Morgunblaðið - 20.03.1952, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIB
Fimmtudagur 20. marz 1952 j
Sjóllsvörn smáþjóðnr byggð á lögum og rétfi
Framh. af bls. 1
ónægrar þátttöku og enda þótt
1946 samningurinn muni koma
til - f rarmkvæmda innan árs eða
svo„ þá eru á honum þeir ágall-
ar, sem nefndir voru. Er óhætt að
fullyrða, að reynsla okkar af
þessum aðgerðum er ekki þannig
að með þeim sé fengin lausn
fyrir okkur, enda þótt sjálfsagt
sé að taka þátt í slíku samstarfi
að svo miklu leyti sem því er
ætlað að ná til svæða, sem við
beitum ekki einhliða ráðstöfun-
um a, þ. e. a. s. á hinu eiginlega
úthaíi, því þar er ekki um annað
að ræða.
Islendingum varð setn sagt
Ijóst, að til annara aðferða yrði
að grípa og spurningin varð þá
Hvaða ráðstafanir getum við
sjá'ffi’ gert emhliða, þ. e. a. s. án
l>ess að þurfa að semja um þær
við aðra? I því sambandi er nauð-
synlegt að gera sér grein fyrir?
tvéim mismunandi viðhorfum..
Aríhhrsvegar er spurningin um,
bvað við viljum sjálfir gera og
hins vegar hvað er framkvæman-
legt. Það hefur oft komið fyrir
í umræðum um þetta mál hér k
landi, að menn hafi einungis tek-
ið til meðferðar fyrra atriðið og
|>á gert ráð fyrir, að þegar búið
væri að finna hvað við vildum
sjálfir, þá væri málið þar með
leyst. En þetta er auðvitað ekki
rétt. Það má meir að segja telja,
að fyrra atriðið sé með öllu vanda
latíst,-. því að allir Islendingar
vilja að við getum sjálfir og án
þeSs sð áðra þurfi að spyrja, gert
allar þær ráðstafanir, sem við
teljum nauðsynlegar á sem allra
stærstu' svæði kringum landið.
Um, það er^Pfcjálfsagt allir sam-
máia. En þá kemur að aðalatrið-
inú,'1 þ. e. að hve miklu leyti eru
þssssr óskir okkar framkvæm-
aníegsr á hverjum tíma. Það er
hMSínvs«m snýr að öðrum þjóð-
urri 'cg' í því efni verða ráðstaf-
anir okkar að byggjast á reglum
alþjóðalaga, sem á þessu sviði
hafa verið taldar sérstaklega
flóknar, óljósar og erfiðar við-
fahgs.
RANNSÓKNIN 194“
Ranns.ókn á þassu atriði var
árið 1947 faíin þjóðréttarfræðingi
utar ríkisráðunevtisins, Hans G.
Andersen. Skilaði.hann í árs-
byrju.n 1948 greinargerð um mál-
ið, þar sem raktar voru kenning-
ar fræðimanna á hinum ýmsu
tíinum,''milliríkjasamningar og
afstaða flestra ríkja svo og okk-
ar eigin réttarsaga í þessum mál-
um. Er eriginn tími til að rekja
■það mál náríar hér, en af niður-
stöður.um kom fram, að flestar
þeirra þjóða, sem fiskiveiðar
stunda hér við land, fylgdu þeirri
stefnu að íögsaga ríkis yfir fiski-
veiðum nséði ekki lengra en 3
mílur frá s.tröndum nema hlut-
-aðeigándi iíki hefði um langan
aldur og óslitið haldið uppi lög-
sögu á stærra svæði án mótmæla
frá öðrum ríkjum. Þannig hefðu
t .d. Italía og Spánn miðað við
€ mílur, Noregur og Svíþjóð við
4 mílur o. s. frv. Hins vegar var
einnig á það bent í greinargerð-
inni, að ný hreyfing væri uppi
í þessum málum, þar sem ýms
ríki hefðu tekið upp þá stefnu að
miða bæri við landgrunnið þann-
ig að strandríkið hefði lögsögu
yf-ir fiskimiðunum á þvi. Enda
t>ótt skoðun þessi eigi sér nokk-
■urn aldur — henni var t. d. haldið
fram af Portugal fyrir 1930 —
var það ekki fyrr en eftir heims-.
