Morgunblaðið - 26.02.1952, Blaðsíða 14
§
14
MÖIIGÚNBLÁdÍb
Þriðjudagur 26. febrúár 1952
*»•
EFTIf? HIIDU LAWRENCE
a !að*saiín^a á skermagrindug. \
'.Jvfejtiin '20. — Simi 7337. g ■
FerniingarkjóES
til sölu. Miðtún 20. — Simi
7337. —
í
Framhaldssagan 16
Hann strauk hendinni yfir
enni sér og leit á málverkið af
Lauru Morey. „Ég held að ég sé
orðinn ruglaður í kollinum",
sagði hann við brosanai mynd-
ina.
Hann hrökk í kút þegar hann
heyrði um leið rödd hennar: „Má
ég tala við yður, herra East?“
Hún stóð í dyrunum sveipuð í
dökkan morgunkjól. Hann stóð
á fætur og hneigði sig í áttina til
hennar. Hann var sér þess fylli-
lega meðvitandi að föt hans voru
óhrein og rifin og sjálfur var
hann svartur í framan af sóti.
Hann reyndi að þurrka það
mesta framan úr sér með vasa-
klútnum. Um leið virti hann
hana fyrir sér. Nokkrum stund-
um áður hafði hún komið inn í
herbergi hans með sorgarfréttir.
Hann velti því fyrir sér hvað hún
mundi vilja honum nú.
„Gerið svo vel að fá yður
sæti“, sagði hún og settist sjálf
í stólinn við hlið hans. „Væri yð-
ur sama þótt ég spurji yður nokk
urra spurninga. Morey gerir sér
svo gamaldags hugmyndir um
kvenfólk og alla þá r.ærgætni,
sem verður að sýna því. Hann
segir aðeins það sem hann held-
ur að kvenfólkið þoli, og annað
ekki. Þess vegna kem ég til yðar,
vegna þess .... vegna þess að
mig langar til að vita hvað skeði
þarna niðri í nótt“.
Hann sagði henni það og reyndi
að tala um það eins og þetta hefði
skeð fyrir mörgum árum og
snerti þau ekki beinlínis. En það
var erfitt, því hún var náföl í
framan og einblíndi í augu hans
allan tímann. Snöggvast datt hon
um í hug að ef til vill væri hún
hún blind, því augu hennar voru
alveg kringlótt og tóm, og eins
og stungið inn í andiit sem höggv
ið var í marmara. Ósjálfrátt leit
hann á myndina af henni á veggn
um og þá sá hann að hún ívlgdi
augr.aráði hans. Nei .... hún sá
eins vel og hann. Honum létti
óneitanlega.
„Dáin“, endurtók hún. „Dáin
í eldinum. .... Hvað haldið þér
að fólk segi?“
„Fólk segi? Mér hafði satt ’að
segja ekki dottið það í hug..“
„Ég get elcki skilið að það
skipti nokkru máli, frú Morey“.
Hann hafði ekki búist við slíkri
spurningu frá henni.
„Ég á við .. lækninn. Hvað
segir hann?“
„Aðeins það sem ég hef sagt
yður. Hún dó af brunasárum.
Hvers vegna spvrjið þér að því.
Eruð þér ekki ánægður með þá
skýringu?"
„Ó, jú .. jú. En frú Lacey ..
mér finnst það svo ranglátt....“.
„Það er ranglátt. En við getum
ekkert við því gert. Þegar bið
fáið skýrslurnar, þá munið þér
sjá að ekkert var hægt að gera“.
„Skýrslurnar ? “
„Mennirnir frá tryggingarfélag
inu rannsaka allt mjög nákvæm-
lega. Þeir koma hingað í fyrra-
málið. Og lögreglustjórinn var
hérna í nótt“.
„.. ó, já .. rannsakar lögreglu
stjórinn slíkt?“
„Já, þegar mannslíf glatast?“
„Ég vona .. ég vona að hann
hafi ekki verði erfiður viðureign
ar. Þér segið að ekkert hafi verið
hægt að gera. Sá hann það ekki
líka?“
„Hann sá allt sem var að sjá.
Það getið þér verið öruggar um“.
Honum fannst vera kominn tími
til að hann legði nokkrar spurn-
^ ékk: viSrtcid. Þír ~Í ''
ið það. Ég veit ekkert .... Ég
var í herbergi mínu“.
„Nei, ekki allan tímann. Þegar
þér komuð inn til mín, þá voruð
þár þegar sannfærðar um að ein-
hver væri dáinn. Er það þess
vegna sem þér hafið slíkan áhuga
á skýrslunum? .. Vissuð þér að
það var frú Lacey?“
„Vissi ég? Hvernig átti eg að
vita það. Hvernig ..?“
„Ég veit það ekki, en þér sögð-
ust vera sannfærðar um að ein-
hver væri dáinn“.
