Morgunblaðið - 13.02.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1952, Blaðsíða 10
T 10 MORGUNBLAÐIÐ ' Miðvikudagur 13. febr. 1953 j* r. í i *- 'i';» - "iJ. && •iítdiXiii'i H Framhaldssagan 5 að vita að ég er leynilögreglu- þjónn að atvinnu?“ „Ja .. jú. Eg er hræddur um að hann mundi hlæja að mér. Hann er ákaflega gamansamur. Ég vil , heldur að hann fái ekki að vita um J3að“. „Eg skal ekki segja honum það“, sagði Mark. „En hvar er allt fólkið? Ég hef ekki séð nokkra sál, að yður og þjóninum undanskildum“. „Jú, við erum mörg á heimil- inu. „Það er nú fyrst og fremst Perrin, hann sem vísaði yður til herhergis í gaerkvöldi. .. ég ætla að tala um það við yður seinna. Og svo eru stúlkurnar litlu Anne og Ivy. Anne er átta ára. Ivy er tveggja ára, held ég. Indæl börn. Yður mun vera farið að þykja vænt um þær fyrr en varir.“ „Það virðist ekki vera nokkur vafi á að mér eigi eftir að líka vel við alla“. „Einmitt, einmitt“, sagði Stone man. „Anne er að vísu dálítið .. þroskuð, ef svq mætti segja, eftir aldri. Þér megið ekki misskilja mig, en ég held . . jæja, það skipt ir ekki máli. Og svo er auðvitað Jim“. „Jim er líklega að reyna að vera kurteis og heldur sér í hæfi- legri fjarlægð á meðan ég sit á tali við nýja starfsmanninn. Og Laura hefur ekki farið úr her- bergi sínu i nokkra daga núna. Dálítið þunglvnd, en það liður hjá. Það er veðrið og kyrrðin hérna sem hefur svona áhrif á hana. En....“. „En andlitið á mér og tilbreyt- ingin á eftir að lækna það. Ég veit“. „Jú, þér hafið góða kímnigáfu", sagði Stoneman og hló. „Já, ekki er það lakara. Börnin éru ein- hvers staðaF úti, skyldi ég halda, með annari stúlkunni. Þær fara yenjulega út fyrri hluta dags“. „Er margt þjónustufólk?“ ipurði Mark. „Ekki eins máirgt og við þyrf.t- um á að halda. Húsið ér gríðar- lega stórt, og Laura vildi flytja með sér sín húsgögn og húsbún- að, borðbúnaðinn, gólfteppin, mál verkin og rúmfatnaðinn . . auð- vitað var það hreinn óþarfi. Hús }ð var nógu vel útbúið en þér vit- jð hvernig kvenfólk er. Og það þúna, þegar ekki er hægt að fá nokkra sómasamlega þjónustu- stúlku. -Ég undanskil auðvitað Perrin. Hitt er allt héðan úr sveit inni og kann ekki mannasiði frek ar en ég veit ekki hvað“. „Hvað eru það margir?“ „Perrin, frú Lacey, Violet og Élorence. Hvers vegna spyrjið þár að því?“ „Til þess að ég rugli ekki sam- 4n frúnni og þjónustustúlkunum. jlvernig eru stúlkurnar í útliti?" ; „Violet er ákaflega . . hraustleg v . . rjóðar kinnar og sterklega byggð. Florence er rólynd. Það er varla að maður.verði var við hana. Og frú Lacey . . . ég efast reyndar ym að þér eigið eftir að sjá hana. Hún býr til matinn . . og er reynd- j ar mjög dugleg við það, en vesal- ings konan er eins og pyi amidi 5 laginu og fer varla nokkurrr tímann úr eldhúsinu. Hún er, held ég líka nokkuð heimsk. Að minnsta kosti er það mín reynsla“. „Ég þakka þér fyrir upplýsing- ainar", sagði Mark. „En hvað setluðuð þér að segja um herbergi )úitt?“ * „Já, einmitt. Ég var ekki búinn að gleyma því. Ég hef ágætt m#mi, ungi maður. Það verður ekki skafið af mér. Perrin vísaði yður inn í leiðinlegasta svefnher- fcergið sem fyrirfinnst í húsinu. Ef yður er sama, þá ætla ég að biðja yður að skipta. Mig langar til að þér séuð í herberginu við þliðina á mér. —- Baðherbergið er á milli okkar . . . og þar getum við unnið í ró og næði. Fallist þér á það?“ „yissulega. Á ég eð flytja dót- ið mitt :núna?“ „Það verðyr gert fyrir yður . . . en þér verðið að segja mér hvern,- ig þér viljið helat eyða deginum. Ef til vill viljið þér fá lánaðat bækur og við höfum líka ágætt útvarp . . . “. „Ég er að hugsa um að fara í gönguferð. Mig langar til að sjá umhverfið í dagsljósi". Stoneman leit skelfdur á hann. „En snjóirnn, hann er mjög var- hugaverður. Gangstígarnir ,eru mjög biattir og klettárnlr . . þér gætuð dottið og meitt ýðtir“. „Var það þannig, sem þér meidd- uð yður í úlnliðnum?“, spurði Mark. Aftur færðist daufur roði í kinnar gamla mannsins og haon leit á einhvern blett fyrir ofan höfuð Marks. „Nei, það er í sam- bandi við áfallið mitt síðasta. Ég held að ég hafi minnst a þau við yður fyrr . . . ókaflega óþægijeg . . . ég missi jafnvægið, ég dctt í þetta sinn í kjallaratröppunum, en hafði þá vit á að halda niér í handriðið". „En þessi skráma, sem þér haíið yfir auganu?“, spurði Mark. „Þessi?