Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 5
MORG b-NBLAÐIÐ i í>riðjudagur 5. febrúar 1952 !tikfyl«dm í Austursíræti, er líkvagninn £c:- tiam lijá Ísaí'old, bernskuheimili forseta. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Snjóhengja fél! gegnum glugga í Landsfcankanum í HLÁKUNNI í gær féllu víða snjóhengjur .af húsþökum, en ekkí e; kunnugt um að slys hafi hlotizt af,. þó vít»> hafi legið nærri. — Hér í Austurstræti var snjó mokað af þökuhl nokkurra húsa, t. d. Reykjavíkur Apóteki. — í Landsbankanum féll snjóhengja gegnum glugga í afgreiðslusal og munaði þar litlu að slys hefði orðið á afgreiðslustúlku. Þetta var í viðbyggingunni í' hlaupareikningsdeild bankans. — Gluggar eru þar í loftinu yfir afgreiðslunni, en rúðurnar í þeim eru úr þykku gleri, vírbundnu, sem er því sem næst skothelt, svo þykkt er það. Snjóhengjan féll af þaki aðal- byggingarinnar, kom beint.niður á einn loftgluggann. Voru þyngsl in svo mikil og fallið hátt, að rúðan þvkka brotnaði og kom spjóskriðan öll niður yfir reikni vél sem stúlka var að vinna við, og gjaldkerastúku hlaupareikn- ingsins. Ur glerinu kringum stúk una kvarnaðist og á skrifborfT ( markaði undan gödduðum snjón-' , um. Engan sakaði... og ,.má það hreinasta mildi teljast, því þetta var í miðjum afgreiðslutíma, uirt klukkan 2.30. Strax á eftir voru starfsmenn úr Héðni fengnir til að setja Rlöt- ur yfir gluggana, því mikil hætta var á að fleiri skriður myndu hlaupa fram af þaki byggingar- innar yfir viðbygginguna. Þegar plöturnar höfðu verið settar yfir gluggana, var snjónum sópað nið ur af bakinu. Fólki farið til aðstoðar á Ssitdskeiði í fyrrakvöld Ðr. Jakob Sigurðsson: Ummæli Jóns Gunnarssonar um sölur Fiskiðjnvers ríkisins í Bandarikjunum \ MORGUNBLAÐINU þ. 24. þ.m. birtist enn ein grein hr. Tóns Gunnarssonar um sölur Fiskiðju- vers ríkisins á frystum fiski til Bandaríkjanna. Virðist J. G. að yanda taka sér sölur þessar mjög nærri, og má hann að því^r virð ást vart stinga niður penna án þess að fara með óábyggilegar ■eðá alrangar staðhæíingar um þessi mál. Hefir þetta verið mjög áberandi bæði á fundum Sölu- miðstöðvar Hraðfrystihúsanna, þar sem ég af eðlilegum ástæð- um hefi ekki verið viðstaddur til sandsvara, og einnig talsvert í blöðunum í seinni ííð. Ég hefi hingað til látið hjá liða að svara þessum skrifum. Hefi ■ég litið svo á að vafasamur hagn sður væri að slikum ritdeilum •á epinberum vettvangi, enda hef- ár uppistaðan í greinum Jóns hingað til, meira verið staðhæf- 5ngar almenns eðlis um hina þjóð hættulegu starfsemi, sem Fisk- iðjuverið ræki með því að selja írystan fisk í Bandaríkjunum, heldur en raunhæf dæmi þessu til EÖnnunar. Auk þessa munu flestir seljend ur telja það heldur óhyggilegt, ef þeir hafa náð hagkvæmari sölum ■en aðrir, og lítt örfandi til frek- ari viðskipta, að hælast um yfir því, að þeir selji dýrt, og að betra hefði verið fyrir kaupandann að kaupa ann^rs staðar. Einnig vegna þessa hefi ég leitt hjá mér ritdeilur um þessi mál. í síðustu grein sinni tekur Jón Jiins vegar upp þá aðferð að nefna sérstakt dæmi máli sínu til sönn- unar, og gefur þetta röksemda- færslu hans við fyrstu sýn nokk- urn styrkleika. Sé þetta hins veg- ar aúlað sem sönnunargagn fyrir hinni margendurteknu staðhæf- ingu um að Fiskiðjuverið selji á Jægra verði en J. G., hygg ég að þegar allt kemur til alls, muni þó verr farið en heima setiðc Kemst ég ekki hjá því að ræða þetta jiokkru nánar. Jón segir: „Einnig í ár samdi Fiskiðjuverið við firma hér j New ”York, sem heitir Duane Import & Export Corp., um að selja því freðfisk c.i.f. Firmað keypti c.i.f. eina mjög smáa sendingu. Þeg- ar næsta sending kom, sem var mikið stærri (leturbr. mín), en þó aðeins um 35 smálestir af þgrskflökum, þá var þessi cif sala eitthvað ekki í lagi“. Segir hann. svo að þorskurinn úr þessari seinni sendingu hafi verið seldir á 1 14 centi undir markaðsverði. Hið sanna í þessu máli er þetta: 1 maí s.l. sendi Fiskiðjuverið til Duane Import & Export Corp, 2260 kassa, eða liðlega 51 tonn, af þorsk- og karfaflökum. Hafði kaupandinn sett „rembourse“ fyr ir andvirðinu, og var varan greidd að fullu, strax ag hún kom til New Yqrk. Andvirðið var $20.360.