Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 14

Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 3. apríl 1952 \ 14 Framhaldssagan 48 ur að fara þangað sjálfur. Eg held að ykkur sé nær að gleyma þessu með Florida, áður en þið verðið ykkur til athlægis". „Hvað ætlið þér að gera, East?“ spurði Wilcox. „Ég ætla ekkert að gera. Það eruð þér, sem eigið að sjá um framkvæmdirnar. Mig langar til að biðja yður að hringja til lög- reglustjórans í Citrus City og fá hann til að grafa upp þetta mál. Ég mundi halda að þessi úrklippa væri um það bil tveggja ára. Þér getið beðið hann að senda yður eintak af blaðinu, ef hann hefur ekki skýrslurnar sjálfur. Ég vil fá dagsetninguna, og nöfnin á þeim, sem lét lífið og kunningj- anum, sem þekkti hann, og bezt væri að þér hringduð eftir klukk an níu í kvöld. Mig langar til að vera viðstaddur. Og svo er enn eitt símtal, sem ég ætla að biðja yður að annazt. Þér verðið að ná í Washington og þaðan samband við Davenport í ameríska sendi- ráðinu í London“. „Þetta verður dýrt spaug, ef ekkert hefst upp úr því“, sagði Amos. „Ég get borgað úr eigin vasa, ef nokkur....“ Mark þagnaði skyndilega. „Það er einhver við dyrnar“. Þeir sátu hreyfingarlausir og þögðu dálitla stund. Svo stóð Mark á fætur, gekk fram að dyr- unum og opnaði þær með rykk. Beulah stóð hinum megin og deplaði augunum í ljósið. Hún rauk á Mark og greip um hönd hans. „Það er skeð“, sagði hún með andköfum. „Það er skeð“. „Hvað er skeð?“ spurði Mark. „Einhver kom inn til hennar og talaði, en ég veit ekki hver það var“. Amos horfði kuldalega á hana. „Byrjaðu á byrjuninni, Beul- ah“, sagði Mark. Hún lét fallast niður á stól og hallaði sér fram á borðið. „Mor- ey kom upp fyrir stundu síðan. Ég heyrði að hann bauð henni góða nótt. Hann sagði að Stone- man hefði ekki fundist, en hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af honum og hún sagðist ekki hafa það. Svo fór hann út. Ég heyrði að hann lokaði hurðinni. Og svo hálftíma seinna fór hún aftur að tala. Ég heyrði bara hennar rödd, en ég veit að hún var að tala við einhvern“. „Og hvað sagði hún?“ spurði Mark. „Hún sagði .... „Við verðum að komast til Willie Foster. Við verðum að komast til Willie Foster. Þú verður að gera það strax. Strax“. „Og svo?“ „Og þá hlýtur hinn ,að hafa farið, ég heyrði ekki neinn um- gang. Þegar Morey gekk um heyrði ég greinilega þégar hann opnaði og lokaði dyrunum. En þessi kom inn og fór eins og .... ja, eins og loft“. Mark snéri sér að hinum. „Þekkið þið nokkurn Willie Fost- er?“ Wilcox yppti öxlum og hristi höfuðið. Amos brosti eyrnanna á milli. „Willie Foster", sagði hann hlæjandi, „er gamalt skip. Það er líka nafn á bæ á ströndinni í Maryland. Bænum var gefið nafn eftir skipinu og skipið hét í höfuðið á stúlku, sem hét réttu nafni Wilhelmina Foster, og hún hþfur verið dauð í rúmlega himdrað ár. Það eru mest Sjó- menn, sem búa þar r.úr.a, en bær- inh á þó eir.n þekictan rc". og t i I i í í I í i i i h l i * f tj. H11 h i í > Mark stundk við og snéri sér að V/ilcox. „Ef yður langar til að vita hvað ég ætla að spyrja Dav- enport um þá get ég sagt yður það. Ég ætla að spyrja hann hvað hann viti um nágranna sína í Crestwood og hvað hann viti um Stoneman, en aðallega ætla ég að vita hvort hann er, þar sem hann er sagður vera“. 11. kafli. Snjókorniri þyrluðust hægt niður úr loftinu og settust á borð- stofugluggann. Mark og Beulah sátu við morgunverðarborðið. „Þú hefur auðvitað haldið að ég hafi verið að hlera við dyrn- ar í gærkvöldi? Jú, það er alveg rétt, en það var ekki vegna þess að mig langaði til að vita hvað þið væruð að tala um. Ég vildi bara vita hver var með þér .... Mark, þú hefðir getað notað sím- ann í húsinu mínu til þess að hringja. Þú hefðir getað kveikt upp í arnirium og látið fara vel um þig á meðan þú beiðst eftir samtalinu“. „EDa May hefði líka getað hlustað“, sagði Mark. „Beulah. ætlar þú að fara til að vera við j arðarf ör _ Florrie? “ „Nei. Ég get ekki farið frá Bessy og hún getur ekki farið út svona eins og hún er á sig komin ... ._ Hvert ertu að fara?“ „Út. Ég ætla að vita hvernig leitin gengur“. „Þá fer ég upp. Við erum farn- ar að pakka niður dótinu þeirra“, sagði hún. „Við byrjum á fötum barnanna“. Hún fylgdi honum fram að dyrunum og hjálpaði honum í frakkann. Hann virtist ekki gefa henni nokkurn gaum. Morey stóð efst ,í skriðunni, þar sem leitarflokkurinn var að hamast með skóflur. „Haldið þér að þeir finni hann hér?