Morgunblaðið - 06.03.1952, Blaðsíða 4
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 6. marz 1952
M
í dag er 67. dagur ársins.
Þann dag er tungl f jærst jörðu.í
Ardegisflæði kl. 0.05.
Síðdegisílæði kl. 12.25.
Næturlæknir er í Læknavarð-j
stofunni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinnij
Iðunni, sími 7911.
I.O.O.F. 5e^133368%=9 I
-□
f gær var aust-norðaustan
átt hér á landi, hægur við
suðvesturströndina, en 4—6
vindstig í öðrum landshlut-
um Sunnan og vestanlands
var bjartviðri en lítilsháttar
snjókoma á Austurlandi og
á Vestfjörðum norðantil. í
Reykjavík var hiti +3 stig
kl. 14.00, 0 stig á Akureyri,
-^2 stig í Bolungarvík og 0
stig á Dalatanga. Mestur hiti
' hér á landi í gær kl. 14.00,
mældist á nokkrum stöðvum
sunnanlands +3 stig, og
minnstur hiti hér á landi
mældist á Möðrudal -f-5 stig.
í London var hiti +10 stig
og +1 stig í Kaupmannahöfn
□---------------------------□
Sængurvera-
damask
140 cm. breitt,
margar gerðir.
VARÐAN h.f.
Laugaveg 60. Sími 6783
Fiður- og dúnhelt
Lérefl
blátt, 140 cm. breitt.
VARÐAN h.f.
Laugaveg 60. Sími 6783
Gluggatjaldaefni
Beocaði, margar gerðir og
litir.
VARÐAN h.f.
Laugaveg 60. Sími 6783
Gólfteppi
Falleg smáteppi og mottur
VARÐAN h.f.
Laugaveg 60. Sími 6783
Herrafrakkar
Enskir alullar gabardine
frakkar.
VARÐAN h.f.
Laugaveg 60. Sími 6783
Pakkhússalan
selur alis konar húsgögn
svo sem nýja borðstofu-
stóla, kr. 190.00, borð, bað-
ker, bílagúmmí, bóka-
skápa, tvísetta klæða-
skápa, stofuskápa o. m. fl.
Pakkhússalan
Ingólfsstræti 11
Sími 81085.
2|a herb. íbúð
á hæð, með baði, geymslu
og þvottahúsi, á hitaveitu
svæði til leigu í tvö ár.
Fyrirframgreiðsla nauð-
^synleg. Tilboð sendist Mbl.
fyrir 9. þ.m. merkt: ,,Ný-
tízku íbúð — 1954 — 213“.
S.l. laugardag voru gefin saman
í hjónaband af séra Jóni Auðuns
ungfrú Sigrún Eydís Jónsdóttir,
Álfaskeiði 36, Hafnarfirði og
Pétur J. Ingason, flugvirki frá
Akranesi. Heimili þeirra verður
á Álfaskeiði 36, Hafnarfirði.
S.l. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Nanna Tómas-
dóttir, símamær, Blönduósi og
Skúli Pálsson, simamaður, Sund-
laugavegi 8, Reykjavík.
Flugfélag Islands h.f.
Innanlandsflug: í dag eru áætl-
aðar flugferðir til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Blönduóss, Sauð
árkróks og Austfjarða. Á morgun
er ráðgert að fljúga til Akureyrar
Vestmannaeyja, Kirkjubæjar-
klausturs, Fagurhólsmýrar og
Hornafjarðar.
Millilandaflug: Gullfaxi kom til
Reykjavíkur frá Prestvík og
Kaupmannahöfn í gærkveldi.
Skipafréttir:
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Reykjavík
29. febr. til London, Boulogne,
Antwerpen og Hull. Dettifoss fer
frá Reykjavík í gærkvöldi til
Akraness og Keflavíkur og frá
Reykjavík í kvöld til New York.
Goðafoss fór frá New York 28.
febr. til Reykjavíkur. Gullfoss
kom til Reykjavíkur 3. marz frá
Kaupmannahöfn og Leith. Lag-
arfoss kom til New York 1. marz,
fer þaðan væntanlega 12. marz
til Reykjavíkur. Reykjafoss fór
frá Belfast 3. marz til Reykja-
víkur. Selfoss fór frá Vestmanna
eyjum 2. marz til Leith, Bremen,
Hamborgar og Rotterdam. Trölla
foss kom til New York 4. marz,
fer þaðan væntanlega 11. marz
til Reykjavíkur. Foldin fór frá
London 4. marz til Jleykjavíkur.
Ríkisskip:
Hekla er á Austfjörðum á norð
urleið. Skjaldbreið var á Grund-
arfirði í gær. Oddur var á Horna
firði í gær. Ármann fer væntan-
lega frá Reykjavík í kvöld til
Vestmannaeyj a.
