Morgunblaðið - 13.12.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.12.1951, Blaðsíða 16
VsðurúHiÍ í dag: Suiman 05 SA-átt. Víða stinn- ingskaldi eða súld. M -dagai 12 ,ív« Stjðrnarandstaðan var rökþrota í útvarpsumræðuiHim í gærkvöldi r > Asekaíilr hennar hrakfar I ÚTVARPSUMEÆÐUNUM í gærkveldi voru staðhæfingar stjórn- arandstæðinga hraktar hver af annari af ræðumönnum þeirra flokka er styðja ríkisstjórnina, og var frammistaða stjómarand- stæðsnga þeim aðeins til vansæmdar, og gerði þá aðeins bera að því að standa algjörlega rökþrota fyrir hinum ábyrgðarlausu árás- II m sínum á ríkisstjórnina. — Af hálfu Sjálfstæðisflokksins töluðu Ólaíur Thors atvinnumálaráðherra og Jón Sigurðsson annar þing- maður Skagfirðinga. » ............. ........... RÍKISSTJÓRNINNI HEFIR TEKIZT AÐ BÆGJA FRÁ ALMENNU ATVINNULEYSI í hinni rökföstu ræðu sinni svar aði Ólafur Thors atvinnumálaráð herra, ádeilum stjórnarandstæð- inga á störf ríkisstjórnarinnar. Lauk hann ræðu sinni með því að benda á, að það væri ekki auð- leikið að stórauka útgjöld ríkis- sjóðsins, en lækka þó jafnframt tekjur hans svo um muni, eins og stjórnarandstaðan vill. Ollum væri fullkomlega ljóst að þær sakargiftir á hendur rikis stjórninni, að hún héldi verndar- hendi sinni yfir okri eða óheiðar legri fjársöfnun væru ekkert nema staðlausir stafir. Kvaðst ráðherrann treysta því, að sann- gjarnir menn viðurkenni, að rík- isstjórnin hafi sýnt áhuga og atorku í baráttunni gegn því almenna atvinnuleysi, sem yfir- vofði og án alls efa hefði skollið á, ef stjórninni hefði ekki tekizt að bægja því frá með algjörri stefnubreytingu og róttækum að- gerðum á sviði efnahagsmála þjóðarinnar. Jón Sigurðsson annar þingmað- hr Skagfirðinga, talaði næst á eftir Ólafi Thors. Var ræða hans hin snjallasta og mjög greinar- góð. Rakti hann hver nauðsyn þjóð arbúskapnum væri á því að auka og efla landbúnaðinn, sem mest og bezt. Verða ræður þessar birtar síðar hér x biaðinu. Af hálfu Framsóknarflokksins töluðu ráðherrarnir Steingrímur Steinþórsson og Eysteinn Jóns- son, fyrir Alþýðuflokkinn þeir Haraldur Guðmundsson og Hannibal Valdimarsson og fyrir kommúnista Ásmundur Sigurðs- son. Þjéfur var hand- lekinn í gærdag í FYRRINÓTT var framinn þjófn aður í kjallaraíbúð inni í Klepps- holti. — Þjófurinn var handtek- inn í gær. Þjófnum tókst að komast inn í þvottahúsið í kjallaranum en það an gat hann komist inn í stofu íbúðarinnar þar niðri og í skáp, þar tók hann 700 kr. í peningum auk fimm ríkisskuldabréfa. Fólkið sem býr í íbúðinni varð vatt við umgang í íbúðinni en þjófurinn varð fyrri til yið að komast út úr húsinu. — í gær- morgun handtók lögreglan hami. Þetta er tvítugur maður og hefur aldrei áður verið dæmdur og með tilliti til þess verður nafn hans ekki birt. Vilja fðnaðarfoanka FUNDUR í Iðnaðarmannafélag- inu í Reykjavík, haldinn þriðju- daginn 11. des. 1951, beinir þeirri eindregnu ósk til Aiþingis, að það afgreiði frumvarp til laga um Iðnaðarbanka sem lcg frá þingi því, er nú situr. Tillaga um rannsókn á slysum á sjó samþykkf í GÆR var samþykkt