Tíminn - 01.05.1965, Page 9

Tíminn - 01.05.1965, Page 9
LAUGARDAGUR 1. maí 1965 TIMINN Þessi sjón er enn þá býsna algeng { höfuðborg landsins, Teheran. Er við ókum inn í borgina sáum við víða konur þvo þvotta sína í opnum lækjum, sem runnu meðfram aðalgötum borgarinnar. Nú er þetta að breytast og hreinlæti eykst hröðum skrefum. Eftir nokkur ár verður sjón sem þessi óþekkt fyrirbæri í Teheran. munu ekki láta þar staðar num ið', Óhætt er að fullyrða, að al- þýða manna _ og velflestir menntamenn í fran dá og elska keisara sinn. Það fór ekki á milli mála, einmitt á meðan við dvöldumst þar eystra. Þá var gerð tilraun til þess að ráða keisarann af dögum, þótt vestrænar fréttastofur virðast hafa gert sér að góðu þá túlk- un hins opinbera í íran, að þar hafi verið um innbyrðisátök meðal lífvarðanna að ræða. Við sáum það glöggt á því fólki, sem við ræddum við um þessi mál, að fréttin hafði djúp áhrif á það. „Þá hefði allt verið rif- ið niður, sem búið er að byggja upp í áratugi" var viðkvæðið, þegar spurt var um hvað orðið hefði, ef . .. Samtíðarsaga írana er svo nátengd sögu keisara þeirra og föður hans að hvorug sagan verður sögð án þess hin fylgi með. Saga núverandi keisara- ættar er ekki löng sem slík. Það var faðir núverandi keis- ara, sem hóf ættina til vegs og virðingar er hann tók völdin í landinu í sínar hendur snemma árs 1922. Þá hafði lengi ríkt mikið öngþveiti í innanríkismálum írana. Tvö stórveldi, Bretland og Rúss- land keisaratímans, _ höfðu keppt um yfirráð í íran og þá jafnan gengið á ýmsu. Þau höfðu jafnvel gert með sér samninga, þar sem þau skiptu landinu í áhrifssvæði, án þess að spyrja íbúana eða innlenda valdhafa álits. Hins vegar virð- ast báðir aðilar hafa verið staðráðnir í því að halda samn ingana ekki nema að því marki sem þeir töldu sér sjálfum hentast og mögnuðu óspart inn anlandsdeilur og styrktu sér hliðholl öfl til áhrifa. Ekki minnkaði áhugi þeirra á land- inu, þegar þýðing olíunnar jókst upp úr aldamótunum og ljóst varð, að íran var eitt af olíuríkustu löndum veraldar- innar. Á fyrstu tveim áratug- um aldarinnar logaði allt í óeirðum og keisarar landsins, „shah“arnir réðu ekkert við ástandið. Reynt var að fá er- lenda sérfræðinga til að rétta við fjárhag ríkisins, sem var orðið algerlega gjaldþrota, en tillögur þeirra náðu ekki fram að ganga og þeir hrökkluðust úr landi. Svo gerðist það að keisara Rússa var rutt frá völdum og kommúnistar tóku völdin Þeir áttu sér sem kunnugt er for mælendur fáa, en Persía var með fyrstu ríkjunum sem við- urkenndu sovét-stjórnina Sov- ét-menn sáu sér leik á borði að ávinna sér vinsældir og lýstu þegar í stað yfir því að Rússar hættu að skipta sér af innanríkismálum Persa. Þeir afsöluðu sér öllum þeim fríð- indum, sem Rússar höfðu afl- að sér í Persíu, sögðu upp öll- um þeim samningum sem keis- araveldið rússneska hafði þröngvað upp á Persa, ýmist með góðu eða illu, lýstu yfir að Persum væru heimilar sigl- ingar á Kaspíahafi, gáfu upp allar skuldir Persa í Rússlandi og afhentu Persum öll rúss- nesk fyrirtæki í Persíu. Þetta kom eðlilega miklu róti á hugi manna í Persíu og hleypti mörgum ungum framgjörnum Persanum kappi í kinn. Þeim fannst nýr tími