Morgunblaðið - 16.01.1952, Blaðsíða 1
39. argangor.
12. tbl. Miðvikudagur 16. janúar 1952.
Prentsmiðja Mergunblaðsina.
PERSÍA:
Persíuþing ósiarfhæfi. Kosningar hefjast í
Teheran á sunnudag. Undirbúið að loka
breikum ræðismannsskrifslofum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB
TEHERAN, 15. janúar. — Brezki sendiherrann í Teheran hefur
tiikynnt þeim 9 ræðismönnum, sem eru í Persíu, að þeir verði að
gera ráðstafanir til að loka skrifstofum sínum 21. þessa mánaðar
eins og mælt er fyrir í orðsendingu Persíustjórnar frá því á laug-
ardag.
BRENNA TRUNAÐARSKJOL ^
Kvað starfsliðinu hafa verið
skipað að taka saman föggur sín- j
ar, brenna öll trúnaðarskjöl og
fá Persum brezkar eignir til I
geymslu, þar sem þeir verða að
hverfa á burtu sjálfir.
EÆDDI VIÐ KEISARANN
Francis Shepherd, sendiherra;
gekk á fund k.eisarans í dag. Var
það kurteisisheimsókn, en eitt-
hvað munu þeir hafa rætt versn-
andi sambúð Breta og Persa.
UINGIÐ ÓSTARFHÆFT
í dag tókst stjórnarandstöðunni
að koma í veg fyrir þingfund í
þriðja skiptið á einni viku. Sóttu
þingmenn hennar ekki fund, svo
að samþykktir allar yrðu ógild-
ar.
Kosningar hefjast í Teheran á
sunnudaginn og munu þær standa
mánuðum saman. Tveir af and-
stæðingum Mossadeqs hafa verið
kosnir í norðurhéruðum landsins.
Síldarvon við Noregs
strendur
BJÖRGVIN, 15. jan. — Eftir há-
degið í dag varð síldar vart
skammt frá Björgvin. Súla og
mávur stungu sér í sjóinn og komu
upp aftur með síld í goggnum.
Brugðu bátar skjótt við og ætl-
uðu að kasta á síldina, því að veð-
ur var skaplegt í svip, en þá
rauk hann upp á ný, svo að ekkert
varð úr kasti. -—NTB.
BreiRur logari lek-
inn í hinni nýju
norsku landhelgi
OSLÓ, 14. jan. — Breskur togari
var tekinn í norskri landhelgi við
Tanahorn í gær. Er það hinn fyrsti
sem tekinn er þar eftir að dóms-
niðurstaða HaagdómstólsinS var
birt.
, Dómurinn í máli togarans féll
þannig að skipstjóranum var gert
að greiða 15 þús. n. kr. í sekt.
Aflinn, að verðmæti 20 þús. n. kr.
var gerður upptækur og loks var
honum gert að greiða 200 kr. í
málskostnað.
Fyrir rétti sagði skipstjórinn að
útgerðarmaðurinn hefði ckki var-
að hann við hinni breyttu land-
helgislínu. —G. A.
Graziani, fyrrum marskálkur,
hefir nú aftur látið á sér kræla
í ítölsku stjórnmálalífi. Hefir
hann verið kosinn formaður
félagsskapar uppgjafahermanna
Félagsskapurinn er fasiskur.
Samþykki utanrikis-
máíðnefndarinnar
WASHINGTON, 15. jan. — Ut-
anríkismálanefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings samþykkti í dag
með 9 atkvæðum gegn 2, að Tyrk
landi og Grikklandi skyldi veitt
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Verður tillagan því næst lögð
íyrir öldungadeildina, þar sem
hún á vafalaust öruggu fylgi að
fagna. — Reuter-NTB.
Brezkt stórskota
m við Súez |
ISMAILIA, 15. janúar. —
Brezku hersveitirnar við Súez
beittu þar stórskotaliðsvopn-.
um í fyrsta skipti í dag í við-
ureign við uppvöðsluseggi
Egypta. — Réðust Egyptar á
Breta við Tel el Kebir og var
þar skipzt á skotum, unz Bret-
ar hleyptu af fallbyssum. |
Ekki liggja fyrir fregnir
um, hvort manntjón varð. |
Reuter-NTB.
Kasmírmálin í
PARÍSARBORG — Öryggisráð-
ið kemur saman á fimmtudag til
að ræða Kasmírdeiluna.
Frank Graham heitir sáttamað-
ur S. Þ. í Kasmír. Hann mun
kvaddur fyrir ráðið, og gerir hann
þá væntanlega grein fyrir sátta-
orði því, sem hann hefir borið
milli Indlands og Pakistans. Lagt
er til að Kasmír afvopnist og síðan
fari fram þar þjóðaratkvæða-
greiðsla um, hvoru ríkinu það vilji
fylgja.
