Morgunblaðið - 13.12.1951, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 13. des. 1951
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
Þegar Hermann Flade
var dæmdur til dauða
Verðbölguhættan vofir
yfir þjoðunum
SEGJA MÁ að öllum fregnum,
hvaðanæva úr heiminum, beri
saman um það, að ótti þjóðanna
við hina vaxandi dýrtíð og verð-
bólgu færist stöðugt í aukana.
S. 1. tvö ár hefur verðlag yfir-
leitt sífellt farið hækkandi. Hef-
ur það bitnað á öllu athafnalífi
og lífskjörum fólksins í fjölmörg-
um löndum.
Um ástæður þessarar þróunar
þarf ekki að fjölyrða. Styrjald-
aróttinn og það öryggisleysi, sem
ofbeldisstefna kommúnista hef-
ur leitt yfir þjóðirnar, er þar
frumorsökin. Það er vegna ótt-
ans við kommúnistiska árás, sem
vestrænar þjóðir hafa orðið að
leggja hart að sér um eflingu
Varna sinna og herbúnaðar. Hið
Stórfellda vígbúnaðarkapphlaup,
sem nú á sér stað milli hins
frjálsa heims og Sovét Rússlands
og fylgiríkja þess, á ríkasta þátt-
inn í hinu ört hækkandi verð-
lagi, dýrtíð og verðbólgu.
Þessi þróun verðlagsrnál-
anna á heimsmarkaðinum
hlýtur að bitna sérstaklega
hart á okkur íslendingum af
ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi
vegna þess að afurðir okkar
hafa ekki hækkað að sama
skapi í verði og hinar erlendu
nauðsynjar. í öðru lagi vegna
þess að við höfum fyrir
skömmu neyðst til þess að
lækka gengi íslenzkrar krónu
tvívegis. Þessi breyting geng-
isins var óhjákvæmileg til
þess að leiðrétta það ósam-
ræmi sem orðið var á milli
hins skráða gengis og raun-
verulegs gengis íslenzkrar
krónu. Sú blekking, sem fólst
í hinu rangskráða gengi bitn-
aði svo harkalega á aðalút-
flutningsframleiðslu þjóðar-
innar að hún var gjörsamlega
komin í þrot.
En orsök vaxandi verðbólgu
hér innanlands sprettur ekki ein-
göngu af hækkun á hinu erlenda
verðlagi. Við höfum látið freist-
ast til þess að trúa því, að nokk-
ur hluti þjóðarinnar gæti rétt
hag sinn gagnvart utanaðkom-
andi dýrtíð með því að láta kaup-
gjaldið að verulegu leyti hækka
í samræmi við verðlagið, án þess
að aðstaða framleiðslunnar til að
greiða það hafi batnað.
Af þessum kuphækkunum leið-
ir mjög aukin rekstrarkostnað
allra atvinnutækja í landinu og
stóraukin útgjöld ríkisins og
bæjar- og sveitarfélaga. Utgjöld
ríkisins á fjárlögum næsta árs
munu að öllum líkindum verða
70—80 millj. kr. hærri en á fjár-
lögum þessa árs. Bæjar- og
sveitarfélög eiga af sömu ástæð-
um við stórfellda efnahagserfið-
leika að etja. Er varla sjáanlegt
að mörg þeirra geti komið sam-
an fjárhagsáætlunum sínum fyr-
ir næsta ár.
Af öllu þessu er auðsætt að
verðbólguhættan vofir á ný yfir
íslenzku þjóðinni. Dýrtíðarskrúf-
an hefur verið samningsbundin
milli atvinnuveitenda og verlca-
lýðssamtakanna og milli ríkis
og bæjar og starfsmanna hins
opinbera. Mjög mikil hætta er
á, svo ekki sé dýpra tekið árinni,
að enginn kjarabót fljóti raun-
verulega í kjölfar þessara ráð-
stafana, enda þótt þeim sé ætl-
að að rétta hlut launþeganna
gagnvart hinni erlendu verð-
hækkun.
! Þetta verður íslenzka þjóðin
að gera sér ljóst. Hún þarf að
vísu ekki að telja sér trú um,
að verðbólguhættan sé vandamál
hennar einnar um þessar mund-
ir. Flestar þjóðir heimsins standa
í svipuðum sporum. En vegna
einhæfni íslenzks atvinnulífs er
hættan meiri á því hér en víða
annarsstaðar , að bjargræðisveg-
ina beri á skömmurn tima upp
á sker ef framleiðslukostnaður-
inn heldur stöðugt áfram að vaxa
og verðbólguhjólið að snúast.
