Morgunblaðið - 01.03.1952, Side 1
16 síður
29. árgangux.
50. tbl. — Laugardagur 1. marz 1952.
FrenttmlSJa Mergonblaðsint,
Réltarhöldin í Aþenu
varða öll lýðfrjáls ríki
segir innanríkisréðherra Grikklands
RÉTTARHÖLDIN, sem nú fara fram í Aþenu yfir 29 kommún-
istum, sem sakaðir eru um njósnir og landráð, hafa vakið heims-
athygli. Hér er um að ræða umfangsmestu landráðaréttarhöld, sem
fram hafa farið fyrir vestan járntjald síðan kalda stríðið hófst, og
fyrstu tilraunina, sem gerð hefur verið til að staðreyna það sem
heimurinn hefur raunar vitað um langt skeið, að kommúnista-
flokkar lýðræðislandanna séu kostaðir og þeim stjórnað erlendis frá.
Frakkland:
Foure buðst lausnar — Reynaud
gerir tilruun til stjórnarmyndunur
ískyggilegar horfur á
fjármálum Frakklands
Venizelos
LEYNISTOÐVAR
AFHJÚPAÐAR
Saga þessarar víðtæku njósna- j
og landráðastarfsemi hófst fyrir j
tveimur og hálfu ári, er upp-
reisn kommúnista hafði verið
bæld niður í Grikklandi. Lög-
reglan komst þá á snoðir um
dulmálssendingar, sem áttu sér
stað milli leynistöðva í Grikk-
landi og stöðvar í Rúmeníu,
skammt frá Búkarest. í heilt ár ’
leitaði lögreglan grísku stöðv-
anna, en án árangurs. í nóvem-!
bermánuði síðastliðnum gerði
lögreglan loks húsrannsóknir á
tveim stöðum, þar sem hún fann
sendi- og móttökutækl kommún- j
ista og dulmálslykil til að ráða
skeyti þau, sem hún hafði safn-
að frá því sendinganna varð vart.
Á báðum stöðunum fundust skjöl
þar sem á voru letraðar fyrir-
skipanir til grísku neð.anjarðar-
hreyfingarinnar frá Búkarest.
NICHOLAS ZACHARIADES
Flestar fyrirskipanirnar voru
undirritaðar af gríska kommún-
istanum Nicholasi Zachariadesi,
sem dvelst í útlegð í Rúmeníu.
Þessar athafnir lögreglunnar
leiddu til handtöku fjölda komm-
únista, sem veitt höfðu njósna-
hreyfingunni að málum.
I HERRÉTTI
Herréttur fer með mál allra
sakborninganna samkvæmt grísk'
um lögum frá 1936 og er búizt
við að réttarhöldum ljúki að
mánuði liðnum.
Innanríkisráðherra Grikklands
hefur látið svo ummælt, að rétt-
arhöld þessi varði öll lýðfrjáls
ríki þar sem samtök starfa, sem
kalla sig kommúnistaflokka, en
séu í rauninni ofstækisfullir og
typtaðir óvinaherir .... j
IHcCormick
íLundúnum
LUNDtJNUM, 29. febr. — Mc-.
Cormick flotaforijigi Atlantshafs-
bandalágsins er nú staddur í
Lundúnum á ferðalagi sínu um
aðildarríki bandalagsins. 1 fylgd
með honum er aðstoðarflotaforingi
hans Bretinn William Andrews.
Mc-Cormick sagði í dag við
fréttamenn, að Atlantshafsbanda-
lagið þarfnaðist ekki flotastöðva
á Spáni eða í spönsku Marokkó,
þar eð bækistöðvar í frönsku
Marokkó mundu fullnægja þörf-
um þess. Hann boðaði flotaæfing-
ar í sumar eða haust á Atlants-
hafi.
Aðalbækistöðvar flota Atlants-
hafsríkjanna verða í Virginía í
Bandaríkjunum sagði Mc-Cormick.
Hann fer frá Lundúnum á
þriðjudag til Kaupmannahafnar.
_____________■—Reuter.
BOSTON. — Skipsskuturinn af
Fort Mercer, þar sem 13 menn
höfðust við, hefir nú náð landi
með aðstoð tveggja dráttarbáta.
Einnig tókst að koma vél skips-
ins í gang.
utanríkisráðherra Grikklands,
tók í fyrsta sinn þátt í störfum
AtlantshafsráÖsins á fundum
þess í Lissabon fyrir skömmu.
Vinmæli í Róm
RÓMABORG, 29. febr. — Veni-
zelos, utanríkisráðherra Grikk-
lands hafði viðdvöl í Rómaborg á
leið sinni til Aþenu, en hann hef-
ur setið fundi Atlantshafsráðsins
að undanförnu.
