Morgunblaðið - 20.04.1952, Side 7

Morgunblaðið - 20.04.1952, Side 7
Sunnudagur 20. apríl 1952 MORGUNBLAÐIÐ 7 Hákon Kristófenson hrepp> stjórs í Hága 15 ára EINN af merkustu bændum lands Ins, Hákon Kristófersson hnípp- stjóri og fyrrverandi alþm. í Haga 'á Barðaströnd, er 75 ára í dag. Hákon er fæddur að Hregg- stöðum á Barðaströnd, sonur Kristófers Sturlusonar er lengi bjó síðar að Brekkuvelli á Baiða- strönd og konu hans Margrétar ** Hákonardóttur bónda á Hregg- stöðum Snæbjörnssonar. Var ’’ Hákon einn af 17 börnum þeirra merkis og dugnaðarhjóna. Má geta nærri hversu frábæran dugn að og hyggindi hefur þurft íil þess að koma upp svo stórum barnahóp svo að vel væri, enda var heimili foreldranna þekkt að ágætum, og átti hin frábæra móð- ir hans ekki hvað minnstan þátt í því áliti. Við kné móður sinnar fékk Hákon sína fyrstu fræðslu eins og svo margir aðrir ágætis- menn á þeim tímum, og hún var honum það vegarnesti er reyndist honum drýgst alla æfi, enda naut I hann ekki annarrar menntunar, að undanskyldri þeirri, er hann aflaði sér sjálfur, með lestri góðra bóka og frábærri eftirtekt á öllu nýju, sem fyrir augun bar / í skóla sjálfs lífsins. Á árunum I' 1901—1902 dvaldi hann við verzl- \ unarstörf á Patreksfirði, en stund t aði síðan iarðyrkju og ýmsa vinnu til 1907 að hann gerðist / bóndi á hinu mikla höfuðbóli Haga á Barðaströnd, hvar hann ‘ hefur búið síðan alla tíð, eða í : hartnær hálfa öid. Má af því •, marka hversu líf hans og störf hafa verið samgróin íslenzkri mold. Hann er aðeins 28 ára að , íaldri, er hann tekur við hrepp- stjóraetnbætti í sevit sinni, og hefur hann gegnt því alla tíð síð- an, eða í nærri hálfa öld, og jafn- an með hinum mesta skörungs- skap. Hann er kjörinn þingn.aður Barðstrendinga 1913 og er jafnan endurkosinn til 1931, og hafði þá setið á Alþingi í 18 ár, eða lengur en nokkur annar þingmaður fyrir það kjördæmi. Má af því marka hversu vinsæll fulltrúi hann hef- ur verið og hve mikið traust sýslu búar hafa borið til hans. Urn ára- tugi hefur hann gegnt oddvita- störfum fyrir sveit sína og sýalu- nefndarmaður hefur hann verið um tugi ára. Öll þessi störf hefur Hákon leyst af hendi með prýði, og jafnan haft það efst í huga, ,, sem hann vissi bezt henta fyrir sveit sína og hérað. Var hann jafnan fastur í skoðunum, lét ekki. hlut sinn fyrir neinni and- stöðu, og var tregur að kasta frá sér þjóðlegum siðum fyrr. e.n sannað var að nýrri siðir væru þjóðinni hollari og eiga því hin gömlu þjóðíegu verðmæti þarj traustan fulltrúa. Hann hefur | hins vegar ávallt verið fús að ljá þeim nýjungum mikið lið, eri sýnilegt var, að bætt gæíu hag1 fólksins og þjóðarinar, hvort heldur það snerti atvinnu íil lands cða rjávar. Alla búskapartíð Hákonar heí- ur Hagi legið um þjóðbraut þvera o'J flestir, sem um veginn hafa farið komið þar við, og jafnan mætt þar gestrisni og miklum höfðinsskap, hafa bæði hjónin verið sammála um að halda uppi . slíkri' rausn, þótt oft hafi það hlotið að höggva skarð í efnahag- inn. svo mikill fjöldi sem þar hef- ur jafnan um garð gengið, en það hygg ég að Hákoni félli þyngst af öllu, ef hér yrði að taka upp aðra siði, og er það ein sönnunin fyrir fastheldni hans við þjóðlegar venjur og höfðingsskap. Persónulega kynntist ég ekki Hákoni fyrr en 1937, en síðan heíi ég áít við hann ýms viðskipti bæði sém íorvígismann sveitar sinnar, bónda og vin. Hefur íram- koma hans í þeim