Morgunblaðið - 04.01.1952, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 4. janúar 1952
llýrin standa
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Bramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
framar
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Alhiiða framfarir er takmark
GREININ SÚ ARNA, cr eftir
dýrasálfræðing við Dýrgarðinn í
Kaupmannahöfn.
Þegar við segjum í niðrandi
merkingu, að eitthvað sé dýrslegt,
! ættum við heldur að kalla það
j mennskt. Dýrin standa mönnunum
langtum framar að siðgæði, eink-
um í ástamálum.
ÓRJÚFANDI ÁST
• a
ÞAÐ er ekki ný bóla að minni-
hlutaflokkarnir í bæjarstjórn
Reykjavíkur haldi því fram við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar að
íjárhagur höfuðborgarinnar sé
í kalda koli, dregið sé úr
framkvæmdum og íhald og
afturhald setji svip sinn á
alla stjórnarstefnu Sjálfstæðis-
manna, sem fara með stjórn bæj-
arfélagsins. — Almenningur í
Revkjavík er ekkert ókunnugur
þessum órökstuddu og fleipur-
kenndu fullyrðingum. En hann
hefur raunveruleikann fyrir
augunum. Hann veit að undan-
farna áratugi hefur hvergi verið
unnið jafn ötullega og markvíst
að fjölþættum umbótum og ein-
mitt í Reykjavík undir forystu
Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur
hver stórframkvæmdin rekið
aðra í þágu fólksins í bænum.
Ein meginorsök þessara
staðreynda er sú, að bæjarfé-
laginu hefur verið stjórnað af
forsjálni og víðsýni, að fjár-
hagur þess hefur verið góður
og það hefur hvarvetna notið
trausts.
Þetta komast andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins heldur
ekki hjá að viðurkenna. Er
þess skemmst að minnast er
einn þrautreyndasti bæjar-
fulltrúi bæjarstjórnarminni-
hlutans, Jón Axel Pétursson,
komst þannig að orði á fundi
í bæjarstjórninni á s.1. hausti,
að Reykjavík væri fjárhags-
lega vel stætt bæjarfélag.
Þá má einnig minna á þau
ummæli bæjarstjóra Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði í sam-
tali við erlent blað, að sér
fyndist Reykjavík ein feg-
ursta og bezta borg í heimi.
En ótrúlegt er að hún væri
svo góð borg, ef stjórn henn-
ar hefði jafnan mótazt af aft-
urhaldi og skilningsleysi á
þörfum íbúa hennar.
Ef litið er á fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir næsta ár verður
það fyrst fyrir, að athuga út-
gjaldahækkunina frá því, sem
var á s.l. ári.
í áætluninni er reiknað með
kaupgjaldsvísitölunni 155 stig. Á
síðasta ári var vísitalan í árs-
byrjun 123 stig. Þessi vísitölu-
hækkun þýðir ein 26% hækkun
á útgjöldum bæjarins. En þrátt
fyrir það varð niðurstaðan sú,-
að heildarútgjaldahækkunin sam
kvæmt fjárhagsáætlun verður
ekki nema 20%. Ber það greini-
ltgan vott um að stjórnendur
bæjarins hafa' lagt áherzlu á
sparnað í rekstri hans. Á sama
tíma hafa útgjöld 'ríkisins sam-
kvæmt fjárlögum hækkað um
25% undir forystu fjármálaráð-
herra Framsóknarflokksins. Það
situr því sannarlega illa á mál-
gagni Framsóknar að deila á
Gunnar Thoroddseh fyrir 20%
hækkun útgjalda hjá Reykjavík-
urbæ.
Það er líka vitað að borgar-
stjóri hefur haft forystu um víð-
tæka sparnaðarviðleitni. Skipaði
hann á s.l. hausti nefnd til þess
ao gera tillögur um sparnað í
rekstri bæjarins og stofnana
hans. Hefur hún lagt fram marg-
a; tillögur, sem Sjálfstæðismenn
fjuttu við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar fyrir þetta ár.
Aðal „sparnaðartillaga“ bæj-
arfulltrúa Framsóknarflokks-
ins var hins vegar sú að
fjölgað skyldi borgarstjórum.
