Morgunblaðið - 07.12.1951, Side 12
Veðiarúflaf í dag:
Lcttir til með norSaustím átt.'
281. tbl. — Föstudagur 7. desember 1951.
Mú undirbýr sparnaðartíllögur
Fjárhagsásflun Reykjavíhur rædd á fimmiudag
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær upplýsti borgarstjóri, að fjár-
hagsáætlun Reykjavíkurbæjar yrði lögð fyrir bæjarstjórn á fundi,
sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag. Síðari umræða verð-
ur fimmtudaginn 27. desember. ítarleg greinargerð fylgir að þessu
sinni hverjum lið fjárhagsáætlunarinnar.
jt- * ;
ilil
SPARNAÐARNEFNÐ
í sambandi við undirbúning
fjárhagsáætlunarinnar hefur
borgarstjóri falið þriggja manna
nefnd að semja greinargerð og
gera tillögur um sparnað í rekstri
bæjarins og bæjarstofnana.
í nefndinni eiga sæti þeir Björn
Björnsson, hagfræðingur Reykja-
víkurbæjar, Guttormur Eerlends-
son, forstöðumaður endurskoðun-
arskrifstofunnar og Guðmundur
Vignir Jósefsson, skrifstofustjóri
bæjarverkfræðings. Allir þessir
menn eru þaulkunnugir rekstri
bæjarins og hafa góða aðstöðu
til að gera tillögur í þessu efni.
Þeir Björn Björnsson og Gutt-
ormur Erlendsson störfuðu fyrir
3 árum að athugun á sparnaði í
rekstri bæjarins og gerðu ýmsar
gagnlegar tillögur, sem notaðar
hafa verið. Taka þeir nú upp
þráðinn þar sem frá var horfið
ásamt Guðmundi.
Kvaðst borgarstjóri hafa borið
ráðstöfun þessa undir félags-
málaráðuneytið, sem taldi hana
mjög heppilega og í góðu sam-
ræmi við tilgang bréfs þess er
sent var bæjarstjórnum landsins
varðandi aukinn sparnað.
BREYTT VÍIÍIIORF
Þau tíðindi gerðust á fundin-
um að Þórður Björnsson, sem
mestan úlfaþyt gerði út af bréfi
ráðuneytisins fyrir mánuði síð-
an, fann ástæðu til að lýsa
ánægju sinni yfir röggsamlegum
athöfnum borgarstjóra í sparnað-
armálunum og minntist nú ekki
á þá „hirtingu", sem hann taldi
þá, að bærinn hefði fengið með
bréfi ráðuneytisins. Á skammri
stund skipast veður í lofti.
FORSEIiNN ER
FOUSETI íslands er nú á
heimleið. — Tekur hann sér
far með Gullfossi frá Bret-
landi. Þar hefur forsetinn
dvalist um nokkra hríð, en
' sem kunnugt er gekk hann
þar undir uppskurð er tókst
vel. Gullfoss kemur hingað
til lands á mánudaginn.
bágstöddum
STJÓRN Rauða krossins hefur
ákveðið að efna til fjársöfnunar
fyrir hið nauðstadda fólk á flóða-
svæðunum í Pódalnum á Norður-
Italíu, en giskað er á, að um 200
þúsund manns hafi misst heimili
sín og eigur í flóðunum.
Stjórnin skýrði blaðamönnum
frá þessu í gær. Gat stjómin þess,
að hún hefði þegar leitað til ríkis-
stjómarinnar um stuðning við
söfnunina, svo og til bæjarins.
Hefði málaleitaninni verið vel tek-
ið. Eauði krossinn mun Ieita til
annarra bæjarfélaga úti um land.
Fjársöfnunin hefst í dag og
mun ljúka eftir 14 daga. — Á bls.
2 er birt ávarp frá Rauða kross-
inum til almennings vegna söfn-
unarinnar.
STORÞJOFNAÐUR VAR
tm FRAMIIMIM í GÆR
ÖVENJU djarflegur peningaþjófnaður var framinn hér í bænum
í gærdag. Meðan húsmóðirin brá sér úr stofu sinni í annað herbergi,
læddist þjófur inn í stofuna og stal þar 2000 krónum íslenzkum
og 2000 kr. dönskum.
Þetta gerðist í Hlíðarhverfi í®-------
gærdag um klukkan fimm. Pen-1
ingarnir v.oru. geymdir í ólæstum
peningakassa og var hann geymd-
ur í skáp sem er í stofunni.
VAR A NÆSTU HÆÐ
Húsmóðirin átti erindi upp á
þu rrkloft og lokaði hún eklci hurð-
inni að íbúð sinni á meðan. —
Er hún var þar uppi, heyrði hún
umgahg niðri og kaliaði nafn þess,
er hún hélt þar vera. ,— Sá, sem
var- á ferð svaraði ekki og hugs-
aði konan ekki frekar út í það.
