Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1952, Blaðsíða 1
16 síður j' 39. á^gangor. 27. tbl. — Laugardagur 2. febrúar 1952. Prentsmiðja Morgunblaðsin^ 1 Wtr, FORSETI fSLANDS SVEINIM BJÖRIMSSOIM Gæfa þjóðar- innar að njófa hans FORSETI ISLANDS Sveinn Björnsson, varð nærri 71 árs. Var fæddur 27. febrúar 1881, en lézt aðfaranótt 25. janúar s.l. Hann var mikill hamingjumað- ur og- mun lengi verða minnst sem eins af merkustu mönnum okkar lands. Hann var sonur stjórnmálaskörungfsins Björns Jónssonar ritstjóra ísafoldar og síðar ráðherra og konu hans Elísa- betar Sveinsdóttur. Æskuheimili sínu hefur Sveinn forseti sjálfur lýst í minningargrein um móður sína. Þar var reglusemi og fyrir- myndarbragur á öllu. Þar voru rædd þjóðmál af miklum áhuga. Börnin drukku í sig ást og virð- ingu fyrir sjálfstæði lands og þjóð- ar. Sá holli skóli var þýðingar- mikil gæfa fyrir hinn unga mann. Og honum stóð opin leið að allri þeirri menntun, er þá var bezt hægt að fá í landi voru. Hann tók stúdentspróf úr Latínuskólan- um 19 ára gamall og lögfræðípróf frá Hafnarháskóla sjö árum síðar. Undirbúningur Sveins Björnsson- ar undir hið mikilvæga lífsstarf, var því góður. Það var hans fyrsta gæfa. Hann tók líka brátt við miklum vandastörfum í höfuðborg Islands. 1 bæjarstjórn, sem al- þingismaður og forystumaður í mörgum félögum. Hann varð fyrsti formaður í vinsælasta fé- lagi landsins, Eimskipafélagi Is- lands, og hann var málflutnings- maður við landsyfirréttinn. Allt þetta sýndi mikið traust, miklar vinsældir, mikla gæfu. Árið 1920 var hann svo skip- aður sendiherra Islands í Dan- mörku. Því starfi gegndi hann í tuttugu ár. Árið 1941 var hann kjörinn ríkisstjóri og 1944 forseti Islands, sem hann var til dauða- dags eins og kunnugt er. Það má því segja, að þessi mað- ur gengi jöfnum og stórum skref- um upp stiga virðingar, trausts og valda. Hann kvæntist góðri konu og eignaðist álitlegan hóp mannvænlegra barna. Yið Islendingar getum nú MINIMiNGARORÐ 5-' " f dag fer fram útför Sveins Björnssonar forseta íslands. Öll hin íslenzka þjóð minnizt gæfuríks starfs lians og mikilhæfrar forystu á örlaga- ríkum tímum. Fyrir það flytur hún hinum látna þjóðhöfðingja sínum einlægar þakkir. Um nafn Sveins Björnssonar mun um aldir leika liug- þekkur bjarmi í hugum íslenzkra manna. Morgunblaðið birtir hér minningarorð um hinn látna forseta frá ýmsum mönnum er störfuðu með honum eða höfðu af honum persónu- leg kynn] með gleði minnst þess í sorg 'vorri, við brottför þessa okkar fyrsta innlenda þjóð- höfðingja, að hann var gæfusam- ur maður, sem þjóðin hafði gæfu af að eiga og fá að njóta svo lengi. Það fór saman hjá honum góð ætt, gott uppeldi, mikil mennt- un, miklir hæfileikar og þeir mann kostir, sem líklegastir eru til að skapa vinsældir og traust. Má þar til nefna stillt skaplyndi, alúð, prúðmannlega framkomu og mikil áhugamál. Allt fór þetta saman og allt stuðlaði það að því, sém varð, að maðurinn var talinn svo sjálfsagður í æðsta embætti, sem Island hefur nokkru sinni átt, að hann varð sjálfkjörinn hvað eftir annað. Það þýddi samstöðu allr- ar þjóðarinnar, og var landi voru og þjóðmálum mjög mikilsvert inn- anlands og utan. Alls þessa vegna blessar því öll íslenzka þjóðin minningu Sveins Björnssonar forseta. Það gerir hún á útfarardegi hans í dag, og það gerir hún vafalaust um langan aldur. Jón Pálmason. Markaði merkileg spor á mesta framfara- skeiðinu ENDA ÞÓTT menn gerðu sér nýjar og betri vonir um heilsufar forseta íslands eftir að hann, nokkru fyrir áramótin, kom heim, að afloknum uppskurði í London, kom andlát hans þó tæplega þeim á óvart, sem bezt þekktu til. Þvert á móti höfðu þeir einmitt all lengi óttazt um heilsu forset- ans og kviðið því, sem nú er fram komið. En yfir allan þorra íslendinga kom andlát forsetans sem mikil og óvænt harmafregn. í þessum fáu línum mun ég Framh. 6 bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.