Sannleikurinn er sá, að það
eina, sem bætt getur útlitið í
efnahagsmálum okkar nú er
raunveruleg aukning fram-
leiðslunnar og hækkun á verð-
lagi íslenzkra útflutningsaf-
urða. Ef annað hvort þetta
gerist ekki eru miklir erfið-
leikar á næsta Ieiti.
Varnir
gegn þjófnaði.
ÞJÓFNAÐARFARALDUR sá,
sem gengið hefur yfir hér í
Reykjavík og raunar víðar um
land undanfarið, er svo alvarleg-
ur að full ástæða er til þess að
snúast hart til varnar gegn þess-
um ófögnuði. Almenningur get-
ur bókstaflega hvergi notið ör-
yggis um muni sína og eignir
fyrir lausungarlýð, sem gengur
um rænandi og ruplandi. Það er
ekki nóg með að þau verðmæti,
sem samábyrgð borgaranna á að
vernda, séu í hershöndum. Sjálf
heimili einstaklinganna eru einn-
ig orðinn vettvangur þjófa og
ránsmanna, sem vaða hús úr
húsi.
Almenningur hlýtur að sjálf-
sögðu að treysta verulega á
vernd löggæzlumanna gegn því
fólki, sem leggur þjófnað og
gripdeildir í vana sinn. En
hversu árvökur, sem lögreglan
kann að vera, er henni ómögu-
legt að hafa auga á hverjum
fingri. Einstaklingarnir verða
sjálfir að vera rækilega á verði
gagnvart því. ,.Þeir verða að
gæta fyllstu varkárni og hafa
nákvæmt eftirlit með munum
sínum, þeim verðmætum, sem á
glámbekk liggja, og heimilum
sínum. Opin hús og ólæstar íbúð-
ir bjóða trantaralýðnum bein-
línis heim. Þessvegna er fullkom-
in varúð fólksins eitt af frum-
skilyrðum þess að takast megi
að hindra hann í skemmdarverk-
um sínum.
Um orsakir þessa óvenju-
lega þjófnaðarfaraldurs skal
ekki fjölyrt að sinni. Ýmis-
legt bendir til þess að spillt
og afvegaleidd siðferðisvitund
unglinga sé meginorsök hans.
Margir unglingar hafa ekki
þolað hin auknu fjárráð, sem
þcir hafa haft nokkur undan-
farin ár. Nú þegar að þrengst
hefur um þau, virðast nokkr-
ir þeirra hverfa til þess óynd-
isúrræðis, að grípa til þjófn-
aða og lögbrota. Hér er um
að ræða vandamál, sem full
ástæða er til þess að gefa
gaum. Ekki aðeins vegna per-
sónulegs öryggis þess fólks,
sem verður fyrir barði óreið-
unnar, heldur einnig vegna
óláns þeirra unglinga, sem
lenda á slíkum glapstigum,
ÁR ER NÚ síðan lögreglan í
Dresden rakst á skólapiltinn
Hermann Flade, þar sem hann
var að láta áróðursrit gegn stjórn
Austur-Þýskalands í póstkassa í
úthverfi borgarinnar. Hermann
var 19 ára. Hann særði einn lög-
reglumanna með litlum vasa-
hnífi og slapp, en þekktist nokkr
um dögum seinna og var hand-
tekinn.
LEIKURINN UNDIRBÚINN
Hér bar vel í veiði fyrir Fechn-
er, dómsmálaráðherra. Hann var
einmitt á hnotskóg eftir svona
máli. Mennirnir í Kreml voru
orðnir óánægðir vegna vaxandi
neðanjarðarstarfsemi í Austur-
Þýzkalandi og vildu, að eitthvað
væri aðhafzt. Fechner, ráðherra,
heimtaði að haldin yrðu réttar-
höld, sem væru saga til næsta
bæjar.
Stórri danshöll var breytt í
réttarsal til að sem flestir gætu
fylgzt með. Ljóskastarar voru
festir upp og gjallarhornum kom
ið fyrir á götum úti. Um 50
tryggir flokkssnatar voru leigðir
til að vera við réttarhöldin. Þeir
áttu að sjá um þau hljóð og
sköll, er æskileg þóttu.
Tveir fylgispökustu alþýðu-
dómendurnir fjölluðu um málið.
Hermann Flade var sakaður um
alvarleg brot á lögunum til
verndar friðinum, en þyngstu
viðurlög fyrir brot á þeim, eru
dauðarefsing. Auk þess var hann
kærður fyrir morðtilraun. Leik-
urinn gat hafizt.
FRELSIÐ DÝRMÆTARA
EN HÖFUÐIÐ
En Fechner, ráðherra, sá ekki,
Ihvern mann Hermann hafði að
' geyma. Þar skjöplaðist honum.