fityrjöldina síðari að hún fékk
tal3vert fylgi. Má segja að þessi
nýja hreyfing eigi rót síria að
rekja til tveggja yfirlýsinga, sem
forseti Bandaríkjanna gaf út hinn
28. september 1945 varðandi yfir-
ráðasvæði undan ströndum
P md ík.ianna. Var það tekið
f ; fvrri vfirlýsingunni, »ð
P--df í1'’” ættu ei-karétf á a”ð-
; J9pdg!-n->ninu sjálfu, þ.
-e. ■fí'J’mdurri o. H.
í r nú almenrrt talið, að land
frrrtmið sjálft tilheyri strand-
þik'na. fcvað sem segja meei
pm hafið yfir landgrunninu. I
síðrirt" yfiflý'snrgunrri' var tek^
i ið fram, að Bandaríkin álitu
nauðsynlegt að afmarka vernd
arsvæði þar sem fiskiveiðar
hafa verið stundaðar við
strendur Bandaríkjanna eða
kunna að verða stundaðar síð-
ar. Er þá gert ráð fyrir, að á
þeim svæðum, sem Banda-
ríkjanmenn einir hafi stundað
fiskiveiðar geti þeir sjálfir
ákveðið nauðsynlegar vernd-1
arreglur. Hins vegar er það
skýrt tekið fram, að á þeim
svæðum, þar sem útlendingar
hafa einnig stundað fiskveiðar
sé rétt að koma upp verndar-
svæðum með samningum við
viðkomanfii þjóðir.
Þessar yfirlýsingar Bandaríkj-
anna urðu til þess að ýms Suður-
Ameríkuríki settu hjá sér vrð-
tækari ákvæði í þessum efnum.
29. október 1945 lýsti Mexico
yfir yfirráðarétti sínum, bæði
yfir landgrunninu sjálfu og haf-
inu yfir því. Síðan voru svipuð
ákvæði sett af Argentínu 11.
október 1946, Chile 23. júní 1947,
Perú 1. ágúst 1947 og Costa Rica
28. júlí 1948, en sum af þessum
ríkjum miða við 200 mílna svæði
frá ströndum.
Yfirlýsingar þessar ganga
miklu lengra en yfirlýsing Banda
ríkjanna og hafa þau ekki vilj-
að viðurkenna þær, enda verður
að telja að stefna Bandaríkjanna
í þessum málum sé enn miðuð við
3 mílur.
STEFNA ÍSLENDINGA
Eftir að málið hafði verið at-
hugað frá öllum hliðum, þótti
rétt að ísland skipaði sér í flokk
með þeim þjóðum, sem töldu að
miða bæri við_ landgrunnið, enda
er landgrunn Islands e. t. v. skýr-
ar afmarkað en landgrupn nokk-
urs annars lands. Sanna sjómæl-
ingar svo eigi verður um déílt að
landið hvílir á fótstalli, Er þeim
mælingum enn eigi að fullu lokið
og er því ekki að svo stöddu tíma
bært að marka endanlega land-
grunnslínuna.
Ét frá þessum sjónarmiðum
voru sett landgrunnslögin frá
1948, þar sem ráðherra er
heimilað að afmarka svæði á
landgrunninu og ákveða
hvaða verndarreglur skuli
gilda innan þeirra. Með þeim
lögum hefur verið mörkuð
stefna og slsoðanir íslendinga
í þessum málum.
