Morgunblaðið - 01.03.1952, Page 8
B
MORGVISBLAÐIÐ
Laugardagur 1. marz 1952
Útg.: H.f. Árvtkur, Keykjavík.
Framkv.stJ.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóxl: Valtýr Stefánsson (ábyrgffarmj
Lesbók: Áml Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Áml GarCar Krfstinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, lnnanlands.
I lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með LesbóK.
Hvaða verndar þarfnast inn-
lendur iðnaður ?
ÝMSAR greinar íslenzks iðnaðar
hafa undanfarið átt við erfiðleika
að etja. Framleiðsla þeirra hefur
dregizt saman og allverulegt at-
vinnuleysi skapazt hjá iðnaðar-
fólki.
Meginástæða þessara erfiðleika
er sú, að hinn innlendi iðnaður
hefur ekki þolað samkeppnina
við ýmsar erlendar iðnaðarvörur,
seih fluttar hafa verið til landsins
síðan rýmkað var um verzlun og
innflutning. Undanfarin ár, með-
an höft og hömlur settu svip sinn
á verzlun og viðskipti, var ekki
um slíka samkeppni að ræða.
Atvinnuleysi iðnaðarfólks er að
sjálfsögðu vandamál, sem varðar
fleiri menn en þá, sem misst hafa
atvinnu sína eða réka verk-
smiðjur og iðnfyrirtæki. Allri
þjóðinni er það mikilvægt hags-
munamál að unnt verði að efla
innlendan iðnað og gera atvinnu-
líf þjóðarinnar þar með fjöl-
breyttara og lífvænlegra. Hitt
hlýtur öllum að vera ljóst, að
fráleitt er að ætla sér að vernda
innlenda iðnframleiðslu til lengd-
ar með innflutningshömlum og
allsherjar haftapólitík. Því færi
víðsfjarri að hagsmuna almenn-
ings væri gætt með slíkri stefnu.
Kjarni málsins er sá, að hags-
munir almennings krefjast frjálsr
ar verzlunar og samkeppni um
viðskiptin. En jafnhliða verður
að freista þess að treysta grund-
völl innlends iðnaðar og veita
honum þann stuðning, sem frek-
ast er unnt.
★
Þess vegna verður að vænta
þess að hið opinbera og sam-
tök iðnaðarins sjálfs taki
höndum saman um víðtæka
rannsókn á leiðum, sem til
greina koma í því skyni. Að
henni lokinni er hægt að gera
dæmið upp. Þá ættu að liggja
fyrir upplýsingar um, hvers
konar og hve mikils stuðnings
einstakar iðngreinar þarfnast
til þess að geta haldið uppi
framleiðslu og atvinnu. Þá
verður það væntanlega einnig
ljóst, hvaða iðnaður er heil-
hrigður og á vernd skilið og
hver ekki.
Hvar er spamaðar-
nefnd Eysfeins!
+
Að því verður fyrst og fremst
að stefna að géra innlenda iðn-
framleiðslu samkeppnisfæra við
hina erlendu. Ef það ekki er hægt
verður að athuga, hvaða stuðning
einstakar iðngreinar þurfa til
þess að geta borið sig og staðizt
samkeppnina. Um það blandast
áreiðanlega fáum hugur að sjálf-
sagt er og eðlilegt að ívilna inn-
lendum iðnaði. Slíkt má þó ekki
gerast á þann hátt að honum sé
sköpuð alger einokunaraðstaða.
Sá stuðningur væri of dýr fyrir
þjóðina og ennfremur fjarri því
að vera heppilegur fyrir iðnaðinn
sjálfan. Hófleg samkeppni er allt-
af líklegasta leiðin til þess að
skapa vöruvöndun og stuðla 'að
framförum og umbótum í fram-
leiðslunni.
Á Varðarfundi, sem haldinn
var fyrir nokkrum vikum,
benti Bjami Benediktsson ut-
anríkisráðherra á það, að
nauðsynlegt væri að rannsókn
yrði látin fara fram á því,
hvaða stuðnings þær iðngrein-
ar þörfnuðust, sem orðið hafa
að lúta í lægra haldi fyrir er-
lendum iðnvarningi, sem inn
hefur verið fluttur síðan
rýmkað var um verzlunina.
Hann taldi að auðvelt ætti að
vera að framkvæma slíka
rannsókn.