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur að útgjalda-
hækkunin hjá Reykjavíkurbæ
sprettur fyrst og fremst af
hækkuðu kaupgjaldi og vaxandi
dýrtíð. Mjög stór hluti af út-
gjöldum bæjarins eru kaup-
greiðslur, bæði til verkamanna
og fastra starfsmanna. Kaup-
gjaldsvísitalan hækkaði á s.l. ári
úr 123 stigum í 144 stig. Eins og
áður er sagt er fjárhagsáætlun
þessa árs^miðuð við vísitöluna
155. — Af þessu hlýtur öllum
hugsandi mönnum að vera Ijóst,
að óhjákvæmilegt er fyrir bæinn
að afla sér aukinna tekna til
þess að standast þessi viðbótar-
útgjöld, sem leiða af hækkuðu
kaupgjaldi. Það kemur því sann-
arlega úr hörðustu ótt, þegar
kommúnistar og kratar, sem
mest stæra sig af þessari þróun
kaupgjaldsmálanna, hamast gegn
því að fjár sé aflað til þess að
borga verkamönnum og öðrum
launþegum fleiri krónur í kaup.
En það sýnir heilindi þessara
flokka í stjórnmálabaráttu þeirra.
Framsóknarflokkurinn læt-
ur blað sitt um þessar mundir
halda uppi hörðum ádeilum á
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóra fyrir hækkun útgjalda
bæjarins. Þetta gerist þrátt fyr
ir það að fjármálaráðherra
Framsóknar hefur hækkað út-
gjöld ríkissjóðs um 25% sam-
kvæmt fjárlögum þessa árs á
meðan útgjöld Reykjavíkur
hæka um 20%. Þetta gerðist
einnig þrátt fyrir það að heild
arútgjöld ríkisins hafa hækk-
að um nær 100 millj. kr. síðan
Eysteinn Jónsson varð fjár-
málaráðherra.
í þriðja lagi er svo þess að
geta að árið 1950 fóru heildar-
útgjöld ríkisins um það bil 90
millj. kr. fram úr áætlun f jár-
laga en á þessu ári um 55
millj. kr. samkvæmt yfirlýs-
ingu fjármálaráðherrans
sjálfs.
Svo kemur blað Eysteins Jóns-
sonar og ræðst á Gunnar Thor-
oddsen fyrir ógætilega fjármála-
stjórn og hækkun útgjalda hjá
Reykj avíkurbæ!!!
Annars ætti blað Framsóknar-
flokksins að vara sig á því að
gera málflutning fulltrúa síns í
bæjarstjórn að mæniás í áróðri
sínum. Allir þeir, sem sit.ja
fundi bæjarstjórnarinnar vita að
eini Tímamaðurinn, sem þar á
sæti er orðinn að viðundri fyrir
ógreindarlega og afkáralega
málafylgju. En það er að sjálf-
sögðu verst fyrir Framsóknar-
flokkinn sjálfan.
Um f járhagsáætlunina er
það annars að segja í stuttu
máli, að hún ber þess greini-
legt vitni að þar er haldið í
horfinu um verklegar fram-
kvæmdir og umbætur í bæn-
um. Þannig hækka t.d. fram-
lög til gatnagerðar um 35%.
Hálfri þriðju millj. kr. er var-
ið til byggingar bæjarsjúkra-
húss og heilsuverndarstöðvar
og fé er veitt til fjölmargra
annara framkvæmda í bæn-
um. Stórframkvæmdir halda
áfram v>ð Sogsfossa. Takmark
Sjálfstæðismanna er alhliða
framfarir í Reykjavík. Að því
vinna þeir af forsjáíni og
dugnaði.
Svanir, sem fellt hafa hugi sam-
an, elskast til hinztu stundar. •—•
Hvorugt hjónanna gerist nokkru
sinni sekt um daður, enda eru
álftir og villigæsir allra fulga
traustastar í ástamálum. Þegar
maki deyr, tjóar ekki fyrir ein-
hleypingana að fara á fjörurnar
við ekkilinn eða ekkjuna. — Þau
kjósa yfirleitt ekki að gefa sig
framar við ástum.
SIÐGÆÐI ÓFRJÁLSRA
DÝRA LAKARA
Aftur á móti hafa menn veitt
því athygli, að siðferði húsdýra
og dýra í búrum, siðmenntra dýra,
er mun lakara en villtra. Húsdýr-
in gerast tíðum sek um sifjaspell,
foreldrar og systkini eiga saman
afkvæmi.
Hitt er annað mál, að hegðun
dýranna sprettur ekki af siðgæð-
iskennd í venjulegri merkingu
þess orðs. Allt, sem dýr hafast
að, á rætur að rekja til arfgengra
eiginleika, sem dýrin hafa engin
áhrif á sjálf, eða hvatanna, hor-
mónanna, í líkama þeirra.
Ófrjáls dýr hegða sér óeðlilega
af því að þau eiga of góða daga.
Hvatimar krefjast útrásar, sem
getur tekið á sig furðulegar
myndir. Til dæmis éta ófrjáls dýr
alltaf meira en þau hafa gott af
og eins er ásthneigð þeirra meiri
en hentar þeim.