—. Verð á þorskinum Var 16 cent per lb cif, og var það nokkru betra netto en þau 20 cent, sem Jón sagðist þá fá fyrir samskonar vöru út úr geymslu i New York, eftir að hafa greitt aj: henni toll, löndunarkostnað, geymslukostnað, umboðslaun o. s. frv. Ýmsir kaupendur .Tónr sögðu að vísu þá, að þeir greidc’n aðeins 19 cent fyrir fisk frá S.H. og skal ósagt látið að sinni hvort hefir verið réttara. Verð á karf- anum var 22 cent per lb cif. Jón var um þetta leyti að selja sams- konar vöru á 23 cent út úr geymslu i New York, samkvæmt upplýsingum frá stjórn S. H. og ýmsum öðrum. Þegar tekið or tillit til kostnaðarins við löndun, geymslu, greiðslu á tolii, umboðs launa o. s. frv., er óhætt að full- yrða að okkar sala á 22 cent cif hafi verið a. m. k. 2—3 centum ner lb hagstæðari en 23 cent út úi geymslu. Var því þessi fyrri sala í alla staði hin hagstæðasta. Það er rétt, að samið hafði ver- ið um aðra sendingu til sama firma. Var hér um að ræða 39.5 tonn. —r J. G. fullyrðir að vísu að seinni sendingin hafi verið „mik- ið stærri" en sú fyrri, sem var 51 tonn, —Þegar afgreiða átti seinni sendinguna 28. júni stóð umrætt firma ekki við.samninginn og opn aði ekki „rembourse". Var því borið við, að Jón Gunnarsson seldi samskonar fisk á miklu lægra verði. Auðvitað gaf bctta fyrirtækinu ekki rétt til að íalla frá gerðum samningi, og er enn .ekki útséð um hverjar skaðabæt- ur það muni þurfa að greiða vegna þessa. Hið Sanna um þessar tvær send ingar er því í stuttu máli það, að , hin fyrri, sem var talsvert stærri, var greidd að fullu undir eins, með hagstæðu verði. Hina seinni tók fyrirtækið ekki og bar því við að fiskurinn væri fáanlegur írá Sölum. Hraðfrystihúsanna á miklu lægra verði. Þá segir J. G., að þorskurinn úr þessari seinni sendingu hafi ver- ið seldur á 18 Ú2 cent pundið, en kveðst sjálfur hafa selt á 20 cent um sama leyti. Þetta er að mestu leyti ranghermi. Garðar Gísla- son seldi meiri hlutann af þess- um fiski á 18% cent, dálítið á 1914 cent og . aðeins um einn þriðja á 1814 cent, og greiddi þá kaupandinn þar að auki hér um bil allan kostnað við löndun og meðferð á vörunni vestra, sem getur ekki hafa verið minni en V2 cent per lb. J. G. segir -mark- aðsverð hafa verið 20 cent út úv húsi, að öllum kostnaði áfölln- um. Vitað er þó áð mikið af sams ■ irnr íslenzkum fiski var raun- vc ul"'á selt á 1914 cent og lík- V a ;.ilt niðu,- í ,19,cent að öllupi ! -istnaði áföllnum. Það er því óhætt að t ilivrða, að raunveru- legur mi«r! ,$irur á verði hafi ekki verið yfir Vi sent, ef bann þá var nokkur, í stað 114 eins og J. G. staðhæíir, Eigi að síður skal það viðurkennt að þessi sala var heldur lág, og efast ég þó um að frystihús S. H. hafi fengið meira netto fyrir þann fisk sem J. G. seldi á sama tíma. En, sannarlega má það heita furðulegt kæru- leysi af J. G. um öflun eða með- ferð heimilda, sem notaðar eru til alvarlegrar ádeilu á aðra að’la, að í fyrsta lagi skuli slegið fram alröngum staðhæfingum um vörú magn þeirra tveggja sendi.nga, sem um ræðir og í öðru lagi margfaldaður með a. m. k. þrem- ur ;sá verðmismunur sem ef til vill hefir verið okkur í óhag á annari og minni sendingunni. Ilins ekki getið, að stærri send- ing Fiskiðjuversins var seld á talsvert hærra verði en hann fékk sjálfur og þar að auki gegn stað- greíðslu. Jón Gunnarsson segir meðal annars í grein sinni 9., okt í>? end urtekur.það 24. jan., að Fiskiðju- verið hafi gert „einhverjar til- raunir“ til þess að selja fisk cif. „Þetta gekk iila og endirinn hef- ir oftast verið sá að taka hefij^ þurft fiskinn til geymslu til sölu síðar“, r.egir hann. Hér vætir mikils misskilnings. "Flestar cif sölur bessa fyrirtækis hafa gengið vel, bæði.