“ spurði Mark þegar hann kom að. „Nei, það held ég ekki, en Wil- Cox vill að þeir leiti. Sama er mér. Verst að Joe getur ekki gef- ið þeim góð ráð sjálfur. Honum mundi sjálfsagt ekki líka þessir tilburðir við gröftinn“. „Þér talið eins og hann sé lif- andi“. „Hann hlýtur að vera það. — Hann er ekki í húsinu. Einhvern veginn hefur hann komið sér burt, en ekki veit ég hvernig. Hann hefur verið slunginn alla sína ævi“. „En hvers vegna skyldi hann koma sér burt? Og hvernig? Ekki fóru neinar lestir hér um á þeim tíma sólarhrings og ef hann hefði falið sig og beðið eftir lest, þá hefði Amos orðið var við hann“. „Amos sá yður ekki“, sagði Morey. „Joe fannst alltaf að næst mundi koma röðin að sér, þegar frú Lacey og Florrie voru dánar. Þótt flóðbylgja gengi ein- hvers staðar i Suður-Ameríku þá hefði Joe flutt sig með tjald hérna upn á Pikes Peak. Hann | var hræddur og vildi komast jburt, en hann skammaðist «ín fvr jir að viðurk°n"a það. Ég lét hann hafa dá’itið af oeningum um daginn. Mér b’Vir s°n^ileg- ast að hann sé heill á húfi í New York“, ,,En farangurinn hans er allur hér“. „Það var sama og ekkert, sem hann hafði með sér af farangri. Nei, Joe hefur notað tækifærið í allri ringulreiðinni þegar strák- arnir hlevptu af skotinu og komið sér til New York. Talaði hann ekki um að fara þangað?“ „Jú, hann minntist lítillega á það“. „I\á er hann þar. Þegar hann er búinn að evða peningunum. kemur hann aftur til mín. Það hefur komið fyrir áður“. „Verður betta til að tefja brott- flutning yðar?“ ARNALESBQK JiloT£zmbla&siiis 1 ÆVINTÝRI MIKKA V. Brottnumda prinsessan Eítir Andrew Gladwyn 14. heyrðu þau, að hún lamdi í hurðina og grenjaði eins og hún frekast gat. Eftir andartak voru þau komin út í garðinn á bak við húsið, og að jarðgöngunum. Mikki leiddi Hunangsdögg þegar inn í göngin. ( En þau höfðu ekki gengið lengi, þegar heyrðist umgangur, og mannamál nálgaðist þau óðum í myrkrinu. Mikki og Hunangsdögg urðu mjög óttaslegin. Mennirnir voru tveir og nálguðust þau óðum. Mikki og Hunangsdögg sneru nú skjótlega við og hlupu nú allt hvað af tók til baka, á undan mönnunum. Eftir augnablik voru þau komin út í garðinn aftur, þar sem þau höfðu verið fyrir stuttu síðan. Hlupu þau sem hraðast í rjóður, sem þar var, og földu sig fyrir mönnunum. Það leið ekki langur tími þar til þeir komu út úr jarðgöngunum og gengu í áttina til kotsins. Þeir höfðu auðsjáanlega ekki orðið varir við þau. Aftur á móti voru þeir skellihlæjandi, og virtist liggja mjög vel á þeim. En eftir nokkur augnablik myndu þeir heyra hrópin í gömlu konunni- „Flýtum okkur aftur inn í jarðgöngin,“ hvíslaði Mikki. Þau flýttu sér nú eins og þau frekast gátu inn í dimm jarðgöngin. En það var ekki auðvelt að hlaupa í myrkrinu, sem þar var. Það' gekk þó slysalaust, og voru þau eftir stuttan tíma komin yfir í hinn endann. Sem betur fór reynd- ist hurðin ólæst. Innan stunda voru þau komin út úr jarð- göngunum og út í sólskinið. Þeim létti nú mjög við að anda að sér hinu fríska lofti, og jókst kraftur og,þrek yið .það, úóku þau nú á rás inn í skó^nn. &£■ K Sá, sem getur útvegað manni atvinnu situr fyyir leigu : í 3ja herb. íbúð 15. maí n. k. Tilboð merkt „Gagnkvæmt — 77“, sendist blaðinu. íi Dieselvélar Getum útvegað Dieselvélar með mjög stuttum 3 fyrirvara. ; Allar nánari upplýsingar gefum vlð á skrifstofu j okkar. 3 H.B ENEDIKTSSON & Co. H.E 1 rAFX ARUVOLL. R EYKJ AVI K ■M EXTIR IXIÐURSOÐIMIR PERUR: LETONA 24x2% ANANAS: palerma 24x2y2 og 24x20 oz. ANANAS: sunpearl 48x9 ©z. FERSKJUR: singel 48xi APRICOTS: letona 24x2% JARÐARBER: herba 24x2% RASPBERRIES: bairds 24x20 oz. FR.UIT COCKTAIL: sunpearl 24x2y2 og 48xi DÖÐLUR: TIGRIS 5Sx250 gr. pk. RÚSÍNUR: SUNPEARL 30 lbs. í ks. SVESKJUR: sunpearl 70/80, i2y2 kg. r -_r GRAFIKJUR: fraga style 10 kg. í ks. ■ * ■ APRIKOSUR: mallorca 11 kg. í ks. IMVIKf CITRÓNUR: afrisa «a. 30 kg. í ks. APPELSÍNUR: afrisa ca. 30 kg. í ks. Allar ofangreindar tegundir höfum vér nú fyrirliggjandi. JJriistjcínóion (S? (Jo. h.fí. 11iIIi!f(i 11 íflli [S I !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.