★
Fyllsta ástæða er til þess að
taka undir þessa tillögu ráðherr-
ans. Atvinnuleysið hjá iðnaðin-
um er orðið svo tilfinnanlegt að
óhjákvæmilegt er að athugaðar
verði leiðir til ,þess að bæta úr
því. Það hlýtur og að sjálfsögðu
að vera takmark þjóðarinnar á
hverjum tíma að framleiða sem
allra mest af nauðsynjum okkar
í landinu sjálfu. Margar stoðir
renna því undir þá kröfu, að hið
allra fyrsta verði snúizt að því
að gera sér það Ijóst, hvað þurfi
að gera til þess að létta iðnaðin-
um rekstur sinn, án þess þó að
skapa honum einokunaraðstöðu
með innflutningsbönnum og höft-
um.
í FRAMHALDI af umræðunum
um sparnaðarnefnd Reykjavíkur,
sem starfað hefur>síðan árið 1947
fyrir frumkvæði Sjálfstæðis-
manna væri ástæða til þess að
spyrja Tímann, sem hefur verið
með tilburði til að þakka þessa
sparnaðarviðleitni, Framsókn og
fulltrúa hennar í bæjarstjórn,
að því, hvar sparnaðarnefnd Ey-
steins Jónssonar sé. Þá mætti
einnig varpa fram þeirri spurn-
ingu, hver árangur hafi orðið af
starfi hennar?
Það væri mjög fróðlegt að fá
upplýsingar um þetta.
Raunar er óþarfi að gera ráð
fyrir að þær verði mjög jákvæð-
ar. Skammt er síðan Alþingi
lauk afgreiðslu hæstu fjárlaga
hins íslenzka ríkis. í sambandi
við hana-birtust engar sparnað-
artillögur frá fjármálaráðherran-
um. Útgjöld ríkisins hafa hlut-
fallslega hækkað allmiklu meira
en útgjöld Reykjavíkurbæjar. —
Stórkostlegar umframgreiðslur
hafa einnig átt sér stað utan fjár-
laga. Vegna stóraukinna tolla- og
skattatekna ríkis hefur þó tekizt
að halda ríkisbúskapnum greiðslu
hallalausum.
★
Allt bendir til þess að ríkið
muni á næstunni ekki komast
hjá að hafa svipaðan hátt á og
Reykjavíkurbær. Það verður að
fela reyndustu og beztu starfs-
mönnum sínum að gera tillögur
um hagkvæmari rekstur og ódýi-
ari framkvæmd ýmis konar starf-
semi. Það skal engan veginn
dregið í efa að núverandi fjár-
málaráðherra vilji gjarnan stuðla
að slíkri sparnaðarviðleitni. En
ennþá hefur hún ekki séð dags-
ins ljós.
Tíminn, blað Framsóknar-
flokksins, veit þetta. Þess
vegna reynir það af veikum
burðum að þakka félagsmála-
ráðuneytinu og fulltrúa sínum
í bæjarstjórn forsjálni og ráð-
deild borgarstjóra og Sjálf-
stæðismeirihlutans, sem stjóm
ar málum höfuðborgarinnar. '
Djarfasti njósnari neimS'
styrjaidarinnar síðari
Hafi nokkur maður nokkru
sinni kunnað að leika tveim
skjöldum, er það Richard
Sorge. Hann var fæddur í
Baku fyrir aldamótin, rúss-
neskur að mcðerni,en þýzkur
að faðerni. Ólst upp í Þýzka
landi og barðist með Þjóð-
verjum í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Eftir það las hann hag-
fræði, gerðist síðar blaða-
maður og fluttist til Austur-
ríkis, en þar gerðist sú saga,
sem hér er sögð.
STÓRKOSTLEGASTA njósna-
mál síðustu heimsstyrjaldar er
órjúfanlega tengt nafninu Richard
Sorge. Hann var um langan aldur
fréttaritari þýzka stórblaðsins
„Frankfurter Zeitung“ í Tókíó.
Þegar Mac Arthur gaf á sínum
tíma opinbera skýrslu um mál,
Sorges, lét hann svo um mælt,
að öll önnur njósnamál á síð-
ast liðnum tíu árum væru barna-
leikur einn í samanburði við það,
sem Sorge hafði afrekað.
FÆDDUR í BAKU
Sorge fæddist 1907 í Baku við
Kaspíahaf. Faðir hans var þýzk-
ur, en móðirin rússnesk. Allt frá
bernsku var hann hinn gjörfu-
legasti að velli; tók hann því
snemma þátt í íþróttum við góð-
an orðstír. Hann tók þátt í heims-
styrjöldinni fyrri og særðist oft.
Eftir styrjöldina las hann hag-
fræði og starfaði um skeið sem
námaverkfræðingur í Belgíu og
Þýzkalandi. Hann tók síðan að
fást við blaðamennsku, og 1931
var hann sendur til Kína á kostn-
að blaðs þess, er hann starfaði
við. Átti hann að kynna sér bún-
aðarhætti þar. Síðar var hann
sendur til Japan í sömu erinda-
gjörðum.
