Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. febrúar 1952 ....Framhaldssagan 10 .....*.■■•• EKKI í AIMIMAÐ Í * i : ; fiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiniiiiMMi Skáldsaga eftir GEORGE NEWTON IIIMIIIIIIIMIIIIIax Honum hafði þá staðið á sama um gjöfina frá Barry, hugsaði Alice með sjálfri sér. Ef til vill hafði þetta bara verið hennar eigin ímyndun. „Og mér stóð líka a sama“, sagði hún. „Þú talar alltaf svo skynsam- lega“, sagði hann. „Það gæti eng- inn verið svona skynsamur, nema honum stæði þá á sama um allt“. Alice fölnaði. „Ég er farin að fara í augarnar á þér“, sagði hún rólega. _ ' „Ég hef engar taugar. Ég er hara einn af þessum, sem hafa engar tilfinningar og ekkert hef- ur áhrif á þá. Þú vissir það þegar j þú giftist mér“. „Mér þykir alltaf leiðinlegt þeg ar þú ert að reyna að gera lítið úr sjálfum þér“; „En þú reynir að gera gott úr hví“, hreytti hann út úr sér. „Ó, Mac, því erum við farin að rífast?“ Hún snökkti. „Hvernig stóð á bví að við byrjuðum á þessu. Ég veit ekki einu sinni hvers vegna.... “ Hún þagnaði þegar síminn hringdi. „Ég get ekki talað við neinn“, sagði hún. „Mac?“ sagði alvarleg rödd. „Þetta er Shay, læknir. Er Alice heima?“ „Já“. „Viltu að ég segi henri það eða viltu gera það sjálfur?“ „Ég skal gera það“, sagði Mac hljómlausri röddu. „Því er öllu lokið, Mac. Hann fékk slag þegar við vorum að veiða. Segðu henni að hann muni ekkj hafa þjázt“. „Ég skal gera það“, sagði hann. „Hann hefur að öllum líkind- um verið hjartveikur í lengri tíma. Hann vild.i aldrei lofa mér að rannsaka sig“. Læknirinn hik- aði. „Það er bezt að þú komir með hana hingað, Mac“. * t Hann lagði frá sér tólið og stóð hreyfingarlaus góða stund. Hann var að velta því fyrir sér hvernig hann ætti að orða þessa sorgar- frétt, þegar hún kom til hans. i „Hvað var það, Mac?“ j Hann gat ekki dre?ið úr áfall- ! inu. „Pabbi þinn er dáinn“, sagði hann. I „Nei“. | „Hann fékk slag, Alice. Hann hefur verið hjartveikur". „Hann var alveg frískur....“, byrjaði hún, en þagnaði. Svo brast hana í ákafan grát og hún fleygði sér í fang hans og grúfði andlitið við öxl hans, eins og hún hafði gert einu sinni áður. „Ég vil fá pabba minn“, vein- aði hún eins og barn. „Við hefð- um getað búið hjá honum eins og hann vildi“. Hún hristist af ekk- anum. „Við hefðum getað verið hjá honum þessa stuttu stund, sem hann átti eftir“. „Við gátum ekki vitað það, Alice“. „Ó, því getum við ekki vitað fyrirfram hvað er rétt að gera“, sagði hún kjökrandi Hún hugs- aði aðeins um föður sinn, en Mac hugsaði aðeins um hana. Hann gat ekki svarað. Hann gat aðeins lofað henni að gráta við öxl sína. Með sjálfum sér hugsaði hann: „Þú vissir að Barry var bér fremri og faðir hennar var þér fremri. Þú verður aldrei sá fyrsti fyrir henni“. ★ Edna frænka kom til að vera við jarðarförina og dvaldist nokkra daga hjá frænku sinni og manni hennar, sem hún sá nú í fyrsta sinn. Henni leizt strax vel á Mac. Og hún dáðist að litla hús- inu þeirra og búskaDnum, þótt í smáum stíl væri. Þó að Alice væri dauf í dálkinn, var ekkert út á það að setia. Það var ekki nema eðlilegt eins og á stóð. En þó gat Edna, frænká, ekki á sér setið. Hún virti Alice oft fvrir sér rannsakandi þegar hún ekki íiffjiiuúhHufcitWaéttwu frá eigum Paul Havden. ..Seinna meir, þegar frá líður, getur þú' sent þetta allf til fornsala, eða selt það á uppboði", sagði hún.' Alice kinkaði þegjandi kolli, en | svaraði ekki. Frænka hennar hélt áfram í ákveðnum tón. „Ég vil helzt ekki skilja við þig með sorgarsvip á litla andlinu þínu, þegar ég fer heim, vina mín“. Alice brosti með erfiðismunum. „Er þetta betra?