Morgunblaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 1
16 síðiir «#laM 39. árgangur. 5. tbl. — Fimmtudagur 20. marz 1952 Prentsmiðja Ktorgunblaðsinf. Ákirörðun tekin í landhelgismáliiiu: örðum lokað arkalínan ffórar mílur frá yztu annesjum Sjálfsvörn smáþjóðar byggð á lögum og rétti ds Thoís í gæi'Reglugerðgefinúlumvernd- ¥@ipsiæ@ii OLAFUR TKORS atvinnumála- ráðherra flutti í gærkvöldi ræðu í útvarp um þær ráðstatanir, sem ríkisstjórnin hefur nú gert til verndar íslenzkum fiskimiðum. Er þar rakin baráttusaga íslend- inga í landhelgismaíunum og gerð grein fyrir þeim ákvörðun- um, sem xm hafa verið teknar. Fer ræða ráðherrans hér á eftir: EFNAHAGSLEG AFKOMA fSLENDINGA BYGGIST Á FISKIMIÐUNUM UMÍÍVEKFIS LANDIÐ ÞAÐ ER kunnara en frá þarf að segja, að við fslendingar búum í hr'jóstrugu landi og þurfum aS flýtja inn flestar nauðsynjar okk- ar. Um 95% af útflutningsvörum okkar eru sjávarafurðir, sem við öflum á miðunum umhverfis land ið. Án þeirra miða væri landið Íítt byggilegt. En aðar þjóðir hafa einnig vilj að nota sér fiskimfö okkar og það er óhætt að segja, að ágengni þeirra hafi farið sívaxandi eftirt ^s,því sem tímar liðu, bæði að því ev varðar notkun æ stórvirkari tækja cg þannig að skip þeirra haf a komizt æ nær ströndum okk ar allt fram til 1901, að þau voru komin inn í flóa okkar og firði og allt að þriggja mílna fjarlægð frá strðndum. FISKVEIÐUNUM STEFNT f ALGJÖRAN VODA, EF EKKI VÆRI RÖND VIÐ REIST Fyrir um 100 árum síðan var útlendingum óheimiit að veiða nær ströndum okkar en 24 mílur og síðar 16 mílur. Þá höfðum við þó miklu síður þörf fyrir slíkar takmarkanir en síðar varð. Árið 1859 varð framkvæmdin miðuð við 4 mílur frá landi en flóar all ir og firðir voru þá enn lokaðir útlendingum. Um síðustu alda- mót eru svo flóarnir og firðirnir opnaðir og línan færð nær ströndum eða 3 mílur frá þeim, eins og áður segir. Var þetta gct með samningum við Breta írá 1901, en sömu reglum var einnig beitt gagnvart öllum öðruin þj.óðum. Þetta eru staðreyndir, sem allir þekkja og þær sýna, að því meir sem við þurftum á vérnd gegn veiði útlendinga að halda því meir var dregið úr henni. fslendingum hefur lengi ver ið ljóst, að ef ekki væri rönd við reist myndi fiskiveiðum þeirra stefnt í algjöran voða og þjóðin þar með komast á vonarvöl. Um skeið var unnið að því að takmarka veiðar með milliríkjasamningum, þ. e. möskvastærðarsamningnum frá 1937, sem endurskoðaður var 1946. En ljóst er, að slíkir » samningar erú ekki fullnægj- andi leið fyrir okkur íslend- L inga. Bæði er það að með þeim un fiskimiða umhverfis isiand ATVINNUMALARAÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglugerð unt verndun fiskimiða umhverfis ísland. Samkvæmt henni er dregin grunnlína umhverfis landið frá yztu annesjum, eyj- um og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en síðan sjálf markalínan fjórum mílum utar. Á þessu svæði eru bannaðar allar botnvörpu- og dragnótaveiðar jafnt íslend- | ingum sem útlendingum og útlendingum einnig h^erskonar * aðrar veiðar. **t Keglugerð þessi gengur í gildi 15. maí n. k.. Ólafur Thors atvinnumálaráðhcrra skýrði blaðamönnum frá þessum ráðsíöfunum kl. 3 í gær á fundi, sem hann hélt með þeim í stjórnarráðinu. Voru einnig viðstaddir skrifstofu- stjóri