Morgunblaðið - 13.02.1952, Síða 5
Miðvikudagur 13. febr. 1952
MORGVNBLAÐIÐ
25 ára afmælisfagnaður
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu
Laugardaginn 16. febr. klukkan 8.30
Ð A G S K R A :
Láðrasveit Reykjavíkur Ieiktir frá kl. 8,30—9,00.
1. Ávarp: Ásgeir Pétursson form. Heimdallar.
2. Einleikur á píanó: Rögnvaldur Sigurjónsson.
3. Minni Heimdallar: Ólafur Thors form. Sjálfsíæðisfl.
4. Minni Islands: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri.
5. Minni Reykjavrkur: Jóhann Hafsíein, alþm.
6. Heiðrun félaga.
D A N S.
Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu (skrifstofunni) á mcrgun frá kl. 4—7
og kosta kr. 20,00. — Smoking eða dökk föt og stuttir kjólar.
HEIMDALLtlR F.lJ.S.:
16. febr. 1927 —16. febr. 1952
Minniugarorð uon
Jóicasdóltur
-MtíC
,&■____tá 'v;
.íi p:
FJALAR?
FRtí Guðrún Jónasdóttir kona
Ilannibals Sigurðssonar jnáiara-
jneistara verður jarðsungin í dag.
Hún var fædd að Björgum i
Möðruvallasókn þ. 18. febr. 1866.
Foreldrar hennar voru Jónas
Jónasson og María Sigfúsdóttir.
ÍÞau voru í húsmensku á ýmsum
hæjum í sveitinni, og voru lítc
cfnum búin eins og títt var um
búleysingja á þeim tímum. Vaið
Guðrún því snemma að faia í
Vist, til aðJjgfa ofan af fyrir sér.
í>að var snemma styrkur hennar,
hve vel hún var verki farin, og
fi-amúrskarandi vönduð til oi-ðs
Og æðis.
Rúmlega tvítug að aldri giftist
Guðrún sveitung-a sínum Jóni
Magnússyni. Hann stundaði sjó.
Eftir skamma sambúð fói-st mað-
ur hennar á hákarlaskútu, er týnd-
jst í hafi með allri áhöfn.
Þegar ég kynntist Guðrúnu fyr-
jr 50 árum var hún fyrir nokkru
oi’ðin ekkja. Þá var móðir hennar,
María, á hennar veg-um. Er mér
fyrir barnsminni hversu fyrir-
jnannleg þessi roskna lífsreynda
kona var, og með hve mikilli gleði
og ánægju hún vann öll sín verk,
hversu hreinleg og hre^sileg hún
var í allri framkomu og sjón. Það
vakti Hka athygli mína hve greið-
■ug hún var. Af litlum efnum sín-
um gladdi hún samstarfsfólk sitt
ineð góðum gjöfum.
Seinna hef ég oft um það hugs-
að hve ómetanlegt það veganesti
er, sem slíkar konur hafa fengíð.
Verkleg kunnátta er þeim í blóð
. borin og sú háttvfsi sem sómir
sér þeim mnn betur sem kröfurn-
ar eru meiri sem til hennar eru
gerðar.
Um skeið var Guðrún önnur
Jiönd móður minnar við stjói-n á
mannmörgu heimili. AUt heimilis-
fólkið bar til hennar hlýjan hug.
Hessi hægláta geðprúða kona varð
eftirlæti allra sem með henni
tinnu.
Eftir nokkur ár flutti hún úr
F.y.jafirðinum til ísafjarðar. Þar
kynntist hún eftirlifandi manni sín
um Hannibal Sigurðssyni málara-
meistara. Þau giftust 2. marz
1913. Arið 1920 sigldu þau til
Hanmerkur þar sem Hannibal var
m. a. við nám í iðn sinni. Er
Ireim kom settust þau að hér í
Reykjavík og stofnuðu hér heimill,
"í verið hefir hi-ein fyrirmynd að
gestrisni og myndarskap'.
Þau 50 ár sem ég þekkti Guð-
rúnu, hafði hún ótrúlega lítið
breytzt. En eftir því sem ég' sjálf-
ur vitkaðist lærði ég betur að
meta mannkosti þessarar kónu,
manndóm hennar, hjartalag og
góða greind.
V. St.
TILVILJUN ein réði þvi að eg
kynntist þeim ágætu hjónum,
Hannibal Sigurðssyni og Guð-
rúnu Jónasdóttur, og þó eigi
fyrr en ævisól hennar hallaði.
Vegna hinna alkunnu. húsnæðis-
vandræða í Reykjavík skutu þau
skjólshúsi yfir mig á þann hátt
að þau létu okkur hjónunum eft-
ir nokkurn hluta af íbúð sinni.
Var talað um að það yrði ekki
nema til nokkurra mánaða, en
svo æxlaðist að við sátum þar
hátt á fjórða ár í svo nánu sam-
býli, sem framast má verða, þar
sem eldhfis er sameiginlegt, öll
jþægindi sameiginleg og sameig-
inlegur inngangur og anddyri.
