Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 11
-T- IJ 1
[ Fimmtudagur 20. des. 1951
MORGUHBLAÐIÐ
ÍSLENZKAR GÁTUR
! * Safnað hefur Jén Árnason.
Önnur útgáfa 1951.
MARGIR MUNU fagna því, að
nú hefir verið hafizt handa um
útgáfu hins mikla safns þeirra
frændanna, Jóns Árnasonar og
Ölafs Davíðssonar, er nefnist ís-
lenzkar gátur, skemmtanir, viki-
vákar og þulur. Hefur þetta
bindi, gáturnar, verið lengi ger-
samlega ófáanlegt, og faer nú
fjöldi manns, sem á síðari bind-
in, loks tækifæri til þess að eign-
ast safnið allt. Þessi útgáfa er
endurprentun fyrri útgáfunnar
svo til óbreytt með sama sniði
og líku letri, svo að hún stingur
á engan hátt í stúf við fyrri út-
gáfuna. Má því mætavel binda
bindi þetta saman vð hefti fyrri
útgáfunnar.
Jón Árnason.
Við fljótlega athugun virðist
mér útgáfa þesi hin vandaðasta
og mun ég ekki fjölyrða um
hana. Það, sem kom mér til að
vekja athygli almennings á þessu
riti er aðallega tvennt: Þetta
bindi er sjálfstæð bók, sem er
eiguleg og nýtur sín, þótt menn
eigi ekki hina hluta safnsins. En
einkum vildi ég benda á, að gát-
urnar hafa verið ákaflega vin-
sælar og eru tilvalin bók handa
greindum börnum og unglingum.
Unglingar hafa mikið yndi af
því að glíma við gátur og glæð-
ist við það andlegur þroski
þeirra, íhygli, ályktunargáfa og
málkunnátta, auk þess sem þeir
leiðast í töfraheim ævafornrar
menningar. Gáturáðningin var
fyrr á tímum hin bezta skemmt-
un og dægradvöl, enda er gátan
eldgömul skáldskapargrein, sem
var í miklum metum með forn-
þjóðunum, sömuleiðis með flest-
öllum frumstæðum kynflokkum,
sem nútímamenn hafa komizt í
kynni við.
Þótt færri eyði nú hugviti sínu
en fyrr meir í það að yrkja gát-
ur, er gátulistin fjarri því að
vera útdauð. Krossgátur og
myndagátur skipa enn sess í dálk
um dagblaða og vikurita, og ýms-
ir mega varla sjá krossgátu, án
þess að þeir fari að glíma við
hana.
Skáld og spekingar nútímans
leggja sig raunar sjaldan niður
við slíkan „hégóma“ að yrkja
gátur og stuðla dulmæli. Þó er
þessi gáta almennt eignuð Ein-
ari Benediktssyni:
Við glaum og sút hef ég gildi
tvenn,
til gagns menn mig elta, en skaða
af hljóta.
Til reiða er ég hafður, um hálsa
ég rann,
til höfuðs ég stíg, en er bundinn
til fóta.
Sumar gátur eru eldri að efni
en getum verði leitt að, og eru
til í líkri mynd með flestum
þjóðum heims. Frægt dæmi um
þetta er hin forngríska Sfinx-
gáta, sem Ödipus réð og hlaut
&ð launum fyrir konungstign í
Þebu:
Ungt hefur dýrið fjóra fæíur,
fljótt með tvo, þá bezt því lætur,
hár þá aldur hallast mætur
þöktir á þremur,»ei fást bætur.
Séra Ólafur Guðmundsson
kvað gátuvísur þrjár um sama
efni: „Hvert er það dýr í heimi“.
Eru þær prýðilega kveðnar, enda
lifa þær enn á margra vörum.
Annað dæmi um mjög forna
gátu er: „Fuglinn flaug fjaðra-
laus‘‘, sem er kunn víða um Ev-
rópu og jafnvel austur í Tíbet.