Á flugvellinum lét hann þau orð
falla að hann vonaði að heim-
sóknin hefði orðið til þess að
treysta vinfengi Grikkja og ítala.
De Gasperi forsætisráðherra svar-
aði í sama dúr og skildust þeir
með kærleikum. ■—Reuter.
Lánadeild smáibúða hefur
nú fekið fil starfa
Lán aðeins veitt lil eigin íbúða
Barnafjölskyldur og ungt
fólk gengur fyrir um lán
EINS GG kunnugt er ráðstafaði síðasta Alþingi fyrir forgöngu
Sjálfstæðisflokksins 12 millj. kr. af rekstrarafgangi ríkissjóðs árið
1951 til framkvæmda í húsnæðismálum kaupstaða og sjávarþorpa.
Skyldi 4 millj. kr. af því fé varið til bygginga verkamannabústaða,
4 millj. kr. til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis á vegum bæjar-
og sveitarstjórn og með 4 millj. kr. var stofnuð sérstök lánadeild
smáíbúða. Tilgangur hennar á að vera sá, að veita efnalitlu fólki
lán til þess að byggja og eignast hentugar smáíbúðir. Var í þessn
sambandi höfð hliðsjón af íbúðum þeim, sem hafizt hefur verið
handa um að byggja fyrir frumkvæði bæjarstjórnar Reykjavíkur.
— Félagsmálaráðuneytið gaf í gær út starfsreglur fyrir fyrrgreinda
lánadeild smáíbúða. Fara þær hér á eftir.
AÐEINS TIL EIGIN IBUÐA
' Lánadeild smáíbúðarhúsa veit-
ir einstaklingum í kaupstöðum og
kauptúnum lán, eftir því sem fé
er fyrir hendi í sjóði lánadeild-
íirinnar hverju sinni, til bygging-
1 ar smárra sérstæðra íbúðarhúsa
og einlyftra, sambyggðra smá-
húsa, er þeir hvggjast að koma
upp, að verulegu leyti með eigin
vinnu sinni og fjölskyldu sinnar.
Fraxnh. á bls. S
Álexander tekur
við störfum
LUNDÚNUM, 29. febr. — Alex-
ander, fyrrum stjórnarfulltrúi
Breta í Kanada, sór embættiseið
sinn í dag, en hann tekur nú við
störfum landvarnaráðherra af
Churchill, sem hefur gengt því
embætti frá því stjórnin var mynd-
uð. ■—Reuter.
Bófakröhir í Kaíró
KAÍRÓ, 29. febr. — Talsmaður
brezka sendiráðsins í Kaíró til-
kynnti í dag, að þegar hefðu bor-
ist 73 skaðabótakröfur frá brezk-
um fyrirtækjum vegna tjóns í ó-
eirðunum miklu 26. janúar s. I.
Nema þær samtals 520 þúsund
egypzkum sterlingspundum. Að
auki hefðu 26 aðrar brezkar stofn-
anir sett fram kröfur, en enn ætti
eftir að meta tjón þeirra. Að-
standendur þeirra sem myrtir voru
í óeirðunum og þeir sem særðust
hafa enn ekki gert bótakröfur.
■—Eeuter-NTB.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PARÍS og Washington 29. febrúar. — Stjórnarkreppa er nú enii
einu sinni skollin á í Frakklandi og er það í þriðja sinn á einu ári.
Eftir að samþykktar höfðu verið flestar greinar fjáraukalagafrum-
varps stjórnarinnar um aukin útgjöld til landvarna, laut hún loka
í lægra haldi við atkvæðagreiðslu um þann lið frumvarpsins, sera
fjallar um fjáröflun til þeirra ráðstafana, sem þegar var búið acS
samþykkja. Atkvæði féllu þannig að stjórnin hlaut 283 atkvæðx
gegn 309, en meðal þeirra sem snerust gegn stjórninni voru margip
flokksmenn Faures forsætisráðherra. Frakklandsforseti hefur þegar;
rætt við leiðtoga flokkanna um hið alvarlega ástand.
