Tíminn - 01.05.1965, Síða 11

Tíminn - 01.05.1965, Síða 11
FÖSTUDAGUR 30. apríl 1965 TÍMINN 27 Hermódur Guðmundsson, Árnesi: Brétkom til MbL-ritstjóra í blaði yðar 9. apríl s.l. farið þér hinum háðulegustu orðum um Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga í tilefni af fundarsamþykkt þess að Breiðumýri 4. þ. m. Álykt un þessa fundar var send öllum dagblöðunum, þar á meðal Morg usblaðinu, með tilmælum um birt ingu, en því þótti ekki við hæfi að birta ályktunina. Er slíkt ó- vanaleg ókurteisi og lítilsvirðing við fjölmenn félagssamtök. í stað þess að leiða þetta mál hjá yður, teljið þér yður þess um kominn að taka suður-þingeyska bændur til sérstakrar húðstrýking ar fyrir það að gerast svo digrir að láta í ljós skoðanir sínar á almenn um þjóðmálum (Landbúnaðarmál eru væntanlega ekki þjóðmál að áliti Eyjólfs Konráðs Jónssonar) Ritstjóranum ferst þó ekki fim- legar vopnaburðurinn að BSSÞ en sv’o, að hvert vindhöggið rekur annað í hártogunum, útúrsnúning um og hugsanavillum, sem enginn botnar í, jafnvel ekki hinn hroka fulli ritstjóri sjálfur, þótt sleppt sé að tala um „Fjáreigendafélag Keflavíkur" og „Ódáðahraun" okk ar Þingeyinga. f þessum vaðli kemur undir-i lægjuhátturinn við hið erlendaj peningavald hvarvetna fram ogj vantrúin á framtak fslendinga og: sjálfstæði þjóðarinnar. Það ber ekki að óttast „erlenda íhlutun*' nei, ég held nú ekki. „Stóriðjan“ á bara að fá „sérrétt indi“. Það er allt og sumt, svo að hún geti keppt við og borið sigur orð af atvinnulífinu á hinum tak- markaða vinnumarkaði, sem veld ur atvinnulífi okkar æ meiri erfið leikum til sjávar og sveita Það er svo algert aukaatriði, þótt sleppt sé nokkur hundruð milljónum við kostnaðaráætlun stómrkjunar og stóriðju í inn-: flutningsgjöldum og tollum, ef' slíkt getur aðeins tryggt erlendum auðfélögum þá framtíðaraðstöðu á íslenzkri grund, sem krafizt er. Samningar um fast raforkuverð til allt að 50 ára tímabils yrðu að sjálfsögðu ekki taldir þjóð- inni sérlega hagstæðir að ó- breyttri verðbólgu- og „viðreisn- ar‘-stefnu allan þann tíma að minnsta kosti. Er það útlendinga fremur en íslendinga að hagnýta auðlindir íslands og hina glæsilegu iðn- væðingarmöguleika landsins? Á að gera opinberar ráðstafanir í at- vinnumálum til þess að draga kjark úr mönnum og lama fram- tak og dugnað íslenzkra athafna manna með því að stofna til er- lendrar stóriðju á „sérréttinda"- grundvelli? Hver yrði svo ávinningur stór iðjunnar til aukinnar velmegunar þjóðarinnar? Á ekki þjóðin heimt ingu á því að sjá spilin lögð á borðið, staksteinaritstjóri? Sjálfs virðing og sjálfsbjargarhvöt allra sannra íslendinga krefst þess að svo sé gert, áður en gengið er frá fleiri landsölusamningum fyrir hönd komandi kynslóða. í áðurnefndri fundarályktun Búnaðarsambands S-Þingeyinga var engri raunhæfri hugmynd um stóraukna iðnvæðingu þjóðarinnar vísað á bug. Öðru nær. En það var bent á nauðsyn þjóðarsam- stöðu í þessum efnum. Hins vegar lýsti fundurinn sig algerlega and vígan óeðlilegri íhlutun erlendis frá á þessu sviði. Um það ættu allir þjóðhollir menn að geta orð ið sammála, allir þeir, sem ekki eru orðnir svo ruglaðir í hugsun arhætti af dátasjónvarpi frá Kefla vík, að þeir geti enn hugsað nokk urn veginn rökrétt um íslenzk mál. Með hóflegri virðingu fyrir Staksteinaritstj óra Morgunblaðs- ins munu bændur í BSSÞ ekki að- eins telja sér leyfilegt, heldur miklu fremur