Þótt gildi gátna sé aðallega
fólgið í hugviti því, sem þær
hafa að geyma, bregður fyrir í
sumum þeirra látlausri, jafnvel
tignarlegri fegurð:
Sá ég veg vega,
vegur var undir
og vegur yfir
og vegur á alla vegu.
Margir barnasálfræðingar hafa
hallast að þeirri kenningu, að
þróunarferill mannkynsins end-
urspeglist að ýmsu leyti í þróun
einstaklingsins, þótt ekki megi
í öllum smáatriðum taka þessa
tilgátu bókstaflega, styðst hún
samt við ýmsar staðreyndir, m.
a þær, að list löngu horfinna
kynslóða og list frumstæðra
manna standa börnum og ungl-
ingum að flestu leyti miklu nær
en list nútímamanna. Það er ó-
hætt að taka hér dýpra í árinni
og fullyrða, að fornlist og frum-
stæð list falli þeim yfirleitt bet-
ur í geð og sé meir við þeirra
hæfi en allur obbi þess, sem nú-
tímamenn eru að kúldast við að
skrifa handa börnum og ungling-
um. Eru hér helzt til margir kall-
aðir, en of fáir útvaldir. Því
miður verður að játa með blygð-
un að verulegur hluti svokall-
aðra barna- og unglingabóka er
atvinnuskriffinska af lakasta
tagi.
Ég vil því mælast til þess við
þá, sem hafa í hyggju að gefa
stálpuðu barni eða unglingi bók
í jólagjöf, að þeir muni eftir gát-
unum hans Jóns Árnasonar.
Símon Jóh. Ágústsson.
sVl.s. Skjaidbreib
til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og
Eyjafjarðarhafna hinn 27. þ. m. —
Tekið ó móti flutningi til hafna milli
Ingólfsfjarðar og Haganesvíkur svo
og til Ólafsfjarðar og Dalvikur á
morgun og laugardag. Farseðlar
seldir árdegis hinn 27. þ. m.
iVl.s. Herðubreið
austur til Reyðarfjarðar hinn 28. þ.
m. — Tekið á móti flutaingi á
morgun og laugardag. — Farseðlar
seldir hinn 27. des.
„Hekla“
vestur um land i hringferð hinn 28.
þ.m. — Tekið á móti flutningi til
áætlunarhafna á morgun og laugar-
dag. — Farseðlar seldir hinn 27. þ.m.
Áfengisvarnarnefnd Rvíkur.
Hrefna Tynes varaskáta-
höfðingi skrifar um
bókina Ljósáifarnir
NÝJASTA bók „Úlfljóts", sem
nýlega er komin á markaðinn er
barnabókin „Ljósálfarnir". Hún
er samin eftir skozkri þjóðsögu
og þýdd af Kristmundi Bjarna-
syni.
Saga þessi er lögð til grund-
vallar stárfí Ylfinga og Ljós-
álfa yngstu starfshópa skáta-
félaganna. Á þessari sögu geta
börnin lært, hvernig þau geta
komið fram til gagns og ánægju
fyrir mömmu og pabba. Ég geri
ráð fyrir, að allir foreldrar vilji,
að börnin læri það, sem gott er
og fagurt og verði til gagns og
gleði fyrir foreldra sína og þá,
sem þau umgangast. Oft vaknar
þá sú spurning: „með hvaða hætti
getur það orðið?“ Aðalatriðið er,
að barnið geti orðið að góðum og
nytsömum þjófélagsþegn. Annað
atriðið, sem engu síður verður að
hugsa rækilega um, er með hvaða
hætti það geti orðið. Það er ekki
nóg að ákveða að svona á þetta
að vera. Það verður jafnframt að
finna ráðið til bóta.
Foreldrar eiga 2 svarna óvini á
vegi barnsins, sem ekki er alltaf
hægt að vara sig á í fljótu bragði.
Það eru lélegar kvikmyndir og
lélegar bækur. Margir góðir
menn og málefni hafa reynt að
vinna á móti þessu, bæði beint
og óbeint. Margar góðar barna-
bækur koma árlega á bókamark-
aðinn og menn vona, að góðu
bækurnar verði teknar fram yfir
þær vondu.
