Morgunblaðið - 09.01.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1952, Blaðsíða 10
[ 10 ~T"fnr,^W7'7!r ri’ 'i MORGVNBLAÐ1B Miðvikudagur 9. jan. 1952 iiiiiimiiiu Framhaldssagan 39 llllll•lllll■lmllll■llllmllllllflmlll■lllllllll•llll■•lM 1111111111111111111111111111 - Herbergið á annari hæð Skdldsoga eftir MILDRID DAVIS skráargatinu, en dyrnar opnuð- ust ekki. En þriðji lykillinn opn- aði. Hann tók varlega um húninn. Dyrnar opnuðust inn í herberg- ið. Bilstjórinn stóð lengi á þröskuldinum og horfði inn í rökkrið. Húsgögnin voru öðruvísi í þessu herbergi en hin- um tveim. Gluggatjöldin voru úr bláu silki og áklæði á húsgögn- unum var ljósgrátt. Honum fannst, sem það tilheyrði öðrum heimi, eins og það tilheyrði for- tíðinni og væri fullt af hvíslandi endurminningum. Andrúmsloftið var innilokað og þungt. Hann fann að hjartað barðist í brjósti hans. Hann sá djúpan hægindastól og stórt rúm. Og hann sá líka að það var eng- inn í herberginu. * 19. kafli. Seinna, sama dag. Loks rankaði bílstjórinn við sér, og fór inn. Lengi stóð hann og hlustaði. Honum var orðið erfitt um andardrátt af hugar- æsing. Honum fannst, sem hann hefði gengið út úr veruleikanum og inn í tómt rúm. Hann leitaði hljóðlega og þurrkaði ósjálfrátt á sér varirn- ar hvað eftir annað. Hann leitaði í fataskápnum, á bak við silki- klæddan legubekk, og á bak við stóla. Við og við leit hann á úrið. Hann horfði lengi á myndina í kringlóttu umgerðinni fyrir ofan litla píanóið. Hann reyndi að hrista af sér doðann, sem honum íannst vera að gagntaka sig. Og allt í einu nam hann staðar. Af. einhverjum ástæðum hafði rúmið ekki gert vart við sig í meðvitund hans. Það hafði sézt ógreinilega frá dyr unum og síðan hafði hann gengið fram hjá því hvað eftir annað nið ursokkinn í leitina. Rúmið var nokkuð stórt, en ekki mjög, en það var eitthvað í þessu herbergi, sem gaf því uggvænlegan blæ. Rúmið var dálítið bælt, eftir að einhver hafði legið þar. Hann stóð lengi og gat ekki haft augun af dældinni í bláu silkiábreiðunni. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds og honum fannst fæturnir, sem negldir við gólfið. Og þá var það allt i einu annað, sem hann vaknaði til meðvitund- ar um. Hann heyrði hljóð ein- hversstaðar á bak við dyr. Fyrst í stað vissi hann ekki hvað það var, en svo áttaði hann sig. Það var fótatak. Hratt fótatak einhvers, sem gekk hinum meg- in við einhverja af þessum lok- uðu hurðum. Hann leit fljótt í kring um sig. Svo gekk hann að dyrunum fram á ganginn og læsti þeim innan frá. Án þess að hika, flýtti hann sér yfir gólfrö aftur og opnaði fataskápinn. I honum héngu tveir kjólar, sloppur og loðkápa. Að öðru leyti var hann tómur, svo að það var gott pláss fyrir innan. Hann smeygði sér inn og lét dyrnar falla að stöfunum. Svo beið hann og hafði ekki augun af rifunni við dyrnar. — Vöðvarnir í handlegg hans stirðn uðu af áreynslunni og hann heyrði hvernig blóðið suðaði fyr- ir eyrum hans. En hvernig, sem hann reyndi sá hann ekkert út nema hluta af veggnum. Mínúturnar liðu. Ekkert virt- ist gerast inni í herberginu. Hann reyndi að hlusta, en heyrði ekk- ert. Eftir nokkra stund var orðið svo heitt í skápnum, að hann smeygði sér úr jakkanum og lét hann detta á gólfið. Hann burrk- aði sér í framan