skylt að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum þjóðar innar, hvenær sem þeim býður svo við að horfa. Við þetta verður Eyjólfur Konráð Jónsson að sætta sig, meðan íslendingar búa við lýðræði og prentfrelsi. Sú eftirtektarverða kenning, að Sjötug sl. sunnudag: Kristín Árnadóttir Suður-Þingeyjarsýsla sé of fámenn byggð til þess, að íbúum hennar sé leyfilegt að hugsa sjálfstætt, gef ur vissulega merkilega innsýn í hug ritstjórans, hugsjón, sem hann telur sér nú skyldast að rækta með íslenzku þjóðinni henni til þroska og dáða. Af sömu rót virð ist sú lítilsvirðing sprottin fyrir sjálfri landsbyggðinni og atvinnu lífinu þar, að hann líkir henni við öræfaauðnir sjálfs Ódáðahrauns. Er ekki mönnum, sem þannig hugsa og breyta heldur lítið gefið til þess að gerast leiðtogar í af- drifaríkustu málum þjóðarinnar eins og stóriðjumálinu? Það er von, að slíkir menn undr ist og fyllist vandlætingu, þegar bændur dirfast að minnast á iðnaðarmál, þótt þeir leggi nokkuð á annan milljarð króna til þjóð arbúsins í burtfluttu vinnuafli frá ■ landbúnaðinum árlega. Þótt stór- iðjan auki á þá blóðtöku, er það bændum víst óviðkomandi með öllu, eða er ekki svo? En þótt Eyjólfur Konráð Jóns- son og aðrir blaðasnápar á borð við hann telji sér ef til vill ekki samboðið að líta á þjóðarhags- muni í þessu stóriðjumáli, ætti honum að skiljast, að BSSÞ telur það sér til lítillar virðingar að láta handbendi erlendra auðhringa segja sér fyrir verkum í þeirri tón tegund, sem fram kom í stak- steinum MdI. 9. apríl, enda mun sú morgunverðarmatreiðsla varla reynast blaðinu vænleg til kjör fylgis meðal bænda. En skyldi þetta gönuhlaup vera byggt á fljótfærni eða þeim grund vallarkennisetningum einræðisins, að ráðamenn skipi: — Hættið að hugsa, látið okkur hugsa fyrir ykkj ur, við hinir útvöldu ákveðum j framtíð íslands í hinni nýju efna i hagssamsteypu stórveldanna. sem i stóriðjuni er ætlað að móta. Við ■ höfum Keflavíkursjónvarpið til! þess að styrkja og skýra þá hugs j un. i I Hermóður Guðmundsson Hvað rekur á eftir ? Öðru hvoru eru menn að fá hviður út af sjónvarpinu — þessu vandræðabarni „viðreisnarinnar." Kemur það m.a. fram í háværum, nærri móðursýkiskenndum hróp um á íslenzkt sjónvarp. Virðast margir — jafnvel fullgreint fólk, trúa því að það sé eitthvert lausn arorð í þessum vanda. Þó virðist það vera ærið vand- séð, hvemig það ætti að töfra fram einhverja heppilega lausn, því bandaríska sjónvarpið hefur nær ótakmarkað fjármagn að bak- hjalli, sem hið íslenzka hlýtur að vanta — enda er dagskrá þess löng. Svo er að heyra sem hinir bjart sýnustu hér, reikni ekki með, að íslenzkt sjónvarp geti í náinni framtíð boðið lengri dagskrá en tvo til þrjá tíma á dag og hver trúir því svo í alvöru, að það sjón- varp geti tekið upp sigursæla bar- áttu við hið útlenda? Er það ekki líkast því að ætti að fara að færa gömlu ævintýrin til nútímamáls, og gera ráð fyrir því, að Helga úr öskustónni rýmdi bæði Ásu og Signýju úr kotinu, en svo óraun- sæir voru gömlu ævintýrahöfund- smir ekki, þótt þeir kæmu aldrei i skóla. Ekki mun þurfa að fara í nein- ar grafgötur um það, að jafnvel ekki viðameira sjónvarp en þetta, sem hér var nefnt, er.fslendingum fullörðugt fjárhagslega — enda nóg nauðsynlegra með fjármagn að gera allra næstu árin. Vissu- lega kemur sjónvarpið hér með tímanum, en ennþá er það ekki eldra en svo, að árlega má búast við svo