runninn upp og óforsvaranlegt að láta slikt tækifæri ganga þjóðinni úr greipum. Nú yrði að grípa gæs- ina og taka upp nýja hætti. En stjórn landsins var of veik og hikandi og ekkert virtist ætla að breytast. Þá var það að maður að nafni Saiyid Zia al-Din, sem var ritstjóri eins áhrifamesta blaðs landsins, gerði samkomu- lag við foringja kósakkaher- sveita ríkisins. Sá var af Pahl- evi-ættinni og hét Reza Khan. Hann hélt með fjögur þúsund manna lið til höfuðborgarinn- ar og hélt innreið sína í hana 22. febrúar, 1921. Hann tók all- ar stjórnarbyggingar í sínar hendur og myndaði ráðuneyti undir forsæti Zia al-Din, en var sjálfur hermálaráðherra. Raunverulega var það Reza Khan sem ráði lögum og lof- um og forsætisráðherrann fór sjálfviljugur í útlegð áður en langt um leið, en sneri aftur til lands síns í siðari heims- styrjöldinni, þá fjörgamall mað ur. Fjórum dögum eftir valda- tökuna var undirritaður samn- ingur ‘við Rússa, sem byggðist á áðurnefndum tilboðum þeirra og sama dag var nýj- ustu samningum við Breta sagt upp. Nýtt tímabil var runnið upp I sögu írans, tímabil, sem stendur e.m, valdatímabii Pahl evi-ættarinnar, þótt enn liði nokkur tími þar til völd ætt- arinnar yrðu opinberlega al- ger. Reza Khan vann að því að treysta sig í sessi og rak hinn dáðlausa Shah úr landi og í árslok 1925 fékk hann þing- ið til að viðurkenn sig sem Shah Persíu og son sinn Mo- hammed Reza, sem erfingja krúnunnar og þar með ætt sína sem arfgenga keisaraætt Persíu. Reza Khan tók engum veltl ingatökum á viðfangsefnum sínum. enda hefur vafalaust ekki verið nm qnnif' rð ræða fyrir hann en að beita misk unnarlausri hörku eða nrökki ast frá völdum ella. eins og í pottinn var búið Siálfsagt liggja engar tölur fyrir hendi um það, hve margir menn létu líf sitt í innanlandsátök- um í íran næstu árin, en víst er að þeir voru margir. En stjórn Reza Khan varð stöðugt styrkari og styrkari. Hann bætti mjög fjárhag ríkisins og náði um leið undir sig óhemju eignum, en ekki fer á milli mála að stjórn hans var góð að ýmsu leyti. Nýi tíminn hélt innreið sína í íran undir hans stjórn, vegir voru lagðir, sjúkra hús reist, atvinnufyrirtæki með nútímasniði sett á stofn og fyrstu skrefin til að útrýma örbirgðinni stigin. Þegar tek- ið er tillit til þess hvernig ástandið var, þegar hann tók við völdum, er næsta ótrúlegt hve miklu hann áorkaði. Þó er því ekki að neita, að hann var íhaldssamur um marga hluti, til dæmis mun honum hafa ver- ið mjög lítið um það gefið að útlendingar kæmu nálægt hirð hans og það fer ekki á milli mála að ríki hans var lögreglu ríki. Persar höfðu sjálfir eng- in tök á því að hagnýta hin ar miklu olíulindir sínar og sömu við erlend olíufélög. sem reistu æ umfangsmeiri olíu vinnslustöðvar á persneskri grund. Keisarinn samdi við hin erlendu olíufélög um vissa greiðslu fyrir hvert olíutonn. en meirihluti ágóðans rann þó úr landi Þó tókst Reza Khan tínnv, «’Pr-‘ * • *v-» * i>5 erlendir aðilar næðu neinum úrslitaáhrifum í innanlands stiórnmálum landsins Til bess var hann of valdamikill og snjall. Ekki er gott að segja, hve lengi hann hefði ríkt, ef hann hefði ekki loks gert þá skyssu, sem varð honum að falli. Sú skyssa var ekki