samhljóða í sameinuðu þingi þingsályktunar tillaga um rannsókn á slysum á íslenzkum togurum og öðrum veiðiskipum. Allsherjarnefnd hafði haft til- löguna til athugunar og gert á henni nokkrar breytingar, og var tillagan samþykkt með þeim breytingum. Er tillagan á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á ríkis stjórnina að láta fram fara ýtar- lega rannsókn á slysum þeim, sem, sem orðið hafa á íslenzkum togurum og öðrum veiðiskipum frá ársbyrjun 1948 og hverjar 1 höfuðorsakir megi telja til slys- ! anna. j Á grundvelli þessarar rann- | sóknar og með hliðsjón af löggjöf annarra þjóða um öryggisráðstaf anir á skipum skal ríkisstjórnin undirbúa og fá lögfest svo fljótt sem verða má ákvæði, sem tryggi svo sem auðið er öryggi skipverja gegn slysum. Dómurinn kveðlnn npp í næslu viku OSLÓA*;ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær, að á mánu- dag eða þriðjudag, væri að vænta dóms í landheigismáli Norðmanna og Breta, sem sótt hefur verið og varið fyrir Haagdómstólnum. — G.A. Ný bók effir Þer- sleln jésefsion FYRIR skömrnu er komin út ný bók eftir Þorstein Jósefsson blaðamann. Ber hún titilinn Um farna stigu. í bók þessari segir frá ferðum höfundar um þrjár heimsálfur. Flestar þeirra hefur hann farið s.l. 20 ár. I ferðaþáttum þessum er víða komið við, eins og að líkum læt- ur. Mun höfundurinn vera einna víðförlastur íslenzkra blaða- manna. Margar myndir eru í bók inni, enda er Þorsteinn Jósefsson áreiðanlega meðal fremstu Ijós- myndara hérlendis. Eftir Þorstein hafa áður komið út ferðabækur, sem orðið hafa fjöliesnar og vinsælar. Bókaútgáfa Pálma H. Jónsson- ar á Akureyri gefur bókina út. Prinsinn stal MUNCHEN: — Þeir eru illa fjáðir prinsamir í Mið-Evrópu. Nýlega var einn dæmdur í 18 ménaða iarigelsi fyrir að stela fatnaði fyrir 30 þús. Þessi prins aí Hohenlohe kom land- flótta frá Ungverjalandi til Austur- rikis eftir strið. Seinna fluttist hann til Bæjaralands. Jén Þoileiísson opnar snálverkasýningu í vinnusfoðu sinni Jón Þorleifsson listmálari opnaði málverkasýningu í gær í vinnu- stofu sinni að Blátúni við Kaplaskjólsveg. Sýnir hann þar 35 mynd- ir, 8 vatnslitamyndir og hitt olíumálverk. Eru þetta myndir, sem liann hefir málað á síðustu tveim árum, síðan hann hélt hér sýn- ingu síðast. Þarna eru málverk frá Siglufirði, frá Hafnarfirði, úr nágrenni Reykjavíkur, frá Þingvöllum og af Snæfellsnesi. Þarna eru líka nokkrar samstillingar, og myndin, sem ljósmynd er af með línum þessum, er heitir „í vinnustofunni.“ Sýning Jóns verður opinn næstu daga frá kl. 1 miðd., til kl. 9 að kvöldi. — í gær komu um 100 manns á sýningu þessa. — Þrjár myndir seldust. Reknefaveiðamar hlaut Guflfosi Skipsfjóra bikarinn Skipstjórabikarinn sem Gullfoss- liðið vann. (Ljósm. P. Thomsen) hann skipverjar á brezka skip- inu. Dearne. Nú hJaut Gullfoss bikarinn og er nafn beggja skip- anna grafið á hann með ártali fyrir aftan. — Er þetta hinn mesti kjörgripur. VEGNA hins óvenju storma- sama tíðarfars, eru nú allir bátar hættir reknetaveiðum. Síðustu bátarnir, sem eru frá Akranesi, hættu í gær og