Morgunblaðið - 13.02.1952, Page 6

Morgunblaðið - 13.02.1952, Page 6
 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. febr. 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjðm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Leebók. Misærið 09 afleiðingar þess MEÐ rökum verður því varla ínótmælt, að í ræðu Bjarna Bene- diktssonar á Varðarfundinum í fyrrakvöld var sannleikurinn Sagður um meginorsakir efnahags erfiðleika okkar nú og nokkur undanfarin.ár. Þær tölur, sem.ráð herrann úefndi í þessu sambandi tala svo ótvíræðu máli, að ekki verður um villst. íslendingar lögðu rúmlega 200 millj. kr. í efl- ingu síldariðnaðar síns og kaup og smíði á nýjum vélbátum, sem fiestir voru fyrst og fremst ætl aðir til síldveiða. En síðan þessi mikla fjárfesting átti sér stað íná segja að sumarsíldveiðin fvrir Korðurlandi hafi að langsam- lega mestu leyti brugðist. Bjarni Benediktsson komst að þeirri niðurstöðu í ræðu sinni, að það væri varlega á- ætlað að þessi aflabrestur hefði haft í för með sér 885 millj. kr. rýrnun útflfltnings- verðmætis þjóðarinnar á ár- unum 1946—1951, miðað við að meðalafli hefði verið á þessu tímabili. En við þessa upphæð mætti bæta 2—300 milij. kr. vegna þess að lengstum á þessu tímabili brást einnig síld veiði í Hvalfirði, en miklu fé hafði einnig verið varið til þess að efla síldariðnaðinn við Faxaflóa. Samtals næmi þa«n- ig hagnaðartapið við afla- brestinn á síldveiðunum um 1000 millj. kr., ef miðað væri v;ð meðalafla og möruJeika þjóðarinnar til þess að hag- nýta sér hann. Einhver kann nú að segja að þetta séu aðeins haldlitlir út- reikningar og bollaleggingar. En ráðherrann svaraði þeirri at- hugasemd fyrirfram í ræðu sinni er hann komst þannig að orði, að ef ekki hefði verið skynsamlegt og varlegt að áætla þessar tekjur af hinni miklu fjárfestingu í síld- ariðnaðinum, þá hefði heldur ekki verið forsvaranlegt að verja svo miklu fé til hennar. Eitt þúsund míllj. kr„ einn milljarður, er mikið fé á íslenzk- an mælikvarða. Þegar á það er litið, að allt útflutningsverðmæti þjóðarinnar á árunum 1946—1951 nam aðeins 2400 millj. kr. verður það augljóst, hversu gífurlegt á- fall þessi afiabrestur var fvrir efnahagslíf þjóðarinnnar. Það er vitað, að lánastofnanir höfðu fest geysilegt fé í hinum nýjú sildarverksmiðjum og vél- bátum. Þetta fé kom ekki til baka eins og ráð hafði verið fyrir gert. Sumar síldarverksmiðjanna hafa varla fengið bröndu til vinnsiu síðan þær voru byggðar. Á það t.d. við um hina glæsilegu, nýju síldarverksmiðju á Skaga- strönd. Vélbátarnir urðu fyrir stórfelldu tjóni ár eftir ár. Sjó- mennirnir á þeim komu slyppir heim að hausti. Niðurstaðan af þessum stórfellda hallarekstri varð sú, að allsherjar skuldaskil útvegsins fór fram á s.l. sumri. Eftir það hefur enn eitt afla- leysissumarið bæzt við. Aftur er tekið að síga á ógæfuhliðina. Það væri blindur maður, sem ekki sæi það, að þessi langvar- andi aflabrestur er meginástæða þeirra þrenginga, sem við höfum átt í undanfarið í efnahagsmál- um okkar. Lánsfé bankanna hef- ur verið bundið vegna hans. Efnahag sjómanna og útgerðar- 1manna hefur hrakað og skortur og vandræði barið að dyrum í hverju einasta sjávarþorpi og l!kaupstað í landinu. Kommúnistar og kratar kenna núverandi ríkisstjórn þessi vand- ræði. Það er fjarstæða, sem við engin rök hefur að styðjast. — Sjálfir tóku þessir flokkar fullaft þátt í eflingu síldariðnaðarms og yéLbátaflotans og verða að sjálf- sögðu ekki ásakaðir fyrir það. Þeir verða heldur ekki, frekar en núverandi ríkisstjórn, ásakaðir fyrir það að síldin ekki veiddist. 