stórkostlegum tæknileg- um breytingum og endurbótum á því, að okkur gæti orðið ærið dýrt spaug að rjúka í einhverjar flaust- ursframkvæmdir á því, í stað þess að bíða í ein þrjú ár eða svo, og búa þá heldur betur undir stofn- un þess, þegar að því er horfið. Hefði erlenda sjónvarpinu ekki verið dembt yfir þéttbýlasta hluta landsins, hefði þjóðin beðið til- tölulega róleg eftir eðlilegri þró- un þessa máls. En þó það van- sæmandi ófremdarástand, sem rík ir nú hjá okkur í þessu efni, brenni mörgum í blóði (sbr. t.d. ávarp sextíumenninganna o.fl.) er hæpin bót að grípa í fáti til ein- hverra vanhugsaðra örþrifaráða. Að vísu er einn ljós punktur í þessari áætlun um skyndifram- kvæmd á íslenzku sjónvarpi: Að þegar það' væri komið, mætti segja Bandaríkjamönnum að hirða sitt sjónvarp handa sér sjálfum og einum. En sá „fræði- legi möguleiki" verður ærið barna legur, þegar athuguð eru viðbrögð stjórnarherranna okkar við hverri erlendri ásælni á undanförnum árum. Slíkt er því óskhyggjan ein — ómáttug til nokkurra átaka svo lengi sem þjóðerniskenndin hrýt- ur, en þjóðhollustan dregur ýsur stjórnarstólunum. Skr. í Reykjavík 28. 2.1965. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi. BÍLABÓNUN HREINSUN Látið okkur hreinsa og bóna bifreið yðar. Opið alla virka daga frá 8 -19. Sónstöðir Tryggvagötu 22. Sími 17522 Sjötug varð sl. sunnud. Kristín Árnadóttir frá Hjallanesi í Land- sveit, nú til heimilis við Skarp- héðinsgötu 10 í Reykjavík. Hún er fædd í Hvammi í Skaft- ártungu, dóttir Árna Gunnsteins- sonar, bónda þar og Ragnhildar Gestsdóttur. Hún ólst upp í Hvammi, lengst af hjá Sigurði Árnasyni, hálfbróð- ur sínum og Katrínu Þorláksdótt- ur, er þar bjuggu lengi með mikl- um myndarbrag og snyrtimennsku að þeirrar tíðar hætti. Árið 1921 giftist Kristín Vig- fúsi Gestssyni á Ljótarstöðum í sömu sveit. Hófu þau búskap þar, oig áttu þar heimih til ársins 1944 en þá fluttust þau búferlum að Hjallanesi í Landsveit og bjuggu þar til ársins 1963, en þá brugðu þau búi, seldu jörðina og fluttust til Reykjavíkur. Kristín varð snemma mikil dugnaðarkona, fríð sýnum og gædd miklum mannkostum. Ljót- arstaðir voru í þann tið einangr- uð jörð, nánast heiðarbýli, en kostarík og góð undir bú í góðu árferði, en slægjurýr og snjóþung ef út af bar. Farnaðist þeim hjónum vel, eft- ir því sem þá gat verið um að ræða. Þar eignuðust þau fjóra mannvænlega drengi er orðið hafa mestu atorku menn, en þeir eru: Jón, búfræðingur, nú á Akurhól á Rangárvöllum, Árni, trésmíða- meistari í Reykjavík, Bárður, bif- reiðarstjóri á Selfossi og Sigurð- ur búsettur í Reykjavík. Þegar drengirnir komust til þroska, þótti þeim hjónum sem litlir framtíðarmöguleikar biðu þeirra á Ljótarstöðum. Leituðu þau nýrra tækifæra, þar sem auð- veldara væri að hagnýta sér nýja vinnutækni við búskap og njóta betri markajðsaðstöðu. Það var þó engan veginn sárs- aukalaust að kippa upp rótum úr Skaftártungunni, þar sem vinir og ættmenni voru allt um kring og tengslin bundin langt fram í ætt- ir. En manndómur og kjaikur þeirra Vigfúsar og Kristínar var svo mikill, að þau létu þau til- finningamál ekki ráða ferðinni en seldu jörð og tiltölulega gott bú. yfirgáfu Skaftártunguna eftir 23 ára búskap og fluttu að Hjalla- nesi í Landsveit. Að mörgu varö að hyggja, þegar þar var komið. Nýr tími var að hefja göngu sína í öllum búskap- arháttum. Öllu varð að bylta um og hefja stórfellda