Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 5
f Laugardagur 2. febrúar 1952 r MORCUNBLAÐIÐ ' 5 } | [Vlinningarorð um forseta íslands Framh. af bls. 3 fciörg þjóðþrifafyrirtæki, sem Bkapað hafa þúsundum manna atvinnu, allt fram á þennan dag, ög styrkt fjárhagsafkomu þjóðar- ínnar, bæði inn á við og út á (við. Nægir í þessu sambandi að Jbenda á Eimskipafélag íslands, gem hann var einn aðal hvata- íriáður að og stjórnarformaður þess um skeið. Síðan tók hann við sendiherraembættinu í Kaup- mannahöfn og vann þar m. a. að þvi að selja útflutningsvörur þjóð arinnar á erlendum mörkuðum tog skapaði þar með grundvöll ffyrir atvinnu og auknum fram- kvæmdum í heimalandi sínu. Eftir að Sveinn Björnsson kom aftur heim tók hann fyrstur Eianna við ríkisstjóraembætti og gíðan forsetaembætti, og er óþarft að fjölyrða um það, því þau störf Jhans eru þjóðinni í svo fersku íninni. Um frse.tann stóð þjóðin óskipt og sameinuð, þótt hart væri deilt um flest annað, en sjálfur hafði hann það eitt fyrir augum í starfi sínu, að gera veg lands og þjeðar sem mestan. í okkar þjóðfélagi eru til öfl, sem vinna að því að breikka bil- ið milli stéttanna og nota hvert tækifæri, sem gefst, til að blása að sundrung og úlfúð í þjóðmál- unum. Það er því mikið áfall að verða nú að sjá á bak okkar vin- sæla þjóðhöfðingja, sem hafði til þess vilja og hæfileika að sætta í deiium og tala máli friðar ,og einingar við þjóð sína. Okkar fyrsti forseti, Sveinn Björnsson, hefur nú innt af hendi siti gæfuríka æfistarf. Við kveðj- um hann með þökk og virðingu, en geymdar verða hugljúfar end- urminningar um hann meðan ís- lenzka þjóðin lifir. Friðleifur í. Friðriksson. Forusta um stcfnun al- innlends skipafélags STRAX og Sveinn Björnsson Itom hingað heim 1907, að afloknu lögfræðiprófi við Kaupmanna- kafnarháskóla, vakti hann athygli ínanna, ekki sízt yngri manna, Bakir áhuga í starfi og virðulegrar ( Ðg prúðrar- f ramkomu. Þótti yngri feem eldri mönnum, að þar færi fcnaður, sem vel mundi til foringja íallinn.' • Svo fór og, að Sveinn Björns- Bon tók öflugan þátt í stjórnmál- lum og var þegar settur til mann- yirðinga af samherjum sínum. Meðferð Sjálfstæðismálsins og Þ.fstaðan til Dana skipti þá fyrst (Dg fremst mönnum í flokka, og Jfcók Sveinn Björnsson ákveðna af- fetöðu í þeim efnum, en hann lagði mesta og bezta áherzlu á, að Isjálfstæði þjóðarinnar varð að foyggjast á traustum innlendum efnahagslegum grundvelli. Leggja ýrði ríka áherzlu á framfarir í Jrámleiðsluháttum til lands og fejávar, jafnframt því, að verzlun og tryggingar, iðnaður og sigling- |ar væru reknar af landsmönnum fejálfum. Ég heyrði hann oft segja 'Á þeim árum, þegar þau sannindi voru ef til vill ekki jafnaugljós ag foú, að sjálfstæði öðluðumst við aldrei, ef við værum ekki menn Íil að taka í okkar hendur þessar jatvinnugreinar, sníða okkur stakk eftir vexti, en einnig við vöxt, og ^æta jafnvægis milli atvinnustétta þjóðfélagsins. Og þar var ekki látið sitja við iorðin tóm. Stjórnmálamaðurinn og lögmaðurinn lagði hönd á plóginn, framkvæmdi það, sem hann pré- dikaði, og gerðist forgöngumaður «m stofnun þeirra atvinnufyrir- tækja, sem