1 Það bæri vott einstæðum skorti á raunsæi og hæfileikum til þess að hugsa rökrétt, ef íslend- ingar neituðu þeirri staðreynd, að þetta gífurlega misæri væri frumorsök vandkvæða þeirra i dag. I En að sjálfsögðu kemur ýmis- , legt fleira til. Undanfarin ár hafa verið óhagstæð að fleira leyti en því, að síid hefur ekki veiðst. Bændur hafa t.d. orðið ívr ir barðinu á hörðum vetrum, fjár pestum og fleiri erfiðleikum. — Engum kemur þó til hugar, að telja hina miklu nýsköpun land- búnaðarins unna fyrir gíg. Svip- uðu máli gegnir um eflingu síld- ariðnaðarins. f henni liggja geysi leg verðmæti, sem skapað geta þjóðinni mikinn arð, ef ailt væri með felldu. I Þegar við aflabrestinn á síld- veiðunum bætizt svo hraðminnk- andi þorskafli á grunnmiðum i bátaflotans geta allir heilvita menn séð, hvaða afleiðingar það hlýtur að hafa fyrir afkomu þjóðarinnar. Það er ekkert ánægulegt að þylja þessar hallærisstaðreynd ir erfiðleika hennar. Hitt, að þjóðin geri sér ljóst, hverjar séu hinar raunverulegu orsak- ir erfiðleika hennar. Hitt, að skella allri skuldinni á þing og stjórn er svo yfirborðslegt og heimskulegt, að ekki er samboðið vitibornu fólki í menningarþjóðfélagi. Þau orð, sem utanríkisráðherra mælti um iðnaðinn og aðstöðu hans nú eru einnig fyllilega tíma- bær, Það er vitað mál, að nokkur hluti hins innlenda iðnaðar er vaxinn upp í skjóli hafta og inn- flutningsbanna. Þegar rýmkað var um verzlunina lenti þessi iðn- aður í erfiðleikum. Við þurfum að vernda inn- lendan iðnað og efla hann. En hann má þó ekki byggjast á al- gerlega samkepnpislausri sérað- stöðu. Með slíku fyrirkomulagi væri hagsmuna almennings ekki gætt. Sú ábending Bjarna Benedikts sonar, að rannsókn verði látin fram fara á því, hvers skjóls og hvaða verndar einstakar iðn- greinar þurfi á að halda, er skyn- samleg og raunhæf. Endurfæðing haftanna og innflutningsbann- anna til verndar iðnaðinum væri hinsvegar fráleit og raunar beint tilræði við hagsmuni neytenda. íslendingar þurfa umfram allt á því að halda að líta raun hæft á hag sinn. Það er ekki nóg að vilja umbætur og góð og örugg lífskjör. Við verðum að kunna að meta möguleika okkar til þess að njóta þess- ara gæða. Grundvöllur þeirra er sá arður, sem við höfum af framleiðslu okkar og vinnu. Ef hann rýrnar, hvort heldur sem það er af völdum afla- brests á síldveiðum, erfiðrar veðráttu til Iands og sjávar, eða einhverjum öðrum ástæð- um, þá komumst við ekki hjá erfiðleikum. Og þá verðum við einnig að hafa þroska og mann dóm til þess að mæta þeim og sigrasí á þeim. Tekjur ekki fyrir ÞAÐ er sannarlega ekki ódýrt að vera kóngur. Og fáir geta lík- lega gert sér í hugarlund, hve kostnaðarsamt er að vera Breta- kóngur. Fræðsla, sem komið hef- ur fram í brezkum blöðum að undanförnu, hefur fært mönnum heim sanninn um, að ánægjan sú kostar skildingana. KÓNGURINN VARÐ AÐ SPARA Ef við eigum að reiða okkur á þær upplýsingar, sem gefnar hafa verið, þá verðum við að ætla, að Georg, konungur, hafi verið fátæklingur, sem hafði að kalla eytt öllu fé sinu, en þáð var víst aldrei sérlega mikið, í þágu rikisins. Á seinustu árum kvað hann hafa þurft að spara eftirj megni til að fá tekjurnar til að hrökkva til. Ef litið er á laún konungs ein- vörðungu, þá