Þessi dökkhærði piltur hegðaði
jsér ekki eins og vant var um
I ákærða fyrir alþýðudómstóli.
Hann svaraði spurningunum með
öryggi og festu: „Ég skil svo
frelsið, að það geri mönnum
kleift að segja sannleikann. Ef
lögin banna það eins og ykkar
lög, þá verð ég að taka mér þann
j Taubert, dómari, sem er kona,
var kunn fyrir illkvitni sína og
j harðskeytni við tugi réttar-
• halda, er haldin voru í áróðurs-
skyni. Hún spurði: „Er þér ljóst,
að þú leikur þér að þínu eigin
höfði með því að láta þetta út
úr þér?“ Pilturinn brosti. „Veit
ég vel. En mér er frelsið dýr-
mætara en höfuð mitt.“
Áheyrendur stóðu á öndinni.
Útvarpsmennirnir og þeir, sem
fengust við gjallarhornin, flýttu
sér að rjúfa sambandið, svo að
ekkert heyrðist utan réttarsalar-
ins. Það fór viðurkenningarklið-
ur um salinn. Dómararnir og sak
sóknarinn urðu hvumsa.
HALLAÐI Á DÓMENDUR
Harlich, yfirdómari, reyndi að
fá Hermann til að játa, að hann
ynni í einhverri leynihreyfingu.
En pilturinn þverneitaði því.
Hann kvaðst ekki þarfnast neins
leynifélagsskapar. Hann hefði
unnið upp á eigin spýtur. Hann
hefði nú eftir 5 ár komizt að
þeirri óyggjandi niðurstöðu, að
frá kommúnismanum gæti ekk-
ert gott komið. „Ég gerði ekki
annað en það, sem venjulegur
Þjóðverji ætti að gera og gæti
gert.‘
Eftir því sem leið á réttarhöld-
in virtist eins og dómararnir
væri fyrir rétti en ekki ákærð-
ur. Taubert, dómari, æpti: „En
hvers vegna ertu okkur andvíg-
ur?“ Og hann hélt áfram: „Þú
getur þó ekki neitað því, að við
vinnum stöðugt að bættum kjör-
um fólksins." Þegar Hermann
hikaði, bætti hún við: „Þú virð-
ist ekkert hafa fram að færa.“
„Ég hefi raunar margt að
gegja,“ sagði pilturinn stillt og
prúðmannlega, og 1200 áheyr-
endur réttarsalarins teygðu fram
álkurnar til að nema hvert
orð.
Hann sagði frá reynslu sinni
er hann vann í úrannámum Wis-
mut-félagsins, sem Rússar
stjórna í Marienberg. Hann sagði
frá drukknun fjölda manns í
einni gryfjunni, hvernig aðrir
drápust unnvörpum vegna lé-
legra öryggistækja.
Hann sagði frá hinum hræði-
legu þrælavinnuflokkum, hrylli-
legum misþyrmingum, er menn
sættu, ef Rússum þótti ekki nógu
vel unnið og frá sinni eigin
krom Hann rambaði á barmi
heljar vegna þess að hann
skorti alla hjúkrun.
LEIGUSNOTUNUM
FÉLLUST HENDUR
Leigusnatarnir hefðu átt að
hrópa „lygari“ og „spellvirki“,
en þeir þögðu. Margir voru sjálf-
ir námumenn og þekktu Wismut-
félagið. En heyra mátti á mann-
skapnum, að honum líkaði vel,
þótt enginn þyrði að klappa.
„Þetta eru nú umbæturnar,
sem rússnesku frelsendurnir
hafa fært okkur. Þeir stela ekki
aðeins afurðum landsins, ekki
einungis kúm og svínum, þeir cru
líka sálnaþjófar."
Yfirdómarinn reis úr sæti sínu
og þaggaði niður í Hermanni.
Sagði þetta ekki vera neinn
stjórnmálafund.
[DÆMDUR TIL BAUÐA
Þegar rétti var frestað um há-
degi, settust dómendur og sak-
sóknari á ráðstefnu. Taubert
krafðist, að Hermann yrði dæmd-
1 ur til dauða. Kviðdómandi and-
mælti. Hermann hafði þó ekki
annað gert en setja 200 flugrit
í póstinn. Hann hafði ekki verið
nærri því að kúla lögreglumann-
inum. Vopnið var vasahnífur, svo
lítill, að sár lögreglumannsins
voru ekki annað en skrámur.
En Taubert var ósveigjanleg.
Eftir nokkrar klukkustundir gat
Hermann lesið dóminn, sekur um
landráð, sekur um morðtilraun,
dauðadómur.
