Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 14
f H " MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. des. 1951 "J Framhaldssagan 27 Herbergið á annari hæð ..... Skdldsaga eftir MILDRID DAVIS SIIIIIIIIIIIIIDIIIM. Lewis leit á fingur sér og sá að hann hafði snúið hnappinn af. „Það var pabbi sem gerði það“, hvíslaði hann. Það var pabbi“. Swendsen flutti sig gætilega frá glugganum fyrir utan og gætti þess að láta ekki heyrast heyrast fótatak sitt. Þegar hann var kominn dálítið frá húsinu, hraðaði hann göngunni niður að bílskúrnum. Hann afklæddist og fór í bað. Þegar hann var kominn upp í rúmið, lá hann lengi og starði út í oftið þungbúinn á svip. Svo tók hann símtólið og bað um sama númerið og venjuega. „Halló“, sagði hann þreytulega. „Hvað? .... jú, ég var ekki viss um að þú mundir vera kominn heim fyrr .... ekkert merki- legt. Hún kastaði bara upp .. Já, það er ábyggilegt .. Það gengur ekkert að mér, nei, .. hvaða vit- leysa .... góða nótt. . . Hvað?.. Já. Nú er ekki annað eftir en komast inn í herbergið ....“. Snjóflygsurnar dönsuðu fyrir utan gluggann eins og litlir bómullarhnoðrar. Trjágreinarn- ar bærðust ekki svo það var engu líkara en þær væru málaðar á leiktjald. Sjúklingurinn sat á rúmbrík- inni í herberginu uppi á lofti og saup glæran vökva úr glasi. Dauf ar raddir heyrðust að neðan, radd ir og hlátur, og fótatak á milli herbergjanna, glamur í borðbún- aði, sífelldar hringingar á dyra- bjöluna. Öll hugsanleg hljóð sem eru fylgjandi undirbúningi brúð kaups. En sjúklingurinn sat ein uppi í herberginu og las úr litlu rauðu bókinni. „Ég hef ákveðið hverjum cg ætla að giftast. Ég hitti hann í dag. Ég veit að það er hann og enginn annar. Hann var svo myn arlegur og hann kann bókstaf- lega allt. Hann leikur póló og hann kann að synda og spila tennis og veiða. Hann er gestur hjá Darymples-fólkinu. Ég hef heyrt allar stúlkurnar tala um hann. Ég mætti honum í dag þeg ar ég var úti að róa. Hann stöðv- aði bátinn sinn og spurði mig hvaðan ég væri. Ég sagði honum það og hann sagðist koma á morg un og þá gætum við synt saman. Hann sagðist koma klukkan sex í fyrramálið. Ég hef aldrei farið að synda klukkan sex um morg- un áður. Mér þætti gaman að vita hvort honum á eftir að falla við mig....“. 11. kafli. Sunnudagur 20. fehrúar. „.... þeim megin úr fjölskyld- unni. En þessi litla með hárið fram á ^ennið er skyld Schoene- mann. I ætt við Schonemanns- fólkið í Fleetwood“. „.... og hátíðleg. Það stóð yfir í tvo tíma.. Og þegar Natalie gift- ist fcngum við séra Cactenhead. Ræðan hans var að vísu nokkuð stutt, en ....“. „Hilda. En hvað þig klæðir vel þessi guli litur. Jæja, þá er lík- lega röðin komin næst að þér úr því Dora....“. Hilda brosti og hélt áfram. Hún heyrði brot af samtölum þegar hún gekk á milli gestanna. Hún saup á fjórða wisky-glasinu og kinkaði kolli til þeirra sem heils- uðu henni en hún nam hvergi staðar. Hvellur hlátur heyrðist frá glugganum þar sem unga ógifta fólkið hafði safnast saman. „Halló, Hilda. Hvenær byrjar ballið? Var Francis orðið kalt á fótunum?