er það álitleg fjár- hæð. einar 19 milijónir króna á ári. En með þessari fjárhæð á að greiða kostnaðinn við hirðina, hundruðum hirðmanna með margvíslegu starfi. Þannig fara hér um bil 14 milljónir til hirð- haldsins, en með því, sem þá er eftir, verður konungur m. a. að greiða kostnaðinn við hallir sín- ar, þjónustufólki, ferðakostnað o. fl. ÚRELT FYRIRKOMULAG Buchingham-höll er aðalbústað ur konungs. Hún er hinn versti fjárhákur. Þjónustulið hennar er 250 manns, en í raun réttri eru ekki nema 20 þeirra kringum konungsfjölskylduna. | Innan hirðarinnar er haldið enn hætti Viktoríutímans, að c margt hirðfólk, það sem hátt er sett ,hefur sjálft þjónalið. Stétta- skiptingin við hirðina er mikil, og þjónarnir geta ekki snætt í sama borðsal. Fyrir þjónaliðið eru því í raun réttri 5 heimili1 innan hallarinnar, með borðsöl- um og þvílíku. Kostnaðurinn við þetta þjóna- lið varð svo gífurlegur að lykt- um, að hagfræðingar voru fengn- ir til að athuga allt fyrirkomu- lagið. í fyrra varð hallinn til að mynda á þriðju milljón. Gerðar voru þá tillögur um margar sparnaðarráðstafanir, er sumar náðu fram að ganga, en enginn hefur hingað til þorað að hreyfa við kjarna málsins: Þetta þjóna- lið er ósamrýmanlegt lýðræðis- skipulaginu og reglum þess. GISIN HÖLL Margir halda, að Georg kon- ungur hafi átt sjálfur mikið fé, en þar skjöplast þeim. Að vísu er verðmæti Balmoralhallar í Skotlandi og Sandringham i Nordfolk mikið, en viðhalds- kostnaðurinn er gifurlegur, svo að þar er ekki mikið að fá í aðra hönd. Sandringhameignin má segja að beri sig, þegar taldar eru þær tekjur, sem fást þar af veiði- dýrum, leigum o. fl. En garð- arnir þar þarfnast 40 garðyrkju- manna, og höllin er geysidýr í rekstri. Balmoral er aftur á móti eign, sem tapreksturinn fylgir óhjá- kvæmilega. Eignin öll er metin á nál. 30 milljónir króna, en landareignin má heita óræktan- leg. Einu tekjurnar eru þar af timbri og veiðidýrum. En gjöldin eru mikil, ekki sízt vegna upp- hitunar, því að sagt er, að varla sé dragsúgurinn eins mikill »í nokkru húsi á Bretlandseyjum. Og þá er mikið sagt. Og konungur verður sjálfur að greiða ferðakostnaðinn, þegar hann fer þangað til sumardvalar. Þjónustuliðið, sem fylgir, þarfn- ast aukalauna. Konungurinn verður alltaf að greiða ferða- kostnað sinn, þótt farið sé. með herflugum eða herskipum. Windsor-kastalinn er svo dýr konungi, að hann getur ekki bú- Hann átti jafnan við fjár- hagserfiðleika að etja ið þar nema tvisvar á ári eins og inn við það í engu samræmi við þann sparnað, sem annars er við- hafður í landinu nú. siðvenjan mælir fyrir. SAT UPPI FRAM Á NÆTUR Garðveizlurnar, sem konungi er gert að halda árlega í Buch-1 ingham-höll, verður hann að greiða sjálfur. Þær sækja um 10 þús. manns. Eins verður kon- ungur að greiða margt annað, sem í raun réttri ætti að greiða úr ríkissjóði. Siðleifðin á rætur aftur í öldum, og því verður þetta svo að vera. Laun konungs■' voru tiltekin 1937, en síðan hef- ur verðlag mjög hækkað. Sagt er-, að konungur hafi fár- veikur s.l. sumar sitið uppi fram á nætur til að reyna að finna ráð, svo að launin hrykkju. En meinið liggur í því, að þjónustufólkið er allt of margt í Buchingham-höll og kostnaður- Ógæftir drógu úr ; veiðlnni STÓRSlLÐARVERTÍUINNI ^ í Noregi lauk í gær. — Undan- fama daga hefir verið illt veiði- veðúr, svo að lítið hefir fiskazt. Telja menn, að á þessari vertíð hafi veiðzt 5,5 