PENINGAR LÁGU Á
GÓLFINU
Er hún kom niður til sín, stund-
arkorni síðar, sá hún að framan
við skápinn, sem peningakassinn
var í, lágu peningar. — Við at-
hugun kom í ljós, að allir þeir
peningar, sem í kassanum voru,
höfðu horfið, 2000 kr. íslenzkar
og annað eins í dönskum pening-
um.
Isiendingar í Osló
minnast 1. desember
SVO' sem venia er til gekkst Islend-
ingafélagið í Osló fyrir fagnaði 1.
desember
Hinn nýkjörni formaður félagsins,
Albert Sigurðsson, magister, stjórn-
aði hófinu og flutti ávarp, en Ing-
ólfur Guðmundsson, stud. theol.,
frá Laugarvatni, flutti ræðu. Þá las
og Sigurður Blöndal, stud. agr., upp
’kvæði eftir Tómas Guðmundsson og
Guðmund Böðvarsson.
Skeyti barst frá Bjarna Ásgeirs-
syni, sendiherra, sem um þessar
mundir var í Varsjá.
Hófið sóttu um sjötiu manns, og
fór það hið be/.ta fram.
Þjóðháííðardagyr Finna
í GÆRDAG, á þjóðhátíðardegi
PARÍS. — Nýlega tilkynntu Finna, hafði ræðismaður þeirra
Egyptar, að þeir hefðu fest kaup hér á landi, Eiríkur Leifsson mót-
á vopnabirgðum í Sviss. Bretar, I töku gesta á heimili sínu. Um
Bandaríkjamenn og Svíar höfðu kvöldið efr.di Finnlandsvinafélag-
áður neitað að selja Egyptumlið „Suorni“ til kvöldvöku í tilefni
þergögn. I dagsins.
ENGIN jólatré verða flutt til landsins i ár» og þeim gmn þegat*
eru á skipsfjöl komin, mun að öllum líkindum verða sökkt I sjóinn.
— Er þetta bann sett á Innflutning trjánna vegna gin- og klaufa-
veikishættunnar, sem af innflutningi þeirra kynni að staía og þar
eð hugsanlegar sóttvarnir eru af hinum fróðustu mösmum ekki
taldar nægilega öruggar. Bannið nær ekki aSeins til Narðurland-
anna, heldur og allra Evrópulanda.
Hafþár Guðmunds-
son vor
gerð í París
^ Með Gullíossi, se«v kom til
Leith í gær, var aliwúkið af
trjám, sem keypt höfðu verið S
Damnörku. Þá átti DrottningÍB
að taka þar jólatré. Loks var von
á Osló-trénu meS Reykjafossi.
ÚT er komið ljóðaúrval eftir
Leif Leirs (Loft Guðmundsson,
blaðamann), er hann nefnir
„Óöldin okkar.“
Loftur er þegar orðinn svo
kunnur fyrir gamanþætti sína og
skemmtiljóð, að óþarfi er að
kynna hann. Sum ljó'ðin í þessari
bók hafa áður birzt í „Brotnum
pennum“, en einnig er þarna
fjöldi kvæða, sem nú eru prentuð
í fyrsta sinn.
Bókin er prýdd teikningum
eftir Halldór Pétursson.
ÁLIT yfir.oýsalær:nanna
Sigurður HMðar yfirdýraiækii-
ir, hafði samráð við yfirdýra-
HAFÞÓR Guðmundsson, lögfræðing læknana í Danmörku og Norogi,,
ur, varði 1. desember siðastliðinn
doktorsritgerð í þjóðréttarfræði við
Sorbonne-háskólann í Paris.
Ritgerð Flafþórs fjallaði um sjálf-
stæði Islands.
Hafþór Lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1941
og fjórum árum siðar liiðfravðiprófi
við Iláskóla Islandis og hlaut þar
mjög háa einkunn.______________
PARlS: — Brezka skáldið T.S.
Elliot hefur verið sæmdur heiðurs-
doktorsnafnWt við Parísarháskólann.
Bæjarstjórn ræðir leyfisveitinp
Kommúnistar andvígir nýrri bifreiasSið
NOKKRAR umræður urðu í bæjarstjórn í gær um leyfi til rekstrar
nýrrar bifreiðastöðvar á lendunni Hafnarstræti 21. Voru kommún-
istar mjög andvígir því, að leyfið yrði veitt og þyrlaði málpípa
þeirra upp firrum og rökleysum tli að sfugga við málinu, en fékk
ekki að gert.
MÁL KOMMÚNISTA
Kommúnistar vildu halda því
frarri, að slík leyfisveiting mundi
hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér fyrir bifreiðastjórastétt-
ina vegna atvinnuástandsins og
virtust hallast að því, að einokun
ætti að ríkja í þessum atvinnu-
vegi undir forystu samvinnufé-
lagsins Hreyfils. Skírskotuðu
þeir til samnings milli bifreiða-
stöðvanna og Bifreiðastjórafé-
lagsins Hreyfils um takmörkun
bifreiðafjölda við stöðvarnar.