viðskiptum ávallt markast fvrst og fremst af á.st hans til héraðsins og um- hyggju hans fyrir framtíð þess, og þess fólks, sem þar býr. Er hér sjálfsagt að einhverju leyti um að ræða arf frá þeim timum, er hann sjálfur stóð í baráttunni íyr ir umbótum, er sterkur vilji og enn meiri þörf var að koma á, en geta engin. Þó speglast hér einnig skýrt óbilandi trú hans á íram- tíð héraðsins og sterk löngun til þess að sjá það blómgast og bless- ast. Því hefur stundum verið haldið fram, af þeim, sem ekki hafa vilj- að skoða alla hluti í ljósi sann- girninnar, að barátta Hákonar fyrir umbótum í sýslunni á þeim. árum er hann var þingmaður, hafi ekki borið tilhlýðilegan ár- angur. En hér er um mikinn mis- skilning að ræða. í fyrsta lagi verður að skoða þessi mál og dæma með tilliti til þess efnahags sem þjóðin þá átti við að búa, en ekki við ánnan og miklu betri efnahag síðári tíma, en auk þess er það fullvíst, að margar þær umbætur, sem héraðinu hlotnað- ist síðar, voru undirbúnar að fullu af Hákoni, er hann var þing maður, þó þær kæmu ekki til framkvæmda fvrr en annar mað- ur hafði tekið við umboðinu, enda er það víst, að hann ruddi veginn og varðaði hann á ýmsum svið- um, svo að hægara varð fyrir þá sem á eftir komu, og verður það aldrei fullmetið. Þá ber því held- ur ekki að gleyma, að Hákon var jafnan á.Alþingi sterkur bar- áttumaður fýrir fullu frelsi þjóð- ar sinnar, en það var hornsteinn- inn a& efnaiegu og andlegu sjálf- stæði hgnnar. Þegar hann nú í dag er 75 ár.a, v.il ég færa honum þakkir og virð ingu mína fyrir öll þau störf, sem hann hefur ynnt af hendi fyrir hérað sitt og þjóð, um leið og ég. vona og óska að Barðstrendingar eignist marga menn honum líka að skapgerð, dugnaði, drengskap og höfðingsskap á allan hátt. Persónulega bakka écr honum alla vináttu og mörg heilræði í sam- bandi við þjóðmálastarfið. Eng- inn hefur kennt mér betur en hann, að skilja líf og baráttu bóndans og meta gildi verka hans fyrir þjóðarbúið, enginn getað sannað mér betur en hann, hve aldagömul menning bændanna er þjóðinni mikils virði, og hve rétt mætt það er og nauðsynlegt að berjast fyrir því að hún haldi' velli, en skolist ékki brott í flóð- öldum yfirborðsmenningu nýrra tíma. Heill sé honum og heiður og blessuð séu störf hans öll. Megi honum hlotnast fögur og friðsæl ár, það sem eftir er af lönguni' og merkum starfstírha; Gísli Jónsson. Til hreingerninga Eimir Hildibrmidssozi # ti C B n í DAG 20. apríl er Einar Hildi- brandsson, Ásvallagötu 23 hér í bænum, sjötugur. Hann er fædd ur að Brekku í Þykkvabæ 20. apríl 1882. Foreldrar Einars voru. Hildibrandur Gíslason og Sigríð- ur Einarsdóttir. Áttu bau hjón fjölda barna, en af þeim eru nú aðeins tvö á lífi, Einar og Sigríð ur, sem nú dvelst í Hafnarfirði. Þegar Einar var þriggja ára fluttust foreldrar hans að Vetleifs holti og þar ólst hann upp íil fullorðinsára. Var Einar snemma fjörmaður mikill og kappsainur til verka. Fór hann á yngri árum oft í leitir á haustin og er síðan þaulkunnugur afréttarlöndun- um upp af Rangárvallasýslu. Á þessum árum fór hann einnig iðulega lestaferðir til Reykjavik ur og voru slíkar ferðir í bátíð stundum hinar mesíu svaðilfarir og ekki heiglum hentar. Árið 1908 fluttist Einar til Reykjavíkur og hefur átt hér heima síðan. Vann hann um nokk urra ára skeið hjá MiRjónafélag- inu svonefnda, en tók síðan að stunda akstur á eigin spýtur. — Vann