',,Ég hef ekki verið með sjálfri
mér. Ég var skelfingu lostin. Það
var þessi hávaði og .. þér urðuð
líka skelfdur, herra East. Hávað-
inn var nógur til að vekja upp frá
dauðum. Ég hlýt að hafa hugsað
með sjálfri mér að það væri nóg
til að vekja upp hina dauðu og ég
hef sagt það .. sagt það upphátt.
Þér hafið svo misskilið mig. Ég
vissi ekkert um þetta fyrr en
núna“.
Hann var viss um að hún sagði
ósatt og hugsaði með sjálfum sér
að barni mundi takast betur að
ljúga en henni. Ef til vill hafði
hún ekki beinlínis vitað neitt, en
aðeins grunað. En grunað hvað?
Hafði hún búist við sjálfsmorði?
Hann ætlaði að spyrja hana en
hætti við það. Þegar hann leit á
hana aftur, héit hún höndunum
fyrir andlit sér, en hann sá bó
að augu hennar voru full af tár-
um.
Þá mundi hann það sem hann
þegar hafði vitað. Hún var veik,
af einhverjum undarlegum og ó-
þekktum sjúkdómi, sem kven-
fólk fékk stundum eftir barns-
burð. Morey hafði sagt honuh
það.
„Reynið að gleyma þessu“ sagði
hann. „Auðvitað vissuð þér ekk-
ert. Mér var ekki alvara, en satt
að segja er ég ekki með sjálfum
mér frekar en aðrir í þessu húsi
núna, Við erum bæði breytt og
við vitum varla hvað við segjum.
En við megum ekki láta þetta
hafa of mikil áhrif á okkur. Slíkt
sem þetta skeður oft. Það er ekk-
ert við því að gera. Ef þér viljið
fara að ráði mínu, þá skuluð þér
fara upp í rúm og reyna að hvíla
yður“. |
Hún stóð upp og brosti. „Þakka
yður fyrir herra East“, sagði hún.
„Hvað verðið þér lengi hérna hjá '
okkur?" ;
Hann leit undrandi á hana.
„Hvað lengi? Satt að segja veit
ég það ekki“.
Hún brosti aftur. „Góða nótt,
herra East“.
4. kafli.
Mjúk rúmin og hreinar silki-
ábreiður, freistuðu ekki Violet og
Florrie til að sofa lengi næsta
morgun. Vísirarnir á litlu klukk-
unni á borðinu í gestaherberginu
sýndu að hún var sjö. Þær þvoðu
sér og klæddu sig i myrkrinu
megna þess að bær höfðu ekkert
kerti. Þær notuðu ekki rafmagns
Ijósið vegna bess að bær höfðu
ekki vanist slíku. Niðri í herberg
inu sem þær höfðu verið í, urðu
þær að notast við olíulampa eða '
kerti. ov heima hjá þeim var bað
þannig Hka. Þær genffu hljóðlega !
niður tröppurnar. skjálfandi af.
kujda og rauðeygðar.
í eldhúsinu var bjart og bar'
logaði glatt á vélinni. Perrin var
að burrka upp af gólfinu. Hann
hafði þegar staflað saman hálf-
brunnum við og járnarusli úti i
húsagarðinum. Florrie leit ásak-
andi á hann.
„Þú ættir ekki að gera þetta,
Perrin“, sagði hún. „Það gæti
verið eitthvað í þessu rusli, sem
lögreglan vildi sjá“.
„Hvaða vitleysa“, sagði hann
kuldalega. „Wilcox rannsakaði
allt í nótt“.
„Jæja, mennirnir frá trygg-
ingarfélaginu þá. Eða herra Scott.
Hann kemur núna, Verður hann
ekki....“.
ÆVINTÝRI MIKKA IV.
Gíraldi
Eftir Andrew Gladwin
19.
Hann var næstum kominn að heystakknum, þegar hann
heyrði eitthvert japl. Hann læddist nú fyrir annan enda
heystakksins, en um leið og hann kom fyrir hornið sá hann
tvo bleika hala hverfa fyrir hitt hornið. Mikki herti á sér.
En Gíraldinn hélt áfram meðfram hinni hliðinni og fékk
sér munnfylli af heyi í leiðinni og tuggði hana.
Mikki elti Gíraldann og velti því fyrir sér á hvern hátt
hann ætti að fanga hann. Hvort ætti hann að reyna að ná
haldi á öðrum halanum eða kasta reipinu yfir hausinn.
Þeir höfðu farið þrjá hringi í kringum heystakkinn, þegar
Mikka kom skyndilega ráð í hug. Ef hann nú sneri við og
færi hringinn öfugan, þá myndi hann kom á móti Gírald-
anum, og þá ætti hann auðveldara með að kasta reipinu
yfir haus hans, því Gíraldinn yrði áreiðanlega hvumsa við.
Og án þess að hugsa sig frekar um, sneri Mikki við og gekk
í gagnstæða átt.