Graham tjáði Öryggisráðinu fyr
Torfryggni og brigzl einkenna
nú viSræðurnar í Panmunjom
Ekkert barizl, bylur á vfgstöðvunum
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB
TÓKÍÓ, 15. janúar. — Kommúnistar hafa sakað flugmenn S. Þ.
um að hafa gert árás á fangabúðir í Norður-Kóreu, þar sem fangar
bandamanna voru í haldi. Segja þeir, að þar hafi 10 manns látið
ljfið, en 60 særzt.
ir jólin, að nokkuð hefði orðið á-
gengt i sáttaumleitunum, en þó
væri enn ágreiningur um nokkur
meiri háttar málefni.
Sænsku konungs-
hjónin ferðast
OSLÓ, 14. jan. •— Sænsku kon-
ungshjónin hafa ákveðið að taka
sér ferð á hendur um Noreg og
Danmörku á komandi vori. 11.—-
12. marz verða þau í Noregi, en
halda þaðan til Danmerkur.
Stjórnmálanefndin ræðir
rússnesku tillögurnar
Fieslir vilja vtsa þeim lil Afvopnunarnefndar *j
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB
PARÍSARBORG, 15. janúar. — Vesturveldin hafa eins og kunnugt
ei lagt til, að hin endursamda afvopnunartillaga Vishinskís, sem
hann bar fram á laugardaginn í Stjórnmálanefndinni, verði lögS
fyrir Afvopnunarnefnd S. Þ. Meðal þeirra, sem tóku til máls uin,
þetta atriði í dag, var Gundersen, dómsmálaráðherra Noregs. j
--------------------^ÞAÐ VÆRI TÁLVON
ÞAR ER SÍGAUNINN
FRJÁLS EINS OG FUGL-
INN FLJÚGANDI OG GET
UR'ALLS EKKI LEIKIÐ
FRAMAR ÞUN GLYNDIS-
LJÓÐ.
VÍNARBORG — Blað tékkneskra
kommúnista Ruda Pravo segir, að
b^ltingin í Tékkó-Slóvakíu hafi
líka gerbreytt hljómlist sígaun-
anna. Nú leika þeir ekki framar
þunglyndisljóð, heldur létt lög og
skemmtileg.
„Þetta er m. a. bættum lífskjör-
um sígaunanna að þakka. Lög
þeirra fara eftir kjörum þeirra,
svo að á eymdartímum eru þau
þrungin þunglyndi.
En hvernig ættu þeir að geta
leikið slík lög nú, þegar líf þeirra
þekkir ekki áhyggjur, heldur sit-
ur gleðin í fyrirrúmi? I fyrsta
skipti í sögu sígaunans er hann nú
frjáls eins og fuglinn fljúgandi
og þegn starfsams sameignarþjóð-
félag's".
Churchill á ðeið
fil Washiragtori
OTTAWA, 15. jan. — Churchill,
forsætisráðherra, er lagður af
stað með járnbrautarlest til Wash-
ington. Hann hefir dvalizt um 5
daga skeið í Kanada. Á fimmtu-
daginn ávarpar hann báðar deild-
ir bandaríska þjóðþingsins.
—Reuter-NTB.
Síra Kirk mesti lygari-
ársins 1951
NEW YORK •— Lygarafélagið í
Burlington hefir valið séra Arthur
R. Kirk í Kaliforníu mesta lygara
ársins 1951.
Söfnuður hans hefir nú til at-
hugunar að hækka laun klerks,
þar sem hann sé enginn venju-
’legur peyi.
Sjálfur telur.prestur þetta' val
virðingu við sig: „Ég geri allt af
að gamni mínu við æskuna til að
sýna, að menn þurfa ekki að ganga
um með sútarhaus, þótt þeir séu
kristnir vel“.
Ráðherrann sagði, að Norð-
menn væru því hlynntir, að mál-
ið kæmi fyrir Afvopnunarnefnd-
ina. „Ekkert væri æskilegra en
að kj arnorkuvopnin yrðu bönn-
uð. En við gleptum þjóðunum
sýn, ef við teldum þeim trú um,
að áróðurábrambolt Rússa væri
sama og útrýma þeim úr heim-
inum,“ sagði ráðherrann.