atvinnumálaráðuneytisins, Gunnlaugur E. Briem og Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingur. í útvarpsræðu, sem Ólafur Thors flutti í gærkvöldi, og birt er hér í blaðinu í dag, gat hann þess, að ríkisstjórn Íslands hefði í ákvörðunum sínum í þessu máli haft hliðsjón af úr- skurði Haagdómstólsins í máli Breta og Norðmanna. { FRÉTTATILKYNNING ®~ --------¦ ATVINNUMÁLARÁÐU- Þessi mynd var tekin í atvinnumálaráðuneytinu i gær. Á henni eru, talið frá vinstri: Gunnlaugur E. Briem, skrifstofustjóri, Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra og Hans G. Andersen, þjóðréttar- fræðingur. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) er gert ráð fyrir, að allir aðilj- ar séu jafn réttháir á þeim svæðum, sem þeir taka til, þ.e. til dæmis utan þriggja mílna frá landi, og svo hitt, að með þeim er ráðgert, að tillögur séu gerðar til hinna ýmsu ríkisstjórna um nauðsynlegar ráðstafanir, sem svo er alveg undir hælinn lagt, hvort fást samþykktar eða ekki. Samningurinn frá 1937 kom aldrei til framkvæmda vegna Frajnh. é bls. ií NEYTISINS Atvinnumálaráðuneytið gaf í gær út svohljóðandi fréttatil- kynningu um fyrrgreindar ráð- stafanir: ,,Það er kunnara en frá þurfi að segja, að afkoma íslendinga byggist mjög á fiskveiðum þeirra umhverfis land sitt. Kemur það greinilegast fram í þeirri stað- reynd, að 95% af útflutningi landsins eru sjávarafurðir. Hins- vegar eru innflu+ningsþarfir landsins hlutfallslega mjög mikl- ar og afkoma landsmanna verður af þeim sökum enn háðari út- flutningnum. Það eru fiskveið- arnar, sem gera landið byggilegt og íslendingar hafa því með vax- andi ugg fylgzt með síaukinni ofveiði og þverrandi aflafeng á fiskimiðunum umhverfis landið.. Hinn 22. apríl 1950 var gefin út reglugerð um verndun fiski- miða fyrir Norðurlandi á grund- velli laga nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins, þar sem ráðherra er heimilað að setja reglur er gilda skuli á fiskimið- um landgrunnsins. Síðan hafa I verið í athugun frekari ráðstaf- 1 anir til að forða fiskimiðunum. ' umhverfis landið frá þeirri tor- tímingu, sem þeim hefur lengi verið búin. NÝ REGLUGERÐ Var í dag gefin út reglugerð, sem kemur í stað reglugerðar- innar frá 1950. Heitir hún reglii- gerð um verndun fiskimiða um- hverfis ísland. Efni hennar er það, að dregin er grunnlína um- hverfis landið frá yztu annesjum, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða ,en síðan sjálf markalínan 4 mílur utar. Á þessu svæði eru bannaðar all- ar botnvörpu- og dragnótaveið- ar jafnt íslendingum sem út- lendingum og útlendingum einn- ig hverskonar aðrar. veiðar. Þá segir einnig, að atvinnumála- ráðuneytið geti takmarkað fjölda veiðiskipa og hámarksafla hvers einstaks skips ef það telur að um ofveiði verði ella að ræða, og að sækja verði um leyfi til sum- arsíldveiða fyrir Norðurlandi Á kortið eru dregnar línur samkvæmt hinni nýju reglugerð um verndun fiskimiða umhverfis eins og verið hefir. Loks eru sett ísland. Innri línan er grunnlína, sem dregin er milli yztu annesja, eyja og skerja, en ytri línan refsiákvæði í samræmi við bráða er dregin fjórar sjómílur út frá, henni. Markar sú lína fiskveiðitakmðrkin. i Framh. á bls. 5 L.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.