Morgunblaðið - 26.02.1952, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1952, Blaðsíða 9
r í>riðjudagur 26. febrúar 1952 MORGUNBLAÐIÐ 9 Poal Reumerl hyíllur V. V. G. Kolke: Líf «3 hallsa L Poul Reumert var ákaft hylltur í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn á 50 ára leikafmæli sínu. Hér sézt hann í gerfi Cæsars í „Cæsar og CIeopatra“ með einn af blómakrönsum þeim, sem honum barst á hátíðarsýningunni. Búnaðarþing var seft í gær Nefndaítosiiingar fóru þá fram KL. 10 árdegis í gær, var Bún- •aðarþing sett í Góðtemplarahús- inu. Formaður Búnaðarfélags fs- lands, Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu, setti þingið, <en hann er forseti þess. * í upphafi fundarins minntist forseti Búnaðarþingsins hins ný- látna forseta íslands, herra Sveins Björnssonar, og rakti æfi- •og starfsferil hans og minntist þess hve íslenzkur landbúnaður var honum jafnan hjartfólgið mál. Um það fór forseti Búnaðar- þingsins þessum orðum: „Herra Sveinn Björnsson hafði mikinn áhuga, skilning og þekk- ingu á atvinnuvegum þjóðarinn- ar og ræddi um þá af einurð og víðsýni. íslenzkum landbúnaði unni hann af heilum hug og var áhrifaríkur talsmaður hans og vildi að hann hæfist til vegs og virðingar. Þau orð sín staðfesti hann með hinum lifandi áhuga fyrir búskapnum á forsetasetr- inu, en þar reis upp í hans stjórn- artíð, eitt mesta fyrírmyndarbú á íslandi. Hann trúði á gróður- mátt íslenzkrar moldar, og að hver gróandi reitur færði þjóð- inni aukna menningu og lífsham- ingju að launum. Búnaðarþingi ■sýndi hann virðingu og sóma og hann var æfifélagi Búnaðarfé- lags fslands". V ottuðu búnaðarþingsmenn hinum látna forseta virðingu sína með því að rísa úr sætum. Að þessu Ioknu tók til máls Steingrímur Steinþórsson, for- sætisráðherra, og ávarpaðí Bún- aðarþingið, en þar næst talaði Hermann Jónasson, landbúnaðar ráðherra. Minntust þeir báðir þeirra mikilsverðu starfa er fyrir Búnaðarþingi liggja og óskuðu því heilla og starfsgiítu. Var því næst kosin kjörbréfa- nefnd og því næst var fundinum slitið. Kl. 11 var fundur settur að nýju og tekið fyrir áht kjörbréfa nefndar um að kjörbréf fulltrúa Búnaðarsambands Snæfellsness- og Dalasýslu skyldu tekin gild og var það samþykkt einróma. Þá voru kosnir varaforsetar, Jón Sigurðsson á Reynístað 1. varaforseti, en Jón Hannesson í Deildartungu 2. Ritarar voru kosnir Hafsteinn_ Pétursson og Páll Pálsson, en Asgeir L. Jóns- son og Ragnar Asgeirsson eru starfsmenn Búnaðarþingsins. A Búnaðarþingi sitja nú þessir fulltrúar: Ásgeir Bjarnason, _ Ásgarði, Baldur Baldvinsson, Ófeigsstöð- um, Benedikt Grímsson, Kirkju- bóli, Benedikt H. Líndal, Efra- Núpi, Bjarni Bjarnason, Lauga- vatni, Einar Ólafsson, Lækjar- hvammi, Guðjón Jónsson, Ási, Guðmundur Erlendsson, Núpi, Guðmundur Jónsson, Hvítár- bakka, Gunnar , Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Hafsteinn Péturs- son, Gunnsteinsstöðum, Helgi Kristjánsson, Leirhöfn, Jóhannes Davíðsson, Neðri-Hjarðardal, Jón Hannesson, Deildartungu, Jón Sigurðsson, Reynistað, Ketill Guðjónsson, Finnastöðum, Krist- inn Guðmundsson, Mosfelli, Kristián Karlsson, Hólum, Ólaf- ur Jónsson, Akureyri, Páll Páls- son, Þúfum, Sigurður Jónsson, Stafafelli, Sigui'jón Sigurðsson, Raftholti, Sveinn Jónsson, Egils- stöðum, Þorsteinn Sigfússon, Sandbrekku, Þorsteinn Sigurðs- son, Vatnsleysu. — Eru þeir allir komnir til þings, nema Benedikt Grímsson og Benedikt Líndal. Á síðari fundinum voru kosnar fastanefndir, og eru þær þannig skipaðar: Fjárhagsnefnd: Bjarni Bjarna- son, Einar Ólafsson. Guðmundur Jónsson, Helgi Kristiánsson, Jón