Morgunblaðið - 07.02.1952, Side 10
\ *<*
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. febrúar 1952
pniiiiiiiiiinniniiiiiiiiiii p yQ HflhCl lclSSClCJCETl 1 9. *iHHiiiiiiiiiiH!iii»ii««iiiiiiiiiMiii«iMi'i*iiii*»i*iiin«iiiiiiiiiiii»i«MM»iiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiQ
EKKI I AIMIMAÐ SIIMIM
>illliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliililiitiiiiuiiini»
Skáldsaga eftir GEORGE NEWTON
lllllllllllllllllltlla
„Ég keypti farmiðann handa
þér, svo að við þyrftum ekki að
ræða um það frekar", sagði Mae
hranalega. Farmiða frá New
Haven til Calhoun City. Hún lof-
aði honum að þrýsta honum í lófa
sinn.
„Við þurfum ekki að ræða um
það. En ég er ekki viss um að ég
fari þangað“.
„Þú ert þó ekki hrædd við að
hitta Barry“, sagði hann hæðnis-
lega. „Ég held ekki aftur af þér.
Ég vil að þú farir“. Það var eins
og hvert orð, sem hann sagði,
særði hana holundarsári. Hann
snérist á hæl og gekk inn í stof-
una. Skömmu seinna heyrði hann
að hún fór upp.
★
Edna frænka hennar hafði skil-
ið eftir skrá yfir ferðir járnbraut
anna. Mac mundi geta ekið henni
til New Haven snemma næsta
morgun. Eða öllu heldur í dag.
Það var komið langt yfir mið-
nætti. Einasta ósk Macs var að
hún færi. Hún tók fram ferða-
töskuna og litla handtösku og
raðaði dótinu sínu ofan í þær.
Svo sat hún hreyfingarlaus í
myrkrinu og beið. — Mac sat í
myrkrinu niðri og óskaði þess að
dagur mundi aldrei renna.
Þegar sólin var komin upp í
austri fór hún niður í eldhús og
lagaði kaffi. Hún var í ljósbláa
kjólnum, sem hún var venjulega
í þegar hún fór til bæjarins. Mac
drakk kaffi með henni. Bæði
stóðu þegjandi við eldhúsborðið
eins og þau væru ókunnug. Og
þau sýndu hvort öðru hina
fyllstu kurteisi.
Þau voru iengi á leiðinni til
New Haven. Hann keypti tímarit
handa henni, sælgæti og sígarett-
ur. Hann lyfti farangri hennar
upp í netið og náði í sæti handa
henni við glugga. Klefadyrnar
lokuðust á eftir honum.
Maðurinn, sem sat á móti Alice,
brosti til hennar. Verið þér ekki
að reyna að daðra við mig, hugs-
aði Alice. Ég er allt of skynsöm.
Ég veit að engu má treysta. Það
byrjar allt af með loforðum og
framtíðarvonum, og endar með
stirðum og vandræðalegum
kveðjuorðum. Mundi sá tími
nokkurn tímann koma, að hún
gæti hlegið aftur? „Jú, við vorum
mjög róleg og yfirveguðum allt
mjög nákvæmlega", mundi hún
segja einhverntímann. „Ég fór
ekki einu sinni fram á að hafa
Wiley“.
Nei, hún fór ekki fram á neitt.
Hún tók bara fram ferðatöskurn-
ar og hélt sína leið. Hún hlýddi
allt af .... og hún lét allt af í
minni pokann, Einu sinni hafði
það verið Barry ... T Og einu
sinni hafði það verið faðir henn-
ar. Skyndilega leit hún upp. Roði
hljóp fram í kinnar henni og það
var eins og augu hennar skutu
neistum. Vagnþjónninn, sem
korhinn var til að taka við far-
mi^Sanum, hrökklaðist undan.
Svo endurtók hann. „Farmið-
ann, þakka yður fyrir“.
■ „Hvar stoppar lestin næst?“
‘ spurði hún.
„Við Bridgeport, eftir sex mín-
útur“.
Hun stóð upp og íók niður
ferðatöskurnar. Hún ætlaði ekki
að láta senda sig burt án þess að
mótmæla. Hún ætlaði að sýna að
hún gæti líka verið annað en
kurteisin og hægverskan uppmál-
uð. Hvað var hann að senda hana
til að standa augliti til auglits
við Barry? Hver var Barry?
Hvaða Barry? Hún ætlaðí að
standa augliti til auglits við Mac.