LOÐIÐ ÁKVÆÐI
Rússneska tillagan hefur veiga-
mikið ákvæði um, að eftirlitið
með kjarnorkuvopnum hafi ekki
rétt til að blanda sér í innanríkis-
ir.ál nokkurs lands. Er talið, að
þetta ákvæði muni einkum valdaí
deilum, þar sem ekki sé fullljóst,
við hvað sé átt með því. Þó acS
bein afskipti af innanríkismálum
séu ekki æskileg, þá tjói ekki aðl
marka eftirlitinu svo þröngani
bás, að það verði máttvana fráf
upphafi.
GÖMUL TILLAGA
í rússnesku tillögunni er end-
urtekin hugmyndin um, að stór-
veldin afvopnist að þriðjungi. —-
Það atriði er síður en svo raun-
hæft. Það mundi engu breyta um
jafnvægisleysið í alþjóðamálun-
um, þar sem hlutföllin röskuðust
ekki.
GAUMGÆFILEG ATHUGUN
Brezki fulltrúinn í Stjórnmála-
nefndinni var meðal ræðumanna
í dag. Hann kvaðst fagna tillögu'
Rússa. En ekki yrði sagt um, að
hve miklu leyti hún kæmi til
móts við tillögur Vesturveldanna
fyrr en hún hefði verið rannsök-
uð gaumgæfilega.
Margir aðrir tóku til máls í
nefndinni. Voru þeir yfirleitt a
einu máli um, að tillögum Vis-
hinskís bæri að vísa til afvopn-
unarnefndarinnar. ,
Franska sf jórnarkreppan
9 daga gömul.
PARlSARBORG, 15. jan. — Kunrk
ugir telja, að stjórnarkreppait
franska, sem nú hefir staðið
daga, verði leyst innan skamms.
Edgar Raure, foringi róttækra,
' mun að líkindum fara fram a
traustyfirlýsingu þingsins bráð-
lega. •—Reuter-NTB. ;
ÁKÆRUNNI VÍSAÐ Á BUG ^
Ridgway, yfirhershöfðingi S.Þ.,1
hefur fyrirskipað rannsókn á
þessu máli. Hefur 5. bandaríski
flugherinn nú vísað ákærunni á
bug að undangenginni rannsókn.
LOFTIÐ LÆVI BLANDIÐ
í dag voru haldnir fundir í
undirnefndunum tveimur í Pan-
munjom, fangaskiptanefndinni
og eítirlitsnefndinni með vopna-
hléi. Enginn varð árangurinn. —
Segir formælandi S. Þ., að and-
rúmsloftið hafi verjð rafmagnað
tortryggni.
Ekki var barizt á vígvöllunum
i dag. Þar er nú fannfergi og
Lylur.
Fylgzt með
síldargöngunni
OSLÓ, 14. jan. —•• Hafrannsókn-
arskipið G. O. Sars tilkynnir að
meginsíldargangan sé nú um 60—
70 sjómílur undan Noregsströnd-
um. Fylgist skipið vel með ferðum
göngunnar en henni hefur verið
fylgt eftir frá því í desember-
byrjun.
Sama aðferð var viðhöfð í fyrra.
Þá fyllti sildin alla firði 22. jan.
Skyldi hún koma á sama degi í
ár? —G. A.
Veglegustis viðtökur síð- Fárviðri um
an McArthur sneri heim Rogaland
Lundúnum, 15. jan. — Kurt
Carlsen var í dag sæmdur silf-
urmerki Lloyds-tryggingafé-
lagsins í Lundúnum. Þúsundir
áhorfenda höfðu safnazt sam-
an fyrir utan skrifstofur fé-
lagsins, þegar Carlsen kom til
að þiggja heiðursmerkið vegna
afburða sjómennsku og vask-
leika.
ÞAKKARRÆÐA CARLSENS
Ilonum var afhent merkið
með mikilli viðhöfn. í þakk-
arræðu sagði skipstjórinn, að
hann verðskuldaði engin heið-
urslaun, kvaðst ekki hafa gert
ani að en vænzt væri af hverj-
um sjómanni.
í kvöld lagði hann af stað
heim til New York. Þar fær
hann viðtökur, sem eiga engan
sinn líka, síðan MacArtliur
sneri heim frá Japan í fyrra.
STAFANGRI, 15. jan..— Fárviðri
af suðvestri hefir geisað í Roga-
landi í dag. Úr allri sýslunni ber-
ast fréttir um, að símastaurar hafi
brotnað, útihús fokið og tré slitið
upp. Margir smábátar hafa brotn-
að að sögn. —NTB.
Öll morðmálin leyst
LUNDÚNUM — Aldrei þessu
vant tókst lögreglunni að komast
fyrir öll morð, er framin voru í
Lundúnum á s. 1. ári. Voru þau
20 talsins. ,