Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 16
Yeðurúlli! í dag: A-kaldi, víða skýjað. 27. tbl. — Laugardagur 2. febrúar 1952, ERLENDAR fréttir eru m, a. á bls. 9. tJtíör íorseta íslands fer fram í dag;----------------- Rúmlega 40 far- Hefst með húskveðju að þegar voru me5 I dag er mjólkur- skammlurinn hátfur lítri Bessastöðum kl. 12.45 í DAG fer fram útför Sveins Björnssonar forseta íslands. Er gert ráð fyrir því að öll vinna falli niður í dag um land allt eftir því, sem komið verður við. Útförin hefst með kveðjuathöfn í Alþingishúsinu kl. 2,15. Fyrr vm daginn mun verða húskveðja að Bessastöðum, en þar verða aðeins nánustu venzlamenn viðstaddir. Úr Alþingishúsinu verður gengið í Dómkirkjuna. Að lokinni athöfninni þar verður farið til kapellunnar í Fossvogi og lýkur útförinni þar. TILKYNNING FORSÆTISRÁÐUNEYTISINS Forsætisráðuneytið gaf í gær út svohljóðandi fréttatilkynningu um útför forsetans: Eins og áður hefur verið aug- lýst fer útför herra Sveins Björns sonar, forseta, fram laugardaginn 2. febrúar n.k. Húskveðja fer fram að Bessa- stöðum kl. 12,45, en þangað fara ekki áðrir en nánustu vanda- ( menn. Athöfnirini verður útvarp- . að. Kl. 2,15 hefst kveðjuathöfn í Alþingishúsinu, að viðstaddri rík ! isstjórn, alþingismönnum og full- ' trúum erlendra ríkja. Forsætisráðherra, Steingrímur Steir.þórsson, og forseti samein- aðs Alþingis, Jón Pálmason, flytja kveðjuorð. Karlakór Reykjavíkur syngur. Síðan verður gengið í Dóm- kirkjuna. Biskupinn, herra Sig- urgeir Sigurðsson, fer með ritual og flytur bæn. Ðómkirkjukórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar og Karlakórinn Fóstbræður und- ir stjórn Jóns Þórarinssonar, syngja. Frá Dómkirkju verður farið til kapellunnar í Fossvogi og lýkur athöfninni þar með þjóðsöngnum. Allri athöfninni verður útvarp- að og gjallarhornum komið fyrir á þinghúsi, Dómkirkju og kap- ellu. Ennfremur verða hátalarar í Fríkirkjunni, svo að þar er hægt að fylgjast með athöfninni. Þegar líkfylgdin kemur frá Bessastöðum mun hún fara um MJÓLKUR og brauðsölubúðir bæ.jarins verða opnar til kl. 12 á hádegi í dag. 1 gær barst nokkru meiri mjólk til Samsölunnar, svo að ákveðið er, að mjólkurskammt- urirrn verði í dag % lítri. Auk þess sem mjólk barst úr Árnessýslu, tókst í gær að ryðja Kjalarnesið, Kjósina og Mosfells- dalinn. Gullfaxa MeSal þeirra var atvinnumálaráðherra GULLFAXI sem var veðurteppt- ur í Prestvík í tvo daga vegna fannkomu hér, kom hingað til Reykjavíkur um klukkan 2,30 í gærdag og voru 44 farþegar með flugvélinni. Meðal farþeganna voru nokkrir er tekið höfðu sér far með Pan American flugvél, er var á . leið til Bandaríkjanna og ótti að hafa viðkomu í Keflavík, kvöldið sem snjókoman var sem mest. — í Prestvík stigu þessir farþegar af flugvélinni, sem flaug vestur um haf í fyrradag, án viðkomu hér. Tóku farþegar þessir sér far með Gullfaxa er beið þar heppilegs flugveðurs. Meðal þeirra var Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra, er verið hefur í erindum ríkisstjórnarinnar í Bretlandi. — Ennfremur Kjartan Thors fram- kvæmdastjóri og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, er sátu ráðstefnu þá er brezka stjórnin boðaði til um fisklandanir þar í landi. Erfiðlega gekk að opna leiðirnar ■ nágrenni bæj- arins vegna snjóþyngdar Mjólkurbílarnir brjótast Krýsuvíkurleiðina HELDUR erfiðlega gekk að opna vegi í nágrenni bæjarins í gær vegna hins mikla fannkyngis. Allt var þó gert af hálfu vegagerð- arinnar, sem hægt var til þess að ryðja vegina. í gær opnaðist leiðin til Sandgerðis og Grindavíkur og vegurinn upp á Kjalarnes. 1 gærdag var Mosfellssveitar- vegurinn ruddur að Brúarlandi og Hringbraut, Sóleyjargötu, Frí-' haldið þaðan upp á Kjalarnes. kirkjuveg, Lækjargötu, Austur-! Stóðu vonir til að vegurinn yrði stræti, Aðalstræti og Kirkju- orðinn fær að Hálsi í Kjós seint stræti að Alþingishúsinu. | í gærkveldi. Isfisksalan i s.L viku nora 3,4 milljónir kr. í VIKUNNI sem leið seldu átta íslenzkir togarar ísvarinn fisk í Bretlandi. Nam aflasala þeirra alls um 3,4 millj. kr., en togararnir voru með um 2500 til rúmlega 3500 kit. — Hæsta sala nam 11,843 sterlingspundum, en lægsta sala 7722 pundurri. Reitingsafli hefur verið hjá togurunum undanfarna daga