Morgunblaðið - 04.01.1952, Síða 8

Morgunblaðið - 04.01.1952, Síða 8
MORGVNBLAÐiÐ Föstuöagur 4. janúar 1952 plafur Nielsen | Kveðjuorð f. 15./7 1910 — d. 27./12. 1951 „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem aftur, kannski í k\ild með klofinn hjálm og rofXm skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld". (H. J.) ÞEIR fara að verða nokkuð margir samferðamennirnir, eem ég hef kvatt um æfina, og lætur að líkindum, að þar sem ég er orð- inn aldraður maður, að oft hefur verið nærri mér höggvið, svo nærri, og svo skammt stórra högga á milli, að mér hafa oft komið til hugar orð meistarans — „Vík þessum kaleik frá mér“ — en þar stendur einnig: — „ekki eins og ég vil, heldur eins og þú vilt“ — og enn verður svo að vera. Bréf: Enn um voilingarnar r L i / Ólafur Nielsen. í dag er til moldar borinn Ólaf- úr Nielsen, skrifstofustjóri í Keil- ir h.f., en við höfum um mörg ár verið handgengnir vinir og sam starfsmenn. Unnið sama fyrirtæk- inu, þó störfin væru ólik, en það, sem hæst hefur borið á í fari Ól- afs, auk alhliða trúmennsku og skyldurækni, er drengskapur og ljúfmennska til handa mér og öll- um starfsmönnum fyrirtækisins, og þá mest og bezt, þegar sorg eða erfiðleikar sóttu á oss félaga hans. Það er ekki ætlun mín að hafa þessi orð n«örg, heldur fáorða kvittun til eftirlifandi ástvina Ólafs, frá mér, og undantekning- arlaust öllum starfsmönnnum Keilis, ungum og gömlum, háum sem lágum, fyrir auðsýnda vin- semd, drenglyndi og prúomennsku í hvívetna, og mættu blessuð börn- in og eiginkonan njóta halds og trausts í framtíðinni í þeirri full- vissu að við samferðamennirnir, teljum oss hafa mikið misst, og sá arfur ólafs til þein-a er ekki ómerkastur, að hann hefur sýnt | í verki, að hann var drengur góður. Guð blessi ykkvrr, sem eftir lifið, I og verið þess mínnug, að Hann, I sent öllu ræður, hefur vafalaust enn á ný látið það bezta í té sem kostur var á, með hinni skjótu og hiklausu burtköllun vinar ókkar, Ólafs, því eins og kunnugt er, hefur hann um alllangt skeið ekki gengið heill til skógar, og mun hann eindregið og heitast hafa óskað sér slíkra æfiloka, að falia fyrirvaralaust frá sínu flekk- lausa en hugstæða starfi, en það skeði sem hendi veifað hinn þriðja dag jóla, er hann hafði glaður og reifur rétt fyrir stundu, sezt á gamla staðinn sinn við skrifborð- ið sitt og tekið til vinnunnar. Blessuð sé minning hans. Filippus Ámundason. DÁINN, horfinn, harmafregn .. Þessi margtilvitnuðu orð sálma skáldsins komu mér fyrst í hug, er ég frétti um lát vinar míns, Óla Nielsen, sem í dag er til moldar borinn. Við kynntumst fyrst lítillega fyrir rúmum 8 árum, en ekki verulega fyrr en ég réðist til starfa hjá h.f. Keili árið 1946, en þar starfaði hann sem gjaldkeri og bókari allt frá því nokkrum vikum eftir stofnun þess fyrir- tækis fyrir réttum 12 árum og fram til dauðadags. Vegna dreng- lyndis hans og samvinnulipurðar varð samstarf okkar og kynni öll mér hugljúfari og ár.ægjulegri með hverjum déginum sem leið, og vinátta og kynni héldu áfram þótt leiðir skildust að pokkru, er ég hætti störfum hjá Keili fyrir tæpum 2 árum. Má ég fullyrða, að svo hefur einnig verið um aéra samstarfsmenn hans, jafnt íoðri sem lægri, sem höfðu af honum veruleg kynni. ; Ólafur var að eðlisfari fremur hjédrægur, en þó léttur í lund og gæddur óvenjulegri stillingu og jafnaðargeði. Hann var smekk maður og kunni vel að skemmta sér og gleðjast með glöðum, en jafnframt tryggur félagi. Kom hann því alltaf vel fyrir og varð vel til vina. Það er skoðun mín, að hann hafi einnig verið meira karlmenni en