Undir slíkum kringumstæðum
reynir á geðprýði, þolinmæði og
háttvísi húsbændanna til hins
ýtrasta, og þó einkum húsrnóður-
innar.
Þá reyndi ég hver drengskap-
armaður frú Guðrún var, hve
göfugt var innræti hennar og
framkoma öll fáguð og eihlæg.
Og þá tókst méð okkur sú vin-
átta er aldrei bar skugga á.
Frú Guðrún var höfðingleg
kona í allri framgöhgu og gránd-
vör í orðúm. Aldrei lék huri
tveim tungum né talaði þvért um
hug sinn. Hún hafði næma rétt-
lætistilfinningu og henni var í
blóð borin sú göfgi í hugsunum, 1
er jafnan hefur þótt aðalsmerki
allra sannra Islendinga. Hún var
ein þeirra, sem ekki mega vamm
sitt vita í neinu og mat hinar
fornu dyggðir meira en glaum
og lausung nútímans. En hjá
henni kom það ekki fram í
hneykslunum og stöðugum vand-
lætingum út af vonzku heimsins.
Hún var alltaf glöð og reif og
bjartsýn á lífið. Það var vegna
þess að hún var trúkona mikil og
hafði óbifanlegt traust á forsjón-
inni og sigri hins góða í þessum
heimi, hvernig svo sem horfurn-
ar væri í þann og þann svipinn.
Þessi seinustu ár helgaði hún
sig alla heimili sínu, enda var
það henni kærast af öllu. Hún
,átti marga trygga vini og aldrei
var hún glaðari en þegar þeir
komu að heimsækja hana. Þá var
eins og henni gleymdist það, að
heilsan var biluð, og hún yrði ung
í annað sinn.
Þyngsta b-öl hennar var það, er
sjónin bilaði. Það hafði oft verið
unun hennar að sitja við glugg-
ann í hinu skemmtilega húsi sinu
og virða fyrir sér þá fögru útsýn,
sem þar blasti við. Nú var þeirri
ánægju lokið og stundum var
eins og hálfgerður beygur í þess-
ari kjarkmiklu konu út af þvi,
að það aetti fyrir sér að Jiggja að t
eyða seinustu árum sínum í i
myrkri. Hún hafði frá öndverðu
verið ljóssins barn og þvi var
ekkert undarlegt þótt hún kviði
fyrir myrkrinu. En forsjúnin
hlífði henni þó við því að sitja i
algeru myrkri. Þótt sjónin dapr-
aðist hvarf hún aldrei að fullu.
Um mörg ár hafði hún við og
við fengið óþolandi kvalaköst í
taakið og létu þær kvalir ekki
undan neinu nema deyfilyfjum.
Seinustu nóttina sem hún lifðí
fékk hún eitt slíkt kvalakast og
gat ekki sofið. Daginn eftír fékk
hún innspýtingu en var þó á
fótum. Þegar leið undir kvöld
liðu kvalirnar frá og þá vildi hún
hátta, ,,því að nú held ég að ég
geti sofið,“ sagði hún. Það varð
orð að sönnu. Hún sofnaði og
vaknaði ekki aftur til þessa lífs.
Allir vinir hennar sakna henn-
ar einlæglega og samhryggjast
manni hennar, sem nú hefur
misst 40 ára ástkæran lífsföru-
naut. En við vitum að bjart er
um hana. Hún er nú þar sem
„fjöllin skyggja ekki á
jilvalds bygging lengur“.
Á. Ó.
Sparið tíma, fé og útlendan gjaldeyri. Byggið úr okkav viðui'kenndu traustu og hlýju vikur-
steinum. Vel hlaðin hús úr þeim hafa samkvæmt vísindalegum rannsóknum ýmsa fleiri kosti
fram yfir steinsteypuhús, svo sem meira öi-yggi í jarðskjálftum. — Útveggir úr 25 em þykku
6 hólfa Steínunum eru óvenju hlýir án fi-ekari einangrunar. Útveggir úr tvöföldu 3ja hólfa
steinunum ei”u sérstaklega hlýir með 5 cm vikui-plötum innau á. — Til einangrunar á útveggi
eru okkar ágætu vélþurrkuðu og vélstcýptu vikm-plötur bezta og bagkværnasta efnið. Varma-
leiðslutalan er 0,10. — Enginn getur verið í vafa um að ve’ija, sem geit hefir sér grein fyrir
hinum miklu yfirbui'ðakostum vikurins.
Kynnið j ðnr hjá okkur vottorð vísindastofnanna og innlendra notenda.
Vikurfélagið h.f.
Hringbraut 121 — Sími 8Ú600
Zeiss-Kampar
Iýsa vel og þreyta ekki augun.
Pantanir afgreiddar án tafar.
6. M. BJÖRISISSOiy
Innílutningsverzlun cg um-
boðssala Skólavörðustíg 25
Reykjavík
(Sjá sýnishorn í Sorívöruhúss-húðinni).
ZEISS-spegillampar
SÖLUBÚÐIR og SKRIFSTOFUR
SKÓLAogSAFNAHÚS
SJÚKRAHÚS O. FL.
mii t ■ iii »■« a