þær, sem gerðar hafa verið beint, og þær, Fr-.mh. á bls. 12. Á SUNNUDAGINN lögðu nokkr- ir verkfræðingar og starfsmenn Sogsvirkjunarinnar ásamt konum sínum, af stað héðan úr bænum með snjóbilnum, áleiðis til Ljósa foss. Svo óheppilega vildi til að bíllinn bilaði. Ekki tókst að gera við bílinn, fyrr en komið var fram undir morgun í gær, en þá. var haldið til Reykjavíkur. Hjálp arleiðangur var sendur héðan úr, bænum, með varastykki og sjúkrasleða, ef með þyrfti. AUSTAST Á SANDSKEIÐI Ferðafólkið lagði af stað héðan úr bænum upp úr hádegi á sunnu dag. — Þegar komið var austast á Sandskeiðið, brotnaði gírkass- inn í snjóbílnum. — Talstöðin var eitthvað ekki í lagi, svo ekki tókst að koma boðum til bæjarins um að bíllinn hefði bilað, gegnum stöðina. — Tveir af ferðalöngun- um fóru því á skíðum niður að Lögbergi og gerðu Rafmagnsveit unni við.vart, en hún leitaði síðan til plysavarnafélagsins. Oskað var að sendir yrðu skíða menn með gírkassa i bílinn og þar eð ein af konunum í bílnum var lasin, var talið öruggara að hafð- ur yrði sjúkrasleði með, til þess að flytja konuna á til byggða, ef með þyrfti. I þess.um hálparleiðangri voru þeir Engilbert Sigurðsson, Hrólf ur Benediktsson, Jón Oddgeir Jónsson og Jón Eldon, er ók þeim í bíl sínum upp i Lækjarbotna, í slóð kranabíls frá Rafmagns- veitunni. TVO TÍMA Á GÖNGU Skíðamennirnir lögðu af stað frá Lögbergi um klukkan 11 á sunnudagskvöld, ásamt Tómasi Tryggvasyni verkfræðing, er beð ið hafði þeirra þar. — Var móti skafhríð og nokkru veðri að sækja og snjór ekki heppilegur til göngu. — Voru þeir komnir u.pp að snjóbílnum, með gírkass- ann í bílinn á sjúkrasleðanum, eftir tveggja stunda göngu, en þessa leið ganga vanir skíðamenn á 45 mínútum. Fólkinu leið sæmilega í snjó- bílnum og ekki talin ástæða til að flytja konuna á sleðanum niður að Lögbergi. Var strax farið í að setja hinn nýja gírkassa við og tók það nokkra stund. HEIMFERÐIN Þegar því verki var lokið var ákveðið að halda heim til Reykja- víkur: Ferðin niður að Lögbergi sóttist mjög seint. Snjórinn var orðinn blautur og hlóðst undir skíði. Gengu skiðamennirnir á undan bílnum til-að þjappa slóð- ina og gekk ferðin betur það. Á Lögbergi beið kranabíllinn stóri og flutti hann farþegana til j Reykjavíkur og munu þeir hafa komið hingað til bæjarins um • klukkan 6 í .gærmorgun. Skíða mennirnir sem fóru fólkinu til aðstoðar komu um klukkan 8. Vaifýr Siefánsson , kjörinn formaður Blaðamannafélags íslands AÐALFUNDUR Blaðamannafél- lags Islands var haldinn s.l. sunnudag. Fráfarandi formaður. Jón Bjarnason, skýrði frá störf- um félagsins á liðnu ári og for- maður Menningarsjóðsins, Sig- urður Bjarnason, frá hag sjóðsins. Sjóðurinn hefir aldrei starfafS eins vel og á s.l. ári, en þá hiutu. sex blaðamenn ferðastyrki úr hon um. I sjóðnum eru, nú tæp 112- þús. króna. Við stjórnarkjör var Valtýr Stefánsson, ritstjóri, einróma kjörinn formaður félagsins, en aðrir í stjórn: Guðni Þórðarson, Jón Magnússon, Ingólfur Krist- jánsson og Jón Bjarnason. I stjórn Menningarsjóðs voru kjörnir: Sigurður Bjarnason, Hendrik Ottósson og Jón H. Gu(F mundsson. Ráðherrann iagði blómsveig é leiði Færeyinga KIRKJUMÁLARÁÐHERRA. Dana, C. Hermansen, lagði í gær- blómsveig á leiði tveggja fær- eyskra skipshafna í gamla kirkju garðinum við Ljósvallagötu. Viðstödd athöfnina vcu'u .sendi- herrta Dana, frú Bodil Begtrup og- formaður Færeyingafélagsins hér, Peter Wigelund, skipasmiður. Hermansen ráðherra, var á sín- um yngrj árum prestur í Þórshöfn. í. Færeyjum og á færeyska konu. iÆ'A- * 1 10 þús. kr. minníng- argjöf um forsefa íslands tJTVEGSBANKI fSLANDS færði í gær Byggingarsjóði dvalarheim- ilis aldraðra'sjómanna 10 þúsuml krónur aíj gjöf, til minhingar mrv forseta íslands hr. Svein Björns- son. Stjórn sjóðsins hefur beðiA blaðið að færa gefandanum bezta. þakklæti sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.