hann áleit þjóð sinni hauðsynleg. Þótt íslendingar væru að vakna jfcil dáða, og bjartsýni ríkti hér í byrjun aldarinnar, geta yngri menn nú tæplega gert sér grein fyrir þeirri dirfzku, sem þurfti til þess á öðrum tug aldarinnar að láta sér í alvöru koma til hugar stofnun alinnlends skipafélags til millilandasiglinga og einkum þá atorku, lagni og forystuhæfileika, sem nauðsynleg var, að koma því á fót. Til þess þurfti að sameina aha þjóðina, án tillits til stjórn- málaskoðana, stétta eða búsetu vestan hafs eða austan. Við stofnun h.f. Eimskipafélags Islands komu því í góðar þarfir hinir einstöku hæfileikar Sveins Björnssonar til að ná árangurs- ríku samstarfi við pólitíska and- stæðinga og raunverulega sameina áhrifamenn úr öllum stjórnmála- flokkum og stéttum og þjóðina alla til þess að standa saman sem einn maður. Það er enginn vafi, að fram- kvæmd þessa máls, sem þakka má Sveini Björnssyni og fleiri ágæt- um samherjum, hefur átt tölu- verðan þátt í því, að íslendingar komu auga á og kunnu síðan að meta og njóta hæfileika Sveins Björnssonar, og fólu honum fyrsta og eina sendiherraembætti lands- ins um langt árabil og kusu hann síðar sem ríkisstjóra og fyrsta forseta íslenzka lýðveldisins. Forsetinn er sameiningartákn íslenzku þjóðarinnar, og því hlut- verki gegndi Sveinn Björnsson með sæmd. Það var í senn gæfa Sveins Björnssonar að lifa mestu vaxtar- ár þjóðar sinnar og lán þjóðarinn- ar að njóta einmitt þá óvenjulegra mannkosta forsetans til samein- ingar og eflingar öllu því, sem til framfara horfði. Hallgrímur Benediktsson. Skapaði forsetaembætt- inu alþýðlegan tignarsess Islendinga ÍSLENDINGAR hafa í eðli sínu aldrei verið neinir hofmenn, enda hafa þeir aldrei átt sér neinn inn- lendan þjóðhöfðingja fram til 17. ijúní 1944, er Sveinn Björnsson var kjörinn forseti hins íslenzka lýðveldis. Frá fornu fari hafa landsmenn látið sér fátt um finnast alla hirð- mennsku og prjál og mætt hverjs- konar tilburðum í því efni með Sijóðiegri kaldhæðni. Dýrkun þjóðhöfðingia og auð- mýkt gagnvart þeim hefir ailt fram til síðustu ára verið ís- lenzkri alþýðu framandi, enda hefir slík afstaða brotið í bága jfoið meðfæddar frelsiskenndir og jafnréttishugsjónir landsmanna. Þegar hinn nýlátni fyrsti for- seti Islands, herra Sveinn Björns- son, gerðist þjóðhöfðingi íslend- inga, var honum mikill vandi á höndum, vgndi, er hann aldrei hafði í hámælum, sem hann' varð að leysa einn. En samtíðar- menn hans eru til frásagnar um: þetta verkefni hans, einkum þeir, sem þekktu hann persónulega og hafa kynnst því andrúmslofti,; $em hann skapaði í kringum for- setaembættið. Sem þjóðhöfðingja var honum fengin sú sérstaða og tignarstaða í hinu fámenna íslenzka þjóðfé-' lagi, sem engum hafði áður hlotn azt og enginn vissi fyrir, hvernig takast myndi, að samhæfa ís- j lenzkum umgengnisvenjum og íslenzku hugarfari. Valdi sínu og aðstöðu beitti hann á þann hátt, að í hvívetna þræddi þann meðal veg, er hæfir hinni íslenzku for- setastöðu. Svo yfirlætislaus var hinn fyrsti þjóðhöfðingi íslands,: að alþýða manna fann að fram-!. komg hans öll var mótuð af þjóð- ■ legri háttvísi. Aldrei tók hann upp þann