Guðmundur Vigfússon lýsti
því yfir að aðstandendur hinnar
nýju stöðvar væru sérhyggju-
menn, sem þættust geta haft það
skárra en félagar þeirra. Fannst
honum sjálfbjargarviðleitnin hin
mesta goðgá.
ENGIN FJÖLGUN
Borgarstjóri benti á að rétta
leiðin til þess að hindra offjölgun
í stétt atvinnubifreiðastjóra væri
ekki sú, að veita einhverjum að-
ilum einokunaraðstöðu. Það væri
óeðlilegt að neyða menn til á-
framhaldandi þátttöku í þeim fé-
lagsskap þar sem þeir yndu ekki
hag sínum, en bifreiðastjórar
þeir, sem starfa munu á hinni
nýju stöð hafa einmitt verið
starfandi við Hreyfil.
Hér væri því ekki um neina
fjölgun að ræða, en hins vegar
yrðu Hreyfilsmenn að ráða það
við sig sjálfir, hvort þeir fjölguðu
aftur bifreiðastjórum við stöðina
og stofnuðu atvinnumálum stétt-
arinnar í hættu.
NEFND STARFAR
Borgarstjóri taldi æskilegt, að
lagaheimild fengizt til þess, að
viðkomandi ráðuneyti eða bæjar-
yfirvöld mættu ákveða hámarks-
tölu leigubifreiða.
Fyrir tveim árum starfaði
nefnd að athugun á þessum mál-
um og aflaði hún ýmissa gagna
því viðkomandi. Nefnd þessi' hef-
ur nú tekið til starfa aftur, upp-
lýsti borgarstjóri, og skilar hún
áliti á næstunni um leiðir til úr-
bóta.
Vinnu bætt við Lax-
irvirkjynina þefta ár
GRENJAÐARSTAÐ 4. des. — í
gær lauk síðustu vinnu við Lax-
árvirkjun á þessu ári. Nokkuð
var þó eftir að steypa af því sem
áformað var bæði af grunni stöðv
arhúss og stíflunni, en sökum
harðrar vetrarveðráttu undanfar-
ið reyndist ekki unnt að halda
verkinu áfram. Ætluðu starfs-
menn virkjunarinnar heim í dag,
en stórhríðarveður og samgöngu-
erfiðleikar trufluðu þá áætiun.
Bíða þeir bantandi veðurs.
Kostnaður við Laxárvirkjun-
ina er orðinn um 3.5 til 4 millj.
en eins og kunnugt er hefur
byggingarfélagið Stoð frá Reykja
vík séð um alla framkvæmd við
hina nýju virkjun. — H.
er hann fjallaði um þetta mál.
—• Sá norsM taldi það alrangt hjá
ísl. yfirvöldum að leyfa innflutn-
ing trjánna. Siíkt vaari að bjóða
hættunni heim, jafnvel þó þam
væru sótthremsuð. — Danski yf-
irdýralæknirmn taldi sig ekki
vilja ráðleggj a innflutnir.gj
trjánna.
Sigurður Hlíðar yfirdýralækn-
ir var og Jæirrar skoðunar, að o<
mikið væri í húfi, og því bært
að stöðva innflutning á jólatrjám
frá öllum Evrópulöndum.
Ekki var vitað með vissu hvovt
jólatrjánurss, sem Gullfoss flutti,
hafði veríð skipað í land í Leith
við komu skipsins þangað í gær,
eða hvort þeim verði sökkt í sjó-*
inn úti á reginhafi.
ENGIN fSE, TRÉ FÁANI.EG
Hákon Bjamason skógræktar-
stjóri skýrði Mbl. svo frá í gær„
að Skógrækt ríkisins hefðí ekka
nein tré íil sölu. Það væri til-
gangslaust með öllu fyrir fólk að
ætla sér að leita til skógræktar-
innar í þfirri von að fá úrlausn.
FIIRUGR13NAR SELDAR
Hinsvegar, sagði Hákon skóg-
ræktarstjóri, munum við hafa á
boðstólum nókkuð af furugrein-
um og nauíi sala þeirra hefjast
um miðjan mánuðinn.
íu stig hér, 14 á
Akureyri
í GÆRKVELDI var niu stiga
frost í Reykjavík, en á Akureyri
14. Var hvergi eins mikið frost á
landinu og þar.
Veðurstofan taldi. sennilegt að
frost myndi fara minnkandi er
kæmi fram á nóttina, en þá myndi
bregða til snjókomu og hvass-
viðris hér um slóðir, en létta svo
til í dag með norðaustan átt.
Stjórniiiélanáimkeið
Heimdaiiar
STJÓRNMÁL AN ÁK SKEIÖ
ííeimdaFlar heldur áfram í d;ig
kl. 5.30. VerSa þá fluttar fram
söguj’æðsirnar, sem ákvcðnar
vorn á síðasta fundi. — Fjril-
mennið stundvíslega. . j