jafnvel sumir vina hans gerðu sér Ijóst. Um mörg ár gekk hann með erfiðan sjúk- dóm, sem hann fékk um tíma nokkra bót á, en læknar hans munu samt hafa gert honum grein fyrir, að honum væri brýn nauðsyn að fara vel með sig, og leggja ekki of mikið að sér við störf. Sjálfur mun hann íremur hafa óttast langvarandi vanhe’Jsu en bráðan bana, en gekk þó ætíð að störfum reiíur í huga, og mun stundum hafa hlíft sér minna en ástaeða hefði verið til. Á fimmtudagsmorguninn hinn 3. í jólum mætti hann til vinnu á venjulegum tíma, og hóf þá dagstarfið, eins og svo oft endra- nær, á léttri glettni við samstarfs mennina og nokkrum gamanyrð- Um, en kenndi svo réti á eftir lasleika og var eftir fáar klukku- stundir liðinn. Hann var trúr í starfi og hélt velli til hinztu stund ar. Faðir Óla var Chr. Nielsen, danskur farmaður, sem ungur kom hingað til lands á skipum Sameinaða gufuSkipafélagsins. Hann giftist hér íslenzkri konu og ílengdist sem verkstjóri hjá afgreiðslu Sameinaða. Mun hann síðar af mörgum hafa verið tal- inn góður íslendingur. Móðir Ólafs var frú Guðlaug Nielsen, sæmdarkona, sem látin ér fyrir rúmu ári síðan. Systkini hans eru frú Elsa, kona Halldórs Kjartans sonar stórkaupm., Kristián, starfs maður hjá Eimskip, og Alffeð, nú eftirmaður föður síns hjá af- greiðslu Sameinaða. Ólafur átti ágæta konu, frú Bryrihíldí Niel- sen, sem lifir mann sínn ásamt 3 ungum börnum beirra. Við kunningjar háns og sam- starfsmenn biðjum honum bless- unar Guðs og konu hans, börnum og fjölskyldu huggunar og styrks í hinni þungbæru sorg, sem svo sviplega hefur orðið þeirra hlut- skipti. Sveinn Sigfússon. kjallaranum til dauða LÚNDÚNUM, .3. jan,—Búlgarska fréttastofan tilkynnti í kvöld, að 5 Búlgarar hefðu verið dæmdir til dauða fyrir spellvirki og n.jósnir fyrir Júgó-Slafíu. Fimm öðrum var stefnt fyrir herrétt samtímis og hlutu þeir 20 ára fangelsis- dóm. Að sögn íréttastofunnar, reyndust hinir ákærðu sekir um öll sakaratriði. —Reuter-NTB. Herra ritstjóri! ÚT AF grein, sem birtist í blaði yðar, eftir Kristínu Jóhanns um skipulagsbreytingu í rekstri veit- inga Þjóðleikhússins, vildi ég biðja yður fyrir eftirfarandi at- hugasemd og leiðréttingu: Það sem sagt er um nettóhagn- að af veitingarrekstri Leikhús- kjallarans í ofannefndri grein er vægast sagt mjög villandi. Það er sagt að nettóhagnaður hafi orðið kr. 166.945.84 frá því að leikhúsið hóf starf sitt þar til starfið hófst á ný í haust. Þess ber að gæta að þá er eftir að draga frá hagnað af sælgætissöl- unni, sem varð yfir allan tímann, sem frú Kristín stjórnaði veit- ingasölunni, 93 þús. kr. Þá eru ekki eftir nema tæplega 74 þús. króna hagnaður, sem ekki er heldur raunverulegur hagnaður, því þá er eftir að draga frá fyrn- ingu áhalda og allra tækja, hrein gerningu veitingasalanna og vexti af því fé, sem bundið er í öllum tækjum, sem tilheyra veit- ingasölunum. Auk þess var húsa- leiga, rafmagn og hiti mjög lágt áætlað, sem útgjaldaliður veit- ingasalanna. Þegar búið er að draga þessa kostnaðarliði frá þessurn 74 þús. kr., hinum svo- kallaða hagnaði, verðitr hinn raunverulegi hagnaður ekki mikill. Með því að leigja Leikhuskiall- arann fyrir 110 þús. kr. á ári o% leikhúsið hafi sælgætissöluna á- fram svo sem gert er, en hún gaf yfir ofangreint tímabil 93 þús. | kr. í nettóhagnað, er ekki annað sjáanlegt en að það sé hagur fvrir lejkhúsið að leigja veitingasalina út með þessum kjörum. Veitingarekstur með matsölu er all-áhættusamur og krefst auk þess mikils rekstrarfjár. — Þjóðleikhúsið gat ekkert rekstr- arfé fengið, enda vafasamt fyrir það að leggja í áhættufyrirtæki. Svo frá því sjónarmiði var það hyggilegt að leigja veitingastað- inn manni, sem hefði nægilegt fé og aðstöðu til þess að reka full- komið veitingahús. Leikhúskjallarinn er, fyrst um sinn aðeiris leígðúr til eins árs, og er því hægurinri hjá, fyrir Þjóðleikhúsið að taka reksturinn í sínar hendur, með tiltölulega litlum fyrirvara, þegar líkur benda til að eigin rekstur verði gróðvænlegri. Reykjavík, 3. janúar 1952. 