búa sig undir að hefja línuveiðar. Fimm bátar eru byrjaðir róðra þaðan og hafa verið með fjögur til fimm tonn eftir róður, og hef- ur það verið fallegur fiskur. HIÐ SIGURSÆLA knattspyrnulið á Gullfossi, varð hlutskarpast í fótboltakeppni þeirri, er fram fer milli skipa, sem halda uppi reglu- legum ferðum til Kaupmannahafnar. — Þegar Gullfoss kom nú síðast frá Kaupmannahöfn, færði knattspyrnuflokkurinn bikarinn hingað heim. — Bikarinn, sem ber nafnið ® -------------------------- „Skipstjórabikarinn“, munu Eng- VERÐUR í REYKINGASAL lendingar hafa gefið til þessarar Fyrirliði Gullfossmanna, Jón keppni. Var keppt um hann í fyrra í fyrsta skipti. Þá hlutu Jónasson (úr KR, Jón á 11) af- henti Guðmundi Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Eimskips, bikarinn í fyrradag. Framkv.stj. lagði svo fyrir að bikarnum skyldi valinn staður í hinum veg- lega reykingasal 1. farrýmis. MIKILL IIUGUR í LIÐSMÖNNUM Knattspyrnuflokkurinn á Gull- fossi keppti alls fimm leiki í þess ari keppni, en um 20 skip tóku þátt í henni. Tapaði hann eng- um leik. Hefur hið sigursæla lið fullan hug á að halda bikarnum næsta sumar, er Skipakeppnin Kaupmannahöfn hefst á ný. eru nú Eldhúsið áfram 'j í kvöld j SÍÐARI hlirti útvarpsumræðn- arnia fer fram í kvöld og hefzl kl. 20.15, Verða ræðuumferð- ir þrjár 25, 15 og 10 mínútur. Af háMu Sjálfstæðisflokks- ins tala ráðherrarnir Bjarnl Benediktsson og Björn Ólafs- son en af hálfu Framsóknar- flokksins munu allir ráðherr- ar hans tala. ; -------------------- j Frjáls innflutningur! á beimilisdráltar- i vélum, jeppum o. II. SVOHLJÓÐANDI tillaga var samþykkt í sam. þingi 1 gær og afgreidd til ríkisstjórnurinnar sem ályktun Alþingis: Till. til þál. um frálsan innflutn ing á heixnilisdráttarvélum og bifreiðum til landbúnaðarþarfa var samþykkt í gær í sam. þingi; Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni: '■ a. að gefa nú þegar frjálsan inxi flutning á heimilisdráttarvélum, ásamt tilheyrandi verkfærum og tækjum, svo sem prjónavélum; b. að gefa á árinu 1952 frjálsan innflutning á landbúnaðarbifreið um (jeppum og landrover), ef nægur gjaldeyrir er fyrir hendi, enda verSi jafnframt settar regl-. ur, sem komi í veg fyrir, að bif- reiðarnar fari til annarra en þeirra, sem stunda landbúnaðar- störf að aðálatvinnu. ------------------ 1 Veggklokku sfolið ] Á MÁNUDAGSKVÖLD var út- skorinni veggklukku stolið úr kjallarageymslu húsi við Garða- stræti. Ekki er talið ósennilegt að þjófurinn hafi boðið hana ein- hverjum til kaups. Þessi þjófn- aður hefur verið kærður til rann- sóknarlögreglunnar. . ----------------- , j Samþykktir bæjar- ] ráðs Akureyrar I AKUREYRI, miðvikudag. — Á’ fundi bæjarráðs Akureyrar, sem nýlega var haldinn, var sam- þykkt að halda uppi vinnu til áramóta fyrix 70—80 manns. Er þetta gert vegna aukins atvinnu- leysis í bænum. Síðan veðrátta versnaði og snjð ar lögðust yfir, var rætt um að haldið yrði áfram við byggingu hafnargárðsins á Oddeyri og cð auka vinnu við grjótnám bæjar- ins. — H. Vald. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.