„Ljósálfarnir" er falleg saga og
hlýtur að vekja umhugsun þeirra
barna, sem lesa hana, hvort þau
geti ekki líka orðið til gagns og
gleði alveg eins og Tumi og
María. Þau voru löt og baldin
eins og títt er um börn, eða svona
eins og gerist og gengur. Þau
lærðu að finna gleðina í því að
gera aðra glaða „gera á hverjum
degi eitthvað öðrum til gleði og
hjálpar“ eins og stendur í Ljós-
álfa heitinu.
Bókin byrjar á orðunUm „Byrði
er að börnunum“ en endar á
„mikil blessun er að börnunum“.
Innihald bókarinnar er sagan —
þróunin — þar á milli. Ég ætla
ekki að fara frekar út í efni bók-
arinnar, en aðeins að benda for-
eldrum á að þarna er bók, sem
vissulega er til hjálpar við uþp-
eldi barnsins. Þarna er verkefni,
sem hvaða —10 ára barn getur
ráðið við, að athugandi væri líka,
hvort hinir eldri allt fram á efri
ár, gætu ekki sótt þangað hug-
myndir til framkvæmda í sínu
eigin daglega lífa. — Alltaf
minnst eitt góðverk á dag, smátt
eða stórt allt eftir atvikum og
aðstæðum. — Fullorðna fólkið er
stundum skrítið. Það heldur, að
það þurfi að fara eitthvað langt
eða standa í stórræðum til þess
að öðlast hamingjuna. Svo er hún
rétt við dyrnar og að mestu leyti
fólgin í framkomu okkar hvort
við annað í daglegu lífi — í hugs
unum okkar, orðum og gjörðum
og réttu viðhorfi til lífsins. Ég
held, að við þyrftum öll að lesa
þessa litlu barnabók „Ljósálfarn-
ir“.
Hrefna Tynes.
Bók með 52 húsa-
teikningum
NÝLEGA ER komin á markað-
inn athyglisverð bók og nýstár-
leg. Er það rit með 52 grunn-
teikningum og útlitsmyndum af
smáhúsum. Haraldur Jónsson
byggingarmeistari gefur bók-
ina út.
Húsagerðirnar eru flestar
arr»erískar ,en nokkrar frá Ev-
rópulöndum, m. a. Spáni. Er
fróðlegt fyrir fólk, sem hefir í
hyggju að koma sér upp húsum,
að eignast þessa bók. Sannleik-
urinn er sá, að morg þeirra smá-
húsa, sem nú eru reist hér, eru
ekki falleg, en Haraldur heldur
því fram, að oft þurfi ekki að
vera dýrara að byggja fallega.
Athugasemd formanns Þróttar
í MORGUNBLAÐINU 9. þ. m.
birtist athugasemd við ummæli
mín í Mbl. 30. nóv. í athugasemd-
inni tekur greinarhöfundur upp
talsverða þykkju í minn garð og
Þróttar, fyrir að ég skyldi láta
þau orð falla, að við (Þróttur)
ækjum ýmis konar flutningi fyrir
sama gjald og sendibílastöðvarn-
ar taka. Telur greinarhöfundur
þetta villandi og vitnar í gjald-
skrá sendibílastöðvanna því til
sönnunar.
Vissulega ætti sendiferðabíll-
inn að geta verið mjög mikið ó-
dýrari í leigu en vörubíllinn, ef
gerður væri samanburður á
reksturskostnaði vörubíls og
sendiferðabíls. Má í því sambandi
taka til dæmis, að hjólbarðar
ásamt slöngum undir meðal sendi
ferðabíl munu nú kosta um kr.
3.146.40 (4 dekk 650x16), — en
undir vörubílinn kr. 12.739.00
(4 dekk 825x20 og 2 dekk 750
X 20). Mismunur á kostnaði við
kaup á hjólbörðum undir bílana,
er því kr. 9.592,60. Og mismunur
á flestum rekstursvörum til bíl-
anna mun vera í svipuðu hlut-
falli, svo að auðsætt er, hvor
raunverulega ætti að geta ekið
fyrir lægra verð.