Íslendíngar gera sér fulla grein
fyrir að mörg ríki fylgja ekki enn
þessari stefnu og höfum við sð
sjálfsögðu haft það í huga við
framkvæmd málsins. Það glæðir
hins vegar vonir okkar um að
áðúr en langt um líður auðnist að
afla stefnu okkar almennrar við-
urkenningar, að nú er svo kom-
ið, að almennt er talíð að sér-
hvert ríki hafi yfirráðarétt yfir
auðlindum í landgrunni sínu. Og
við fáum með engu móti skilið
að það sé rétt eða sanngjarnt, né
heldúr verði það stutt með rök-
réttri hugsun, að strandríki eigi
einkarétt á hagnýtingu auðiinda
í landgrunninu, enda þótt slíkur
einkaréttur engin úrslitaáhrif
hafi á afkomu íbúa þess, en að
sama ríki njóti hins vegar ekki
sams konar einkaréttar til hag-
nýtingar fiskimiðanna í sjónum
yfir landgrunninu, jafnvel þótt
aug’jóst sé að öll afkoma þess
velti á einmitt þeim rétti.
M0SKVAST RKÐAR-
SAMNINGURINN FRÁ 1946
Þegar landgrunnslögin höfðu
verið sett var mjög sótzt eftir því
af hálfu þeirra ríkja, sem undir-
ritað höfðu möskvastærðarsamn-
inginn frá 1946 ásamt Islandi, að
ísland fullgilti þann samning.
íslenzka ríkisstjórnin svaraði
þeim málaleitunum á þanr hátt,
að ekki kæmi til mála, að Island
fullgilti samninginn fyrr en ör-
u« vissa væri fengin fyrir því,
f ð f*tl’(»íldir>g á honum væri sam-
rvm^n’eg framkvæmdum lp”d-
~ ei"v'l'iðo ráð-
....<•
sjálfra. Við þessu fengust þau
svör. að f’amkvæmd laganna
rávýdu ekki samrýmanleg al-
þjóðalögum; err ' íslenzka ríkis-
stjórnin hélt fast við sitt sjónar-
mið og varð loks samkomulag
nú nýlega um, að Island fullgilti
samninginn með þeim fyrirvara
að sú fullgilding hefði engin áhrif
á skoðanir íslenzku ríkisstjórnar-’
innar eða fyrirætlanir varðandi
verndun fiskimiða með einhliða
ráðstöfunum. Hefur verið lögð
sérstök áherzla á það af Islands
hátfu að gera enga þá samninga
við önnur ríki, sem hægt væri að
vitna í síðar gegn fyrirætlunum
okkar á þessu sviði.
PPPSOGN ‘4REZKA
SAMNINGSINS
Næsta skrefio í þessum mál-
um var að ríkisstjórnin ákvað
að segja upp samningnum frá
1901, því að meðan «á samn-
ingur var í gilfli og þar með
þriggja mílna línan, var ekki
hægt að gera ráðstafanir utan
hennar gagnvart Bretum og
öðrum útlendfngum, sem
byggt gátu rétt á honum. Samn
ingnum var sagt upp hinn 3.
október 1949 og féli hann því
úr giidi samkvæmt ákvæðum
hans sjálfs tveim árum síðar,
eða 3. október 1951.
ÞJÓDRÉTTARNEFND
SAMETNT’Bt; E.7ÓÐANNA
Þsð nægta, sem gerð:st i þess-
um efntfm, vsr, rð haustið 1949
gerði sendinefnd íslands á bingi
S.Þ. það að tillögu sinni, að þjóð-
réttarnefnd S;Þ. yrði falið að
rannsaka reglur þjóðaréttarins
um landhelgi. Stóð þá svo á, að
nefnd þessi hafði sjáíf lagt til að
hún skyldi rannsaka 3 verkefni,
þ. e. reglur um milliríkjasamn-
inga, reglur um gerðardóma og
reglur, sem gilda skyldu á úthaf-
inu. íslenzka sendinefndin sýndi
fram á, að ekki væri nægilegt að
rannsaka reglur um úthafið, því
að ekki væri hægt að ákveða
hvar úthafið byrjaði, nema að
um leið væri rannsökuð hin hlið
málsins, þ. e. a. s. reglurnar um
víðáttu landhelginnar. Tillaga
íslenzku sendinefndarinnar var
samþykkt. En skýrsla þjóðréttar-
nefndar S. Þ. um landhelgisregl-
urnar liggur enn ekki fyrir, enda
er talið að nefndin hafi viljað
bíða eftir úrskurði Haagdómstóls
ins í landhelgismáli Breta og
Norðmanna. Hins vegar hefur
nefndin skilað uppkasti að regl-
um, sem gilda skuli á úthafinu
og er þar ýmislegt að finna, sem
við erum ekki sammála.
