Já, jeg hafði tekið próf í nor-
rænum fræðum við Hafnarhá-
! skóla og þar að auki lært nútíma
íslensku í einkatímum. Jeg byrj-
aði svo strax að tala málið þegar
jeg kom hingað.
| — Hvenær hófuð þjer svo starf
ið í sendiiá'ðinu? --
— Það var haustið 1947. Brun,
sendiherra, rjeð mig þangað og
hefi jeg unniö þar til 1. ágúst s.l.
— Hvernig fjell yður stariið
við Háskóla íslands?
— Ágætlega. Jeg álít að Ká-
skóli Islands sje nú þegar orðinn
miðstöð norrærina fræða þó að
hin fornu íslensku handrit sjeu
ennþá í Danmörku.
EÐLILEGT AÐ HANO-
RITUNUM SJE SKILAO
Það er að mínu áliti vel hægt
að fást við fornbókmenntirnar
sem listaverk án þess að nota
bandritin alltaf um leið. En það
er ekki hægt að vinna að útgáfu-
starfsemi án þess að hafa aðgang
að þeim. Þar sem Háskóli íslands
er nú þegar orðinn miðstöð nor-
rænna fræða tel jeg eðlilegt að
handritin sjeu hjer á íslandi.
Flutningur þeirra frá Dan-
mörku er mjer alls ekkert til-
finningamál. Mjer finnst hann
vera eðlilegur.
SAMBÚÐ ÍSLENDINGA
OG DANA
— Hvernig virðist yður sam-
búð íslendinga og Dana vera um
þessar mundir?
— Af afstöðu Dana, sem yfir-
þióðar hjer á íslandi leiddi það
að þeir gátu varla verið hjer vin-
sælir meðan sjálfstæðisbaráttan
stóð yfir. Einstakir Danir voru
að vísu vel látnir hjer og jeg hygg
að íslendingar hafi kunnað að
greina á milli dönsku þjóðarinn-
ai sem yfirþjóðar og danskra
manna sem einstaklinga. Þannig
eru ýms dæmi þess að danskir
kaupmenn hafi verið vinsælir og
að heimili þeirra hafi jafnvel ver-
ið menningarmiðstöðvar. Átti það
t.d. við um ,,Húsið“ á Eyrar-
bakka. Þar bjó danski kaup-
maðurinn Nielsen ásamt sinni ís-
lensku konu, við vinsældir og
álit.
Annars voru kaupmenn þeirra
tíma, hverrar þjóðar sem þeir
voru, yfirleitt ekki vinsælir.
Á það má einnig benda að t.d.
Jónas Hallgrímsson, sem var að-
aiskáld hinnar íslensku frelsis-
baráttu, var góður vinur danskra
skálda og rithöfunda og fann
einskonar griðastað í Sorö á Sjá-
iandi. Þetta gerði ekki Jónas að
dönskum íslendingi.
Jeg álít að dvöl íslenskra náms-
manna í Danmörku og danskra á
íslandi eigi nú og í íramtíðinní
ríkan þátt í að efla vináttu og
skilning milli þessara þjóða á
högum hvor annarar.
AUÐVELT AÐ UMGANGAST
ÍSLENDINGA
— Þjer hafið ferðast víða um
ísland?
— Já. Og jeg hefi haft að því
mikla ánægju. Lífið hjer er svo
frjálsmannlegt og það er svo auð-
velt að umgangast íslendinga,
ekki hvað síst á ferðalögum. Að
n:örgu leyti finnst mjer auðveld-
ara að umgangast þá en landa
Samial við Harfin Larsen, sendikennara.
Martin Larsen.
Iáta sjer smámuninn í Ijettu ri'imi
li'Tcria T’eir taka öllu með +ó eí
þeir hafa einu sinni ákveðið a
eiga goða daga. Við Darúr verðum
oft súrir á svip yfir óstundvísi
og skórti á skipulagi. En það
verða íslendingar aldrei. Mjer
finnst skakkt að segja að ísleod-
ingar sjeu yfirleitt þunglyndir.
Mjer finnst þeir vera Ijettlyndari
en við Danir. Það getur að vísu
haft bæði kosti og galla. Frá
sjónarmiði þjóðfjelagsins getur
bjartsýní íslendinga stundum ver
ið bættuleg vegna þess að stund
visi og nákvæmni er oft nauðsyn-
'eg. Það getur þess vegna vel
verið að hið íslenska þjóðfjelag
verði aldrei eins íast mótað og
Yióofjelög aanara norræna
bjóða. En jeg held að það verðí
rdrei leiðinlegt að lifa hjer. Og
mjer er næst að balcla a|5 útlend-
ngur, sem hjer hefur áit heima
muni sakna margs þess sem hann
efur qskað norður og niður
meðan hann var hjer.
Þannig fórust Martin Larsen
oi'8. Iiánn er nú kominn heixn
Ul Danmerkur, en þar tckur hann
við starfi við rneir itc skóla í Kaui»
mannahöfn. Kvaðsí hann hafá
nægan tima til þess að halda þar
áfram-að iðka r.orræn. fræði.
