Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 6

Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. apríl 1952 Smásago dagsins: . MÚRAR KREML EFTIR W. L. IIEATH ROBERT Hambrik stóð á horni Gorkístrætis og Mokhovaya og horfði yfir blauta gangstéttina gegnt Kremlinni. Hinir háu, gul- Jeitu veggir teygðu sig hálfleið- inlega upp í vetrarhimininn, og snjóalög voru á milli turnanna og brjóstvirkjanna. Bandaríska sendiráðið var í næstu húsaþyrpingu, á hægri hönd honum, en hann hafði ákveðið að fá sér langan göngutúr í kringum Kremlina sér til upplyftingar. Hon tim lá ekkert sérstaklega á. Þeg- ar götuljósin breyttust, fór hann yfir Mokhovaya, gekk fram hjá Hótel Moskva og upp litlu brekk- una, er lá til Rauða torgsins. Það var langt liðið dags, og göturnar voru fullar af verkamöipium, ó- hreinum og tötralegum til fara. Við strætisvagnastöðina fyrir framan hótelið var hópur kvenna, sem sópuðu göturæsið. Þær voru 5 stígvélum og með klúta á höfði. Þetta var ekkert nýnæmi fyrir Hambrik, enda gaf hann því lít- jnn gaum, sem fyrir augu hans bar. Þau þrjú ár, sem hann hafði verið í Moskvu sem fregnritari fréttaþjónustunnar, hafði hann gengið sömu leið óteljandi skipti. Hann þekkti þessar ömurlegu göt- ur og þreyttu, kuldalegu andlitin nærri því eins vel og hann mundi eftir götunum og andlitunum heima. Og hann var orðinn hund- lciður á þessu öllu saman, — leið- ur á Rússlandi, þessu stóra, kald- ranalega, þvingandi landi, sem virtist ekki hafa nema eitt alls- herjar hugarfarseinkenni, er líkt- ist helzt þunglyndislegum tón, sem endurtekinn er í sífellu eða fjár- lægri líkhringingu einhverrar r'sabjöllu. 1 fyrstunni hafði honum samt fundizt það fallegt: trjákofarnir með útskornum vindskeiðum og skemmtilega máluðum gluggahler- um, bændurnir sjálfir, rauðir i andliti og kraftalegir, og honum hafði einnig geðjast að kirkjun- um, hálf þunglyndislegum, með margvíslegum spírum og hrímuð- um þakhvelíingum, sem skreytt- ar voru alls kyns myndum eftir vetrarsnjóinn, er hann tók að l’otna. En smám saman hafði þunglynáið náð tökum á honum og um leið hafði hann verið grip- inn næmri og óslökkvandi heim- þ.rá. — Hann langaði til þess að fara heim aftur. Hann sá dreifðan fólksfjöldan 1 íða eftir því að fara í gegnum j afhýsi Lenins, þegar hann fór ’ fir Rauða torgið. Fram undan h( íum, við jaðar hins geysistóra 1 x gs, húkti St. Basilskirkjan og var hálfafkáraleg ásýndum. Um k "i og hann fór fram hjá hliðinu ■> io eystra horn Kremlar-múrsins, Lcyrði hann bjölluhringingu og lJ'c upp, en sá þá lítið, rautt Ijós íyiir ofan dyrnar. Verðirnir ] . suðu að hermannasið, hliðin ’ :: ’ opnuð, og svört bifreið mað 3 :c - rdregnum gluggatjöldum skf izt í gegnum það og ók yfir toi; 'ð. Hann stanzaði sem snöggv- i il þess að horfa á þetta, síðan héR 'iann áfram, niður brekkuna frarn hjá St. Basilskirkjunni og sneri síðan til hægri meðfram v.; íum, sem sneri að ánni. lír.nn fór yfir götuna og lagð- i i: >p að s’teinhandriðinu, um leið c I ann leit niður í grugguga og lygrrr Moskvuána. Á henni var is' ngl, eins og geysistór, oinskis ve: ö brot úr myndagátu, en á rökrrum hluta íssins voru skítug- ir jóflekkir. Honum kom í huga Í'nnur fljót, sem hann hafði séð: } io blágrœna Irravaddyfljót í | huraa og Salváin. Og hann tók | i ð rugsa i m leiðindin og heim- J joána, sem lrafði ásótt hann — og reyndar alla hina líka —, en j eir fóru frá Kasablanka til hijanghæ fyrir níu árum — yfir íöllieitar, rykugar eyðimerkur „Sælir“, sagði hann loks, „þér talið ensku“. Nqdður-Afríku, dökka leðjuna hjá Abadan og frá Indlandi til Bhamó, Kunming og Luichá á leið sinni til Sjanghæ. Sem snöggvast