í uppkastinu segir, að ríki eigi
einkarétt á auðlindum land-
grunnsins, en sá réttur nái ekki
til hafsins yfii’ landgrunninu utan
landhelgi og þar séu öllum frjáls-
ar fiskiveiðar. Ríkisstjórnin hefir
fengið uppkast þetta til umsagn-
ar og mun tilkynna nefndinni
sjónarmið Islendinga í samræmi
við það setn áður er sagt.
REGLUGERBIN FRÁ 1950
Skömmu eftir að landgrunns-
lögin frá 1948 voru sett, hófust
málaferli Breta og Norðmanna
fyrir Haagdómstólnum. Vegna
þess hversu óljósar lagareglur á
þessu sviði voru, var frá upphafi
ljóst og við það miðað, að miög
mundi hagkvæmt að hafa hlið-
sjón af úrslitum Haagmálsins. En
jafnframt voru ákveðnar fyrstu
framkvæmdir á grundvelli land-
grunnslaganna með útgáfu reglu-
gerðar um verndun fiskrmiða
fyrir Norðurlandi. Á öðrum svæð
um voru raunhæfar aðgerðir þá
óframkvæmanlegar vegna þess
að bar kvað mrklu meira að fisk-
veiðum Breta, en þeim nutu enn
skjóls af samningnum frá 1901.
Reglugerðin, sem gefin var út
22. apríl 1950, afmarkaði svæði
eftir skandirravisku mecirrreg]-
unni, b. e. að dregin var Hna um
yztu sker og fyrir mynni fiarða
oe flóa, en markalman sjálf var
sett 4 mílum utar. A bAssu svæði
i-rr-” «íðan bann?ðAr aUar veiðar
""ð h/-,t-vörnu o" rl-artrót, bæði
-.i —r,- útlend’’-’ga og
•ísleridinguyi einum :Ievfðar si’.n-
veiðar- með , rárjg'iis.<j.l-y\yrði’m,
sem ætlað var aS -atiðvelda i’unm-
sóknir og skýrslugerðir.
AKVEÐIÐ VAR ÞEGAU 1901
SAMNINGURINN FÉLL ÚR
GILDI AÐ HALDA STATUS
QUO GAGNVART BREZKUM
SKIPUM
Hins vegar var á s.l. hausti,
þegar samningurinn frá 1901 féll
úr gildi, ákveðið í samræmi við
það, sem ætíð hafði verið ráðgert,
að taka ekki ákvörðun um frek-
ári aðgerðir samkvæmt land-
grunnslögunum og framkvæmd
reglugerðarinnar frá 1950 gagn-
vart öðrum en þeim, sem hún
þegar tók til, fyrr en sýnt væri,
hvernig málið horfði við eftir
úrslit málaferlanna í Haag.
MÁLAFERLIN í IIAAG
Til þess að hægt væri að fylgj-
ast sem-bezt með málaferlunum
í Haag, ákv’að ríkisstjórnin að
senda þangað áheyrnarfulltrúa.