En er það þá í raun og veru
svo, að sendiferðabílarnir séu ó-
dýrari? Tökum til dæmis tíma-
vinnutaxtana eins og þeir hafa
verið að undanförnu hjá Vöru-
bílast. Þrótti og sendibílastöðv-
'unum.
Tímavinnutaxti fyrir vörubíla,
hversu stórir sem þeir eru, hef-
ur verið kr. 42,10 um klukku-
tímann fari hlassþunginn ekki
fram úr 214 tonni, og hlutfalls-
lega sama fyrir brot úr tíma.
Hjá sendibílastöðvunum er
tímavinnutaxtinn kr. 36.00 á klst.
og að auki kr. 6.00 í svokallað
startgjald, eða samtals kr. 42.00
um tímann. Að vísu segir grein-
arhöfundur að startgjaldið sé að-
eins reiknað með í fyrsta klukku-
tímanum, en þegar það er athug-
að að meginhlutinn af þeirri
vinnu, sem við í daglegu tali
köllum bæjarsnatt, eru smátúrar,
sem standa yfir í 15 mínútur til
klukkutíma, þá er auðsætt að
mikið af vinnutíma sendibílanna
verður á 42 krónu gjaldinu.
Greinarhöfundur reynir að
gera mikið úr því, að með start-
gjaldinu sé sett fast verð á ferð-
irnar að og frá vinnustað, hversu
langan tíma sem þær taki! Vissu-
lega lítur þetta vel út á pappírn-
um, — en það fara tvenns konar
sögur af framkvæmdinni.
Þróttur hefur um langt skeið
reynt að fylgjast með verðlagi
sendiferðabílanna á skyndiferð-
um þeirra frá ýmsum stöðum hér
í bænum í úthverfi bæjarins.
Þessar athuganir hafa leitt í ljós
að Þróttur þolir þar vel saman-
burð.
Það er ekki nóg að bera ein-
vörðungu saman timavinnutaxta
vörubíia og sendiferðabíla, ef fá
á út hvað aksturinn raunveru-
lega kostar. Þar kemur fleira til
greina, svo sem vélsturtur, sem
ekki eru fyrir hendi á sendiferða-
bílum, en sem í mörgum tilíell-
um spara mjög tíma og vinnu, —
svo og notagildi bílanna að öðru
leyti.
Tökum dæmi: Ef flytja ætti 2
tonn af vörum hér innanbæjar
og tekið væri til að aksturinn á
ákvörðunarstað tæki V\ úr klst.,
eða Vi klst. fram og til baka, þá
tæki það %-tonns sendiferðabíl
2 klukkustundir að flytja þessar
vörur, og myndi hann samkvæmt
gjaldskrá sendibílastöðvarinnar
taka fyrir þennan flutning kr.
72.00 -)- 6.00 í startgjald, alls
kr. 78.00, eða sem svarar kr. 39.00.
á hvert tonn.
Fyrir þennan sama flutning
mundi vörubíll taka kr. 21,29 +
7.00, ef losuharstaðurinn væri ca.
10 mínútna leið frá vörubílastöð-
inni, eða alls kr. 28,29. — Þessi
flutningur með vörubíl myndi
því aðeins kosta kr. 14.15 á hvert
‘tonn, á móti kr. 39,00 á hvert
tonn hjá V2-tonns sendiferðabíl.
Jafnvel þótt sendiferðabíllínn
tæki allt að 1 tonni, mundi þessi
flutningur með honum samt
kosta kr. 21.00 á hvert tonn eða
% meira en með vörubilnum. —
Væri um meira magn af vörum
að ræða, yrði samanburðutinn
auðv.tað enn óhagstæðari fyrir
sendiferðabílana.
Ennfremur má á það benda,
að vörubíllinn rúmar að sjálf-
sögðu mjög mikið meira en sendi»
ferðabíllinn, og er því mun hent-
ugri til flutninga á léttum en
fyrirferðarmiklum varningi. —
Flestir vörubílapallar eru um 9
fermetrar að stærð, en vörupall-
ur meðal sendiferðabíls mun
ekki vera mikið yfir 4 fermetra,
svo að mismunurinn er auðsær.