En rangt væri að kalla þau
sneydd öllu siðgæði. Dýrin fara að
Aðalfundur Þingey-
ingafélagsins
AÐALFUNDUR Þingeyingafé-
lagsins í Reykjavík var haldinn
síðast í nóvember.
Guðmundur V. Hjálmar’sson,
fráfarandi formaður félagsins
flutti skýrslu stjórnarinnar. —
Starfsemi félagsins hafði verði
með líku sniði og áður. Félags-
mönnum hafði fjölgað allmikið á
árinu, og í félagið gengu 51 mað-
ur á fundinum.
Af störfum á árinu er helzt að
geta skógræktarstarfsins í Heið-
mörk, þar sem félagið hefir land
til umráða. Þátttaka í skógræktar
ferðum félagsins var góð og voru
alls gróðursettar nær þrjú þús-
und plöntur í landinu, og voru
255 þeirra gjöf frá Kristjáni Jak-
obssyni, formanni skógræktar-
nefndarinnar.
Sögunefnd félagsins, sem sér
um útgáfu á ritsafni Þingeyinga,
sem út er komin tvö bindi af,
eftir þá dr. Björn Sigfússon og
Indriða Þorkelsson á Fjalli, vinn-
ur a ðnæsta bindi. Verður þaö
héraðslýsing eftir Jón Sigurðs-
son á Yztafelli. Er bók sú nú í
prentun. Verður það mikið rit og
vandað, prýtt fjölda mynda. Má
vænta útkomu þess á næsta vori.
Formaður félagsins var kosinn
Barði Friðriksson, lögfræðingur,
en meðstjórnendur Valdemar
Helgason, Kristján Friðriksson,
Indriði Indriðason og Andrés
Kristjánsson. í Heiðmerkurnefnd
félagsins eru nú fimm menn; og
er Krjstján Jakobsson íormað-
ur hennar.
Ákveðið er nú, að félagið haldi
árshátíð sína í Breiðfirðingabúð
á þrettánda í jólum, sunnudag-
inn 6. janúar.
n þau eiga sér ekkert má
eins og hvatimar orka á þau. Ef
fugli er gefinn skammtur að vetr-
inum, hefur hann þegar upp söng
sinn. Annars syngja fuglar ekki
á veturna, af því að þeir eru ekki
i biðilshug þá.
DÝRAMÁL ER EKKI TIL
Þegar menn tala um dýr, dæma
þeir þau oft eftir sjálfum sér, og
margir segja þau hafa mál. Það
er ekki rétt. Ef ég gef frá mér
ýmiss konar smelli með tungunni,
get ég fengið apana til að svara
mér með sömu hljóðum. En þeir
eru þá ekki að tala eftir okkar
skilningi. í mesta lagi mætti líkja
því við, að þeir segðu góðan dag-
inn.
Flóknar hugsanir geta dýrin
engan veginn tjáð. Þegar bavían-
arnir, vinir mínir, vilja sýna mér,
að þeir séu í góðu skapi, þá gefa
þeir það til kynna með táknmáli.
Þeir snúa í mig bakhlutanum og
hneigja sig djúpt. Eins ræðast þeir
við innbyrðis, ef vel liggur á þeim.
MIKILL MISSKILNINGUR
Önnur apategund er í dýragarð
inum, hún grettir sig, þegar vel
liggur á henni. Aftur á móti
gretta bavíanarnir sig ekki nema
þegar þeir vilja fljúgast á. Þess
vegna geta þesar 2 tegundir ekki
verið saman, því að þá lendir allt
í háalofti. Þegar bavíanarnir sjá
hina skæla sig, í bezta hug að
vísu, þá líta þeir svo á, að verið
sé að skora sig á hólm.
TILBURÐIR
BÝFLUGNANNA
Þegar ég segi, að dýrin hafi
ekki mál, verð ég þó að viðurkenna,
að þau eiga mjög athyglisvei-t
merkjamál.Ef býfluga finnur engi
með mörgum blómum, sem eru
býjunum hagstæð, flýgur hún
heim og vísar allri hersingunni leið
að hinu ný ja nægtabúri. Hinar bý-
flugurnar geta gert sér í hugar-
lund um vegalendina að blóm-
vanginu eftir danshraða finnand-
ans. Og af öðru látbragði geta
þær, sem heima sitja, getið sér
til um, í hvaða átt fengurinn er.
ófrjáls spendýr nema mál, sem
villtir frændur þeirra þekkja ekki.
Bavíani er í Dýragarðinum, sem
numið hefur einföld tákn, einnig
simpansarnir, en tákn þeirra eru
naumast fullkomnari en reifa-
barna.