Þótt undarelgt mætti virðast
var hún svo heppin að lest var
einmitt að leggja af stað til New
Haven frá Bridgeport. Þegar til
New Haven kom, varð hún að
bíða í hálftíma eftir næsta áætl-
unarbíl. Timinn ætlaði ýmist
aldrei að líða, eða þá hann leið
allt of hratt. Rólyndið hvarf og
hún néri saman hendurnar í ang-
jist. Hvað gera aðrir þegar slíkt
kemur fyrir? Það var ekki hægt
að láta fara svona með sig. Nei,
hún ætlaði ekki að láta fara
svona með sig mótþróalaust. •—
Segðu mér hvað ég hef gert? —
Segðu mér hvers vegna þú vilt
| ekki hafa mig lengur? Eg þarf
líka að leggja hér orð í belg.
] Hún fór úr áætlunarbilnum við
i verzlunina. Þar gat hún skilið
ferðatöskurnar eftir. Það var
löng leið heim, en Alice gekk af
1 stað ákveðnum skrefum.
Þegar hún nálgaðist húsið, svip
aðist hún um eftir Mac, en sá
. hann hvergi utan dyra. Og það
á slíkum degi. Þetta var líklega
Isíðasta tækifærið til að ná inn
heyinu af grasflötinni. Nú fyrst
datt henni í hug að það gæti verið
að hann væri alls ekki heima.
Hugrekkið dofnaði svo, að í stað
þess að ganga rakleiðis inn, barði
hún að dyrum. Þegar hún heyrði
fótatak að innan kastaði hún til
höfðinu og setti upp þóttasvip.
| Hann opnaði dyrnar. „Mér datt
ekki í hug að þú mundir koma
aftur“, sagði hann eins og hann
tryði ekki sínum eigin augum.
„Ég gleymdi dálitlu“, sagði
hún. „Og það gerðir þú ljka.
Vegna þess að fólk eyðileggur
ekki líf sitt svona auðveldlega.
Að minnsta kosti ekki þegar það
á allt það sem við áttum saman.
Eða það sem ég átti og þú lézt
mig halda að þú ættir líka. Ég
var hamingjusöm“. Hún kreppti
hnefana fyrir aftan bak. „Úr því
þú varst ekki hamingjusamur,
því sagðir þú mér ekki hver var
ástæðan?“
Hann opnaði munninn til að
segja eitthvað, en lokaði honum
“'áftur.
, „Eg get ekki skyndilega hætt
að treysta þér“, hélt Alice áfram.
„Ég treysti þér til að segja mér
, sannleikann. Það er ekki nóg að
segja: „Þetta gengúr aldrei“ án
nokkurs fyrirvara". .
Hún snéri sér undan til þess að
hann sæi ekki tárirt, sem komu
fram í augu hennar oghiún sá því
ekki hrifninguna í svip hans. „Þú
sendir mig til Barry, þegar hann
var ekki lengur til fyrir mér“,
sagði hún snöktartdi. „Þú reyndir
að halda honum við lýði. Því
þurftir þú að gera það?“
Hún fann að Mac lagði hand-
leggina utan um sig. Hahn stóð
á bak við hana og þrýsti henni að
sér. v
„Vegna þess að ég hef hagað
mér eins og íífl“.
„Já, það er satt“, sagði hún.
Rödd hennar brást, en hún snéri
sér ekki að honum.
,,Ég á það ekki skilið að bú
skyldir koma aftur“, sagði hann
blíðlega.
Þá snéri hún sér við og leit á
hann. Úr augum hans skein öll
sú ást og allt það traust, sem hún
gat gert sér vonir um og meira
en það.
„Við höfum bæði hagað okkur
eins og fífl“, sagði hún.
Litli kötturinn hoppaði upp í
gluggakarminn, en enginn veitti
því eftirtekt. Hann sat þar lengi.
Hann sat þar í sömu stellingum
löngu seinna, þegar Alice sagði:
„Hvenær vissirðu fyrst að- þú
elskaðir mig?“
„Við skulum sjá. Ég man það
ekki vel.... “ sagði hann glettnis-
lega.
Hún hvíldi höfuðið við öxl
Macs. „Hvenær vissir þú fyrst að
það var ást?“
„Veiztu það ekki“, sagði hann
og faðmaði hana að sér. „Við er-
um rétt að byrja að elska hvort
annað“.
Litli kötturinn horfði á þau í
gegn um gluggarúðuna, stórum,
guium nugum.
SÖGULOK.
ÆVINTÝRI MIKKA IV.