“ „.... en hann vann. Það var skrítið hvað hann valdi sér. Hann var að ljúka við bókina um Eng- land og samband....“. .....eins og krakki. Hún neit- ar að koma út úr herberginu sínu. Getið þið ímyndað ykkur aðra eins fyrirtekt. Systir hennar er að ganga í heilagt hjónaband og ..“. Htlda stoðvaði og leit við. Helen þagnaði skyndilega. „Hvað varst þú að segja“, spurði Hilda og vöðvarnir í and- liti hennar stirnuðu. I Helen strauk hendinni upp hnakkann og leit í kring um sig í mannfjöldanum. „Ó, Weymull- er“, kallaði hún. Þjónninn kom til hennar. Helen tók glas af bakk anum sem hann hélt á og saup á því. „Hvað varst þú að segja?“, j spurði Hilda aftur. En rödd henn ar var orðin kærulaus eins og hún hefði komist að því að svarið skipti hvert eð væri ekki máli. j „Hvað sagðir þú, vina mín“, Helen brosti blítt. | Hilda starði á hana snöggvast og snéri síðan þreytulega burt. „Ekkert“, sagði hún. Hún heyrði ekkert samtal að baki sér þegar hún gekk burt. Hún hélt áfram flakki sínu um stofuna. Vetrarsólin skein glatt I inn í stofuna. Þar sem lítið sást af þunglamalegum húsgögnum í Iþrönginni, var stofan næstum viðkunnanlega. Yfir arninum voru blómaskreytingar sem þöktu næstum vegginn. I „.... kannske dálítið léttlynd- ur, en ég er viss um að hann stillist þegar hann kvænist. Ekki svo að skilja að Dora sé allt of 1 rólynd sjálf. Ekkert Corwith- barnanna er það reyndar. Nema ef til vill Hilda“. Það var móðir Chris Gledhill sem talaði. Chris stóð við hlið hennar en hún beindi orðum sínum til annarrar konu sem stóð andspænis henni. „Hilda hefur alltaf verið við- kunnanleg stúlka", sagði frú Gledhill. „Kitten er sú ákveðn- asta unga stúlka, sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Það er ákaflega óhollt fyrir unga stúlku eins og hana að loka sig inni eins og lífið sé ekki lengur til fyrir hana. Það er margt annað en út- litið, sem skiptir máli, eins og þú veizt“. Chris reyndi að losna frá móður sinni, en hún hélt fast um handlegg hans. „Auðvitað má líka segja að Hilda sé lagleg, þeg ar betur er að gáð .... og þó að hún klæði sig ekki eins og .. ja, eins og.... „Kitten er ekki íburðarmikil í klæðaburði", sagði Chris. „.. þó að hún klæði sig ekki alltaf eins og það eigi að fara að taka af henni mynd.. “. Hilda hélt áfram. Skömmu seinna reikaði hún upp tröppurn- ar. Hláturinn bergmálaði í illa upplýstum ganginum. Úr svefn- herbergi foreldra hennar heyrð- ust karlmannsraddir og glasa- glaumur. Úr herberginu hinum megin.í ganginum heyrðist alveg eins mikill hávaði, en raddirnar voru hvellari og skærari. Hilda opnaði þær dyr og gekk inn. Herbergi Doru var yfirfullt. Konurnar sátu á rúminu á stólun um eða hölluðu sér upp að hús- gögnunum. Frú Corwith var að raða dóti niður í litla ferðatösku. Dora var að klæða sig í hvít- an undirkjól um leið og Hilda kom inn. Winnie stóð við hlið hennar og reyndi að aðstoða. Dora var rjóð í kinnum og augu hennar voru skær. Dora eit í áttina til mömmu sinnar og gremjusvipur kom á andlit hennar. „Hvað í ósköpun- um ert þú eiginlega að gera. Taskan verður svo þung að það verður ekki á nokkurs manns færi að lyfta henni“. Frú Corwith leit upp og strauk hendinni yfir stuttklippt grátt hárið. „Er þetta of mikið, Dora.