Martin Larsen hefur náð 6-
venjulegri leikni op þekkingu á
islenskri tungu eins og greini-
Iaga köm í Ijós er hann flutti
útvarpsf.v yirlestra hjer heima
fyrir skömmu. Áliugi iians á ís-
lenskum fræðum er mikill og
einlægur. Fylgja honum hjeðan
óslcir um gengi og velfarnað í
staríi hans. S. Bj.
Forn peningur
LONDON — Sex ára gamall
diengur Joseph Werner gióf ný-
lega upp silíurpening sem gefinn
var út árið 1783.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFIMU
mína heima 'fyrir. íslendingar
Undir forsæti
Ingólfs Arnarsonar
í BLÍÐUNNI í fyrradag voru
nokkrir öldungar komnir saman
á Arnarhóli. Þeir sátu þarna á
steinbekknum fyrir sunnan hann
Ingólf Arnarson og spjölluðu.
Raunar var það aðallega einn,
sem hafði orðið, maður með harð-
kúluhatt og tóbakstauma niður í
munn. Hann talaði lágri, tilbreyt-
ingarlausri röddu. Auðheyrt var,
sð hjer sat ekki kjaftaskúmur á
rökstólum, heldur hljedrægur
maður, sem vissi hvað hann söng.
Bók, sem vantaði
upphaf o" endi
OG SEM mig ber þarna að, segir
hann frá því, að fyrr á árum hafi
hann lent í að hreinsa til hjá ein-
hverri konu, liklega heldri konu,
og hann átti að brenna draslinu,
sem til einskis þótti nýtt. „Allt í
einu vaið jeg var við bókar-
skræðu, svo sem þetta þykka“,
og hann gefur til kynna, að þetta
hafi ekki verið nein smáræðis
bók. „Það vantaði bæði framan
við hana og aftan. Jeg spyr kon-
una, hvað jeg eigi að gera við
þetta rifrildi. og hún vildi láta
það fara sömu leið, í eldinn. Þá
spurði jeg hana, hvort jeg mætti
ekki heldur eiga bókina og var
það mál auðsótt.
Slitur, sem komu
að noium
EOKIN var eins og nýkomin úr
prentsmiðjunni að öðru leyti en
þessu, að það vantaði í hana
framan við og aftan við. Daginn
eítir fór jeg með hana og sýndi
Jóni Þorkelssyni, bókaveiði. —
Hann spurði mig, hvort jeg vildi
ekki gefa sjer hana eða selja, jeg
man ekki nú hvort var. Jeg gaf
honum bókina, sem reyndist vera
fyrsta útg,áfa Vídalínspostillu, ef
jeg man rjett. Jón var eins og
menn vita vakinn og sofinn í ao
viða að sjer gömlum bókum og
bókaræksnum. Löngu seinna
frjetti jeg að hann hefði komist
yfir ritýur úr Vídalír.sposlillu ein-
hværs staðar norður í landi. Með'
því að leggja nú þessi tvö brot
saman fjekk hann heilt og ó-
skemmt eintak af bókinni“.
Lengi von á einum
NÚ RUMDI í hinum körlunum.
Einhver kom með athugasemd
um blað það úr Heiðarvígasögu,
sem íyrir skömmu fannst í Lands
bókasafninu, fannst á að það þóttl
honum merkilegur fundur. Öðr-
um fannst minna til þess koma
og ekki varða nema fáa menn.
Því var skotið að sögumanní,
að af sögu sinni um Jón Þorkels-
son og guðsorðabókina mætti
hann sjá, að lengi væri von þeirr-
ar bókar, sem hann sjálfur leit-
aði nú að og heíði lengi verið á
hnotskóg eftir. Ekki vissi jeg,
hver hún var þessi bók.
Hirðuleysi
SÖGUMAÐUR kvaðst nú alveg'
vonlaus um þá bók. Heiði hanr»
ritað mörgum mönnum í öllurm
landsfjórðungum brjef og meira
Sð segja lagt frímerki með, svo
að þeir gæti a.m.k. svarað um hæl
að kostnaðarlausu. Enginn hefðí
þó enn virt sig svars.
Þær eru margar sögurnar urr»
hirðuleysi íslendinga um að
svara brjefum. Sinnuleysi þeirrá
i þeim efnum er oft mjög baga-
legt, auk þess, sem þar er um tví-
mælalausa ókurteisi að ræða.
Vökum yíir gömlum
bókum og blöðum
GAMLI þulurinn á Arnarhóli var
að rumska við okkur. Enn eiga
rnargir í fórum sínum gamalt
„drasl“, sem lítt hefur verið kanr»
að eða ekki, en þar gætu legið
slitur, sem ekki eru alls ómerk.
Og margt það, sem lítill fengur
þótti að fyrir 20 til -30 árum get-
ur nú hafa aukist að gildi. Það
á að vera metnaðarmál þessarar
bókaþjóðar, að ekkert fari íram-
ar í suginn. Við höfum þegar
|sjeð á bak of mörgum letur-
staf í eld og skóbætur.