millj. hl. stórsíldar, en það er nokkru minna en: i fyrra. Nú hefst vorvertíðin, og síldin veiðist þá meðfram ströndinni allt frá Mæri suður til Álasunds. —G. A. Velvokandi skrifar. ÚR DAGLEGA LÉFINU Gömul bókaverzlun breytir svip. HIN GÓÐKUNNA bókaverzl- un Sigfúsar Eymundssonar hefir heldur en ekki tekið stakka skiptum. Þó að alltaf væri gam- an að koma þar inn, þá varð því ekki neitað, að húsrýmið var kúldurslegt. Svo var það hérna á dögunum, að búðinni var lokað og hula dregin yfir alla glugga. Og menn .... er mörgu smckklega fyrir komið. gengu leiðar sinnar án þess að hugsa frekar út í, hvað væri eiginlega á seyði hjá Sigfúsi Ey- mundssyni. En það kom þó í ljós fyrr en varði. Með birtingu á mánudag var verzlunin opnuð aftur og þá ekki lengur sjálfri sér lík. Gólf- rými þar sem viðskiptavinir geta spókað sig um að vild, bækur með öllum veggjum frá gólfi til lofts, og er mörgu smekklega fyrir komið. Já, verzlunin hefir sannarlega tekið stakkaskiptum. Börn fara sér að voða. KÆRI VELVAKANDI! Ekki er ótítt, að börn fari sér að voða, er þau klöngrast upp um skúra, hús og trjónur, sem í smíð um eru. Venjulega er það óvita- skap barnanna að kenna, stund- um hefir trassaskapur ef til vill valdið nokkru um. En ég ætlaði ekki að fara að halda neina hug- vekju um þetta mál. Ég átti leið yfir Skólavörðu- holtið nú í vikunni, og sá ég þá sjón, er varð mér efni þessarar vangaveltu. u Óheppilegur leik- vangur. 'PPI Á FIMM hæða húsi, Iðn- skólanum tilvonandi, var hópur drenghnokka. Ég skal ekki segja, hve gamlir þeir voru, líklega þó á rekinu 8—12 ára. Og þeir geystust um þakið að leik eins og kálfar, sem sleppt er út á vordegi. Mér satt að segja blöskraði að sjá drengina þarna. Ekki þurftí annað en þeim skrikaði fótur, og þá var voðinn vís. Áreiðanlega hafa strákarnir verið í óleyfi og vafalaust má koma í veg fyrir, að' þeir kom- ist þarna upp. Ég vil biðja þig að mælast til þess fyrir mig, að svo verði framvegis. í umrætt skipti sá ég að menn voru að vinnu í húsinu, en dreng- irnir hafa efalaust farið þarna upp í óvitund þeirra. Völundur“. Fallegt handbragff. 1I*ENN rekur í rogastanz, er ItJ. þeir sjá Þingvallamynd frú Þórdísar Egilsdóttur frá ísafirði, í glugganum á skóverzlun Stef- áns Gunnarssonar. Mynd öll saumuð íslenzku ull- argarni, er litað hefir verið ís- lenzkum jurtalitum. Erfitt er að gera sér í hugar- lund alla þá elju og atorku, sem frúin hefir lagt í þetta verk frá því hún tók ofan af fyrsta ulIaE- lagðinum, þar til hún stakk sein- asta sporið. Alúðin, natnin og vandvirknin, sem lögð hefir ver- ið í mynd þessa held ég að sé að sýnu leyti miklu eftirsóknar- verðari og aðdáanlegri en sú list, sem borin er fyrir okkur hvers- dagslega. Það, sem fellur í fyrnsku. AF MYNDINNI þeirri arna sér vegfarandi líka, hve langt er hægt að komast með því að not- ast aðeins við íslenzk efni, ull og liti. Ekki þarf að óttast að efnið upplitist eða fúni um ald- ur fram. Löng reynsla hefrr kennt þjóðinni, að því má hún treysta. Ullin íslenzka má ef til vill segja, að sé í hávegum höfð, en íslenzku litirnir falla í gleymsku og dá. Kannski er ekki ástæða til að syrgja þá, en það eru því miður.iSVQ mörg önnur verð- mseti, sem' við missum sömu leið- ina. Við íslendingar höfum nefni- iega orðið berir að ræktarleysl við i fornar dygðir og okkur gleymist oft, að hollt er heima hvat. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.