með vasaklútn- um. Hann leit á upplýsta stafina á armbandsúrinu og sá að tólf mínútur voru liðnar síðan hann fór inn í skápinn. Loks ákvað hann að bíða ekki lengur. Hann rétti fram hendina og ætlaði að taka um húninn, en þá heyrði hann hljóð, svo að hann dró hendina aftur að sér. Hann fór að verkja í fæturna. Hann hallaði sér upp að veggn- úm á móti hurðinni og beið. Aðr- ar tiu mínútur liðu. Hitinn gerði það að verkum að hann varð syfjaður. Augnalokin sigu aftur og höfuðið datt fram á bringuna. Allt var kyrrt og hljótt í herberg inu. Smátt og smátt varð hann var við lágar raddir hinum megin við dyrnar. Létt fótatak og marr í rúmfjöðrum. Skúffa var opnuð. Einhver rak upp !ágt óp. Hann komst smatt og smátt til fullrar meðvitundar. Fætur hans flæktust í jakkanum, sem lá á gólfinu. Hann ýtti við kiólermi, sem kitlaði hann í nefið. Loks opnaði hann augun. Fyrst mundi hann ekki eftir því hvar hann var. Hann reyndi að hreyfa sig, en rakst strax í vegginn. Það vorh tölustafirnir á úrinu, sem gerðu það að hann áttaði sig. Strax var hann glað- vaknaður. Hann flutti sig nær rifunni á dyrunum. Hann gat ekki þekkt lágar radd irnar. Hann vissi aðeiris að ein- hverjir tveir eða einhverjar tvær voru að tala saman. Einhver gekk yfir mjúkt gólfteppið. Fótatak nálgaðist fataskápinn og Swend- sen flýtti sér að fela sig á bak við fötin. Einhverju var fleygt fram- an í hann og dyrnar lokuðust. Nú voru þær alveg lokaðar svo að hann sá ekkert út. Hann tók kjólinn frá andlitinu ,'og andaði djúpt að sér. Hann . beygði sig niður að skráargatinu j og reyndi að anda í gegn um það. I Hann heyrði ennþá fótatak hin- um megin við dyrnar, en ekkert mannamál. Svo var dyrunum lokað fram á ganginn. Um leið heyrði hann rödd frú Corwith: „Já, nú kem ég niður“, og dyrn- ar lokuðust. Löng þögn. Mínúturnar liðu hægt. Hann saup hveljur við skrá argatið eftir því sem honum varð erfiðara um andardrátt. Loks beit hann í vörina og lagði hönd- ina á húninn. Ekkert hljóð heyrð ist. Hann snéri húninum og ýtti upp hurðinni, en gætti þess að þær opnuðust aðeins lítið eitt. Það brakaði aftur í rúmfjöðrum. Hann hélt niðri í sér andanum á meðan hann beið eftir að heyra fótatak, en ekkert gerðist. Góð stund leið og ekkert hljóð heyrðist úr herberginu nema. við og við brak i rúmfjöðrum. Með stuttu millibili heyrðist bjöllu- hringing að neðan. Loks var barið hægt að dyr- um. Dyrnar opnuðust og lokuð- ust aftur, og frú Corwith sagði: „Frú Schoenemann og Maud frænka þín eru komnar og þær langar til að sjá þig“. Swendsen heyrði tvær óþekkt- ar raddir, sem buðu hjartanlega góðan dag. Önnur röddin var há- værari en hin. „Nú, og hvernig líður sjúklinginum í dag?“ spurði háværari röddin. Swendsen beið með öndina í há’sinum eftir svari, en um leið ók eitthvert þungt íarartæki fram hjá fyrir utan, svo að rödd- in drukknaði. Swendsen hallaði sér upp að veggnum, hnykklaði brúnir og beit í vörina. „Mér sýnist þú vera miklu hressari. Þú verður frísk áður en þú veizt af. Svo sagði hin röddin, sem var óstyrkari og veikari: „Þetta var sannarlega áfall þegar ég heyrði, að þið væruð að fara. Ég þurfti að fara í tvo staði í dag, en þegar Anna hringdi og sagði mér þetta, þá varð ég að fresta þvi. Við eigum sannarlega eftir að sakna ykkar