Kom í ljós, að sú ákvörðun var
rétt, því að í málflutningnum
vitnuðu báðir aðilar oft í íslenzk-
ar reglur og reyndist nauðsyn-
legt að koma á framfæri leið-
réttingum oftar en einu sinni,
þannig að dómararnir fengju
réttar upplýsingar um hinar ís-
lenzku reglur. Norðmenn höfðú
í skriflega málflutningnum lagt
fram landgrunnslögin íslenzku
frá 1948 og reglugerðina frá 1950,
ésamt þeim skjölum, sem ís-
lenzka ríkisstjórnin gekk frá í
því -sambandi. Var oft vitnað til
þeirra gagna í munnlega mál-
flutningnum.
HAAG DÓMURINN
Svo sem kunnugt er unnu Norð
menn málið í Haag. Þeir höfðu
haldið því fram í málflu’tningn-
um, að norsku reglurnar væri
ekki í ósamræmi við alþjóðalög,
bæði vegna sögulegra réttinda
Noregs, þar sem Noregur hafði
aldrei leyft útlendingum að fara
nær ströndinni en þessar reglur
sögðu til um, svo og vegna þess,
að enda þótt slík söguleg réttindi
væru ekki fyrir hendi, væru hin-
ar norsku reglur í samræmi við
almennar reglur alþjóðalaga á
þessu sviði. Spurningin um 4
mílna regluna, sem slíka, var'
ekki lögð undir dómstólinn vegna
þess að Bretar höfðu áður fallizt
á að Noregur ætti rétt á 4 mílum
af sögulegum ástæðum. Deilu-
atriðið fyrir dómnum var því
einungis grunnlínan, sem telja
bæri 4 mílna beltið frá. Héldu
Norðmenn því sem sagt fram að
þeim væri heimilt, bæði eftir
sögulegum rétti og á grunvelJi
almennra reglna alþjóðalaga, að
draga grunnlínuna um yztu sker
og þvcrt yfir mynni flóa og
fjarða.
Það er ljóst, að í dómnum er
mjög rætt um sérstöðu Noregs,
bæði landfræðilega og sögulegú.
Hins vegar er einnig mjög vitn-
að til almennra réttarreglna og
það tekið fram, áð taka bæri til-
lit til efnahagslegra sjónarmiða,
hagsmuna íbúanna af nálægum
fiskimiðum og sambandsins sem
sé milli landsins og hafsvæða,
sem að þvi liggjá. Þá er og bein-
Hnis tekið fram, að regla sú, sem
Bretar hafa haldið fram, að í
flóum og fjörðum beri að draga
grunnlínuna þar sem breidd
þeirra er 10 mílur nðest mynni,
hafi ekki stoð í alþjóðalögum, en
áherzla er lögð á að fylgja beri
meginstéfnu eða heildarstefnu
strandarinnar.
RÁÐSTAFANIR
'RÍKISSTJÓRNARINNAR
Eftir að ríkisstjórninni barst
Haagdómurinn hefir máiið verið
gaumgæfilega áthugað af rikis-
stjórninni og ráðunautum henn-
ar. Þannig fól stjórnin m. a. Hans
G. Andersen þjóðréttarfræðingi
að ræða fyrirhugaðar ráðstafan-
ir við ýmsa erlenda sérfræðinga,
þ. á. m. aðalmálflutningsmenn
Norðmanna í Haag, þá Sven
Arntzen, hæstaréttarlögmann og
prófessor Bourquin.
Að laknnm öllum þessum
athugunum var í dag gefin út
reglugerð, sem kemur í stað
j reglugerðarinnar frá 1950.
Heitir hún reglugcrð. um
verndun fiskimiða umhverfis
ísland. Efni. hennar er það, að
dregin er grunnlína frá yztu
annesjum og skerjum og þve.rt
yfir mynni yóa og fjarða, en
síðan sjálf markalínan 4 míl-
um utar. Á þessu svæði eru
bannaðar allar botnvörpu- og
dragnótaveiðar jafnt íslend-
ingum sem útlendingum og út-
lendingum einnig hvers konar
aðrar yeiðar. Þá segir einnig,
að atvinnumálaráðuncytiS
geti takmarkað fjölda veiði-
skipa og hámarksafla hvers
einstaks skips ef það telur aS
um ofveiði verði ella að ræða,
og að sækja veröi um leyfi til
sumarsíldveiða fyrir Norður-
landi eins og verið hefir.