í fyrrnefndri athugasemd rej-ft-
ir greinarhöfundur að læða því
inn hjá fólki, að vörubílstjórar
fáist ekki til að vinna með vögn-
um sínum nema fyrir fulla auka-
greiðslu. Það er rangt. Vörubíl-
stjórar eru skuldbúndnir til sam-
kvæmt samþykktum Verkam.fél.
Dagsbrúnar, að grípa ekki inn £
þá vinnu, sem tilheyrir verka-
mönnum, svo sem við afgreiðslu
skipa, við vegagerðir o. fl.
Hins vegar hafa vörubílstjórar
alla tíð unnið óátalið við bíla
sína bæði við lestun og losun á
smátúra-varningi, svo sem bú-
slóðum, vörum frá skipaafgreiðsl
unum og timbri og öðru til bygg-
inga o. fl., en ekki tekiS neina
aukaþóknun fyrir það.
Þegar viðskiptamenn Þróttar
fara þess á leit að vörubilstjóri
vinni umfram það sem að fram-
an greinir, þá er því ekki neitað,
en þeim góðfúslega bent á, að það
sé ódýrara fyrir þá að fá sér
verkamann fyrir kr. 13.31 um
tímann en láta bílstjórann vinna
það, jafnvel þó hann taki ekki
nema kr. 36.00 um klukkutímann.
Þá vitnar greinarhöfundur í að
sendiferðabílstjórar séu oft send-
ir einir í túr, og vill sjáanlega
láta líta svo út, að slíkt geri
Þróttar-bílstjórar ekki, en það er
tilhæfulaus blekking. Óski við-
skiptamaður eftir, að Þróttarbíl-
stjóri annist flutninginn fyrir sig,
þá er það undantekningarlaust
gert.
Greinarhöfundur bendir rétti-
lega á þann kost sendibílanna að
hafa lokað boddí, en í því sam-
bandi tel ég rétt að benda á að
Þróttar-bílar hafa, ef þess er
óskað, yfirbreiðslu til að setja
yfir þann varning, sem fluttur er,
og er þá alveg hægt að tryggja
að flutningurinn verði ekki fyrir
skemmdum.
í þeim samanburði, sem ég
hef gert á rekstrarkostnaði og
notagildi sendiferðabíla og vöru-
bíla, hef ég miðað við það, sem
venjulegast er kallað sendiferða-
bíll, en það eru %—1 tonns vagn-
ar og svo algengustu stærðina af
vörubílum, 3—314 tonns vagna.
Rétt er þó að geta þess að á
sendibílastöðvunum munu vera
nokkrir vagnar, sem gerðir hafa
verið upp úr gömlum vörubílum
og byggt á þá skýli, og þeir síðan
notaðir sem sendiferðabílar. —■
Þessir bílar eru að sjálfsögðu dýr-
ari í rekstri en venjulegir sendi-
ferðabílar og hafa líka meira
burðarmagn. En þetta tel ég und-
antekningar á sama hátt og
stærstu vörubílana hjá Þrótti,
sem eru allt upp í 5—6 tonn. En
þó að farið væri út í samanburð
á stærstu bílum senáibílastöðv-
anna og stærstu bílum Þróitar
hvað snertir reksturskostnað og
notagildi, þá yrði sá samanburð-
ur sízt hagstæðari en sá fyrri
fyrir sendibílana.
Að þessu öllu athuguðu tel ég
mig ekki hafa hallað á sendi-
bílana þegar ég gat þess að við
ækjum fyrir sama gjald og þeir.
Þvert á móti munu Þróttar-
bílar í mörgum tilfellum aka fyr-
ir raunverulega miklu lægra verð
og margt bendir til að þeir sem á
fíutningi þurfa að halda, hafi
komizt að sömu niðurstöðu.
Til dæmis er Þrótti kunnugt
Framh. á bls. 12. t