Morgunblaðið - 04.01.1952, Síða 12

Morgunblaðið - 04.01.1952, Síða 12
Veðurúliii í <fag: AlIIivass eða hvass SV. Skúrir eSa slydduéljar. 2. tbl. -— Föstudagur 4. janúar 1952. Aburðarverksmiðjan Álit sérfræðing-anefndarinnar birt. Skipastóll landsmanaia rúmar 100 þús. rúmlestir Skipunum ijölgaði um 21 á s. I. ári SKIPAFLOTI landsmanna er nú meiri að burðarmagni til en hann hefur aður verið. Alls eru nú 673 skip í flotanum, frá 12—4893 rúmlestir. Nemur rúmlestafjöldinn alls 100.234 lestum. Frá þessu er skýrt I síðustu^ Hagtíðindum. Eru uppl. byggðar á útdrætti úr skipaskrá Sjó- mannaalmanaksins fyrir 1952. Að þessu sinni eru í fyrsta sinni taldir með sldpastólnum nokkrir bátar (aðallega bátar hafnarsjóða o. þ. h.), sem áður hefur verið sleppt. Eru þeir 7 talsins, og rúmlestatalan 107 brúttó. Raunveruleg fjölgun skip- anna frá árinu á undan er því 2 skip, og aukning brúttólesta- fjöldans 8810 lestir. 566 FISKISKIP Fiskiskip flotans eru alls 566. Þar af eru botnvörpungar taldir 58 og er rúmlestatala þeirra alls 32.587. — Flest fiskiskipanna eru undir 30 rúmlestum, eða 304. Önnur skip, svo sem vöru- flutninga-, farþega-, olíuflutn- inga-, varð- og björgunarskip o. fl. eru alls 42. —- Nemur rúm- lestafjöldi þeirra alls 42.501. AUKNINGIN NF.MUR RÚMLEGA 11.800 LESTUM Síðastliðið ár voru strikuð út af skipaskrá 19 skip, að rúmlesta- tölu alls 3038 lestir brúttó. Þar af fórust 11, 4 voru talin ónýt og 4 voru seld úr landi. Við bætt- ust 21 skip, þ. e. 8 botnvörpu- skip, 4 hvalveiðabátar, 2 vöru- flutningaskip (Jökulfell og Reykjafoss), varðskipið Þór og 6 fiskveiðabátar. Skipin, sem við bættust, voru samtals 11.848 rúm- Iestir brúttó. Hér eru ekki með- taldir ofangreindir 7 bátar, sem voru komnir til landsins áður. Af viðbótinni voru 18 skip innflutt — 10 þeirra nýbyggð — 1 var ný- smíðað innanlands og loks var 2 opnum bátum breytt í dekkbáta. Hitalögn íþrótlahúss- ins fraus svo aflýsa varð keppni KÖRFUKNATTLEIKSKEPPNI sú, er fram átti að fara í gær- kvöldi í íþróttahúsinu við Há- logaland milli ÍR og ameríska liðsins „Eagles“, var aflýst sök- um þess að frosið hafði í hitalögn hússins, og henni ekki komið í lag á tilsettum tíma. Ameríska liðið hélt til Kefla- víkurflugvallar í gærkvöldi, en þar sem flugvélinni, sem þeir fara með vestur hefur seinkað, getur komið til mála að þeir keppi hér í kvöld, ef viðgerð á húsinu hefur þá verið lokið. Ef svo verður, verður tilkynnt um það í hádegisútvarpinu í dag. Framkvæmdanefnd keppninn- ar bað blaðið um að geta þess, að keyptir aðgöngumiðar verði endurgreiddir í Ritfangaverzlun Isafoldar. Sigurður Haildórsson irésmíðameistari, láiinn 90-100 nemendur ú sjó- vínnunáinskelði í Rvik NÝLEGA er lokið sjóvinnunámskeiði hér í Reykjavík og er þa<5 hið annað í röðinni, er haldið er á vegum Reykjavlkurbæjar. Alls voru innritaðir á námskeiðið 90—100 nemendur, mest unglingar, Ekki luku þó svo margir prófi, þar sem margir, atvinnu sinnac vegna urðu að hverfa frá áður en námskeiðinu lyki. „Germanía" heldur þrettándafagnað Á ÞRETTÁNDAKVÖLD heldur félagið „Germania“ annan skemmtifund sinn á þeásum vetri, í Tjarnarcafé. Verður þar ýmislegt til skemmtunar og það fyrst, að prófessor Guðbrandur Jónsson flytur erindi, er hann nefnir „Die Heiligen Drei Könge in Köln“. — Meðal þýzkumælandi þjóða er þrettándinn kenndur við Austurlandavitringana þrjá og mun prófessor Guðbrandur skýra frá hinum skrítnu sögusögnum af beinum vitringanna þriggja, og ýmsu, sem út af því