Loks eru sett refsiákvæði í sam
ræmi við bráðabirgðalög um þaS
efni. Reglugerðin er gefin út sam
kvæmt landgrunnslögunum frá
1948 og gengur hún í gildi 15. rr.aí
1952. Þangað til verður engin
breytjng á þeim reglum, sem nú
gilda.
EFTIRMÁLI
Það hefur oft borið á því,- að
ýmsum hefur þótt dragast um o“
að ráðstafanir væru gerðar I
landhelgismálinu, og jafnvel haidl
ið því fram, að andvaraleysi ríkti
í því máli. Þetta er með öllu til-
hæfulaust og er óhætt að fullyrða
að markvisst hefur verið unnið
að málinu undanfarin ár. En í
þessu máli skipta vikur og mán-
uðir ekki öllu, heldur er aðal-
atriðið, að áratuga tjón sé meS
ýtarlegri yfirvegun leiðrétt og
bætt með þeim úrræðum, sera
ekki verði raskað í framtíðinni.
Það er að vonum, að margir .
muni nú spyrja hverra undir-
tekta sé að vænta frá öðrum þjóð r
um út af þessum ráðstöfunum
íslendinga.
• Um það er bezt að fullyrða sem
minnst á þessu stigi málsins,
enda að því leyti ekki ástæða að
hafa um það miklar bollalegging-
ar, að Islendingar eiga um ekk-
ert að velja í þessu máli. Sí
minnkandi afli íslenzkra skipa
bregður upp svo ótvíræðri og
geigvænlegri mynd af framtíðar-
horfum ísienzkra fiskiveiða, ef
ekkert verður aðhafzt, að það er
alveg óhætt að slá því tvennu
íöstu:
1. Að engin íslenzk ríkísstjóm
er í samræmi við íslenzkan þjóð-
arvilja og þjóðarhagsmuni nema ,
hún geri ráðstafanir lil að vefrida
íslenzk fiskimið og
2. að þess er engin kostur- að
íslendingar fái lifað menningar-
lífi í landi sínu nema því aðeins
að þær verndunarráðstafanir
komi að tilætluðum notum.
Aðgerðir íslenzkra stjórnar-
valda í þessu máli eru sjálfsvörn
smáþjóðar, sem á líf sitt og frelsl
að verja. Að dómi ríkisstjórnar-
innar byggjast _þær auk þess á
lögum og rétti. í heimi samstarfs
og vinarhugs ættú íslendingar
því að mega treysta því að mál-
staður þeirra verði skoðaður meS
sanngirni. Það nægir Islending-
um.
Ella er að taka því sem a3
höndum ber. ____________
Bílar lenda í hörSum
árekslrum
í FYRRINÓTT stórskemmdi mafS
ur nokkur bíl sinn, er hann undir
áhrifum áfengis, ók aftan undir
pall á vörubíl. — Maðurinn og
farþegi er hjá honum sat, sluppu
báðir furðanlega lítið meiddir.
Þétta gerðist á Laugaveg’numi
innanverðum, en maðurinn var
á leið inn fyrir bæ. Hann telur
sig hafa blindast af ljósum ann-
ars bíls er á móti kom.
í fyrrakvöld ók maður á bíl
utan í tvo bíla samstundis, á
Hverfisgötu. Hann ætlaði að aka
m'illi strætisvagns og bíls er stóS
við götuna gegnt vagninum. En
sundið var of mjótt. Hann nam
ekki staðar. Vagnstjóri strætis-
vagnsins kærði hann fyrir lög-
réglunni. Maðyr þessi fékk:
nokjkru síðar eítirþanka og ók á
árekstrarstaðinn en. þá yar stoet*.
isvagninn farinn af staðnum,