héðan“. Röddin þagnaði og það var eins og sú, sem hafði talað væri að reyna að láta sér detta í hug eitt- hvað annað til að halda uppi sam ræðunum. „Hvenær segir þessi sonur yð- ar að Kitten muni geta orðið fulÞ frísk“, spurði háværari röddin. „Mér sýnist þetta hafa tekið nokk uð langan tíma“. Swendsen vissi nú að óstyrka röddin tilheyrði frú Schoene- mann. Hún vissi auðheyrilega ekki hverju hún átti að svara. „Ja, ég .. . ._ ég veit það satt að segja ekki. Ég er ekki svo vel að mér í þessum Iæknavísindum“. Hún hikaði, en hélt svo áfram: „En ég er viss um að Francis veit hvað henni er fyrir beztu“. nTnvnriTnvf Ævintýri IHikka BSB. Veikgeðja risinn Eítir Andrew Gladwin 14 Fyrsti fanginn var sælleg, rjóð, ung kona, sem brosti von- góð til risans. — Hvað hefur hún gert? þrumaði risinn og mátti sjá að hann vorkenndi henni. — Hún hefur stolið tveimur stólum frá þér, sagði Toggi með fyrirlitningartón. Og á meðan rannsakaði hann skjölin vandlega. Við þetta fór fjöldi manns í salnum að skellihlæja. Risinn yirtist dálítið undrandi. — Hyers vegna gerðirðu það? spurði hann. — Ég gkal segja yður það, herra. — Við ætluðum að hafa veizlu. Það var afmælisdagur elzta sonar míns og állir ná- grannarnir ætluðu að koma í veizluna. Við áttum ekki nógu marga stóla handa gestunum, svo ég hugsaði að þár sem þér ættuð mörg hundruð stóla, þá gæti ég fengið áð minnsta kosti tvo að láni. Aðeins að láni, auðvitað. ■ — Hún stal þeim, en fékk þá ekki lánaða, sagði Toggi dapurlega. — Hún bað ekki um að fá þá að ijani hjá þér, risatign, og hún skilaði þeim ekki aftur. — O, kaldakol, kaldakol, muldraði Gimbill: Unga konan virtist mjög móðguð yfir orðum Togga, Hún sneri sér að honum, stappaði fótunum í gólfið og hrópaði: — Þú gafst mér ekkert tækifæri til að skila þeim, æpti hún. — Ég get ekki tekið hart á þessu, sagði risinn. — Mér finnst sjálfum gaman að sitja í veizlum. Ef þú, kona góð, hefðir beðið um að fá stólana lánaða, þá hefði ég lánað þér Skylmingafélag I ■I 1 Reykjavíkur* Æfingar hefjast að nýju í Miðbæjarskólanum í kvöld klukkan 7. Nýir meðlimir tali við Egil Halldórsson í síma 4283 « daglega frá kl. 12—1. - Skrifstofa Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur Z . ..sK^v. •- j, í Aðalstræti 9, verður lokuð til næstu helgar vegna J ■! flutninga. i i . STJÓRNIN li » ;l*v- | «* . • Plastik húðuðu vinnuvetlingarnir (bleikrauðu) frá Nylon-Plast h.f. eru viðurkenndir sterkustu vetling- ar sem fást hér á landi. Duga margfalt á við venju- lega bómullarvetlinga. — Eru samt ódýrari en aðrir sambærilegir vetlingar. Heiidsölubirgðir hjá: ^J\riát lidnááon Lf. | Austurstræti 12, Reykjavík. Sími 2800. iteykvíkingar — Reykvíkingar Þér getið fengið „Caricature11 (Skopmynd) ef þér Iítið inn í Café Höll (efri sal) í dag og næstu daga kl. 2—10 e. h. ■(an«wn> Til leigu 100—300 fermetra salir í húsi okkar, Laugaveg 105, P aucjavecýur 103 h.f., óítni 2976 \ Atvinna Stúlka getur fengið atvinnu við afgreiðslu og skrif- * stofustörf á Keflavíkurflugvelli. 5 ■! Góð menntun og enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir ■ ásamt mynd, sendist skrifstofu flugvallarstjóra rikisins, " Keflavíkurflugvelli, fyrir 12. janúar n. k. m m w iiarnri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.