“ Edna, frænka, gekk til hennar. „Við skulum vera hreinskilnar' hvor við aðra. Alice; segðu mér! hvað amar að þér. Ertu ekki á- nægð í hjónabandinu með Mac?“ „Jú, ánægð og þakklát. Það er dásamlegt að komast aftur á rétt- an kjöl“. Hún horfði beint í augu frænku sinnar. „Mac vissi að mér þótti vænt um hann áður en við giftumst, en ég varð að segja hon um að ég gæti ekki borið sömu tilfinningar til hans eins og til Barry“. Frænka hennar greip andann á lofti. „Að heyra þetta. Og hvað átti það að þýða? Þið hafið ákveð ið að lifa lifinu saman. Hvernig mundi þér líða, ef eitthvað kæmi fyrir Mac?“ „Talaðu ekki þannig. Ég mundi vilja deyja líka. Ég get ekki hugs að mér að lifa án hans“. „Þetta líkar mér betur. Þið er- uð þá hamingjusöm samari. Eða er það ekki, Alice?“ Alice handlék lampasnúru, sem lá á borðinu fyrir framan hana og svaraði ekki strax. Svo settist hún við hliðina á frænku sinni. „Við vorum það“, sagði hún lágt. „En svo kom eitthvað íyrir. Ef til vill hefðuin við getað jafnað það á milli okkar, en það var sama kvöldið og pabbi dó og ég hef ekki á heilli mér tekið síðan. Það byrjaði eða virtist byrja, þegar ég tók niður málverkið, sem Barry sendi okkur í brúðargjöf“. „Sendi hann ykkur brúðar- gjöf?“ sagði Edna með vandlæt- ingu. „Ég vildi óska að hann hefði ekki gert það. Ég skil ekki hvers vegna hann gerði það. Það getur ekki verið að hann hafi viljað koma upp illindum á milli mín og Macs“. „Það er mér að kenna“, sagði Edna. „Ég stóðst ekki íreisting- una og sagði honum frá gifting- unni, til þess að lofa honum að finna fyrir því hvers hann hafði farið á mis“. Alice hnyklaði brúnir hugsandi á svip. „Ég hugsa næstum aldrei um Barry nú orðið. Ég kæri mig ekki um að standa sigri hrósandi gagnvart honum. Ég.... það er satt, en ég er næstum búin að gleyma honum“. „Það er ágætt. Þú skalt bara halda þvi áfram“. Frænka henn- ar kinkaði kolli. „Honum er mátulegt að eiga minningarnar. Oe þú mátt trúa því að hann hef- ur engu gleymt. Hann sagði mér einu sinni að hann áliti að b^ð hefði verið faðir þinn, sem orsak- aði það að ekki varð úr neinu á milli ykkar“. „Pabbi stóð ekki í veeinum fyr ir okkur á nokkurn hátt“. „Ekki þannig að þú yrðir vör við það. Ég vissi það, en ég vissi bara ekki hvað és átti að gera við því“. Edna beit í vörina og hélt svo áfram. „Það er auðvitað til- eangurinn að t.ala um það núna. En ég hélt að bað væri ástæðan fyrir því að þið Mac giftuð ykkur án þess að láta fcður binn vita“. „Pabbi vildi stundum fá að ráða.... “ Alice lauk ekki við setninguna. „En hann hafði lag á því að láta það líta þannie út, að el't væri samkvæmt þinni ósk“, sagði Edna. „Hann hafði líka þau áhrif á móður þína að hún gerði það, sem honum var eðlilegt, en ekki það sem henni sjálfri var eðli- legt". „Gerði hann það líka við mig? Sagði Barry þér það?