Skipadeild S.f.S.
Hvassafell fór frá Bremen í gær
morgun, áleiðist til Fáskrúðsfjarð
ar. Arnarfell lestar gærur fyrir
Austfjörðum. Jökulfell fór frá
Reykjavík 29. f.m. til New York.
Jöklar h.f.
Vatnajökull fór fram hjá Lissa-
bon í morgun á leið til Reykja-
víkur.
KRABBAMEINSFÉL. ÍSLANDS
hafa nýlega borizt þessar gjaf-
ir: Kvenfélagið Nanna, Norðfirði,
kr. 1.000,00, og N. N. kr. 100,00.
Rvík 4. marz 1952
f.h. Krabbameinsfélags íslands
Gísli Sigurbjörnsson,
gjaldkeri.
SKIPSTJÓRINN
á brezka togaranum Lord
Cunningham, A. E. Thompson,
hefur skrifað blaðinu bréf og
neitar hann því að hafa verið
undir áhrifum áfengis er skip
hans tók niðri við Stafnes, eins
telur hann sig aldrei hafa verið
villtan af leið.
HAPPDRÆTTI
Dregið var í happdrætti Kven-
félags Neskirkju, 15. nóv. s.l.
Ósóttir vinningar eru nr.: 29354
— 18779 — 18785 — 26841 —
840 — 16725 — 21311. — Upplýs-
ingar á Víðimel 38.
Ef yður vantar hurðarstöðv-
ara, er mjög þægilegt að nota
tómt tvinnakefli. Þér þurfið að-
eins að fá yður nægilega langa
skrúfu til þess að festa keflið með
SÓLHEIMADRENGURINN
B. K. 50, áh. S. W. 50, G. A.
50, áheit Ella 50, N. Þ. 25.
FÓLKIÐ SEM BRANN HJÁ
N. N. 100, H. Á. 50.
VEIKI MAÐURINN
Kerling 25.
SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ
heldur aðalskemmtun sína í
Tjarnarcafé niðri á laugardaginn
kemur, þ. 8. marz.
Söfnin:
Landsbókasafnið er opið kl. 10—-
12, 1—7 og 8—10 alla virka daga
nema laugardaga klukkan 10—12 og
yfir sumarmánuðina kl. 10—12.
— Þjóðskjalasafnið klukkan 10—12.
— Þjóðminjasafnið er opið kl. 1—
4 á sunnudögum og kl. 1—3 á
þriðjud. og fimmtud. Listas. Einars
□-
-□
EFLIÐ ISLENZKT ATVINNU-
LÍF OG VELMEGUN I LANDINU
MEÐ ÞVf AÐ KAUPA ÁVALLT
AÐ ÖÐRU JÖFNU INNLENDAR
IÐNAÐARVÖRUR.
□-
-□
Fimm mínúfna krossgáfa
• 9
SKÝRINGAR
Lárétt: —1 Koma á samkomu-
lagi — 6 tala — 8 slá — 10 húð
— 12 fitandi — 14 ending — 15
samhljóðar — 16 ósoðin — 18
mjög heitt.
Lóðrétt: — 2 borðandi — 3
fangamark — 4 spíra — 5 þjóð-
höfðingja — 7 rásinni •— 9 elsk-
aður — 11 brodd — 13 peninga —
16 upphrópun — 17 auk.
Lausn siðustu krossgátu.
Lárétt: — 1 smátt — 6 eða —
8 ker — 10 ung — 12 eskimói —
14 PS — 15 GL — 16 ala — 18
auðtrúa.
Lóðrétt: — 2 merk — 3 áð ■—
4 taum — 5 skepna — 7 ógilda —
9 ess — 11 nóg — 13 illt — 16 að
17 ar.
Jónssonar verður lokað yfir vetrar-
mánuðina. — Bæjarbókasafnið er
opið kl. 10—12 f.h. og frá kl. 1—10
e.h. alla virka daga. Ctlán frá kl.
2 e.h. til 10 e.h. alla virka daga. Á
sunnudögum er safnið opið frá kl.
4—9 e.h. og útlán frá kl. 7—9 e.h.' —
Náttúrugripasafnið opið sunnudaga
kl. .2—3. — Listasafnið er opið á
þriðjudögum og fimmtudögum kl. 1
—3; á sunnudögum kl. 1—4. Aðgang
ur ókeypis. — Vaxmyndasafnið í
Þjóðminjasafnsbyggingunni er opið
frá kl. 13—15 alla virka daga og
13—16 á sunnudögum.