og eru margir nú um það bil að Ijúka veiðiför, en aðrir eru á út- leið. — Munu 12 togarar selja í næstu viku í Bretlandi. SIÐUSTU SOLUR TOGARANNA Togararnir, sem selt hafa und- anfarið eru: Röðull, sem var með 2517 kit og séldi fyrir 9406 pund, Kaídbakur 3463 kit fyrir 11.843, Pétur Halldórsson 2825 kit fyrir 8486 pund, Goðanes 3380 kit fyrir 9125 pund, Elliðaey 2824 kit fyrir 7722 pund, Fylkir 3579 kit fyrir 10201 pund. Bjarnarey 3110 kit fyrir 8721 pund og Sólborg 3175 Jti: fyrir 9534 pund. Eins og fyrr segir, er búizt við að 12 togarar selji í Bretlandi í næstu viku og er það óvenjulega msrgir, á ekki lengri tíma. Þess- ir togarar selja þá: Úranus, Sur- prise, Keflvíkingur, Svalbakur, Jón Baldvinsson, Jón forseti, Júní, Geir, Neptúnus, Hafliði, Ólafur Jóhannsson og Elliði. SEX VEIÐA FYRIR INNANLANDSMARKAÐINN Nú eru sex togarar á veiðum fyrir innanlandsmarkaðinn, það eru Reykjavíkurtogararnir Þor- steinn Ingólfsson, Skúli Magnús- son, Akurey fyrir Akranes. ís- borg, sem leggur upp á ísafirði, Austfirðingur og Bjarni riddari, sem kom til Hafnarfjarðar í gær úr veiðiför. MJÓLKURBÍLAR Mjólkurbílarnir, sem lögðu af stað frá Selfossi kl. 9,30 í fyrra- morgun komu til Reykjavíkur um kl. 4 um nóttina eftir nær 17 tíma erfiða ferð. Þeir lögðu aftur ^.f stað austur kl. 12,30 í gær og voru um sex-leytið komnir suður að Kleifarvatni, en færðin með- fram vatninu að Krýsuvík er mjög erfið. Bílarnir að austan voru þá komnir að Krýsuvík, en þangað er tiltölulega greiðfært frá Sel- fossi. ERFIÐ FÆRÐ AUSTAN FJALLS Færðin var erfið í Flóanum í gær. Hafði skafið þar talsvert og ekki aðstæður til að hefja mokst- ur. Þurftu stórir bílar með drifi á öllum hjólum að fara á undan mjólkurbílunum þar. Bílar kom- ust upp í Hreppa, en Holtin voru alveg ófær. Herðubreið beið veðurs á Pafreks- PATREICSFJÖRÐUR — 1 dag kl. 3,30 lagði Þór af stað héðan í fylgd með strandferðaskipinu Herðubrauð, sem kenndi grunn á Skagaströnd, sem kunnugt er, og er á leið til Reykjavíkur til við- gerðar. Hér hefur skipið legið vegna veðurs í hálfan þriðja sól- arhring. —G. Á FORSETÁSETRINU Á Bessastöðum blaktir forsetafáninn í hálfri stöng. Stórviðri veldur miklum skemmdum á Siglufirði M.a. fauk hlufi af þaki Tunnuverksmiðju ríkisins n SIGLUFIRÐI, 1. febrúar. — Eitt af mestu veðrum, sem hér koma, geisaði síðustu nótt af norð-austri með skúrum. Skemmdir urðu allmiklar hér í kaupstaðnum. Þök fuku af húsum og gluggar brotnuðu. Þak tók af hluta af tunnuverksmiðju ríkisins, m.s. Sigurður slitnaði frá bryggju og rak inn í fjöru utan svonefndrar Ásgeirsbryggju. Hann náðist aftur út á flóðinu óskemmdur. □- -□ kemur ekki út á morgun, sunnudag, þar sem vinna fell- ur niður við blaðið í dag vegna útfarar forseta íslands. Næsta blað kemur út þriðju daginn 5. febrúar. □- -□ Hákon Noregskon- ungur og Olav krón- prins viðsfaddir MINNINGARGUÐSÞJÓNUSTA um forseta Islands verður haldin í Akershus Slottskirke laugardag- inn 2. febrúar kl. 2 síðdegis, og verður Hákon Noregskonungur og Olav krónþrins viðstaddir athöfn- ina. Messuna flytur J. Smemo biskup í Osló. Guðmundur Jóns- son syngur einsöng með aðstoð Arold Sandvold, organleikara kirkjunnar. Ríkisstjórn Noregs hefir fyrir- skipað að flaggað skuli um land allt á opinberum byggingum og í flotanum. (Frá utanríkisráðuneytinu). ^ Fjölda margir urðu fyrir til- finnanlegu tjóni af völdum þessa; fárviðris. Þurrkgrindur við nótarhjalla, sem standa inni í firði, fuku með öllu. Rafmagnslaust var í ýmsumi bæjarhlutum I nótt vegna bilun- ar á innanbæjarkerfi. Símasam- bandslaust var út úr bænum vegna bilunar. Harðast mun veðrið hafa verið. um og eftir miðnætti. Þari og annað rusl frá sjónum er suður, um alla Eyri. í dag er norð-austan stormur og bleytuliríð. —Guðjón. { Auðugur betlari. RÓMABORG — ítalskur betlari, sem lézt á sjúkrahúsi í Túrin fyr-, ir skömmu, reyndist eiga sem svarar 1.600 sterlingspundum £ banka og húseignir metnar á 7 þús. stp. TÍLKYNNING um umferðarsföðvun á Reykjanesbraut LEIÐIN frá Miklatorgi í Reykjavík um Reykjanes- braut og Álftanesveg að Bessastöðum verður lokuð fyrir umferð ökutækja laug- ardaginn 2. febrúar frá kl. 13.15 til kl. 14.00. Lögreglustjörinn í Reykjavík. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.