Tíminn - 01.05.1965, Page 3

Tíminn - 01.05.1965, Page 3
LAUGARDAGUR 1. maí 1965 TÍIVSBNN 19 Raunhæf stytting vinnu- vikunnar og kauphækkun Einn bjartan morgun lögðu blaðamenn Tímans leið sína upp í Mjólkursamsöluna við Laugaveg og hittu þar að máli einn af starfsmönnum þeirrar merku og þörfu stofnunar, Martein Guðjónsson, járnsmið, en hann starfar þar sem við- gerðamaður. — Hvað hefur þú starfað hér lengi, Marteinn? — Það eru orðin ein 10 ár. Eg kom hingað árið 1955, en áður starfaði ég í Héðni í um 12 ár. Ég hef því verið nokk- uð lengi í iðninni. — í hverju er starf þitt að- allega fólgið hér? — Það eru viðgerðir og eft- irlit með vélum og tækjum stöðvarinnar. svo sem kælivél- um, dælum og þrem stórum kötlum, sem eru aðalorkugjafi stöðvarinnar — eins konar hjarta hennar. Höfum við ver- ið þrír við þessi störf, en er- um þó aðeins tveir þessa dag- ana. Raunhæf stytting vinnutímans. — Nú er 1. maí að nálgast — baráttudagur launþega. — Já, það er okkur kröfu- dagur, og þá eigum við að stokka spilin upp og leggja fram kröfur okkar um bætt lífs kjör. í dag tel ég eina höfuð- kröfu okkar vera stytting vinnutímans. Við járniðnaðar- menn höfum fengið verulega kjarabót á því sviði — þ.e. að vinnuvikan hjá okkur er nú samningsbundin 44 stundir 6 mánuði ársins — þ.e. í maí, júní, júlí, ágúst, september og desember. Vinnutíminn i landinu er orð inn alltof langur. 10 tíma vinna á dag virðist vera orð- inn lágmarksvinnutími hjá mörgum, og það er orðið hast- arlegt, þegar helmingur af kaupi launamanns er fengið með eftir- og næturvinnu! Síð- astliðin 10 ár hef ég t.d. unn- ið á hverjum degi 10 tíma eða meira, — auk þess 3ja hvern sunnudag — við höfum nokkra sérstöðu hér, því að fólk þarf alltaf að fá mjólk. Við höfum aðeins þrjá frídaga á ári — þ.e. jóladag, nýársdag og páskadag. Ég tel það höfuðkröfu mína að geta séð fyrir mér og mín- um með tekjum þeim, sem ég hef af dagvinnunni, og fá síð- an að nota frítíma minn til þess, sem ég óska. Þetta er sú krafa, sem allir hljóta að setja fram og berjast fyrir til sigurs. Hér á árunum 1947—‘50 vildi enginn vinna næturvinnu, því að við höfðum næg laun fyrir dagvinnu okkar. Þannig þarf ástandið að vera. En í dag verða menn að vinna í 10—12 tíma til þess að hafa í sig og á. Og ef maður kemur inn á eitt hvert heimili, þá er það al- gengt að allir séu að vinna — einnig konan og oft krakkarn- ir, við blaðburð eða eitthvað annað. Slík vinnuþrælkun, sem hér tíðkast, þekkist ekki í ná- grannalöndum qkkar, t.d. í Noregi, Svíþjóð og Englandi. Þar vinna menn sína 8 tíma og fá það góð laun fyrir dag- vinnuna, að þeir vilja ekki sjá eftir- eða næturvinnu. í Sví- þjóð er leyfilegt að vinna allt að 100 tíma í eftirvinnu seinni part ársins — en það er álíka mikið, og við vinnum hér í eft- irvinnu og næturvinnu á tveim mánuðum. Ég get sem dæmi nefnt, að ég fór fyrir um þrem vikum á skipi til Noregs og Svíþjóðar, og þegar dagvinnu hafnarverka mannanna var lokið, lögðu þeir niður vinnu og fóru. í Noregi tók ég eftir því, að þeir hættu að vinna klukkan 16. Ég spurði einn þeirra, hvort þeir væru að fara í kaffi. Hann hélt nú ekki, — þeirra vinnutíma væri lokið þann daginn. Þeim kom ekki til hugar að vinna yfir- vinnu. En hér geta menn ekki hætt á ákveðnum tíma — við verðum að vera til taks, þegar á vinnuafli okkar þarf að halda ef við eigum að geta lifað sæmi lega. Alþýðusambandið hefur lagt fram kröfu um 44 stunda vinnu viku og er það ágætt. En laun- þegasamtökin verða jafnframt að sjá svo um, að slík stytting á dagvinnunni verði ekki til þess að auka eftirvinnuna. Dag vinnan verður að gefa næg laun til