Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1951, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ \ 12 Útskálakirkju bsrsi fogur gjof ÚTSKÁLAKIRKJU hefur nýlega %'erið fœrður að gjöí forkunnar- fagur gripur, sem er mirmingar- ,gjöf um Geirmund heit. Þor- bergsson skipstjóra og skipverja hans, ei' fórust með vjelbátnum Óðni frá Gerðum 12. febr. 1944. — Gjöfin er kross með Krists- likneski, allt úr skíru silfri. Á fótstalli krossins er silfurskjöld- ur með áletruðum nöfnum skip- etjóra og skipverja, en á bak- hlið er letrað: Geíið Útskála- hirkju 1951, og frá hverjum gjöf- in er, en gefendur eru foreldrar, systkini, fósturbróðir, ekkja og dætur Geirmundar heitins og móðir Þórðar Óskarssonar, sem yar einn af skipverjunum. Krossinn er gerður af Guð- laugi gullsmið Magnússyni, en áletrunina gerði Gísli leturgraf- ari Loftsson. Við guðsþjónustu í Útskála- kirkju s.l. sunnúdag var þessari fögru minningargjöf valinn stað- ur á altari Útskálakirkju. Minn- ingarorð voru flutt um slcipstjóra og skipverja og gefendum þakkir íærðar af hálfu safnaðarins. Guðvarður Síeinsson sexiugur SEXTUGUR varð 6. þ. m. Guð- varður Steinsson, vjelstjóri. Guðvarður er fæddur á Kleyf á Skaga í Skagafjarðarsýslu, son ui Ingibjargar Guðvarðardóttur og Steins Jónssonar, vjel3tjóra. Guðvarður ólst upp á ýmsum stöðum í Skagafirði, en þó aðal- lega í Skefilsstaðahreppi. Hann er giftur Bentinu Þor- kelsdóttur, hinni ágætustu konu og búa þau nú á Merkisteinsvöll- um við Eyrarbakka. Þeim hjón- inn hefur orðið 13 barna auðið, sem öll eru á lífi og flest komin yfir fermingaraldur. Guðvarður er dugnaðarmaður, hraustmenni hið mesta, enda þurfti á því að halda í erfiðri lífs haráttu. Þá er hann kunnur öll- im, sem af honum hafa haft kynni, af heiðarleik, góðvild og greiðvikni. Mun hans mörgu ættingjum ©g vinum verða hugsað til hans með hlýju og bestu óskum á þess um merku tímamótum í lífi hans. Vinur. — Minningarorð Framh. af bls. 11. jneðal þeirra sem fremstir fóru og báru fána Islands hæst og lengst um úthöfin. Pjetur Kúld giftist 12. desem- ber 1902 Hallfríði Aradóttur frá Múla í Guíudalssveit, og reynd- ist hún manni sínum tryggur og raungóður förunautur til ævi- loka. Börn þeirra voru þessi: Ingólfur, fæddur 1. október 1902, nú sjómaður í Reykjavík. Ágúst, fæddur 2. ágúst 1906, gkipstjóri í Flatey á Breiðafirði. Pjetra Sveinsína, fædd 12. október 1910. Hún dó um ferm- iugaraldur. Bræðurnar eru báðir dugnaðar rr enn og kippir í kynið um sjó- mennsku og afla'orögð. Pjetur Kúld Ijest að heimili sínu í Flatey 22. ágúst síðastlið- inn. Hann ljet ekki eftir sig stór skip, jarðir eða húseignir, nje neitt það sem gerir menn að jjiiklum mönnum í augum fjöld- ans nú á dögum. Og þar hrökk ekki maður úr háu embætti þeg- ar hann fór. Vegtyllur eða virð- ingarstöður voru honum engar hoðnar um dagana og hann sótt- ist heldur ekki eftir þeim. En með honum hvarf af sjónarsvið- inu einn sjerkennilegasti Breið- íirðingur sinnar samtíðar, sannur lulltrúi horfinnar sjómannastjett ar —• síðasti víkingurinn. Og hljótt verður þá orðið um marg- an samtíðarmanninn, þegar Pjet- ur Kúld er alveg gleymdur. __ Bergsveinn Skúlason. Þriðjudagur 18. sept. 1951 Norðfflenn unnu Dani í knatfsprmu með 2:0 OSLO, 16. sept. — Noregur vann Danmörku í landsleik í knatt- spyrnu, sem háður var hjer í dag með 2:0. Norðmennirnir höfðu yfirburði í leiknum og hefði sigur þeirra getað orðið meiri. Dar.ir voru ekki eins góðir og oft áður. Spydevold og Thorbjörn Sven- sen voru bestir í liði Norðmanna en Thorstensen og Olesen bestu Danirnir. Bæði mörkin voru sett í fyrri hálfleik. Gunnar Thoresen skor- aði það fyrra á 27. mínútu eftir að Bredesen hafði gefið vel íyrir. Siðara markið kom á 40. mínútu. VaT> bað sjáifsmark hjá Dönum. Áhorfendur voru 36 þúsund. Einnig fór fram í dag B-lands- leikur milli Dana og Norðmanna í Odense. Unnu Danir.