Sigurðsson, Páll Pálsson, Þor- steinn Sigfússon. .Tarðræktarnefnd: Ásgeir Bjarnason, Benedikt Grímsson, Guðjón Tónsson, Hafsteinn Pét- ursson, Kristinn Guðmundsson, Ólafur Jónsson. Búfjárræktarnefnd: Baldur Baldvinsson, Benedikt Líndal, Jón Hannesson, Jóhannes Davíðs son, Kristján Karlsson, Sigurjón Sigurðsson. Allsherjarnefnd: Guðm. Er- lendsson, Gunnar Guðb.iartsson, Ketill Guðjónsson, Sigurður Jónsson, Sveinn Jónsson, Þor- steinn Sigurðsson. Reikninganefnd: Ásgeir Bjarna son, Guðm. Jónsson, Jóhannes Davíðsson. AS siðustu voru lögð fram 12 má1 oCT þeim vísað til nefndanna. Næsti fundur Púr,aðprbir,CTs verður kl. 9,30 f. h. í dag í Góð- templarahúsinu. KAÍRÓ — Farúk konungur, sem átti 32 ára afmæli í þessum mán uði gaf fé það, sem ella hefði ver- ið varið til hátíðahalda í tilefni |af deginum, til líknar þeim, er iverst urðu úti í óeirðunum á dög- unum. TAUGAKERFIN TVÖ FRAMAN á hrygg manns, frá hálsliðnum niður að lendum, er tvöföld keðja af taugahnoðum, sem eru skeytt saman innbyrðis með flækjukenndum þráðum og tengd við heila og mænu með grönnum taugum. Það er sjálf- virka taugakeiíið, sern stjórnar starfsemi meltingarfæranna, hjarta, æðakerfis og alls konar kirtla. Þetta er heldur óásjálegt líffæri, en þó eitt af þeim allra elztu og virðulegustu í öllum lík- amanum, arfur frá þeim tíma, þegar æðsta skepna jarðarinnar var oi’murinn, sem skreið í duft- inu og átti sér hvorki heila né hugsun, heldur aðeins þessa frumstæðu tegund taugakerfis sem áttavita á braut framþró- unarinnar. Milljónir ára liðu og nokkrar tegundir orma, sem ekki lentu í sjálfheldu stöðnunarinn- ar, rötuðu inn á rétta leið til þroska. Þær öðluðust bæði heila og hryggmænu til þess að stjórna hreyfingum vængja eða ugga, en sjálfvirka taugakerfið hélt samt áfram að vinna sitt verk. | Enn liðu milljónaaldir og sum- ar ættkvislir náðu nýjum áföng- um. Heilinn óx og vitið magnað- ist.dálítið, en tilfinningalífið þó^ meira. Ferfætlingar með heitu blóði hrifust af söngrödd eða lit- skrúði maka síns og ungar þeirra hoppuðu og skoppuðu í sæluvímu fagurra sumardaga. En sjálfvirka taugakerfið hélt áfram að stjórna ’ innyflum þeirra. Loksins tók ein skepnan að ganga upprétt og feta upp það einstigi, sem ekki hafði reynzt | neinum öðrum fært. Maðurinn, fékk mjög stækkaðan framheila, vitrænan skilning á afstöðu sinni til umhverfisins, sköpunargáfu og dulúðga skynjun á ýmislegt, sem ekki verður vegið á vog, enn- fremur snefil af frjálsum vilja. En sá vilji náði að mjög litlu leyti til að grípa fram í starf hjarta hans eða æðakerfis, melt- ingarfæra eða kirtla, því að sjálfvirka taugakerfið heldur áfram að stjórna þessum líffær- um á líkan hátt og fyrir örófi alda. Sú tegund tauga, sem liggur beint út frá heila og mænu, er' annáðhvort skynjunartaugar, t.d. sjóntaugin og tilfinningataugarn- * ar, eða hreyfitaugar, sem stjórna starfi vöðvanna í ytra borði lík- j I amans. Þær standa allar í beinu i sambandi við huga manns, flytja ' honúrn boð eða framkvæma skip- j I anir hans. Þær mætti því nefna | hið hugvirka taugakerfi í mót- setningu við það sjálfvirka, sem vinnur sitt verk dag og nótt án þess að hugurinn verði að jafn- • aði var við það eða sé fær um I að hafa á það veruleg áhrif. Þó stendur sjálfvirka taugakerfið að nokkru leyti undir stjórn heilans og þegar eitthvað fer í meira lagi óskipulega á starfssviði þess, I verður meðvitund manns þess vör, t. d. ef hjartað eða sléttu vöðvarnir í innyflunum verða fyrir óvenjulegri áreynslu. Hjart- slátturinn eða kveisan eru hættu- merki, váboði, sem skynsamlegt er að virða ekki að vettugi. 