“ „Það er svo sem engin afsökun fvrir Barry“. Frænka hennar hik aði, en hélt svo áfram. „En úr því að þú spyrð mig þá get ég eins sast þér það. Barry saeði mér að þú hefðir verið svo sjálfstæð og ÍJ vki • f B&asak .ARNALESBOff i \aL*É5si JXlov£taMaBsitis 1 ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gíraldi Eftir Andrew Gladwin í. MIKKI gekk hægt niður þorpsgötuna áleiðis til brúarinnar yfir ána, þar sem hann hafði lagt Víkingaskipinu. Honum ! þótti gaman að dveljast í litla þorpinu með litlum fugls- hreiðrum og stráþökum húsanna í skugga grámálaða kirkju- ; turnsins, með grænum húsum og tjörn, þar sem íjölmargar endur syntu í, og með snotrum hlöðum og húsum. Þar var líka stór og gömul verzlun, sem var hrein opinberun, undra- land unaðarms. Þar fékkst allt milli himins og jarðar, eða næstum því. Allt frá flugdrekum og lakkrísborðum til hveiti- sekkja og gólfdúks. Gamli maðurinn, sem rak verzlunina, var rauður í kinn- um og reglulega skemmtilegur að tala við. Hann sagði Mikka hvað þorpið væri yndislegt, að það gerðist aldrei neitt þar og hve glaður hann væri yfir því að hafa kynnzt svona náunga eins og Mikka, og að hann vonaði að Mikki skemmti sér vel á ferðalaginu. Hann sagðist ekki hafa vitað til þess að sjóræningjar hefðu nokkurn tíma komið uppeftir ánni, heldur héldu þeir sig langt úti á sjó. Kaupmaðurinn kom meira að segja út að dyrum verzlunarinnar til þess að kveðja, viðskiptavininn, þegar Mikki — með sítrónuflösku í annarri hendi og kökupoka í hinni og sex lakkrísborða í buxnavasa sínum — hélt sína leið. En hvérs vegna hafði kaupmaðurinn ekkert minnzt á ljónin? Það var fallegur dagur, fylltur gleði og friðsæld. Hátt fyrir ofan Mikka heyrðist hrein og þýð söngrödd: — Bí, bí, bí. Mikki svaraði með glaðlegu blístri. Hann var næstum því kominn að brúnni þegar hann heyrði hávaða, svo að sló út' á honum köldum svita. Það la við, að Mikki missti niður ' I# syp, ypre, þpnptn, bjljt, yið.,1, Þétta gæti verio Ijon eoa hvaða villidýr cem v?.r. * • Wf', '&íi " * ■' •- « —s k-. >; '.i Sjómannafélag Réykjavíkur: Allsherjaratkvæðagreiðsla um heimild til vinnustöðvunar á togurunum, fer fram meðal félagsmanna dagana 6. og 7. febrúar klukkan 10—22, báða dagana í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu. Stjórn Sjómannafélags Reýkjavíkur. Ibúð arhæð til sölu Ný 4ra herbergja íbúðarhæð í steinhúsi, við Hafn- arfjarðarveg, til sölu. — Nánari uppl. gefur GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, lögfr., Strandgötu 31, Hafnarfirði. Sími 9960. Bifreið óskost 6 manna, ekki eldra model en 1946. — Uppl. í sima 80199 í dag. Frystivökvi „Freon 12“. -J\nslján (J. (jísíason (s? ((o. li.í. ! : 1951 Hinn 1. febrúar var allra síðasti gjalddagi álagðra útsvara til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1951, bæði sara- kvæmt aðalniðurjöfnun og framhaldsniðurjöfnun. Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem hefir borið að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvars- greiðslu, en hafa eigi gert það, eru alvarlega minntir á, að gera bæjargjaldkera fullnaðarskil nú þegar. Að öðrum kosti verða útsvör starfsmanna innheimt með lögtaki hjá kaupgreiðendum sjálfum, án fleiri að- varana. K v'rilarinn II U » ■! i *.j, I * J - I 4 . i or^an > 1 t 1 í i t . t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.