í ÞJÓNUSTU RÚSSA
Er hann var handtekinn í Tókíó,
í októbermánuði árið 1941, kom
í Ijós, að hann hafði verið skráð-
ur meðlimur þýzka kommúnista-
flokksins allt frá 1918. Nokkrum
árum eftir fyrra stríðið, gerðist
hann leynifulltrúi Rússa, og hafði
hann því starfað lengi í þeirra
þjónustu, er hann var sendur til
Austurlanda. Á síðustu áAim áð-
ur en hann var handtekinn, stóð
hann í nánu sambandi við fjórðu
skrifstofu rauða hersins.
TIL JAPAN
Sorge kom fyrst til Japan árið
1933, og vegna töfrandi fram-
komu og óvenju glæsilegra gáfna,
aflaði hann sér skjótt margra
vina. Hann var í meðallagi hár,
herðibreiður, og jafnan vel bú-
inn. Ungu stúlkurnar í Tókíó
urðu frá sér numdar af hrifningu
og fannst hann vera ímynd hins
fullkomna kvikmyndaleikara.
FJÖLBREYTT STARFSEMI
Njósnastarfsemi Sorges í Japan
var fólgin í því, að á hverju
kvöldi milli kl. 19 og 20, á ár-
unum 1933—1941, sendi hann
skeyti um leynilega sendistöð, sem
fólgin var í bústað þýzka sendi-
herrans í Tókíó. Sorge til að-
stoðar við útsendingar þessar, var
útvarpssérfræðingur, Max Klau-
sen, að nafni. Þeir fálagar sendu
daglega fregnir af því, sem gerð-
ist á fundum japönsku stjómar-
innar; enn fremur létu þeir hin-
um rússnesku yfirboðurum sínum
í té mikilvægar upplýsingar, sem
þeir öfluðu sér á þýzku ræðis-
mannsskrifstofunni. Svo var Sorge
fyrir að þakka, að Rússar vissu
löngu fyrir fram um andkomin-
tern- samninginn, þríveldasátt-
málann og öll samskipti Banda-
ríkjanna og Japana. Hann gerði
Rússum viðvart um árás Þióð-
verja, fjórum vikum áður en hún
var gerð (Stalin hafði einnig
fengið upplýsingar frá Churchill
um þetta atriði, en látið þær sem
Pýzká klaöaiTisð^riíin, sesn vas*
náinn vinur sendiherra
verja í Tokíó9 en jafnframf skæd-
asti njésnari Rússa í
vind um eyrun þjóta). Einnig
skýrði hann Rússum frá því, að
þeir myndu ekki þurfa að óttast
japanska árás. Síðustu skeyti
hans, sem send voru í október
1941, voru á þá leið, að Japanir
myndu að öllum líkindum ráðast
á Bandaríkin og England í nóv-
ember eða desember s.á.
NÁKVÆMAR UPPLÝSINGAR
Öll þau ár, sem hann dvaldi
í Japan, lét hann Rússum í té
nákvæmar skýrslur um hergagna
framleiðslu og herstyrk Japana,
staðsetningu einstakra herdeilda,
iðnaðarframleiðslu, kola- og oUu-
birgðir o. s. frv. Þessar upplýs-
ingar gerðu Rússum kleyft að snú-
ast á réttan hátt við flóknum
vandamálum, hernaðarlegs og
stjórnmálalegs eðlis. í augúm
Rússa var Richard Sorge dýr-
mætari en heilt herfylki.
EINKALÍF OG NJÓSNARI
1 njósnaraflokki þeim, er Rich-
ard Sorge hafði um sig, var helzt-
ur valdamaður Japaninn Hozumi
Ozaki, sem hafði yfir að ráða
mjög góðum samböndum. Var
hann t. d. um skeið einkaritari
forsætisráðherra Japana, Konoye
fursta. Sjálfur var Sorge náinn
vinur þýzka sendiherrans, Ott. —•
Einnig stóð hann í nánu sambandi
við þýzka hermálaíulltrúann og
aðra starfsmenn sendiráðsins, og
sem blaðamaður hafði hann prýði-
I lega aðstöðu til að afla marg-
| víslegra upplýsinga.
I Um margra ára skeið lifði
Sorge tvíþættu lífi. Það var ein-
göngu að þákka viljaþreki hans
og þrautseigju, að hann lét ekki
|bugast. Fyrir tilviljun eina komst
jhann í náin kynni við ýms fórn-
I arlamba sinna. Margir þeirra, sem
,hann vann gen á laun, dáðu hann
og virtu, og alla tið umgekkst
hann mikið óvini sína.