Því hafði verið spáð, að mikil
gremja mundi láta á sér kræla,
ef Hermann yrði dæmdur til
dauða. Og þær urðu raunir á.
Fólkið var gripið bræði beggja
vegna járhtjaldsins. Dómsmála-
ráðherrann sá, að þessi leiksýn-
ing hans hafði ekki haft sem
bezt áhrif. Hann lét því æðri
dómstól breyta líflátsdóminum £
15 ára fangelsi.
Mál Hermanns gleymist seint.
Fólkið talar um það bæði í Vest-
ur- og Austur-Þýzkalandi. Ný-
lega fórust Austur-Þjóðverja orð
á þessa leið: „Réttarhöldin sjálf
setti okkur vitaskuld í uppnám.
Mikið, að nokkur skyldi þora að
segja annað eins fyrir alþýðu-
dómstóli. En okkur var þó enn
^meira virði, að þessi vesalings
'piltur hefði upp á eigin spýtur
I iMMIlMi&L Framh. á bk. 12
Velvokondi skrifar:
tíM DAGLEGA LÍFINU
Ekki ráð nema í tíma
sé tekið
SINN er siður í landi hverju
datt mér í hug, þegar ég
frétti, hvernig þær berjast fyrir
hugðarmálum sínum, konurnar í
Suður-Afriku. í stórum bæ þar,
hefir bandalag bindindiskvenna
komið á skyldufræðslu barna á
aldrinum 3 til 5 ára að vísu ekki
í landafræði né sögu, heldur um
áhrif áfengis. Ekki ómerkt starf
það.
Hver samdi fyrstu
sömbuna?
UM SÖMU mundir efna okkar
góðtemplarar til feikilegrar
danslagakeppni. Það fer ekki
milli mála, að þarna er mesta
áhuga- og hitamál samtakanna
um sinn. Menn eru brýndir lög-
eggjan að taka þátt í keppninni
og skírskotað til sams konar
keppni s.l. vor.
Árangurinn varð ekki heldur
beygjulegur þá. Einn þátttakand-
inn samdi fyrsta sambalagið allra
íslendinga eða var það fyrsta
kongalagið? Seinna varð þó ein-
hver kurr vegna þessarar yfir-
lýsingar, það þóttist nefnilega
annar íslendingur hafa samið la
samba áður en til keppninnar
var efnt. Ekki vissi ég, hvernig
þessum styr lauk.
í tveimur
heimsálfum
GÁMAN væri að vita, hvor fylk
ingin kemst lengra, kerling-
arnar í Suður-Afríku, sem taka
krakkana um leið og þau skreið-
ast úr vöggunni, og teygja þá og
hnoða eins og gert var við um-
skiptinga að fornu, eða okkar
bindindisfélög. Þeim kynnumst
við helzt vegna danslagakeppni,
spilakeppni og dansleika.
Hvernig væri, að tekin yrði
upo samvinna þeirra í Afríku og
á fslandi?
Færðir úr hverri spjör
ÞAÐ þykir nú varla lengur í frá
sögur færandi, þó að naenn
séu berháttaðir og þvegnir hátt
og lágt, þegar þeir koma úr sigl-
ingu. Einnig hafurtaskinu er
skellt í þrifabaðið, ásamt konum
þeirra og börnum. Sem sagt, við
kyngjum þessum fréttum ásamt
með okkar daglegu brauði.
Þetta er nauðsynleg böðun
vegna þess sjúkdóms, sem ó-
kenndur er hérlendis og gengur
undir nafninu gin- og klaufa-
veiki. Ekki er vafa bundið, að
þrifabaðið er eins rækilegt og lög
standa til.
Flórgoðinn með gin-
og klaufaveikina
EN NÚ hefir nýtt vandamál
skotið upp kolinum. Setjum
nú svo, að innflytjendurnir hafi
sjálfir tekið veikina. Ekkert þrifa
bað fengi skolað hana af þeim.
Þá væri tryggara að læknir liti
upp í þá, að líkindum þó ekki
dýralæknir.
Það hefir reyndar komið á dag-
inn, að menn geta tekið gin- og
klaufaveiki. Úti á Fjóni fannst
maður með hana. Þessi maður
umgekkst kýrnar, því að hann
var það, sem við köllum á illri
dönsku og auðlærðri fjósameist-
ari. Þess konar menn gengu hér
einu sinni undir nafninu fjósa-
menn.
Helgi Hjörvar vill aftur á móti
kalla þá flórgoða. Með því vinnst
það tvennt, að hvorir tveggja fá
rétting sinna mála, þeir, sem eru
þau meinhorn að líta dönskuna
illu auga og eins hinir, sem eru
of fínir fyrir venjulega íslenzku.