ræktun lands, byggja upp ný og stærri hús fyrir fólk og fénað og til alls þessa þurfti mikinn og góðan vélakost. Eftir um það bil sextán ára búskap í Hjallanesi hafði tekizt að koma öllu svo vel í horf, að þar var nú orðið eitt af beztu býlum í sveitinni. Að þessu vann fjölskyld an af miklum dugnaði,, enda ávann heimilið sér traust og virð- ingu í þessu nýja umhverfi sínu. í öllum þessum umsvifum átti húsmóðirin mikinn og góðan þátt í að móta farsæld og auðnu heim- ilisins. Hún var sívinnandi, glöð og hress, gestrisin og greiðasöm í fremstu röð. Er víst, að á síð- ustu búskaparárum hennar í Hjallanesi reyndi mjög á ' þrek og manndóm eigi sízt eftir að Vig- fús maður hennar varð fyrir slæmu áfalli og gat lítt sinnt störf- um um hríð. Eins og gengur kvæntust synir þeirra Vigfúsar og Kristínar og hurfu til annarra starfa, reistu sér heimili á nýjum slóðum. Þá varð það eins og svo allt of títt er, að þegar aldurinn færist yfir og þrekið þvarr, þá sáu hjón- in í Hjallanesi sér ekki fært að halda áfram umfangsmiklum bú- skap og því vgr það, að þau seldu jörð og bú árið 1963 ög hurfu til Reykjavíkur, um annað var ekki að ræða, enda þótt gróður mold- ar, fallegar skepnur og fríður faðmur sveitarinnar eigi hug og hjarta. Kristín Árnadóttir er ein af úr- valshetjum íslenzkra kvenna í bændastétt, sem þjóðin á mikið að þakka. Á þessum tímamótum í lífi þínu, sendi ég þér, manni þínum og börnum hugheilar árn- aðaróskir og þakka fyrir ævilanga vináttu og tryggð. Undir þær ósk- ir veit ég að fornvinir ykkar í Skaftafellssýslu og Rangárþlngi taka af heilum hug. Óskar Jónsson. MINNING Björg Jónsdóttir Hún andaðist á síðastliðnu sumri sátt við lífið, guð og menn, aðeins 63 ára að aldri. Björg heit- in var Norður-Þingeyingur að ætt og uppruna og ólst þar upp á heiðarbýlinu Hrauntanga, sem stendur á miðri Öxarfjarðarheiði. Á uppvaxtarárum hennar lá póst- leiðin þar yfir heiðina og gegndi Hrauntangi því hlutverki að vera sæluhús í víðtækustu merkingu og jafnframt þeirri beztu. sem á varð kosið, bæði fyrir fólk og þarfasta þjóninn. Margur vegfarandi slapp oft nauðuglega úr helgreipum hinna norðlenzku hrikabylja, og innan dyra á þessum lága ranni var mönnum og málleysingjum veitt sú hlýja og umönnum, sem ekki heimti sín laun að liðnum degi. Ljósið, sem logaði þar í glugga vetrarlangt heimti til sín ferðlúinn gest úr hildarleikjum myrkurs og snjóa. Nú er þetta ljós fyrir löngu horfið þar úr gluggum sem og flestra annarra íslenzku heiðarbýlanna. Ung að árum kom Björg aust- ur í Vopnafjörð og giftist þar eft- irlifandi manni sínum, Gunnlaugi Jónssyni. Bjuggu þau hjón skuld- lausum búskap á Felli og þurfti þó að byggja upp öll hús jarðar- innar samfara mikilli túnræktun. Engin lán eða loforð komu þar til greina, en þetta gamla og gull- væga heilræði „hjálpaðu þér sjálf- ur, þá hjálpar drottinn þér,“ var megin reglan sem réði farsæld og framtaki þessara hagsýnu hjóna. Börn eignuðust þau hjón nokkur. sem öll eru vel gjörð og hlýðin hverju settu lögmáli. Það er öll- um foreldrum mikil gleði og gæfa að sjá uppspretta holla ávexti að loknu uppeldi barna sinna, sem öll hafa eignast góða staðfestu i lífinu. Björg var mikil rausnarkona i allri gerð og raun og gekk heils hugar að hverju sínu starfi. Hrein liinduð var hún svo af bar og börnum sínum framúrskarandi Framhald á bls. 30

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.