“ Dora leit upp í loftið og stundi við. Svo yppti hún öxlum kæru- leysislega og hló við. „Frú Cor- with“, sagði hún í hálfgerðu gamni, „Ég verð að standa og strauja alla daga sem hveiti- brauðsdagarnir standa yfir“. „Er það nokkuð fleira sem þig vantar?“ spurði dökkhærð stúlka. Frú Corwith snéri sér aftur að töskunni. „Ég veit ekki“, sagði Dora. „Hvar í ósköpunum er Patricia? Getur hún ekki pakkað fyrir mig?“ „Hún þarf annað að gera niðri“ sagði frú Corwith. „Henni tókst heldur ekki of vel með stóru töskuna." „Þú verður að hafa eitthvað lánað“, sagði Winnie. „Við skul- um sjá... ÁRNALESBÓK Dllorqutiblaðshis * Ævintýri Mikka III. Veikgeðfa risinn Eftir Andrew Gladwin 3. nei, það gat ekki staðizt, því að það var einstakur friðsemd- arsvipur á manninum. Hann færðist nær Mikka, brosandi og bugtandi sig beygjandi í allar áttir. Tók ofan höfuðfatið og veifaði því glaðklkakkalega til Mikka. — Ég er þinn þjónustureiðubúinn, herra, hrópaði hann skrkæum rómi. — Góðan dag, sagði Mikki og virti manninn vandlega fyr- ir sér. — Heyrðu, ég var að lesa þessa tilkynningu. Er þessi lækur í einkaeign? Og hver gefur fyrirskipunina um að stanza? Og er virkilega til nærsýnn krókódíll? Gamli maðurinn brosti ennþá gleiðari en nokkru sinn áður. — Þrjár spurningar í einni bunu, sagði hann. — Mér þykir þú vera heldur spurull, eða hvað? — Jæja, aðalatriðið er þetta, — má ég ekki halda áfram ferð minni? — Ekki batnar það. Nú eru spumingarnar orðnar fjórar. Ó, mig auman. Það er ekki svo lítið, sem þú ætlar mér að starfa að svara öllum spurningum þínum. Og það er svo heitt í veðri, að maður kófsvitnar af minnstu áreynslu. — Nei, ég verð víst samt að svara þér. En ef þeir eru margir svona, sem hingað koma, þá verð ég víst að setja upp ann- að spjald hérna um að fyrirspurnum sé ekki svarað. — Jæja, hélt gamli maðurinn áfram. — Það er víst rétt að taka þetta í réttri röð. Hvað viðvíkur spurningu númer eitt, þá leyfi ég mér að taka það fraih að láekurinn er í einkaeign. Viðvíkjandi spurningu númer tvö, þá víl ég upp- Heimilisklulckan á að vera traust. — Athugið merkið áður en ■ þér gjörið kaup — því merkið er trygging fyrir traustleik og gæðum. Klukkur U M—K L U K K U R : traustar klukkur. á hóflegu verði. Jön Sipunítsson Skori5)rijwverzUm Listmunir — Laoganesleir | 1 LAUGARNESLEIR ER LETTUR OG BJARTUR. ; KJÖRGRIPIR TIL JÓLAGJAFA. Jön Sipuntlsssn i Sfcangrtpoverzlun j Gull og silfur er dýrmæt eign og vegleg gjöf. Lítið á silfurgripi okkar um leið og þér veljið jólagjöfina. Við höfum úrvalið. «r m blpunusson ( Skartjrtpaverzlun , Kaupið „íslenzk fyndni46. Bókin er að seljast upp, eins og vanf er. Um farnar slóðir eftir Þorstein Jósepsson eru myndskreyttar ferðasögur úr þrem heimsálfum. — Fróðleikur gömlum sem ungum. BÓKAÚTGÁFA PÁLMA H. JÓNSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.