Einar sér fljótlega traust allra viðskiptavina sinna fyrir dugnað, áreiðanleik og heiðarleik í stóru og smáu. Árið 1930 réðst Einar í þjón- ustu Reykjavíkurbæjar. Vann hann í fyrstu við akstur, en siðar við gatnahreinsun bæjarins og þar vinnur hann enn. Hefur hann' í þessum störfum sýnt hina sönnu dyggð og trúmennsku sem í öðru. Einar kvæntist 1908 Önnu Magnúsdóttur frá Hæringsstaða- hjáleigu í Flóa. Anna er af Bergs ætt og er hin mesta myndar- og rausnarkona. Eru þau hjón bæði gestrisin með afbrigðum, og er tíðum gestkvæmt á heimiii þeirra, bæði af kunningjum þeirra í Reykjavík og ættingjum og kunningjum Einars úr Rang- árþingi, en hann hefur aldrei rof ið tengslin við átthagana og hef- ur farið austur í flestum sumar- leyfum sínum. Þau Einar og Anna eiga einn son Guðmund Oskar, sem kvæntur er Guðrúnu Davíðsdþttur. Einar Hildibrandsson er f'inn þeirra manna, sem menn fá því meiri mætur á sem þeir kynnast þeim þetur. Hann er heiðursmað- Einar HiMibrandsson ur, sem ekki má vamm sitt viia í einu né neinu, rausnarmaður og höfðingi heim að sækja, enda á hann efiaust kyn sitt að rekja til Oddverja hinna "ornu, - — Hartn er einarður í máli og hreinskil- inn við hverr. sem er og fer þar ekki í manngreinarálit. Alltaf er Einar glaðvser og hress í fasi og heíur spaugsyrði á reiðum hönd- um, en alli er gaman hans græzkulaust. Hann er einn þeirra manna sem kemur manni alltaf í gott skap, enda er Einar vinsæll maður, bæði í Reykjavík og Rangárvallasýslu. Það er því ekhi að efa, að þeir verða margir, seia senda þessum heiðursmanni hlýj ar kveðjur á sjötugsaímæli han» og árna honum og fjölskylck* hans heiila. _ Ólafur Hansson. Efnainníhalti i í FRÁSÖGN af samanburði at- vinnudeildar Háskólans á ís- lenzku Stjörnubóni og erlendri bóntegund í blaðinu í gær, var3> slæm viUa í töflunni um eína- innihald bóntegundanna. Þat» efni er sögð voru í ísl. tegimð- inni eru í hinni erlendu og öfugt. Rétt lítur taflan út þannig: Upplausnar efni Erl.teg. ísl.teg. 70.0% 54.0% \axblanda 30.0% 46.0% Bræðslumark 72.0°C 72.0“ J'oðtala 2.5 2.0 Sýrutala 2.13 2.5a Sáputala 12.0 13.3 Ósápuhæf efni 75.9% 58.6% Aóalumhoðsmenn fyrir KLÖCKNEE-HLMBOLDT-DEUTZ A. G. Hsniar hf.9 Tryggvagötu, sími 1695 Húsgögn Eftirtalin húsgögn höfum við á boðstólum: úsgögn Boi'ðstofuborð úr eik, Borðstofuborð úr birki, Borðstofustólar, eik, birlci, Barðstofuskápar, Sófaborð, Innskotsborð, Reykborð, Blómaborð, Standlampar, Skrifborðsstólar, Sófasett, margar gerðir, Armstólasett, 2 gerðir, A.rmstólar, 4 gerðir, Ruggustólar, Recocosett, og stakir stclar, Kallstólar Svefnsófar, 2 gerðir, Ottomanar, F j aðramadressur, Fjaðrabotnar og dýnur. Nýja gerðin af sófasettunum, scm margir hafa beðið efíir, er nú fuílgerð. Að okk- ar áliti, og þeirra sem séð hafa, eru þessi sett, mörgum sinnum glæsilegri en öll önnur sófasett sem boðin hafa verið til sölu hér í bæ. Öll vinna, bólstrun og tré- verk, er urmin af færustu fagmcnnum. Engir smíðagallar eru til og gerðin á sett- unum alveg sérstök. Sjáið grindurnar i glugga Bólsturgerðarinnar, Brautarholti 22. Kaupið húsgögnin þar sem þau eru búin til af íagmönnum. Það borgar sig% Við höfum eingöngu fagmcnnum á að skipa, þes? vcgna verzla hinir vandlátu við "okkur. Höfum úrvals húsgagnaáklæði, ullartau, damask, plyds og gobilin í mörgum litum. FLJÓT AFGREIÐSLA >olótuF£^eröin Sími 80388 < 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.