þar með 2:1. •— Akselson. og ovissa m sem seint kom fram UM SL. HELGI var Slysavarna- fjelaginu tvisvar gert aðvart um berjatínslufólk, sem ekki hafði komið fram á rjettum stað eða tíma. 1 bæði skiftin bjuggust starfs menn Sylsavamaf jeiagsins, ásamt lögreglunni til að hefja leit, en á síðustu stund kom tilkynning um að fólkið væri komið fram. í öðru tilfellinu var um að ræða konu um fimmtugt, sem slæddist frá samferðafólki sínu. Á brott- farartíma bifreiðar hennar, var hún enn ókomin. Hennar var samt beðið fram á kvöld. Þegar leit hafði verið undiibúin, kom loks í ljós, að konan var komin í bæ- inn með annari bifreið. Hitt var sex manns, sem fór í berjatínslu í einkabifreið. Þau gerðu ráð fyrir að vera komin í bæinn um kvöldið. En alla nótt- ina var beðið eftir þeim og loks daginn eftir um hádegisbilið, var Slysavamafjelaginu og lögregl- unni gert aðvart. Þessir aðilar bjuggust þegar til að gera alt, sem í þeirra valdi stæði til að finna fólkið. En rjett í þann mund, sem leitarflokkar voru að leggja af stað, komu boð um að fólkið væri komið heim til sír.. — Hafði bif- reið þeira bilað og fólkið gist að Svartagili um nóttina. Slyíavarnaf jelagið biður fólk á berjamó að gæta þess, að dreifa sjer ekki, en reyna að halda sam- an, sjerstaklega eftir að fer að dimma. Ef það ætlar að breyta um ferðaáætlun, snúa til baka með annari bifreið, eða dvelja einhversstaðar náttlangt, þá ætti fólk að láta vita af sjer sem fyrst í síma til þess að vandafólk bíði ekki í ótta og óvissu og efnt sje til kostnaðarsamra leita. Óþurkar og aftaleysi í Borgarfirði eysfra BORGARFIRÐI EYSTRA, 6. september: — Stöðugir óþurkar hafa gengið hjer um þriggja' vikna tíma og oft stórrigningar. Margir eiga mikið úti af heyi, sem mjög er farið að hrekjast. í vatnavöxtunum, sem verið hafa undanfarna daga urðu mikl ar skemmdir á 42 m langri stein- steyptri brú á Fjarðará. Gróf vatnið undan stöplum brúarinnar svo að hún hefur sígið um allt að fet í annan endann. Fjórar þversprungur hafa komið í pall brúarinnar, einnig hafa stólp- arnir sprungið. Einnig tók áin um 6—10 m af uppfyllingu við austur enda brúarinnar og renn- ur þar í gegnum skarðið, svo að brúin er algerlega ófær yfirferð- ar. Engin tök eru á því að gera við þessar skemmdir meðan vatnavextirnir haldast. Enn er hjer hríðarveður og snjóar ofan í miðjar hlíðar. — Næturfrost haía ekki komið enn, þó að mjög kalt sje í veðri. Stöðugar ógæítir eru við sjóinn. Það sem af er sumrinu hefur það verið eitt með mestu aflaleysis- sumrum. En með óþurka gengur það næst sumrinu í fyrra. Enn er gras lítið farið að sölna svo að mikið getur ræst úr með heyskap inn komi gott haust. — I. I. Enginn kálmaðkur s Harnafirði Uppskeruhorfur foldor géfer Fiugvjelar F. í. fluthi 4118 farþega f ágúsf í ÁGÚSTMÁNUÐI fluttu flug- vjelar Flugfjelags íslands 4653 farþega. Á innanlandsflugleið- um fjelagsins voru fluttir 4118 'r farþegar, en 535 á milli landa. Flugveður var mjög ákjósanlegt í mánuðinum og var flogið alla daga. Þess má geta, að frá maí- byrjun til ágústloka hafa aðeins tveir flugdagar fallið niður hjá Flugfjelagi Islands sökum óhag- stæðs veðurs. Vöruflutningar með flugvjel- um FÍ i ágúst námu samtals 60,105 kg, þar af voru tæpar 16 smálestir fluttar til leiðangurs Paul Emil Victors á Grænlands- jökli. Fór „Gullfaxj" 3 ferðir með vistir til leiðangursins í mánuð- inum og Catalina-flugþátur eina ferð. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs hafa vöruflutningar FÍ verið rösklega 100 smálestum meiri en þeir voru allt s.l. ár. Hafa flugvjelar fjelagsins flutt 404,814 kg af vörum til ágúst- loka, þar af 303,689 kg hjer inn- anlands. Á sama tíma í fyrra námu innanlandsflutningar 95, 487 kg. í s.l. máiiuði voru fluttar rösk- ar 6 smáiesjir af pósti á vegum fjelagsins. Á innanlandsflugleið- um voru fiutt 4572 kg, en 1572 kg flutti „Gullfaxi“ á roilli landa. HÖFN í Hornafirði 6. sept. —•& Upjjskeruhorfur eru góðar í Hornafirði, ef ekkert kemur fyr- ir. Kartöflugrös eru farin að falla, en á meðan leggirnir standa grænir, á kartaflan að halda áfram að vaxa. I sambandi við frjett í Mbl. á sunnudag vil jeg geta þess, að jeg hef ekki fengið neinar upplýsingar um að kálmaðkurimr sje kominn x hjer- •aðið og vona að svo sje ekki. Gul- rófnavöxtur er ágætur víðast hvar og talsvert farið að flytja af þeim á mai'kaðinn eftir því sem hagar til með ferðir. Heyskap er að verða lokið víð- ast hvar í hjeraðinu. Hefur hann gengið vel allt fram um miðjan ágúst, en þá gerði óþurrkakafla um hálfsmánaðartíma. Þó hafa menn nú náð upp heyjurn sín- um. Annars skiptir nokkuð í tvö horn, því að sunnan Almanna- skarðs mun heyskapartíðin hafa verið betri en hinsvegar nokkru lakai'i í Bæjarhi'eppi Lóninu). Grasspretta raun víðast hvar hafa verið sæmileg, einkanlega í útjörð. Hinsvegar voru tún all- misjöfn og kom þar til, að víða voru þau nokkuð kahn og svo hitt, að heldur seint var borið á þau. Tel jeg, að það hafi ráðið mestu um sprettu þeirra. Hjer á Höfn eru allir búnir að hirða tún sín tvisvar og einstaka hafa gert svolítið að þriðju slægju. Má heyfengur teljast sæmilegur og vel fenginn. — Frjettaritari. Ársþing norrænna OSLO 17. sept. — Miðstjórn bændasamtakcnr.a á Norðurlönd um, hjelt ársþing sitt í Oslo á íimmtudag og föstudag s.l._ Á þinginu sitja fyrir Islands hönd Bjarni Ásgeirsson, Sverrir Gíslason, Einar Ólafsson og Sveinn Tryggvason. Af hálfu Dana sitja þingið 14 fulltrúar, 11 fulltrúar frá Sví- þjóð, 6 frá Finnlandi en um 60 fulltrúar sitja þingið af hálfu Noregs. Á dagskrá fundarins er m. a. flutningur fjölda erinda og skýrslna ásamt. ýmsum málum sem míkla þýðingu hafa fyrir miðstjórn bændasamtakanna. — NTB. Iíeimta sjálfstæffii LUNDÚNUM: — Menn hafa fyr- ir satt, 8ð íralc ætli að bera fram þá kröfu fyrir S. Þ„ að Marokko verði gert sjálfstætt ríki. Áimíeráam — AsSraSía AMSTERDAM 17. sept. — í desembermánuði hefur hollenska flugfjelagið KLM flugferðir á tveim nýjum leiðum, Amsterdam — Ástraha og Amsterdam •— Japan, Áætlunin er að fljúgá einu sinni i viku til hvors þessa staðar. Á báðum þessum leiðum verða notaðar Lockheed Cor.stelation vjelar og með þessum flugleið- um tveimur, flýgur KFM til 60 staða víðsvegar um heim. Prjónavörur Ýmis konar prjónafatnaður (ekki úr erlendu garni), verður seldur fyrir hálfvirði á meðan birgðir endast. ÁSGEIR G. GUNNLAUGSSON & Co. Austurstræti 1. EINBYLISHUS á góðum stað til Ieigu frá 1. október næstkomanili. — í húsinu eru 6 herbergi, eldhús, bað, þvottahús, geymslur, olíukynding. Leigist til tveggja ára og árs fyrirfram- greiðslu. Tilboðum sje skilað til blaðsins fyrir föstu- dagskvöld 21., þ. m merkt: „Góður staður“ —435. Sem nýr Hiliman og Willys jeppi til sýnis og söiu. Upplýsingar eftir kl. 1 í dag í Bilaiðjunni H. F. Sími 80213. •— Skúlagötu 84. 1) _ þetta er slæmt útlit. 2) — GuS minn góður, við hjálp að halda. Það verður að [með að fara þangað af persónu- Davíð með lungnabólgu og Sirrí verðum að... -' halda veiðiþjófunum í skefjum, legum ástæðum. Jeg get ekki lömuð og í hjólastól. — Jeg sendi hjúkrunarkonu því annars eyðileggja þeir allt gefið mig fram í Týndu skógum. — Já, hún hringdi til okkar í þangað í raorgun. starf Davíðs. — En þú getur samt farið. Þú morgun. i 3) — En þau þurfa samt á í 4) — Því miður á jeg erfitt getur tjaldað þar skammt frá og; verið á verði. __,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.