Morgunblaðið - 20.12.1951, Blaðsíða 16
YeðurúfHí í dag:
S og SV gola eða kaldi,
Smáé!.
295. tbl. — Fimmtudagur 20. dcscmber 1951,
lagar
til
jöla
íjsrEöp verba afgrcidd með 3 millj.
kr. hagsiæðum greiðslujöfnuði
Þriðju umræðu Sjárlaga lauk í nóll
ÞRIÐJA umræða um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1952 hófst í
gær. Var ætlunin að ljúka umræðunni um nóttina. Meiri hluti fjár-
veitinganefndar hefur lagt fram allmargar breytingartill. við frv.
og einnig einstakir þingmenn. — Gísli Jónsson, þingmaður Barð-
strendinga, formaður fjárveitinganefndar, hafði framsögu fyrir
þeim tillcgum, er meiri hluti nefndarinnar stendur að.
GJÖLD Á SJÓÐSYFIRLITI <
UM 380 MILLJ. KR.
Við afgreiðslu fjárlagafrum-
varpsins við aðra umræðu fór
svo, að allar tillögur meirihluta
fjárveitinganefndar voru sam-
þykktar og má búast við að eins
muni fara við þessa umræðu.
Gísli Jónsson gerði grein fyrir
tillögum meiri hlutans í langri
og ítarlegri ræðu. Þess er ekki
kostur hér að skýra frá hinum
einstöku tillögum nú, en nánar
verður skýrt frá afgreiðslu fjár-
lagafrv. síðar.
Ef tillögur meiri hlutans um
gjaldahækkun fjárlaganna verða
allar samþykktar, verða áætluð
rekstrargjöld ríkissjóðs um 332,2
millj. kr., en tekjur á rekstrar-
yfirliti tæplega 356,7 millj. kr.
Rekstrarafgangur myndi því
verða um 24,5 millj. kr.
Sjóðsyfirlit ríkissjóðs myndi
aftur á móti vera þannig, að út-
borganir yrðu tæplega 379,3 millj
kr., en innborganir rúmlega 362,6
millj. kr.
grein fyrir tillögum meiri hluta
nefndarinnar og hvaða þýðingu
samþykkt þeirra hefði á fjár-
lagafrv. þá benti hann á, hve
nauðsynlegt það sé að gæta allrar
varúðar um að samþykkja ekki
frekari hækkanir á gjaldaliðum
frv. Allt benti til þess að eins og
fjárlagafrv. er nú, þá megi ekk-
ert út af bera, ef ekki á að verða
greiðsluhalli á fjárlögunum. En
slíkt mætti ekki koma fyrir, þá
væri afkomu ríkisins og þjóðar-
innar stefnt í voða.
Margir þingmenn hafa tekið til
máls og talað fyrir till. sínum. —
Sigurður Bjarnason var fram-
sögumaður fyrir samvinnunefnd
samgöngumála og flutti ítarlega
ræðu um till. nefndarinnar, en
hún leggur til að framlag til ílóa-
báta hækki um 348 þús. kr.
Þriðju umr. fjárlaganna átti að
Ijúka í nótt, en atkvæðagreiðsla
fer fram í dag kl. 5 e. h.
HÆKKA VERÐUR TEKJU-
BÁLKA FRUMVARPSINS
Á fjárlögunum myndi því verða
greiðsluhalli, sem nemur um 16,6
millj. kr.
En til þess að afgreiða ekki
fjárlög með greiðsluhalla gerir
meirihluti fjárveitinganefndar til |
lögur um, að nokkrir áætlaðir
tekjuliðir hækki sem hér segir:
Tekju- og eignarskattur úr 41
millj. í 45 millj. kr., verðtollur
úr 93 millj. í 105 millj., stimpil-
gjald úr 6 millj. í 7 millj. og
loks að tekjur af Tóbakseinka-
sölunni verði áætlaðar 2,5 millj.1
kr. hærri en gert er í frv. Sam- ^
tals er þetta um 19,5 millj. kr.
Ef þéssi hækkun á tekjuáætlun
fjárlaganna verður samþykkt
myndi greiðsluafgangur á sjóðs-
yfirliti ríkissjóðs verða um 3
millj. kr.
Síðusfu landferðlr
lyrir jél
SÍÐUSTIÍ ferðir með bílum út á
land verða sem hér segir:
Farið verður til Stykkishólms í
dag kl. 10 f. h. og til Kirkjubæj-
arklausturs kl. 9 f. h. á morgun.
Á laugardag verður farið til
Akureyrar (ef færð leyfir), vest-
ur í Dali og að Reykholti, en til
Víkur í Mýrdal á sunnudag.
Mánudaginn 24. des. verður svo
farið til eftirtalinna staða:
Laugarvatn, Biskupstungur,
Kjalarnes-Kjós, Þykkvabæ, Gaul-
verjabæ, Skeggjastaðir, Fljótshlíð
og Landeyja, Hella (Hellubíll),
Hveragerði—Auðsholt, Landsveit,
Þingvellir (til baka strax), Kefla-
vik—Sandgerði—Stafnes, Grinda-
GÆTA VERÐUR VARÚÐAR UM vík, Vatnsleysuströnd—Vogar,
FREKARI GJALDAHÆKKANIR Álftanes, Mosfellsdalur, Reykir og
Er Gísli Jónsson hafði gert Reykjalundur.