En þetta fór á annan veg en hann ætlaði! En annaðhvort
hafði Gíraldinn orðið þreyttur á því að ganga alltaf sama
hringinn eða þá að hann hafði reiknað dæmið alveg rétt,
því Mikki varð þess fljótlega vís, að hann var ennþá að
elta afturendann á Gíraldanum!
— Nei, þetta gengur ekki, hugsaði Mikki. Ég ætla að
standa kyrr og sjá hvað skeður.
Mikki nam staðar og beið ákafur þess sem gerast myndi.
Gíraldinn hélt áfram hringinn og eftir stutta stund var hann
kominn að Mikka. Og nú var það Gíraldinn sem hrökk við.
Hapjn; (ffí^aðj í^ih^ ojgi þqstur, reig upp á ^fturfæturnar og
stókk svo i einni svipan upp á heystakkinn, nam þar < taðar
Góð
svefnherbergis
húsgögn
óslast keypt, mega vera not-
uð. Tilboð, er greini verð og
gæði, sendist Mbl., merkt:
„Svefnherbergi — 128“.
Óska að taka á leigu
1—2 herb. og eldhús
Tvennt i heimili. — Tilboð
skilist á afgr. blaðsins fyrir
fimmtudagskvöld merkt: —
„Ibúð — 127“.
BERGSÆTT
örfá eintök af Bergsætt hafa
komið í leitirnar. Fást hjá
Guðna Jónssyni, Drápuhlíð 3.
Simi 2912.
RenniEásar
margar stærðir fyrirliggjandi
Davíð S. Jónsson & Co.
heildverzlun.
Kaupmenn —
Atvinnurekendur
Reglusamur maður, þaulkunn
ugur, óskar eftir atvinnu við
akstur (hef meirapróf). Einn
ig kæmi til greina innheimtu
starf. Uppl. i sima 3203 kl.
12—1 e.h.
ÍB8JÐ
2—-4 herbergja, óskast til
kaups. Þarf ekki að vera laus
til íbúðar strax. Upplýsing-
ar í sima 4669.
Óskast
tiE kaLips
FIús eða sumarbústaður til
flutnings. Upplýsingar í
sima 80825.
íbúð óskast
til leigu nú þegar. — Fyrir-
framgreiðsla. Tilboðum sé
skilað á afgr. Mbl. fyrir
mánaðamót, merkt: „Strax
— 133“.
TIL LEIGU
á Melunum tvö góð, sam-
liggjandi herbergi, mætti
elda í öðru. Umsókn merkt:
„Reglusemi — 132“ leggist
inn á afgreiðslu blaðsins fyr
ir fimmtudagskvöld.
Góður Martinz
Ssxofónn
með Ottolink munnstykki til
sölu. Upplýsingar á Laufás-
vegi 26, kjallara, i dag og
næstu daga frá kl. 4—6. i
Bek„.píiaíia.,
. EJhv Elíasdótlir
- 'Kamp Knöx D 4s?Simi &01S2
SVEFMSÓFI
til sölu (með járnuni). Ein-
holti 2. Tækifaerisverð.
Bauaiir e lausu
5 kg. í pökkum, 3 kr.
Hveiti i lausu 3,20 kg.
í 10 lbs pokum 18.50 kg.
Haframjöl í lausu og í pökk-
um. —
Fiskibollur 14 ds„ 4.50; i
heildósum 7.40.
Fiskbúðingur í l/z ds. 5.20.
Kjötbúðingur í Yz ds., 9.10;
í heildósum 19.00 kr.
Molasykur 5.50 kg. Strásykur
Búsáhöld, vatnsglös 2.75.
Hitahrúsar 24.00 kr.
Diskar, djúpir og gr„ 9.60. |
Pönnukökupönnur 35.00 kr.
og ýmislegt fleira.
Ný brennt og malað Blöndu-
kaffi. —
Verzl. BLANDA
Bergstaðastræti 15. Simi 4931.
Til sölu 2 stk.
helluofnaí*
í ca. 14 og 16 ferm. herb. —-
Upplýsingar frá kl. 6—8 í
dag í Othlíð 13, neðri hæð.
SVEIT!
Unglingspiltur eða ódýr mað
ur, vanur mjöltum og öðrum
sveitastörfum óskast. Tilboð
merkt: „K. K. — 135“ legg-
ist inn á afgr. blaðsins fyrir
fimmtudagskvöld.
TIL LEIGU
2 herbergi og eldhús. Aðeins
reglusamt fólk kemur til
greina. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 1. marz, — merkt:
„Austurbær — 134“.
GríiiitflbalS
29. febrúar fyrir eldri 'og
yqgyi nomendur frá Ieikfimi-
og dansæfingum.
Leikfimi- nudd- og snyrti-
stofan HEBA. —• Sími 80860
Hafnarfjörðue*
Fermingarkjóll til sölu á háa
og granna telpu. Til sýnis í
ÁSBÍIÐ, Hafnarfirði.
Vatnsslöng uv
fyrirliggjandi, Í4” — og
1”. —- Einnig gasslöngur %”
= HÉÐ!NN =
1 í f í 2 3