fannst þeim sem þeir sæju fyrir endann á þessu ijllu; þeir voru á leið heim. En núna árið 1952 var hann aftur kominn að heiman, — í burtu, en vonaðist jafnan eftir því „að vera sendur eitthvað annað“, eins og þeir kölluðu það, þráði að vera leystur frá þessum skyldustörf- um, er voru engu lík nema útlegð, en virtust þó í senn vera bæði svo mikilsverð og gagnslaus. Allt í einu hrökk hann við. Ein- hver hafði tekið í arm hans. Hann ■ sneri sér við og sá roskinn, þreytu I legan, lítinn mann, sem klæddur j var í ljósbláan ffakka og var , með þvældan hatt á höfði. I „Komið þér sælir“, sagði ókunn- ugi maðurinn. Hambrik var næstum því of undrandi til þess að svara. „Sælir“, sagði hann loks. „Þér talið ensku?“ „Já, dálítið. — Þér virðist vera : einmana. Mig langar til að tala , við yður“. | „Það er mjög vingjarnlegt af yður“, sagði Hambrik. „Ég er i feginn, að þér skulið gera það“. j „Á hverju kvöldi sé ég yður hér“, sagði sá ókunnugi. „Þér | gangið svo hægt og stanzið alltaf hérna við ána. Ég ímynda mér alltaf, að þér séuð einmana“. Hambrik brosti í vandræðum sínum. „Ég held, að ég hafi dá- litla heimþrá“, sagði hann. „Ég hef verið í burtu að heiman mjög Iengi“. „Já“. Ókunnugi maðurinn horfði yfir axlir hans fullur skilnings. Hambrik athugaði andlit hans. „Eruð þér ekki hræddur um, að einhver sjái yður tala svona við :.nig?“ „Ekki svo mjög“. Hann brosti mæðulega. „Það er orðið framoi'ð- ið og fáir fara þessa leiðina. Ég held ekki að það sé neitt hættu- legt“. „Hvar hafið þér lært ensku, ef cg mætti spyrja?“ „Ég lærði hana, þegar ég var j barn. Faðir minn var í utanríkis- . þjónustunni, og við vorum nokk- í urn tíma í Englandi.“ Hanri brosti aftur og baðaði höndunum dálítið kynlega. „Ég er eiginlega hálf- undrandi yfir því, að ég skuli ennþá geta talað hana. Það er orðið langt síðan. Getið þér skilið mig?“ „Já, íullkomnlega“. j Ókunnugi maðurinn leit með ákefð á hann með hinum litlu, svörtu augum sínum. „Ég veit, hver þér eruð. Þér heitið Hambrik og þér skrifið í amerísku blöðin“. I „Rétt er það“. J „Ég sé yður á gangi hérna á hverjum degi, og ég segi alltaf við J sjálfan.mig: Á morgun ætla.ég ; að tala við hann. Oft hef ég sagt [ þetta, áður en. ég gat loks hert upp hugann til þess að fram- kvæma það“. „Ég er feginn, að þér skylduð hafa gert það“, endurtók Hambrik. „Það var mjög vingjarnlegt af yður. En ég er hálfringlaður. Ilvers vegna langaði yður til þess að iala við :nig?“ „Mig langar til að syprja yður, hvað það er, sem amar að, •— hvers vegna þér gangið alltaf þessa einmanlegu leið“, sagði sá ókunnugi. „Um hvað eruð þér að hugsa?“ „Ég er að hugsa heim“, sagði Hambrik og var undrandi yfir því að heyra sjálfan sig gefa þessa skjótu og áhrifamiklu játningu. „Það var sem mig grunaði", svaraði sá ókunnugi, blátt áfram. „Þér eruð kannski að velta því fyrir yður, hvers vegna þér farið ekki heim. Hvers vegna þér gefið ekki þetta allt á bátinn, — þetta vonlausa' verk — og farið heim. — Ekki satt?“ „Jú, þér hafið á réttu að standa að nokkru leyti“. „Ég ætla að seg.ja yður, hvers j vegna þér getið ekki farið heim“, sagði sá ókunnugi. „Ég ætla að segja yður ástæðuna fyrir því, að þér megið ekki fara heim. Ilann sneri sér við og benti í átt- ina til Kremlinnar. „Þessir múrar leyfa yður ekki að fara heim“, sagði hann. „Þeir standa á milli yðar og heimkynna yðar. Þráin heim er ekkert annað en þráin eftir öryggi, — löngun- in til þess*að vera laus við áhyggj- ur. Heimkynnin stuðla mest að þessari tilfinningu. Það yrði ekki árangursríkt fyrir yður að fara heim. Það yrði ekki flótti, eins og þér haldið kannske. „Þér verðið að dvel.jast hér áfram og skrifa litlu fréttirnar yðar, jafnvel þótt ritskoðararnir striki það mesta úr þeim, því að í-sérhverri frétt, sem til Ameríku lcemst, er sannleikskorn, sem aldrei verður strikuð út. Sérhver frétt er eins óg .lítil mynd, sem þér og nokkrir aðrir gerið fyrir fólkið i héiminum. Andlitsmynd, — sem sýnir andlit óvinarins“. Hambrik horfði undrándi á hann. „Hver eruð þár?