Gíraldi
Eftir Andrew Gladwin
Mikki starði undrandi á manninn. — Er það satt? spurði
hann. En hvað það var skemmtilegt! Þá hljótið þér að vera
mikill veiðimaður, eða dýra-, dýra-....
• — Dýrafræðingur, tók stóri maðurinn fram í fyrir Mikka.
Já, það er rétt. Ég heiti Árbakki.... prófessor Arbakki. Þú
hefur kannski heyrt talað um mig.
i — Já, Mikki hafði heyrt talað um hann. Allir þekktu pró-
fessor Árbakka. Það var enginn dýrafræðingur honum snjall-
ari og það var iðulega talað um ferðalög hans og uppgötvanir
!og ljósmyndir af honum birtust oft í dagblöðunum.
— Það gleður mig að hafa hitt yður, sagði Mikki.
— Langar þig til að sjá dýragarðinn minn? spurði maður-
inn.
| — Já. .. . það er að segja ef það er ekki of mikið ónæði
fyrir yður, sagði Mikki.
I — Það er það alls ekki, sagði maðurinn. Komdu bara,
drengur minn. Mér er ánægja að því að sýna þér hann. •
» Mikki þakkaði honum innilega. Prófessorinn gekk nú á
undan yfir brúna og eftir gangstíg, sem lá þvert yfir engi.
■ — Ég á allt þetta land, útskýrði dýrafræðingurinn og benti
í kringum sig með annarri hendinni. Við styttum okkur leíð
með því að fara þessa leið.
i — Eigið þér mörg dýr? spurði Mikki.
' — Ojá, þó nokkuð mörg. Við skulum sjá, það ér bjarndýr,
tveir gíraffar, vísundur, nokkrir apar, úlfaldi, ljónið, drómed-
ari, fílsungi og mörg smádýr.
— Þetta er stórkostlegt! hrópaði Mikki hrifinn.
— Og svo er það dýrið, sem ég fann núna síðast — Gíraldi,
sagði prófessorinn, sjaldgæft og óviðjafnanlegt dýr.
— Hva — hvað? spurði Mikki, sem hafði ekki heyrt nafn-
ið vel.
— Gíraldi.... G-í-R-A-L-D-I, stafaði þá maðurinn fyrir
hann. I
j — Gíraldi, endurtók Mikki nokkrum sinnum, en nafnið
var honum jafn ókunnugt fyíir því, I
HOLGEH PETEHSEM S.
KÖBENHAVN
Alfar tegundir smávara.
Hnappar — tölur — blúndur og allsk. bönd.
Heklgarn — brodergarn — tvinni.
Lífstykki — korselet — teygjubönd — brjósthaldarar.
Nærfatnaður og sokkar fyrir karla, konur og börn.
Ullargarn
bezt.
Ullargarn
ódýrast.
Afgreiðsla strax. Nýju sýnishornin komin.
EINKAUMBOÐ:
O. KORNERIJP - HANSEN
umboðs- og heildverzlun.
Suðurgötu 10. Reykjavík. Sími: 2606.
Framhalds-aðalfundur
Knattspyrnufélagsins Víkings
verður haldinn að Félagshcimili verzlunar-
manna Vonarstræti, fimmtud. 7. b. m. kl. 8,30.
STJÓRNIN
GITBONCB
fyrirliggjandi.
I. Brynjólfsson & Kvaran
Baksturinn verður yður
tiE ánægju ef þér nofið
ROVAL lyftiduff
Uppskrift af
„Regnbogatertu“
450 gr. hveiti.
280 — sykur.
225 — smjörlíki
4 tesk. Royal gerduft
Csléttfullar).
4 egg.
8 matsk. mjólk.
Vaniíla, nokkrir dropar.
Salt.
Hrærið smjörl. og sykurinn, þeyt-
ið eggin samah við, og látið síðan
í hveitið og vanilla-dropana. —
Deigið er þynnt með mjólkinni.
Skiptið deiginu síðan í þrjá hluta:
litið 1. hluta brúnan (með 1
matsk. cocoa), 2. hluta rauðan
(með matarlit), en hafið 3. hluta
hvítan. Látið síðan hvern hluta í
vel smurt lagkökumót og bakið j
við meðalhita. Kökubotnarnir eru
sVc smurðir með sultu, og kakan
skrejrtt eftir vild.
Heildverziun Agnars Ludvigssonar
Hafnarstræti 8. — Sími 2134.
»>•<
o m ■ffíis ijfrnfVi