1 Kenndir manns og hvatir eiga sér miklu dýpri rætur og ára- milljónum lengri sögu en vits- munastarfið. Ef til vill er það þess vegna, að sjálfvirka tauga- kerfið er talsvert viðkvæmt fyr- ir geðshræringum manns, þótt vit manns og vilji hafi lítinn atkvæð- isrétt í því umdæmi. Það er hvorki hægt rheð fortölum eða valdboði að fá hjartað til að greikka sinn gang, en skyndileg- ur ótti kemur því á harðahlaup. Menn roðna upp í hársrætur af feimni eða blygðun, fölna af bræði og gera jafnvel á sig af skelfingu. Langvarandi áhyggjur geta truflað svo meltingárfærin, * að maður fái af þeim magasár, og niðurbæld gremja eða ó- ánægja getur orsakað háan blóð- þrýsting og hjartabilun, vcðva- verki eða húðútbrot. í fornum æfintýrum er getið kvenna, sem sprungu af harmi. Skáldskapur, átrúnaður og jafn- vel hjátrú forfeðra vorra og for- mæðra hefur oft meiri sannleik að geyrna en margan nútíma- mann með allt sitt tólfkóngavit grunar. IIVAÐ ER LOST? Hjá manninum og nágrcnnum hans í dýraríkinu er sjálfvirka taugakerfið tvískipt og hefur önnur grein þess upptök sín í taugaflækjunum íraman á hryggjarbolunum, eins og áður er lýst, en hin í heilanum og eru áhrif þeirra andstæð. Báðar stjórna þær í félagi hverju líf- færi og verkar önnur á það örf- andi, en hin hemlandi. Önnur hefur t. d. taumhald á hjartanu, hin keyrir það áfram. Eins er með æðarnar, önnur dregur þær saman eða heldur þeim í stælni, hin víkkar þær út eða slappar þær. Venjulega vega þessi áhrif salt, hert er á eða hemlað, eftir því sem nauðsyn krefur og færð- in er á æfibrautinni í það og það skiptið. Verði maður fyrir snöggu áfalli eða áverka, líkamlega eða and- lega, geta hemlar sjálfvirka tauga kerfisins orðið yfirgnæfandi, æð- arnar slappast og víkka þar af leiðandi út. Einkum munar þá mikið um hinar stóru £>g marg- kvísluðu æðar í kviðarholinu, sem blóðið flæðir inn í, svo að blóðþrýstingurinn lækkar, og standi maður eða sitji uppi, get- ur verið, að ekki dælist nóg blóð upp í heilann. Afleiðingin er yfir- lið, sem flestir kannast við. — Bezta ráðið við því er að leggja höfuð sjúklingsins lágt, en hækka undir fótum hans, eða hafa á honum endaskipti, svo að blóðið renni til höfuðsins. Ef áfallið er alvarlegt, er hætt við að blóðþrýstingurinn haldist of lágur, púlsinn verður lítill eða vart finnanlegur, stundum mjög hægur, en oftar óeðlilega hrað- ur, líkamshitinn lækkar, sjúk- lingurinn verður náfölur eða með feigðarbláma í framan, út- limir kaldir og nefbroddur, sjá- öldrin verða víð og köldum svita slær út um sjúklinginn, venju- lega er hann sljófur. — Þetta ástand er kallað lost og er það orð dregið af sögninni að ljósta eða slá ,en enska orðið yfir þetta, sem notað er i flestum málum, er shock, sem þýðir högg eða árekstur. Lost getur verið sálrænt, menn verða skelfingu lostnir. Þeir, sem ■ hafa séð kött leika sér að mús, (kannast við hinar sljófu hreyf- ingar músarinnar, jafnvel þótt hún sá ósærð. Oftar stafar lostið þó af snöggum líkamlegum áverka, svo sem höggi á höfuðið eða framan á kviðinn, ertingu frá lemstruðum líkamshlutum, viðvarandi blæðingu eða eitrun. Lost batnar oft af sjálfu sér eða fyrir rétta læknismeðferð, en stundum fer það versnandi, hvað sem að er hafzt, hinar útvíkk- uðu æðar leka blóðvökvanum út í líkamsvefina, svo að blóðið verður ekki aðeins of lítið að magni til, heldur einnig of þykkt, púlsinn verður sífellt daufari og' lifið fjarar að lokum út. Menn eru mjög misjafnlega næmir fyrir losti. Sumir mega varla skera sig í fingur, svo að ekki líði yfir þá, aðrir bregða sér lítt við váveiflega hluti. — Taueakerfi