auðrataða umgengnis-' sið, gem margir grípa til í hinu fá-; menna lapdi kunningsskaparins, að láta virðulega framkomu liggja í láginni. A uppvaxtarárum sínum vand- ist Sveinn Björnsson á að fá: glögga innsýn í dagskrármáL þjóðarinnar og náin kynni af þeim mönnum, er þá héldu þráð- um sögunnar í hendi sér með þjóð vorri. Sem málaflutnings- maður, alþingismaður fyrir Reykjavík og sem forgöngumað- ur margra framfaramála, jók hann kynni sín við flestar starfs- stéttir þjóðfélagsins. Er hann lagði grundvölþ að hinu vegleg- asta embætti þjóðarirmar skap- aði hann embættinu þann al- þýðlega tignarsess í hugum ís- lendinga, er þjóðin mun njóta góðs af um ókomin ár. Naut hann þar að sjálfsögðu stuðnings og aðstoðar hinnar fjölmenntuðu og ágætu konu rinnar. Þjóðin mun geyma minninguna um hinn mikla drengskapar- mann Svein Björnsson, ötula og úrræðagóða framfaramann, er vann að rpörgum gifturíkum framkvæmdum hér heima fyrir, um hinn fyrsta fulltrúa íslands hjá erlendum þjóðum og fargæla samningamann, er með einurð og festu hélt á málefnum þjóðar sinnar á erlendum vettvangi, er íslendingar fyrst áttu þess kost að eiga þar fulltrúa. Þegar komandi kynslóðir virða fyrir sér ævistarf hans, verður því aldrei gleymt, hvernig hann með nákvæmri mannþekkingu og næmri háttvísi lagði grundvöll að stöðu hins íslenzka þjóðhöfð- ingja, samhæfði hana íslenzkum hugsunarhætti ,og íslenzkum skil- yrðum, svo eftirmenn hans í virðulegustu stöðu þjóðarinnar geta orðið kynslóðunum öflug stoð til varðveizlu og eflingar sjólfstæði landsins. V. St. * ■ ■ ÍÞRÓTTIR Sundmót Ægis verður húð ú naánudagskvöld Iveir skólar keppa þar m.s. í boðiundi k % Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ kl. 8,30 fer fram í Sundhöllinni fyrsta sundmót ársins — sundmót Ægis. Keppendur á mótinu eru rúm- lega 5,0 talsins frá Reykjavíkurfélögunum 4, Keflavík, Ölfusi og úr Borgarfirði. KFPPNISGRLINAR Á mótinu verður keppt í 300 m skriðsundi karla, 200 m baksundi karla, 200 m bringusundi karla, 100 m skriðsundi drengja, 100 m bringusundi kvenna, 50 m bringu sundi telpna, 50 m baksundi drengja, og 4x100 m fjórsundi karla. í þessum greinum taka þátt allir beztu sundmenn og konur úr áðurnefndum félögum og má vænta tvísýnnar og skemmtilegr- ar keppni. fódafullfrúarjjjéða smna forseta ísiaitds SAMKVÆMT tilkynningu frá sendiherra Dana, verður sendi- herrann, frú Bodil Begtrup, sér- stakur fulltrúi H.H. Danakonungs við útför forseta íslands. Hr. C. Hermansen, kirkjumálaráðherra Dana, er væntanlegur til lands- ins, og verður hann fulltrúi dönsku ríkisstjórnarinnar v,ið út- för forsetg. Hr. Ragnar Smedslund, deild- arstjóri í finnsþa utanríkisráðu- neytinu, mætir við jarðarför for- seta íslands sem sérstakur full- trúi forseta Finnlands. Toegeir Anderssen-Rysst, sendi herra Norðmanna, verður sérstak ur fulltrúi H.H. Noregskonungs við útför forseta íslands. _ Sendifulltrúi Svía, hr. Leif Öhrvall, kemur fram við jarðar- för forseta Islands sem sérstakur fulltrúi H.H. Svíakonungs. Samúðarskeyti hefir utanríkis- ráðuneytinu borizt frá borgar- ráði og borgarstjóra Lúbeck- borgar. (Frá utanríkisráðuneytinu). BOÐSUND SKÓLA