hefir spunn- ist í gegnum aldirnar. Munnmæla sögur segja svo frá, að jarðnesk- ar leifar vitringanna séu varð- veittar í skríni einu merkilegu i Köln og hefir prófessor Guð- brandur átt þess kost að skoða skrínið. Mun hann lýsa því fyrir áheyrendum. Að erindinu loknu verða tón- leikar og verður leikið þar á ýms blásturshljóðfæri og m.a. trio fyr ir flautu, óbó og píanó, eftir J.J. Quantz, en hann var kennari Friðriks mikla í flautuleik. Þá verður að lokum stiginn dans, en í danshléum mun Ernst Rúhmling segja gestum skemmti- sögur.______________ Álfabrennan ÞÁTTTAKENDUR í Álfadans- inum eiga að mæta við íþróttahús Háskólans kl. 8 e. h„ en ekki í Hálogalandi eins og áður var ákveðið. Aðeins um 20 þús. skömmtunarseðlar í DAG lýkur úthlutun fyrsta skömmtunarseðils fyrir hið ný- byrjaða ár. Fer afhending seðl- anna fram i Góðtemplarahúsinu. í gærkvöldi höfðu aðeins um 20,000 manr.s vitjað seðla sinna. Á skömmtunarseðiinum eru nú bæði smjörlík-is- og smjörmiðar. Afhendingu skömmtunarseðl- anna lýkur kl. 5 siðdegis. SIGURÐUR Halldórsson, íré- smíðameistari, andaðist að heimili sínu hér í bæ 2. janúar, 76 ára að aldri. Hann hafði alið allan aldur sinn hér í Reykjavik, þótt vænt um bæinn og fagnaði öllu því, er hér gerðist og til framfara horfði. ■— Hann var fæddur að Litlu-Grund við Bergstaðastræti, en Grundar- stígurinn mun draga nafn sitt af því býli. Byggingarsögu bæjarins þekkti hann flestum mönnum betur. Um langa ævi var hann í röð fremstu og áhugasömustu iðnaðarmanna höfuðstaðarins. Hann var meðal stofnenda Frí- kirkjusafnaðarins, vann og ann kirkjunni af alhug. Traustur mað- ur og skildurækinn. Ófærð innaiÚKjar í gærkveidi SEINT í gærkveldi var svo komið, að færð í úthverfi bæj- arins var orðin mjög vond og það jafnvel svo að algerlega var ófært bílum t.d. inn í Sogamýri. — Allmargir bílar urðu fastir um skemmri eða lengri tíma. Ameríska körfuknattleiks- liðið, sem ætlaði til Keflavík- ur í gærkveldi, komst ekk; nema suður á Hafnarfjarðar- veg. IIjá Vífilsstöðum lenti bíll þess útaf veginum, og urðu íþróttamennirnir að gista í Reykjavík í nótt. Vaxandi kolaíramleiðsla LUNDÚNUM, 3. jan. — Kola- framleiðsla Breta var 222 millj. smálesta 29. des. s. 1. Árið 1950 varð hún 216 milljónir smálesta eða milljón smálesta meiri en í hittiðfyrra. Hlýnandi veður um alft land í FYRRINÓTT var mest 11,6 stiga frost hér í Reykjavík, en annars ekki nema 5—6 stig á annnesjum og með ströndum fram víðasthvar um landið. — í innsveitum var frostið aftur á móti 10—17 stig og á Þingvöllum var það sagt yfir 20 stig. Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar í gær gengur í suð- austan átt og veður hlýnar um ailt land. Vinsæl spilakeppni í GT-húsHiu ■ 274 visimenn á Elli- beimilinu Grund VISTMENN á Elliheimilinu Grund voru 274 um síðustu ára- mót, eða fjórum færri en um ára- mótin 1950—51, en árið 1951 voru vistmenn þó mun fleiri að meðal- tali á dag en 1950, eða 278 í stað 264. Konur voru í miklum meiri- hluta á Elliheimilinu, eða 205, en karlar 69. — 40 vistmenn létust á Eiliheimilinu á s.l. ári, og var meðalaldur þeirra 79 ár og 5 mánuðir. Elstur var Hildibrand- ur Tómasson, 94 ára að aldri. Frá árinu 1935 hafa 1522 vist- menn komið á Elliheimilið. 