mannsæmandi lífs fyrir meðalfjölskyldu, og síðan verður að takmarka eða jafnvel banna eftir- og nætur- vinnu. Annars verður 44 stunda vinnuvika einungis á pappírn- um. Kauphækkun nauðsynleg. —Hvaða kröfur aðrar telur þú efstar á baugi nú? — Þær eru að sjálfsögðu margar eftir langa viðreisn, t.d. þessi margendurtekna ósk um kauphækkun. Það er í raun- inni furðulegt, að það þurfi að kreista út það kaup, sem laun- þegar þurfa nauðsynlega að fá til þess að lifa sæmilegu lífi og það jafnvel með löngu verk- falli. En strax að verkfallinu loknu eru launþegar margir hverjir látnir vinna dag og nótt — það er ekki verið að tala um allt það fé. sem fer í að greiða eftirvinnu og næt- urvinnu, bótt atvinnurekendur berjist oft heiftarlega gegn hækkun dagvinnukaupsins. serh þar'áð auki er oft einung- is pappírstala á hinum frjálsa vinnumarkaði. — Útvegsmenn héldu nýlega fund, þar sem þeir töldu kaup- hækkanir óhugsandi. Hvað viltu segja um þá afstöðu? — Þetta er sami söngurinn og venjulega. Hafa þeir ekki alltaf sagt: — við getum ekki borgað meira? Það er eitt og annað í sambandi við útveginn, sem taka þarf til athugunar. Ég vil benda á, að ríkisstjórn- in sækir fé í okkar vasa — vasa hins almenna borgara — til þess að styrkja útveginn. Við látum þetta af hendi án átaka, þótt engum hafi dottið í hug að spyrja okkur, hvort við höfum ráð á að láta þetta fé af hendi. Og svo þegar við för- um fram á að hlutur okkar sé réttur, þá halda þessir menn þing og lýsa því yfir, að slíkt sé með öllu óhugsandi. Ég tel, að það þurfi að taka útgerða- menn til bæna. Þessir menn velta framleiðslutækjum þjóð- arinnar fyrir milljónir. Þeir ganga hér í bankana. Ef þeir geta ekki rekið þessi frem- leiðslutæki, þótt þeir fái styrk úr okkar vasa, þá eiga þeir að láta þau af hendi. í sambandi við kaupkröfur vil ég leggja áherzlu á, að verkamenn, ýmsir iðnaðar- menn og margir * þjónustu hins opinbera eiga mun erf- iðara með að fá hærri laun en margir aðrir, sem eru á hinum frjálsa vinnumarkaði. Ég tel því, að einhvers staðai verði að marka línu milli þeirra heilda í kaupkröfum og að mesta áherzla verði lögð 4. að bæta lífskjör beirra sem erfiðast eiga. — Ertu bjartsýnn á sam- komulag í vor? — Það er ekki svo gott að segja um. En ég vona, að rík- isvaldið skilji nauðsyn þess, að fólkið í landinu fái þau laun, sem það á rétt á, og að ekki þurfi að koma til verk- falls. — Þið farið annars sjaldan í verkfall hér í mjólkurstöð- inni? — Já, það er venjulega gef- in undanþága í sambandi við mjólkurframleiðslu. Annars tel ég, að verkfallsvopnið sé fyrst og fremst fyrir lágtekjumenn og eigi aðallega að nota það í baráttunni fyrir bættum lífs- kjörum þeirra. Það missir oft marks, þegar hátekjumenn taka það í sína þjónustu, eins og við höfum dæmi um þessa dagana. Þrælar bfla og lúxusíbúða. — Nú hefur ASÍ óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina m. a. um húsnæðismálin. Hvað viltu segja um þau mál? — Ástandið í húsnæðismál- um er nú eitt hneykslið. Það lætur nærri, að 50% af dag- vinnutekjum manna fari í húsnæði. Húsnæði hér á landi er alltof dýrt — það er ekkert gamanmál að þurfa kannski að eyða 10—20 beztu árum ævi sinnar í að greiða niður hús- næði fyrir sig og fjölskyldu sína. Og svo er alltof mikið borið í húsnæði. fslendingar eru eiginlega orðnir þrælar bíla og lúxusíbúða. Við þurfum eðlilega, vegna legu landsins og veðráttu, gott hús næði, en það er alltof dýrt, eins og það er í dag. Voði fyrir dyrum í járniðnaði? — Hvað viltu svo að lokum segja um þína eigin stétt, Mart einn? Framh. á bls. 30

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.