Helgóland
afhent í dag
<*PAUL REYNAUD
Auriol sneri sér til Paulá
Reynauds fyrrum forsætisráð-
herra, sem hann hafði kvatt heira
frá Englandi í skyndi, en þar var
hann á ferðalagi, og fól honura
að gera tilraun til stjórnarmynd-
FRANKFÚRT, 29. febr. — Vest- j unar. Reynaud er talinn atkvæða-
ur-þýzkum yfirvöldum veröur af- mesti stjórnmálamaðurinn meðal
lient eyjan Helgóland á morgun, * hægrima'ina í franska þinginu ogj
laugardag, til fullra umráða, með er einmitt sérfræðingur í þeira
þeim skilmálum, að á henni verði j málum, sem nú er mest aðkall-
aldrei reist vígvirki, sem beint sé! andi að ráða fram úr. Reynaud
gegn Bretum. tilkynnti, er hann hafði rætt vi?S
Helgóland hefur um 7 ára skeið forseta þingsins, að hann teldi sig
verið skotmark brezkra æfinga-
flugvéla og var síðustu sprengj-
unum varpað á eyna 21. febrúar
síðastliðinn.
Þýzkir lögreglumenn hafa dval-
izt á Helgóland undanfama dága
til þess að hindra að íbúarir flytt-
ust til sinna fyrri heimkynna fyrr
en fo'i'mleg afhendmg hefði átt
sér stað, en þeir eru um 2500
talsins.
Helgólandsbúar' vsenta á annað
hundrað milljón króna framlags
frá ríkinu til endurreisnarinnar.
Kórea:
Enn er deilt um
hlutleysi Rússa
TÓKÍÓ, 29. febr. — Fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna lýstu því yfir
á samningafundi í Panmunjom í
dag, að þeir mundu aldrei fallast
á að Rússar tækju cuti í hlutlausri
eftirlitsnefnd, sem áformað er að
koma á fót, og því væri þýðingar-
laust að minnast á það mál fram-
ar.
1 fangaskiptanefndinni situr að
heita má við það sama. Samkomu-
lag varð um aukaatriði í dag, en
megin ágreiningsefnið er sem fyrr
sjálfsákvörðunarréttur fanga.
Skriðdrekar S. Þ. gerðu harð-
vítuga árás á miðvígstöðvunum í
dag með góðum árangri.
—Reuter.
9 vegnir í Malaja
KÚALA LÚMPÚR, 29. febr. —
Brezkur verkfræðingur og ' inn-
fæddur lögregluþjónn voru skotn-
ir til bana í Malaja í dag, er
hi’yðjuverkamenn gerðu þeim fyr-
irsát í skógarrjóðri, þar sem þeir
áttu leið um.
Tveir menn aðrir hlutu áverka
í skothríðinni. —- Undanfarna 2
daga hafa Bretar vegið 7 hryðju-
verkamenn í bardögum. —Reuter.
hafa möguleika til að koma nýrri
stjórn á laggirnar, en óvíst væri
hvort hún hlyti tilskilinn stuðn-
ing í þinginu, sem er 314 atkv.
NÆTURFUNDIR
í nótt hyggst Reynaud ræða
við leiðtoga flokkanna og í fyrra-
málið (laugardag) gengur hann
á fund forsetans. Kunnugir menn
telja að jafnaðarmenn verði treg-
astir til þátttöku í þeirri sam-
steypustjórn, sem talið er afí,
reynt verði að mynda.
ÁÆTLANIR ÚT UM ÞÚFUR
Stjórnarkreppan í Frakklandl
hefur valdið stjórnmálamönnura
vestan hafs og í bækistöðvura
Atlantshafsbandalagsins miklura
áhyggjum. Líkurnar til þess, a5
Frakkar fái risið undir skuldbind
ingum sínum við bandalagsríkin
og varnir Vestur-Evrópu hafa nú
rýrnað að mun. Getur það bein-
línis haft þau áhrif, að áætlanir
og tímaákvarðanir í þeim málura
fari að miklu leyti út um þúfur.
Engar líkur voru til þess, a<3
Frakkar gætu staðið í skilura
nema tillaga stjórnarinnar ura
15% 'skattahækkun yrði sam-
þykkt.
25 MILLJARÐA FRANKA LÁN
Vegna hins óhugnanlega efna-
hagsöngþveitis, sem af stjórnar-
^kreppunni leiðir samþykkti
franska þingið í kvöld með 408
atkvæðum gegn 101 tillögu stjórn
arinnar um 25 milljarða franka
neyðarlán hjá Frakklandsbanka
til að standa straum af útgjöldura
franska ríkisins, en dagleg út-
gjöld eru nú miklum mun meiri1
en tekjurnar.
ÁHYGGJUEFNI
Hin tíðu stjórnarskipti í Frakk-
landi eru orðin mikið áhyggju-
efni manna þar í landi. Óttasfi
þeir að vonum að ríkisvaldicS
missi tiltrú fólksins og aðstaða
þess veikist þannig að til ískyggi-
legra atburða geti dregið, ef á-
framhald verður á.