Allmorgir hrepptu jóla-
tré í fyrsta drætti
JÓLATRÉSHAPPDRÆTTI Landgræðslusjóðs, til ágóða fyrir ein-
hverja velgerðarstarfsemi nú um jólin, hófst í gær. — Var tals-
verð þátttaka í happdrættinu, en þátttakendur misjafnlega heppnir
eins og gengur. — Þó nokkrir hrepptu tré þegar í fyrsta drætti.
I gærkvöldi höfðu vinningar fallið á um 80 tré.
Jólatréshappdrættið fer fram
við skúrdyr í portinu við Lauga-
veg 7, en þar eru happdrættis-
miðakassarnir. — Á tveim upp-
lýstum spjöldum eru númer
þeirra miða er jólatré hljóta, en
dregið var fyrir fram.
Hver miði kostar 10 krónur.
Enn skal það tekið fram, að frá-
sögn Mbl. af fyrirkomulagi happ-
drættisins, er það birti í fyrra-
dag, var ekki rétt hermd. Hljóti
maður jólatré í happdrættinu, þá
ei það afhent á staðnum og sá
Jiinn heppni, þarf ekki að borga
eyri meira en verð miðans, sem
er 10 krónur. — Þessi leiðinlegu
fnistök hafa valdið misskilningi
og leiðindum.
Meðal þeirra er voru svo
heppnir að hreppa jólatré í fyrsta
drætti í gær, voru tveir blaða-
menn, Stefán Pétursson ritstjóri!
og Benedikt Gröndal. — Tréin '
eru upp til hópa falleg. Hinum
ánægðu jólatréseigendum gefst
svo kostur á að kaupa þarna í
portinu mjög haganlega gerðan
jólatrésfót frá Blikksmiðjunni
Glófaxi.
í dag heldur jólatréshappdrætt
ið áfram. Mun verða opið fram
á kvöld, meðan trén endast. —
Ekki er ósennilegt að enn mei'ri
þátttaka verði í happdrættinu í
dag.
Gamli bærinn að Fossi á Síðu, sem brann í fyrrinótt.
CðiriEi bærrnn á Fossi á Síku
hrann til grunna í fyrrinótt
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 19. des.: — Eldsvoði varð á Fossi á
Síðu síðastliðna nótt. Brann þar til ösku hinn svonefndi Austurbær
(gamli bærinn), þar sem Óskar Eiríksson býr. í heimili hjá honum
er ráðskona hans með barn á þriðja ári og unglingspiltur. Sakaði
fólkið ekki.
BÓNDINN VARÐ «------------------------
ELDSINS VAR
Nánari atvik urðu sem hér
segir:
Um kl. hálf fjögur s.l. nótt
vaknaði Óskar og fann að eldur
var laus í bænum. Virtist hann
hafa komið upp í lofti yfir eld-
húsinu, eða í þili milli þess og
baðstofu. Var hann orðinn all-
magnaður, er hans varð vart.
Óskar vakti þegar heimilisfólk
ið og komst það allt út óskaddað,
en það gerði síðan aðvart um
brunann á hinum bæjunum að
Fossi, sem eru fimm alls.
BRANN TIL ÖSKU
Eldurinn breiddist mjög
fljótt út um bæinn og brann
hann til ösku á skammri
stundu. Litlu var bjargað af
innanstokksmunum og máttu
menn hafa sig alla við að
verja næstu hús.
ÖNNUR HÚS VARIN
Bærinn var gamall torfbær,
byggður 1914, en viðbygging úr
timbri frá seinni tíma. Vestan við
hann var stór hlaða, en þykkir
veggir á milli úr torfi og grjóti.
Austan við bæinn voru einnig
hús, íbúðarbygging og fjós, en
norðan við hann smiðja. — Öll
þessi hús tókst að verja. Var það
allt að þakka því að blæjalogn
var á. Hefði nokkur vindur ver-
ið, er hætt við að eldurinn hefði
læst sig í hlöðuna og ef til vill
fleiri hús.
KTJNNUR BÆR
Á Austurbæjunum að Fossi búa
nú 4 bræður, synir Eiríks Stein-
grímssonar pósts, sem andaðist
s.l. vor. Bjó hann allan sinn bú-
skap á Fossi og byggði bæ
þennan. Munu margir kannast
vel við hann af myndum á post-
kortum og í íslandsmyndabók-
um. — Vakti hið fagra umhverfi
og táknræni bær hvarvetna at-
hygli. — G. Br.