“. Stoneman strauk fingrunum laust yfir hana. „Þér eruð sannarlega athugull ungur maður. Ég vonaði að þér tækjuð ekki eftir henni. Ég vil ekki að þér haldið að ég sé einhver vesal- ingur, sem getur ekki séð um sig sjálfur. En satt að segja er það vegna þessarar skrámu, sem ég ræð yður frá því að fara í göngu- ferð. I gær vogaði ég mér út og skyndilega losnaði lítill steinn úr klettunum og lenti hérna á mér . . . ÉK hef ákveðið að vera innan dyra þangað til veðrið -breytiSt tíf ( batnaðar“. Hann hefur verið drukkinn; hugsaði Mark með sjálfum sérj Dauðadrukkinn, þegar hann datt niður kjallaratröppurnar, en h%nn vill ekki viðurkenna það. Drykk- felldur og dálítið bilaður á geðs- munum. Þetta verður skemmtilegrt. fyrir mig. Ég verð um kyrrt nokkra daga og athuga minn gang, Upphátt sagði h.ann „Það er ósköp að heyra þetta. En ég held að ég fari út fyrir það. Nema þér bannið mér það. Þér eruð yfir- mafiur ipjnn, eins og þér vitið“. ,0, nei, nei, ég banna ekkért.; Ég vil að yður geti liðið vel hér. En munið að vera kominn heim fyrir klukkan eitt. Þá borðum við hádegisverð. Ætlið þér . . . haldið þér að þér farið niður eftir til Crestwood?“ „Mér datt það í hug. Á ég að gera nokkuð fyrir yður þar“. „Nei, nei. Þáð er ekkert eftir- sóknarvert í Crestwood, eins og þér munuð brátt komast að raun um. En farið nú varlega og gætið að stígunum, Þeir eru hættulegir". Mark stóð upp. „Frakkinn minn er í skápnum undir stiganum. Ég' rata sjálfur út“. Hann sá hvernig svitadropar söfnuðust saman á enni gamla mannsins. „Eruð þér vissir um að ég get ekki gert neitt fyrir yður?“ „Nei, ekkert. Hreint ekkert. Ég sit bara hérna við arininn og bíð eftir að þér komið aftur. Getur jafnvel verið að ég fái mér blund“. Mark gekk hlóðlega út, tók hatt- inn og frakkann út úr skánum. Þegar hann gekk aftur fram hjá dyrunum inn í bókaherbergið, sá hann að Stoneman hafði snúið stólnum, svo hann sneri fram að dyrunum. • Veggdúkur ásamf tiíheyfandi chrom- oðtirn iisfum og skinnum. — fítmig fyrifiiggjandl chromaðir lisfar fyrir 5 mm og 7 mm veggklæðn- ingu. Helgi Magnússon & Cq. Hafnarstræti 19. — Sími 3184. Hitadunkar Nokkur stykki af hinum vinsælu BERRY’S og HARBRIX hitadunk- um nýkomin. Sjóðandi yatn til reiðu allan sólarhringinn. Ómiss- andi þar sem ekki er hitaveita. Þeir, sem eiga ósóttar pantanir vitji þeirra sem fyrst. Vesturgötu 2. Sími 80946. ÆVINTÝRI MIKKA IV. Gíraldi Eftir Andrew Gladwin 8. þetta er líka alvarlegt, athugaðu það. Þetta er sjaldgæf skepna frá fjarlægu landi, skepna sem vísindin hafa aldreþ . rekizt á áður. líverjir eru lifnaðarhættir Gíraldans? Hver ; er staða hans í konungsríki dýranna? Og til hvers geta mennirnir notað hann? __ Þetta eru spurningarnar, sem mestu varða. Og, svörin' við þeim geta verið mikils virði. I — Ja, auðvitað, samþykkti Mikki og reyndi að stilla sig. ■ Ég ætlaði alls ekki að hlæja, en .... nú, hann er svo und-^ arlegur. Gíraldinn virtist allur í uppnámi vegna hléturs Mikka. Hann varð mjög reiður, stappaði löppunum, hrissti haus- inn og sveiflaði hölunum af meiri krafti en áður. Hann reis upp á afturíæturna og prjónaði ógnandi með framlöpp- unum. Og loks opnaði hann ginið og gaf frá sér hljóð, en það var .hvórki öskur né ýlfur, heldur hænugagg! Hann gaggaði fullum hálsi bæði hátt og lágt. Undrun Mikka varð svo mikil að hann gleymdi að hlæja og Gíraldinn, sem virtist hinn ánægðasti yfir því, hélt nú áfram rölti sínu fram og aftur um búrið. Prófessorinn hafði tekið minnisblokk úpp úr vasa sínum og skrifaði af ákafa í hana. — Ég skrifa hjá mér allar athuganir mínar á Gíraldanum, sagði hann þegar hann hafði lokið við að skrifa. — Og þetta var mjög eftirtektarvert. Honum var illa við að þú hlæðir að honum, og ég skal segja þér bversvegna. Gíraldinn er mjög tilfinninganæmt dýr, já, rnjög svo tilíinninganæmt! * .. Til sölu er mikil hlunnindajörð í Strandasýslu. Jörðin er vel húsuð; tún að mestu véltækt og mikið land auðræktanlegt. Jörðin liggur vel til hverskonar útgerð- ar, enda góð hafnarskilyrði. Af hlunnindum má nefna, æðarvarp, selveiði, silungsveiði og trjáreka. Nánari upplýsingar gefa SVEINBJÖRN JÓNSSON og GUNNAR ÞORSTEINSSON hæstaréttarlögmenn. Spilakvöld Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði halda sameigin- legt spilakvöld í Sjálfstæðishúsinú fimmtudaginn 14. þ. m. kl. 8,30. S)já ífá tœ (\iáfélöcjin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.