ÖRLAGARÍK „MISTÖK“
Þótt undarlegd; megi virðast,
urðu kommúnistar sjálfir til þess
Framh. á bls. 12.
Velvakandi skriíai:
tm DASLSGA KÍFZNV
Vanhelgun arfsins.
VELVAKANDI. í augum þjóð-
arinnar hefir aldrei og verð-
ur aldrei til nema ein Snorralaug,
laugin þar sem Snorri fór í bað.
Og þessi laug er ótvíræður dýr-
gripur, óvenjuleg finnst okkur,
þar sem hún ber raunar af flest-
um fornmingjum hérlendis.
Það eru því málspjöll af verstu
tegund, þegar nafn hennar er tek
ið bessaleyfi Qg því klínt á gróða-
fyrirtæki í Reykjavík. Sannar-
lega hlýtur hlutverk væntanlegr-
ar málverndarstofnunar m. a, að
vera að koma í veg fyrir slíka
vanhelgun á sögu og tungu þjóð-
arinnar.
Einhvern góðan veðurdag get-
um við búizt við að rekast á
daunilla bjórknæpu í Hafnar-
stræti með skræpóttu skilti, þar
sem á stendur Þingvöllur.
Ég mótmæli þessu, og fullyrði
að ráðizt hafi verið inn í vé ís-
lenzkrar tungu og menningar.
/E. S.“
'■< ’
Hún smíðar með
manni sínum
KONAN, sem sendir þetta bréf,
lætur sig hafa það að aðstoða
mann sinn við húsasmíðarnar.
,;Kæri Velvakandi.
Ég get ekki stillt mig um að
skrifa þér fáar línur. Hinn 15.
febrúar talaðir þú um lán til smá-
íbúðarhúsa, og langar mig nú að
spyrja: Er eingöngu miðað við
lítil hús eða hús undir 100 ferm.?
Ef svo er, hvers eiga þá þeir að
gjalda, sem eru komnir á veg að
. . . húsfreyjan vinnur með
manni sínum.
reisa sér stærri hús, en hefðu
viljað njóta góðs af lánunum?
Það er hver sjálfum sér næst-
ur, og á ég hér við mig og minn
mann. Við erum að koma okkur
upp húsi utan við bæinn, ein hæð
110 ferm.
Vantar peninga
VIÐ fáum barnfóstru til að vera
hjá börnunum öll kvöld og
helgar til þess að geta verið bæði
við vinnu í húsinu langt fram á
nætur. Ekki kemur til greina að'
kaupa út handtak, því að pening-
ar eru af skornum skammti.
Annars þykir mér virðingar-
vert, hve margir leggja hart að
sér til að eignast heimili og hús
eins og nú er ástatt, að þurfa að
sækja um leyfi á leyfi ofan. Það
er líka vonandi, að innan skamms
verði þetta frjálst, svo að allur
eltingarleikur úr einu horninu í
annað stöðvist. .
Kona í byggingarvinnu."
Breyting til batnaðar.
ÞAÐ er sannarlega illt í efni, að
allir skuli ekki geta fengið
lán til að eignast þak yfir höfuð-
ið, en því verður þó ekki í móti
mælt, að vel hefir miðað í áttina.
Úr því að ekki reyndist kleift að
verða við allra óskum, þá er eðli-
legt, að lánin séu bundin við til
tekna stærð, nokkur stórhýsi
gætu svelgt allt lánsféð að öðrum
kosti.
Tólf milljónir Iánaðar
til húsasmíða.
SEINASTA alþingi samþykkti,
að ríkissjóður skyldi lána 12
milljónir tekjuafgangsins til húsa
smíða. Renna 4 milljónir til smá-
íbúða og sitja þessir fyrir lánum
til þeirra: Barnafjölskyldur, ungt
fólk, sem stofnar til hjúskapar,
fólk, sem býr í heilsuspillandi nús
næði, er ekki verður útrýmt sam-
kvæmt III. kafla laga um opin-
bera aðstoð við byggingar íbúðar-
húsa í kaupstöðum og kauptún-
um.
Aðrar 4 milljónir verða lánaðar
fólki í samræmi við fyrrnefndan
III. kafla. (Ef til vill gæti „kona
í byggingarvinnu" fengið lán sam
kvæmt því :ákvæði, því að þar er
ekjki bundið við ,,smáíl»úðir“). —
Loks eiga 4 milljónir að renna til
verkamannabústaða.