983 þeirra hafa verið konur, en 539 karlmenn. Námskeiðið hófst 25. október og fór kennslan fyrst fram í húsa kynnum Stýrimannaskólans, en síðan var hún flutt í húsakynni saltfiskverkunarstöðvar Bæjarút- gerðarinnar. Námskeiðinu lauk í vikunni milli jóla og nýárs. Kennsla á námskeiðinu vap með svipuðum hætti og áður. — Eftirtaldar greinar voru kenndar: Netjabætingar, kaðal- og víra- smeygingar og uppsetning línu. Ekki var unnt að koma því vi5 að þessu sinni að kenna aðgeríS og söltun á fiski vegna erfið- leika á að fá hentugan fisk á þeim txma, sem námskeiðið stóiS yfir. Kennarar á námskeiðinu voru að mestu hinir sömu og | fyrra. Forstöðumaður var Guð- mundur Ingvarsson, en aðrir kennarar voru Ágúst Oddsson, Jóhann Bjarnason og Sigurðu? Jónsson. Bæjarráð fól á sínum tíma sér- stakri nefnd að annast um fram- kvæmd námskeiðsins, en í henni eru þeir Davíð Ólafsson fiski- málastjóri, Friðrik Ólafssom skólastjóri, Jón Axel Pétur’ssom framkv.stj. og Ragnar Lárusson framfærslufulltrúi. í kvöld kl. 8,30 verður nám- skeiðinu slitið í Sjómannaskól- anum og verða við það tækifæri afhent prófskirteini til 33 nem- enda, sem luku prófi. Auk þess verður haldinn fyrirlestur um' sjóvinnu og gerir það Jónas Jón- asson fyrrv. skipstjóri. — Loks verður sýnd kvikmynd af skozk- um síldveiðum, en Fiskifélagið hefur nýlega fengið þá mynd til sýninga hér. ____________________I [SPILAKEPPNI S. G. T. í Góðtemplarahúsinu, sem stóð yfir frá 5. október til 7. desember s.i„ lauk með sigri þeirra Ingunnar Stefánsdóttur, er hafði 1634 slagi samtals og Aðalsteins Þorgeirs- scnar, er hafði 1631 slag samtals. Næst að slagafjölda urðu þau Guðrún Jacobsen með 1617 slagi og Halldór Kolbeins með 1630 slagi, en þau hlutu aukaverðlaun 100,00 kr. hvort. Aðalverðlaunin voru hins vegar 500.00 kr. handa dömunni og 500.00 kr. handa herr anum. Myndin sýnir þegar formaður S. G. T., Björgvin Jónsson, og spilastjórinn, Freymóður Jó- hannsson, afhenda sigurvegurun- um verðlaunin. Talið frá vinstri: Björgvin Jónsson, Halldór Kolbeins, Guð- rún Jacobsen, Aðalsteinn Þor- geirsson, Ingunn Stefánsdóttir og Freymóður Jóhannsson. Húsfyllir var jafnan á þessari spilakeppni, sem þótti hin skemmtilegasta. Önnur sams konar spilakeppni hefst í Góðtemplarahúsinu í kvöld með 500.00 kr. verðlaunum eftir 10 spilakvöld til þeirrar dömu og þess herra, sem hæst verða þá. Mun vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, eftir ver.junni að dæma. Gulifaxi veSurteppt- ur í Prestvík MILLILANDAFLUGVÉLIN Gull faxi átti að koma hingað til Reykjavíkur í gærkvöldi, en vegna veðurs hélt hún kyrru fyrir í Prestvík í nótt. Ráðgert er að vélin komi hing- að um hádegi í dag. Mjög ill færð á veg- um sunnanlands i . FÆRÐ á vegum hér sunnanlandg var enn mjög erfið í gær. Krýsu- víkurleiðin var sú eina, sem opin var austur í sveitir, en þar vac þó þungfært á köflum. Þá var og allmikill snjór á vegum á Suður- landsundirlendi, og voru mjólkur flutningar til Flóabúsins erfið- leikum bundnir. í gær var enn ófært fyrir Hval- fjörð, og í gærkvöldi var búizfc við að Keflavíkurleiðin myndi lokast og féll síðasta áætlunar- ferðin þangað niður. Ekki er þó ósennilegt að hægt verði að gera þá leið færa aftur í dag, ef ckki snjóar eða skefur því meira. W' 1 fÝ) ’ ^ Spánn fær 100 millj. dala aðstcð PARÍSARBÓRG, 3. jan. — Yfir- maður Evrópudeildar hinnar gagn kvæmu öryggisaðstoðar lýsti yfir í dag, að Bandaríkjastjói'n mundi ekki binda dollarahjálp til Spán- ar neinu skilyrði né heldur beita henni í því skyni að hafa áhrif á stjói’nmálalíf landsins. Er yfir- maðui'inn rétt kominn frá Spáni, en stofnunin hefir veitt Spánverj- um 100 millj. dala. —Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.