Sú nýbreytni verður tekin upp á þessu nióti að tveir framhalds- skólanna í Reykjavík keppa í boðsundi. Eru það Menntaskól- inn og Gagnfræðaskóli Austur- bæjar, en lið þessara skóla urðu Ari og Hörður eru meðal kepp- enda á sundmótinu. nr. 1 og 2 í boðsundskeppni skól- anna á dögunum. Þau eru ákaf- lega jöfn áð stýrkleika og meW engu móti hægt að segja fyrir um. úrslit boðsundsins. Handknattleiksmól ís- lands hefst annað kvöld Híu íéíog senda !ið fil keppninnar ANNAÐ kvöld hefst að Hálogalandi 13. íslandsmót í handknattleik. karla. Að þessu sinni eru 9 lið, sem taka þátt í mótinu. Eru sex; þeirra í A-deild, en 3 í B-deild. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki 1. marz og mun verða leikið 2 eða 3 kvöld í viku. ' Kjörinn heiðursfé- lagi ISf á fertugsaf- mæli sambandsins Þjáffa nepalska hermenn. NÝJU DELHI — Indverjar hafa tekið að sér að þjálfa hermenn fyrir fjallaríkið Nepal í Himalaja fjöllum. Indverskir herfræðing- ar eru nú á leið til Khatmandu í þessu skyni. ♦félögin eru jöfn Islandsmeistarar í fyrra* urðu Valsmcnn og sigruði* með nokkrum yfirburðum.. Nú eru félögin hins vegar mikíu jafnari að styrkleika. og má því vafalaust búast við skemmíilegri og tvísýnni keppni, sérstaklega milli Vals, Armanns og KR. B-DEILD Lið KR sigraði í B-deild í fyrra. og fluttust því upp í A-deild, þar- sem nú Tieþþa atik þeirra Valurv Ármann, lR, Fram og Víkingur. Afturelding féll hins vegar úr A-deild niður í B-deild á íslands- mótinu í fyrra og képpir liðið m* við FH ög Þrótt, sem sendir híf til keppni í meistaraflokki í fyrstrv sinn-iiúna. JÓHANNES JÓSEFSSON, glímu kappi, var kjörinn heiðursfélagi, íþróttasambands Islands á fjöru- tíu ára afmæli sambandsins." Var það fyrir brautryðjandastarf, er endurvakning íþróttanna hófst upp úr síðustu aldamótum. Ferð- aðist hann þá víða um landið, sýndi glímur og aflraunir. Hann varð glímukappi íslands 1907 og 1908 og fyrsti keppandi íslands á Ólympíuleikum, í London 1908. Þar tók hann þátt í grfsk-róm- verskri glímu og komst í úrslit. Hann var aldrei að velli lagður, en viðbeinsbrotnaði í úrsiitaglím- unni. Fékk hann sérstakt heiðurs- skjal hjá Bretadröttningu fyrir vasklega framgöngu. Síðan fór Jóhannes í íþrótta- víking viða um heim og' gat sér hinn bezta orðstír. AðaHundw Knah- spyrnudeildar Kft AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar KR var haldinn í heimilk félagsins í Kaplaskjóli þ. 21. jan. Gerði fráfarandi stjórn greiiv fyrir starfinu á liðna árinu o^ var það þæði mikið^og árangurs- ríkt. Af 16 opinberum knatt- spyrnumótum á végum KRR, sigraði deildin í 7. í því sam- bandi má geta þess, að flokkar- deildarinnar báru hærri hlut » mótum í öllum aldursflokkum cg loíar það góðu i framtíðinni. —- Þeir báru sigur úr býtum í Vor- móti IV.-flokks (A), Reykjavík— urmótunrN IIL-flokks (A og B), Reykjavíkurmóti Il.-flokks, fs- landsmóti I.-flokks og Haustmót- um I,- og Meistaraflokks. Merkasti viðburðurinn í^farf* síðasta árs var fyrsti opinberi kappleikurinn, sem fram fer sv grasvelii i Revkjavík, er meist- araflokkur deiidarinnar vígðv Framh. á hls. 12. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.