á sviði innan- landsstjórnmála, heldur al- þjóðamála. þegar Þjóðverjar undirbjuggu síðari heimsstyrj- öldina gerðu þeir sér mjög dælt við Persa, sem undir niðri voru ekki of hrifnir af Bret- um, sem drógu óhemjufjár- jnagn úr landinu með olíu- fyrirtækjum sínum. Þjóðverjar buðu Persum margskyns tækni- og fjárhagsaðstoð og um það bil er stríðið brauzt út var Teheran orðin ein aðai áróð- ursmiðstöð þeirra i austurlönd- um. Þegar hersveitir banda- manna fóru hinar miklu ófar- ir í upphafi styrjaldarinnar trúði gamli keisarinn því að það yrðu Þjóðverjar sem yrðu sigurvegarar styrjaldarinnar Hann studdi þa leynt og ljóst. því hann vildi ekki veðja á skakkan hest — en gerði það þó einmitt. Þegar jafnvægi fór að skapast í styrjöldinni og Rússar voru orðnir stríðsaðili þótti þeim og Bretum komitin tími til að taka i taumana í Persíu. sem þá hét raunar orð ið íran, þvi árið 1936 hafði verið skipt um nafn á landinu. Brezkar hersveitir stigu á land 'ið Persaflóa og rússneskar <omu norðan að '.andió va; bernumið. Þjóðverjar teknir fastir og fluttir úr landi. og keisarinn var nevddur til að afsala sér völdum. Hann var fluttur úr landi og lézt í út- legð í Suður-Afríku árið 1943. Þar með hófst annar hluti valdatímabils Pahlevi-ættarinn ar og mun óhætt að fullyrða að hann sé um allt glæstari en fyrri hlutinn. Við völdum tók Mohammed Reza shah, eða Shahanshah eins og hann er nefndur. Hann var þá aðeins tæplega hálfþrítugur að aldri, Evrópumenntað glæsimenni, sem vildi breyta stjórnarhátt- um lands síns í lýðræðislegra form og bæta hag þjóðar sinn- ar. Sennilega kannast flestir íslendingar helzt við hann vegna hjúskaparmála hans og erfiðleika við að eignast ríkis- erfingja, en hann á það vissu- lega skilið að hans sé minnzt fyrir annað. Ef málin eru rann sökuð hlutlaust niður í kjöl- inn er vafasamt að margir aðrir þjóðhöfðingjar hafi lagt sig meira fram um það að bæta hag þegna sinna, og ekki hvað sízt ef hinar ótrúlega „rfiðu innanlandsaðstæður eru hafð- ar í huga: Áhrif forréttinda- stétta auðmanna og trúarleið- toga, ættflokkadeilur, fátækt og menntunarleysi alþýðunn- ar, og tiltölulega mjög lítill nútíma atvinnurekstur tuttugu milljón manna þjóðar. Hann hefur margsinnis orðið að sigla milli skers og báru, orðið að knýja mál sitt fram með margs konar samningum og málamiðl un, þótt einvaldur eigi að heita. Ef til vill hefði honum veitzt léttara að koma ýmsum hugð- arefnum sínum fram og ef til vill einnig að bæta hag þegn- anna í efnahagslegu tilliti enn meira, ef hann hefði haldið fram hörku föður síns, en hann hefur reynt að þoka stjórnarháttum fram á við i iýðræðisátt og þar með orðið að taka tillit til skoðana þegna sinna, einnig þeirra, sem berj- ast gegn þjóðfélagsumbótum þeim. sem hann vill koma fram. í næstu grein mun sagt nokkuð frá þeim miklu breyt- ingum i þióðlífi írana. sem nú eru á döfinni að undirlagi keisara þeirra og íramfarasinn aðra afla í landinu, og fram- tíðaráætlunum þeirra. Uppbygging Teheran hefur genghS vel síðustu árin, gömlu hverfin . . . og þannig lítur út í dag á sömu slóðum. rýma fyrir nýjum. Þannig var umhorfs fyrir nokkrum árum ....

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.