“ „Ég er enginn“, sagði litli ó- kunni maðurinn. „Ég er hvorki „kommissari“ né leynilögreglu- maður. Ég er heldur ekki komm- únisti.“ Hann rétti úr sér og horfði hreykinn á Hambrik. „Ég or Rússi“. Hambrik horfði á eftir honum ganga hægt upp með ánni, inn í skugga múranna. Myrkrið var um það bil að skella á, og nokkrar snjóflyksur féllu til jarðar. Húsnæði vantar Ung, barnlaus hjón, seni ætla aS dvelja hérlendis um eins árs skeið, óska eftir íbúð í Reykjavík frá 14. maí n.k. Tilboð merkt: „6420 — 505“, sendist Mbl. fyrir föstudags kvöld. — SVEST Maður, vanur allri sveita- vinnu óskast til að sjá uta bú á suð-vesturlandi næsta far- dagaár. Má vera fjölskyldu- maður. Tilboð ásamt helztu upplýsingum leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m., merkt: „Sveit — 501“. 'b SKIPAUTGCRÐ RIKISINS „Hekla“ vestur um land til Húsavíkur um miðja næstu viku. Tekið á móti flutn ingi til venjulegra áætlunarhafna á morgun og árdegis á laugardag. — Farseðlar seldir. á mánudag. Fuilur kassi Veitið athygli Fermingar'kjólar, sumarkjólar o. fl. hálf- eða fullsaumaðir, sniðnir og mátaðir, allt éftir samkomulagi. Sanngjarnt verð. Til grein.a kemur að sníða og máta á heímilum. Æfð saumakona. Upplýsing- ar i sima 81032 kl. 3—7 í dag. — BEZT AÐ AUGL?SA± I MORGUN BLAÐINU að kvöldi hjá þeim, sem sugSýsa í Morgunblaðinu Prióittavör ur í mjög fjölbreyttu úrvali á dömur, herra og börn. — Ennfremur útveguiji við íþróttafélögum og skólum félagspeysur eftir samkomulagi. — Hvergi lægra verð. PRJÓNASTOFAN HLÍN II. F. Skólavörðustíg 18 — Sími 2779. 2ja herbergja íbúð I óskast til leigu fyrir barnlaus hjón. — Fullkomin reglu- I semi og góð umgengni. — Uppl. í síma 6520 kl. 2—3 5 ■ næstu daga. ■ „Draugaskörð" - Drangskörð í ÞÆTTI, eftir Þorstein Metthías son „í fiskiróðri með Guðmundi“, sem Gils Guðmundsson las :iý- lega í útvarpið, kom aftur og aftur fyrir leiðinlegur mislestur, sem mér vitanlega hefur hvergi verið leiðréttur. Gils nefndi aft- ur og aftur „Draugaskörð“, sem virtist eiga að vera fiskimið í Húnaflóa. Þetta mun hafa átt að vera Drangaskörð, dregur það mið nafn af lceilulagatindum, sem ganga austur í flóann í fram- haldi af Drangatanga norðan Drangavíkur. Á Dröngum bjó Eiríkur rauði, og enn býr þar Eiríkur búhöldur mikill og höfðingi. Bærir.n dreg- ur nafn af fjalldröngum þessum og afstaða þeirra innbyrðis mynd ar skörðin. Því miður get ég ekki látið fylgja mynd er gefi rétta hugmynd um Drangana og skörð in, sem séð af túninu í Dranga- vík, er hin sérkennilegasta oe ein hver fegursta fjallasýn, sem ég enn hef augurri ! itið. Strandamaðar. Við höfum fengio sendingu af hinum viðurkenndu amerísku Mohawks hjólbörðum í eftirtöldum stærðum: 600 x 16, 650 x 16, 733 x 16, 700 x 20, 750 20, crr 825 x 20. GarSar Gíslason Reykjavík. Gull í Vestur-Þýzkalandi. BONN — Gull hefur íundizt í jörðu í Moselle-dalnum nálægt Tríer í Vestur-Þýzkalandi. UPPBOÐ Uppboðið á vörum úr þrotabúi Raftækjaverzlunar Eiríks Hjartarsonar & Co. h.f. heldur áfram í upp- boðssal borgarfógetaembættisins í Arnarhvoli á morgun, föstudaginn 4. þ. m. og hefst kl. 1,30. og verður þá m. a. selt mikið úrval af borðlömpum, vegglömpum og skermum. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfótgetinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.