Breylingarnar á
vegalögunum orðn-
ar að lögum
KLUKKAN langt gengið þrjú í
fyrri nótt hófst þriðja umræða í
efri deild um frv. til breytinga á
vegalögum. Á sínum tíma var
skýrt frá því hér í blaðinu, hvemig
frv. var er það var rætt í neðri
deild. Síðan þá hafa engar breyt-
ingar verið gerðar á frv. og var
það þannig samþykkt sem lög í
efri deild og serlt ríkisstjórninni til
afgreiðslu.
frá Bandaríkjunum
keppir hér
UM áramótin kemur hingað til
lands flokkur lcörfuknattleiks-
manna frá American University í
Washington.
Mun flokkur þessi keppa 1. og
2. janúar á Keflavíkurflugvelli,
en fimmtudaginn 3. janúar verða
þeir hér í bænum, og munu þá
um kvöldið leika í íþróttahúsinu
við Hálogaland við íslenzkt lið.
F'lokkur þessi er mjög þekktur
vestra og hefir mörgum góðum
leikmönnum á að skipa.
Stjórn l.S.f. hefir falið körfu-
knattleiksdeild lR að sjá um flokk-
inn meðan hann dvelst hér í bæn-
um.
Slitþol vinnuveli-
linga aubið
NÚ eru að koma á markaðinn
vinnuvetlingar, sem sett hefur
verið í efni sem Triplon heitir.
Eykur það slitþol svo að það er
talið tvöfalt vera, eftir að efnið
hefur verið borið í. Vinnuvetlinga
þessa framleiðir Vinnuheimili
S.f.B.S. að Reykjalundi. Hefur
það látið sannprófa gæði vettlinga
með þessu efni í, á togurum, við
verkamannavinnu, iðnað o. fl. —
Hafa Vinnuheimilinu borist vott-
orð frá þessum mönnum um ó-
venjulega endingu vettlinganna.
Erlendis er efnið Triplon borið
í sokka og barnafatnað, til að auka
slitþol, en efnið hryndir og vatni
frá og ver möl.
Maður hverfur hér
í bænum
KJARTANS Guðmundssonar sjó-
manns frá fsafirði, er saknað. —
Hann hvarf hér í bænum á laug-
ardaginn og síðan hefur ekkert
til hans spurst.
Kjartan var á vélskipinu Haf-
borg og var með því á Grænlands-
miðum í sumar, en siðan það kom
þaðan á s. 1. hausti, hefur Kjartan
haldið til í skipinu ásamt nokkrum
skipsfélögum sínum öðrum. Á
laugardaginn klukkan 3 sáu félag-
ar hans hann síðast. Lá hann þá
í koju sinni. Klukkan sex um
kvöldið vár hann horfinn. Síðan
hefur ekkert til hans spurzt, þrátt
fyrir ítrekaða' eftirgrennslan.
Bæjarsljórn Ham- 1
borgar gefur íslandi
lOsmáLaieplum J
BORGARSTJÓRN Hamborgar
hefur gefið fslandi 10 smálestir af
eplum, eða hátt á fimmta hundr-
að kassa, og barst sending þessl
með e.s. Brúarfossi í gær.
Gjöf þessi er gefin í þakklætis-
skyni_ fyrir margháttaða hjálp,
sem Islendingar hafa veitt bág-
stöddum Þjóðverjum eftir ófrið-
arlokin.
Ríkisstjórnin hefur ráðstafað
þessari gjöf til góðgerðarstarf-
semi og vetrarhjálpar víðsvegar
um land.
Veirarhjálpin úihlut-
ar eplum I
RÍKISSTJÓKNIN hefur afhent
Vetrarhjálpinni að gjöf 160 kassa
af eplum.
Vetrarhjálpin hefur ákveðið
að úthluta eplunum í Skátaheim-
ilinu við Hringbraut á sunnu.dag-
inn kemur til þeirra, sem fengið
hafa aðstoð hjá Vetrarhjálpinni.
Verður það nánar auglýst síðar.
Þess er rétt að geta, að nauð-
synlegt er að fólk komi með um-
búðir undir eplin, poka eða tösku.
kl, 7 í kvöld
VERZLANIR bæjarins verða opn*
ar til kl. 7 e. h. í kvöld og annað
kvöld, en á laugardagskvöldið 22.
des. til miðnættis.
Á aðfangadag verða verzIanim-»
ar opnar til kl. 2 eftir hádegi.
Skipverji sirýkur af
Tröllaiossi
EINN skipverjanna af Trölla-
fossi, hvarf af skipinu í síðustu
Bandarílcjaför þess. — Þær fregn-
ir hafa horizt, frá ræðismanns-
skrifstofunni í New York, að mað-
urinn hafi sézt þar á götu, nokkru
eftir að Tiöllafoss lét þaðan úr
höfn 30. nóvember s. 1.
Maður þessi heitir Jón Gunnar
Jónsson, Skólavörðustíg 40 hér f
bæ. Hann var aðstoðarmaður f
vélarúmi skipsins. — Svo sem fyrr
segir, hafa þær fregnir borizt fra
ræðismannsskrifstofunni í New
York, þar sem skýrt er frá því
að íslenzk stúlka í borginni hafí
séð Jón Gunnar á götu þar, nokkr-
um dögum eftir að Tröllafosg
sigldi þaðan. ,