8.00 Morgunútvarp. — 9.10 Veð
urfregnir. 12.10—13.15 Hádegis-
útvarp. 15.30—16.30 Miðdegis-
útvarp. — (15.55 Fréttir og veð-
urfregnir). 18.25 Veðurfregnir.
18.30 Dönskukennsla; II. fl. —
19.00 Enskukennsla; I. fl. 19.25
Tónleikar: Danslög (plötur).
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir
20.20 íslenzkt mál (Björn Sigfús-
son háskólabókavörður). 20.35
Tónleikar (plötur).: Píanósónata
í h-moll eftir Liszt (Vladimir
Horówitz leikur). 21.00 Skólaþátt
urinn (Helgi Þorláksson kennari)
21.25 Einsöngur: Erling Krogh
syngur (plötur). 21.45 Samtals-
þáttur: Daði Hjörvar talar við
Albert Guðmundsson knatt
spyrnukappa. 22.00 Fréttir og veð
urfregnir. — 22.10 Passíusálmur
(22). 22.20 Sinfónískir tónleikar
(plötur): a) Konsert fyrir flautu
hörpu og hljómsveit eftir Moz-
art (Marcel Moyse, Lily Laskine
og sinfóníuhljómsveit leika; Cop-
pola stjórnar). b) Sinfónía nr.
5 í c-moll op. 67 eftir Betthoven
(NBC-sinfóníuhljómsveitin leik-
ur; Toscanini stjórnar). 23.15 Dag
skrárlok. ____
Erlendar stöðvar:
Noregur: — Bylgjulengdir: 41.51;
25.56; 31.22 og 19.79.
| Auk þess m. a. kl. 17.35 har-
móníkuhljómleikar, kl. 18.05 fil-
I harmónískir tónleikar, kl. 18.45
leikrit, Gullkálfurinn, kl. 20.30
danslög.
Danmörk: Bylgjulengdir 12.24 og
11.32. — Fréttir kl. 16.15 og 20.00
og 16.84. — U. S. A.: — Fréttir
m. a. kl. 17.30 á 13, 14 og 19 m. band
mu. Kl. 22.15 á 15, 17, 25 og 31 m.
Auk þess m. a. kl. 18.00 fimmtu
dagshljómleikar, kl. 19.50 erindi
um umferðarslys, kl, 20.15 dans-
lög. |
Svíþjóð: Bylgjulengdir: 27.00 og
9.80. — Fréttir kl. 16.00; 19.30; 7.04
og 21.15.
Auk þess m. a.: kl. 18.15 leik-
rit, kl. 20.30 þjóðlög.
England: Fréttir kl. 01.00; 3.00;
.00; 06.00; 10.00; 12.00; 15.00;
17.00; 19.00; 22.00 á bylgjulengdum
13 _ 14 — 19 — 25 — 31 — 41 og
49 m. —
Auk þess m. a. kl. 10.20 Úr rit-
stjórnargreinum blaðanna, kl.
10.450 landbúnaðarerindi, kl.
11.15 hlöðudansleikur, kl. 12.15
Kvöld í óperunni, kl. 13.15
skemmtiþátturinn, Have a go!
15.30 þátturinn „Crazy people‘%
kl. 15.30 óskalög hlustenda, létt
lög, kl. 17.30 Bring up the curtain
frá óperunni, kl. 22.45 þátturinn,
„Crazy people“.
Nokkrar aðrar stöðvar:
Frakkland: — Fréttir á ensku,
mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kl. 15.15 og alla daga kl. 2.45.
Bylgjulengdir: 19.58 og 16.81.
— Útvarp S.Þ.: Fréttir á ísl,
alla daga nema laugardaga og
sunnudaga. — Bylgjulengdir: 19.75.
Kl. 23.00 á 13, 16 og 19 m. bandinu.
Frá sérleyfisbifreiðum Keflavíkur:
Frá Keflavik:
Kl. 9,15
— 1,15
— 5
— 9
Frá Reykjavík:
Kl. 11
— 3
— 7
— 11,15
J :
I
IJppboð
Opinbert uppboð verður haldið í skrifstofu borgar-
fógeta í Tjarnargötu 4, föstudaginn 7. marz n. k. kl. 4
e. h., og verða þá seld eftir kröfu Landsbanka Islands
2 farmskírteini, annað yfir 613% yards af borðdúkaefni
úr hör og hitt yfir 216 pör nylonsokka.
Sýnishorn verða á uppboðsstað.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Allt selt með hálfvirði
ótal eigulegir munir á örfáar krónur.
Munið útsöluna á Laugaveg 12.
TOILETPAPPIR,
fyrirliggjandi.
^JJriótjánóóon (S? CJo. h.j^.