01151311?"^ Rosinkranz. Fimm Búlgarar dæmdir Þeir eru ekki frýnilegir ásýndum þessir. Það eru þrír af nemendum Handíðaskólans, allir innan við fermingu, Oddur Guðmundsson, Flókagötu 13, Jón Róbert Karlsson, Flókagötu 13 og Árni Björgvins- son, Skólavörðustíg 27. Eru þeir með grímur, sem þeir hafa sjálfir búið til. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. „Þannig fer fyrir ykkur, ef þið herðið ykkur ekki44 í BREZKA útvarpinu var nýlega skýrt frá því, að 80 námaverka- menn hefðu verið skotnir íil bana. Þetta gerðist í kolanámu í Tatra-fjöllum. Þegar brezka útvarpið bh'ti þessa frétt skoraði það á ung- versku stjórnina að leiðrétta hana, ef hér væri nokkuð ofsagt eða vansagt. Var þessi áskorun flutt i brezka útvarpinu á ung- versku og íleiri íungumálum. Segir í fréttinni, að námu- mennirnir hafi hvað eftir annað verið örfaðir til að leggja meira að sér við námugröftinn og fylgdu þeir þessum tilmælum myndu matarskammtur verða aukinn og þeir fá ýms önnur fríð- indi. En aíl't þétta kom ekki að til- ætluðum notum, enda á ríkislög- reglan að hafa komizt á snoðir um að samtök voru meðal verka- mannanna um vinnusvik og benti logreglan á 80 verkamenn, sem hún sagði vera forsprakk- ana. Samkvæmt hinni brezku út- varpsfrétt var farið með þessa 80 verkamenn niður í djúp námugöng, þar sem lögreglu-' liðsmenn skutu þá alla til bana. Er næsti vinnuflokkur kom í námuna var þeim verka mönnum sýnd líkin og Iög- regluliðsforingi, er var í fylgd með þcim á að hafa sagt: „Þannig fer fyrir ykkur, ef þrð herðið ykkur ekki betnr við vinnuna, en þið hafið gert til þessa“. Humprey Framh. af bls. 7. Næsti forseti verður ekki fylgj- andi einangrunarstefnunrii. Við. getum ekki dregið okkur í hlé. Á tiltölulega fáum árum hefir af- staða alinennings til utanríkis- mála gjörbreyttst, ábyrgðartil- finningin gagnvart öðrum lönd- um og skilningurinn á nauðsyn samvinnu við aðrar þjóðir hefir aukist svo stórkostlega, að fyrir bara einum mannsaldri hefði þetta verið talið óhuesanlegt. Páll Jónsson. Afgreiðslustúlka oskast Dugleg og ábyggileg stúlka óskast í sérverZlun. Gagn- fræðamenntun eða önnur hliðstæð menntun nauðsyn- leg. — Upplýsingar um fyrri störf ásamt aldri, send- ist afgr. blaðsins fyrir sunnudag merkt: Dugleg—619. ■r.*ú -••muiMnwrof*' Vélstjéra og vanan háseta vantar á Iínubát frá Sandgferði. Upplýsingar í síma 7926 eftir kl. 1 í dag. iiimiiiiiiiiii 11111111111111 ..Miiil|liiiiiniiiiHmiiii»ii»iiiiiiiini»iiMiiH»*»iii»*M*««»iiiiiiiiiiiii*l"ii*iiiiiiiii'iiii'iM,iiii,ii'ii*,,,mM,M,',,,*,>"*ii',m,,,*"i*ini'ii,,"i'*i'*ii,""ii'iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi»iMiiiiiii»ihiknn»iiMMniHm Markús: Eftir Ed Dodd. The impact op the bullet KNOCK5 THE 5NARLIN& V.ALE GRIZZLY OFF HIS FEET/ í) oivouo nður af. 2) BjÖrninn heíur orðið fyrirl 3) Þegar hann fellur til jarð- — Þú hittir hann, hrópar skotinu. Hann kastast yfirum sig ar dregur birnan sig í hlé. Hún Siggi. i á hrygginn. I er blóðug og rifin. As ME GOES OOWN, TWfc o, SHE -BEAR, FOLLOWEO 6> PEEWEE. ORAGS HER TORN mj BLEEOING BOOV TO A HlOíNG PLACE AMONG THE ROCKS )

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.