Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1952, Blaðsíða 1
16 síður } 39. árgangur. 28. tbl. — Þriðjudagur 5. febrúar 1952 FrentsmiSja Morgnnblaðsinv. Virðuleg útför forsetans greip ÚTFÖR Sveins Björnssonar fyrsta forseta hins íslenzka lýð- velt.is á laugardaginn var, fór fram með svo virðulegum hætti, sem framast varð á kosið. Var at- höfnin öll svo látlaus og íburðar- laus sem bezt mátti vera, enda i fullu samræmi við hugarfar hins látna þjóðhöfðingja. * KYRRT VEÐUR Vegna þess, hve íslenzk náttúra hafði verið í hamförum að und- anförnu, ýmist stórviðri eða fann kqma meiri en ,hér hefir verið i árptugi, ríkti eftirvænting um, hvernig viðraði þennan dag. Má bóast' við að Reykvíkingar hafi óv_enju snemma litið til. veðurs laugardagsmorguninn. Veður var kyrrt, frostlaust og sólskin fram- an af degi. Það var því eins gott og frekast varð á kosið. Snió- rapksturinn, sem -fór fram dag- inn áður til að gera bílaumferð færa um götur bæjarins, kom að fu'llum notum,-því ekkert hafði snjóað um r'óttina. Tilmæli ríkisstjórnarinnar um að. vinna félli niður þennan dag hér í bænum voru tekin til greina. Eoda kom það í Ijós, að allir fundu að þetta var sjálfsögð ráð- stöfun. AB BESSASTÖÐUM Húskveðjan á Bessastöðum hófst kl. 12.45. Var' henni út- varpað. Gera má ráð fyrir, að þjóðin öll hafi hlýtt á það útvarp, erl við húskveðjuna voru ekki viðstaddir nema nánustu ættingj ar forsetans og nokkrir vildar- vinir, einkum úr frlmúrararegl- Unni. Húskveðjan hófst með því að strokkvartett undir stjórn Björns Ólafssonar, fiðluleikara, bróður- sonar hins látna forseta lék sorg- arlag, en síðan söng kirkjukór Bpssastaðakirkju 'sálminn „Ó þá n?ð að eiga Jesú“, undir stjórn Páls Kr. Pálssonar. Þá flutti sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup hús kyeð.iu. Síðan söng sr. Garðar Þörsteinsson sálminn „Kom dauð ans- blær“. Síðan söng kirkjukór- irtn sálminn „Góður engill Guðs o$s leiði“. Að húskveðjunni lokinni báru kistu forseta út í líkvagninn sem stóð fyrir aðaldyrum forseta- setursins, helztu forráðamenn Frí múrarareglunnar hér, Carl Olsen stórkaupmaður, Guðmundur Hlíðdal _nóst- og símamálastjóri, próf. *' Ólafur Lárusson, Poul Smith verkfræðingur, Scheving Thorseinsson lyfsali, Sveinn Sig- urðsson ritstjóri og Vilhjálmur Þór forstjóri. Er líkvagninn ók úr hlaði fylgdu á eftir 14 bílar. — Þar sem végurinn heim að Bessastöðum liggur af aðalveginum, höfðu Alft nésingar fjölmennt undir fánum. Heilsuðu þeir líkfylgdinni með því að láta fána drjúpa meðan líkfylgd.in ók hjá. Á leiðinni alLt til Reykjavíkur var engin umferð á veginum, enda hafði Hafnarfjarðarvegi ver ið lokað frá klukkan 1 e.h. f BÆINN Þegar leið að þeim tíma að lík- fylgdarinnar væri von í bæinn, var auðséð á umferðinni um göt- urnar, að fjölmenni mikið yrði í miðbænum á meðan athöfnin í þinghúsinu og dómkirkjunni færi fram. Syðst í Lækjargötunni voru samankomnir fánaberar frá 43 félögum og stofnunum, er heiðra vildu minningu forsetans með því að ganga fyrir* líkvagninum. Þar voru líka skátadeildir og lið lög- reglumanna, er höfðu íslenzka hugi Reykvíkinga Framkoma almennings með háttvísum alvörublæ I Fossvogskapellu, þegar forsetinn er kvaddur hinztu kveðju. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Á leið úr þinghúsi í Dómkirkjuna. Lengst til vinstri á myndinni er forsetafrú Georgía Björns son og synir hennar tveir, Sveinn tannlæknir og Henrik sendiráðsritari. Þvínæst er Anna dóttir hennar og maður hennar, Sverre Patursson. Þá kona Sveins tannlæknis og Henriks sendiráðsrit- ara. Fyrir aftan þær ganga Ólafur Björnsson, málflutningsmaður og kona hans og þá Hjördís Björns- dóttir, sonardóttir forsetans, Sigmundur Jónsson, umboðssali og Elísabet kona hans. Lengst til hægri er forseti Sameinaðs Alþingis, Jón Pálmason. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) fána með sorgarslæðum. Múgur og margmenni kom saman í Lækj argötunni og eins á Austurvelli og tóku margir sér stöðu á gangstétt unum þar sem von var á að lík- fylgdin færi framhjá. Það vakti alveg sérstaka at- hygli allra, sem voru á ferli á þessum slóðum, hve allt fólk, sem þar fór, var hæglátt og alvöru- gefið. Enginn gerði minnstu til- raun til að trana sér fram, engin olnbogaskot. Allir voru með hug- ann við það sem hér var að ger- ast, gripnir af alvarleik stundar- innar. Líkfylgdin fór nofður eftir Lækjargötunni, beygði af Lækj- artorgi inn í Austurstræti, síðan suður Aðalstræti, austur eftir Kirkjustræti að Alþingishúsinu. Þegar líkfylgdin beygði inn í Kirkjustræti, tók Lúðraveit Reykjavíkur að leika sorgar- göngulag, en Lúðrasveitin hafði tekið' sér stöðu sunrian við Hk-* neski Jóns Sigurðssonar. ATnÖFNIN f ALÞINGISHÚSINU Kl. 2,15 kom líkfylgd forsetans að Alþingishúsinu. Voru þar þá fyrir ráðherrar, handhafar for- setavalds, alþingismenn, fulltrúar erlendra ríkja og nokkrir gestir aðrir. Inn í þinghúsið báru kist- una deildarforsetar Alþingis, þeir Bernharð Stefánsson og Sigurður Bjarnason og þessir þingmenn: Gunnar Thoroddsen, Stefán Jó- hann Stefánsson, Einar Olgeirs- son, Skúli Guðmundsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jörundur Brynj- óltsson, aldursforseti Alþingis. Athöfnin í þinghúsinu, sem fór fram í anddyri þess, hófst með því að Karlakór Reykjavíkur und ir stjórn Sigurðar Þórðarsonar söng „Yfir voru ættarlandi". Þá fluttu þeir Steingrímur Stein- þórsson forsætisráðherra og Jón Pá.mason forseti Sameinaðs Al- þingis kveðjuorð. Að þeim lokn- um söng kórinn „ísland ögrum skorið“. Sitt hvoru megin við kistu for- seta brunnu kertaljós. Var at- höfnin í þinghúsinu hin virðu- legasta. Hér fara á eftir kveðjuorð for* sætisráðherra og forseta Samein- aðs Alþingis. RÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA ÞEGAR vér kveðjum Forseta ís- lands, herra Svein Björnsson, hinztu kveðju, hér í Alþingishús- inu, kemur margt í hugann. Minn ingar frá 70 ára æfi hins andaða þjóðhöfðingja þyrpast að. Þjóðhöfðingi vor íslendinga hefur markað mörg og mikil fram faraspor í þróunarsögu þjóðar vorrar síðustu hálfa öld. Vér minnumst hins unga fram sækna umbótamanns frá fyrstu tveimur tugum þessarar aldar,’ sem þá var i fararbroddi og hafði forgöngu um framgang .margra helztu framfaramála þjóðarinnar. Vér minnumst starfs Sveins Björnssonar, sem .fyrsta sendi- herra hins íslenzka ríkis með erlendum þjóðum. Hann varð sendiherra í Danmörku árið 1929 og gegndi því starfi, því nær ó- slitið um tvo tugi ára, og lagði þá traustan og öruggan grundvöll að utanríkisþjónustu hins íslenzka ríkis. Það var ómetanlegt fyrip þjóð vora, að í hina fyrstu sendi- herrastöðu skyldi veljast maður, er allir sftn kynntust, báru traust til og virtu. Á þessum árum knýtti Sveinn Björnsson kynn- ingar- og vináttubönd við fjölda manna frá mörgum þjóðum. Varð þetta starf hans þjóð vorri ómet- anlegur styrkur. Hinar f jölmörgu hlýju samúðaí kveðiur, sem nú við andlát for-, seta Islands hafa borizt frá þjóð- höfðingjum, ríkisstjórnum, stofn« unum og einstaklingum víða um lönd, sýna glöggt það traust og þá vináttu, sem forsetinn hefur aflað sér, hvar sem hann fór. Rík- | isstjórnin og þjóðin öll þakkap hjartanlega þessar kveðiur, 03 ekki sízt þann hlýhug og þá virð- ingu, sem birtist í þeim til hin3 látna þióðhöfðingja persónulega. Síðasti en um leið mikilsverð- asti áfangi hins glæsilega starfs- ’ferils herra Sveins Björnssonap hófst, er hann var kiörinn ríkis- stióri 17. júní 1941, þegar heims- stvrjöldin rauf allt samband milli íslands og Danmerkur. Þegar hið íslenzka lýðveldi var stofnað árið 1944 var Sveinn Björnsson kjör- inn fvrsti forseti bess — og hefur ávallt verið endurkiörinn síðan. Það féll því í hlut herra Sveinj Fraiah. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.