manna er mismun- andi -sterkt, eða öllu heldur, kjarkur þeirra og andlegt þrek er afar ólíkt. Sá mismunur er að nokkru meðfæddur, en áúfrv'ita,ð hefur uppeldi og tamning sína stórkostlegu þýðingu. MEÐFERÐ LOSTS Við rannsóknir á losti og með- ferð ó því hafa Ameríkanar mjög gengið á undan, eins og á mörg- um öðrum sviðum læknisfræð- innar síðustu áratugina. Braut- ryðjandi í þessum efnum var Crile, hinn frægi skurðlæknir í Cleveland, og tóku rannsóknir hans einkum yfir lost við skurð- læknisaðgerðir og svæfingar. — í skemmstu máli er það að segja, að höfuðmeðferðin á öllu alvar- legu losti nú á tímum er í því íólgin að dæla blóði inn í æðar sjúklingsins til þess að vinna upp á móti lækkuðum blóðþrýstihgi og vökvatapi úr æðunum. Þetta er að visu ekki ný aðferð, en áður en mismunandi blóðflokkar þekktust, var hún alltof hættuleg til þess að hafa praktiska þýð- ingu. Á kandidatsárum mínum vestan hafs fyrir tæpuxn 30 ár- um var blóðgjöf mjög sjaldan notuð og þá helzt með því móti, að blóðgjafinn og blóðþeginn voru látnir liggja hlið við hlið og blóðinu dælt ó milli æða þeirra með þar til gerðri dælu. Á ferð minni þar vestra síðast- liðið ár ofbauð mér sá blóðaust- ur, sem átti sér stað á þeim spítölum, sem ég heimsótti, því að blóð var gefið við flestar meiri háttar aðgerðir, og stundum í lítratali fyrir uppskurð, meðan á honum stóð og að honum lokn- um. Fannst mér þar stundum óhóf í frammi haft, enda var á ýmsum skurðarstofum fest upp áminning um að spara þenna dýrmæta vökva, því að blóðbank arnir eiga fullt í fangi með að fullnægja eftirspurninni, enda þótt þeir greiði allháa borgun þvi fólki, sem leggur blóð sitt til. Ófriðurinn í Kóreu hefur líka 'aukið blóðþörfina, því að þangað hafa verið sendir tugir þúsunda lítra handa særðum hermönnum. Hin bætta meðferð á lbsti ásamt sulfa- og myglulyfjum og flug- flutningum særðra manna gerir jþað að verkum, að í Kóreu deyja ekki nema tveir af hundraði i liði Bandaríkjamanna af þeim, sem á.annað borð koma lifandi inn á aðgerðarstöðvarnar næst víglínunni. I síðari heimsstýrj- öldinni var þessi tala fjórir og hálfur og í þeirri fyrri miklu hærri. Reykvíkingar hafa nú fengið sinn blóðbanka og var það sjálf- sögð nauðsyn, en að litlu haldi kemur hann okkur úti á lands- byggðinni. Það vill svo vel til, að á allra síðustu misserum eru að koma á markaðinn vökvar, sem nota má mjög oft í staðinn fyrir blóð og hægt er að fram- ,leiða ótakmarkað. Er þar eink- um um að ræða efnin PVP og Dextran. — PVP (polyvinol- pyrralidone) var fundið upp af Þjóðverjum og notað af þeim í heimsstyrjöldinni, en dextran mun upprunalega vera sænskt. Bæði þessi efni hafa svo stórar sameindir (molekul), að þau leka ekki út í gegnum æðavegg- ina og eru jafnvel betri en blóð, þegar lostið stafar ekki af blæð- ingu. Dextran fæst nú í Lyfja- : verzlun ríkisins og ætti hver einasti læknir úti á landi að hafa það stöðugt tiltækilegt, því að hægt er að gefa það inn í æð með fimm mínútna undirbúningi, ef dauðhreinsuð slanga og hol- nál er höfð við hendina. Ég hef það nú orðið alltaf í fæðinga- I tösku minni og ráðlegg öðrum ' læknum að gera það sama. Ljós- mæður gætu og ættu að læra meðferð þess, svo að þær geti notað það við alvarlegar blæð- ingar á barnssæng, þó að ekki náist í lækni. Gallinn á því er, , að það er nokkuð dýrt enn sem komið er, því að hálfs lítra flaska, sem er venjulegur byrj- unarskammtur, kostar talsvert á oannað hundrað krónur. 'rfiq HEILRÆ»í rfxow Það er venjuie|e £ngte ástæða til að láta sér bregða f'bíöp, þótt Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.