ÞURFA ENGA KENNSLU
Það er eftirtektarvert, að dýrin
þurfa ekki að ganga í skóla hjá
foreldrunum til að sjá sér far-
borða. Andersen talar fallega um
gömlu storkana, sem kenna ung-
unum flugið. Ég hefi gert tilraun
með álftarunga. Hann var alveg
einangraður, en þegar ég sleppti
honum úr búrinu á ungum aldri,
kunni hann umsvifalaust full skil
á ílugíþróttinni.
Sams konar tilraun gerði ég
til að reyna sönghæfnina. Ég
komst að þeirri raun, að ungarnir
hófu söng sinn án nokkurs náms.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LÉFINU
Margir gefa
smáfuglunum
Ú harðnar á dalnum hjá smá-
fuglunum, enda láta menn
ekki sitt eftir liggja að gefa
þeim. Áreiðanlega fellur margt
það til á flestum heimilum, sem
sólskríkjunni frá í sumar kemur
vel að fá, þótt annars sé það iítt
eða ekki nýtt.
En það er ekki nóg að fleygja
molunum út á hjarnið, fuglarnir
verða að fá næði til að tína þá.
Þess vegna ættu foreldrarnir að
brýna fyrir krökkunum að var-
ast að styggja litlu angana, þeg-
ar þeir setjast að krásunum. —
Áreiðanlega taka krakkarnir vel
í það, því að engum þykir vænna
um þá en þeim.
Berjahratið er lostæti
¥ SUMAR vissi ég til, að fólk
-A þurrkaði berjahratið, þegar
saftið hafði verið síað frá, og nú
er það eftirsóknarverður fugla-
matur. Áður fyrr var siður í
sveitum að kasta moði út á sjó-
inn, þar fundu fuglarnir margt
ætilegt kornið. Sennilega er þess
um hætti haldið enn.
Af þessu má sjá, að ekki þarf
neinu til að kosta til að seðja
hungur smáfuglanna, aðeins að
hugulsemin sé á réttum stað.
Endurvarp
á .jólaÞveð.ium
h UNDANFÖRNUM árum hef-
„ ir það verið föst venja fyrir
jólin, að Ríkisútvarpið tæki að
sér að endurvarpa jólakveðjum
frá Danmörku til Grænlands.
Mun endurvarp þetta hafa mælzt
mjög vel fyrir hjá Grænlending-
um. En því miður hefjr stundum
tekizt misjafnlega til með endur-
varpið, t. d. fyrstu 2-—3 kvöldin
fyrir þessi jól, sem mun hafa staf
að af lélegum hlustunarskilyrð-
um í viðtökustöðinni í Gufunesi.
Enda er sjaldan um góða viðtöku
að ræða í Reykjavík frá lang-
bylgjuútvarpsstöðvunum á Norð-
urlöndum.
Önnur viðtökustöð.
ÉR er nú spurn; hefur verið
reynt að láta viðtökuna fara
fram á öðrum stað? Má í því sam
bandi benda á Vestmannaeyjar,
Höfn, Búðareyri eða Seyðisfjörð.
Á öllum þessum stöðum heyrist
yfirleitt ágætlega til útvarpsstöðv
anna á Norðurlöndum. Auk þess
eru þessir staðir vel útbúnir fjöl-
símasambandi við Reykjavík,
sem flytur hið móttekna tal
nærri ótruflað frá viðtökustöð-
inni til útvarpsstöðvarinnar í
Reykjavík. Endurvarpið fer frarn
á þeim tíma sólarhringsins, að
notkun einnar talrásar fjölsíma
ætti ekki að tefja önnur viðskipti
á honum.
f Vestmannaeyjum.
ÚNA fyrir jólin var ég staddur
í Vestmannaeyjum, og hlust-
aði á jólakveðjurnar í útvarpinu
beint frá Danmörku, bæði á mið-
og langbylgju, og var það ágæt-
lega skýrt og vel heyranlegt, en
á Reykjavíkurstöðina var oft
varla hlustandi vegna truflana.
Ef þessari tiihögun yrði kom-
ið á við endurvarp frá Norður-
löndum, mundi mun oftar vera
hægt að endurvarpa þaðan cn
gert hefur verið.“
„Hlustari".
Þar sem mér er kunnugt um, að
hér talar maður, sem veit, hvað
hann syngur, þá er ekki ólíklegt,
að hlutaðeigendur leggi eyrun við
rödd hans. Eins og „Hlustari"
bendir á, er hér ekki um jóla-
kveðjurnar til Grænlands einar
að ræða, endurvarp frá Norður-
löndum mætti oftar vera hér á
boðstólum.