Tíminn - 04.05.1965, Síða 2
2
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1965
DANIR BJÓRLAUS-
IR EFTIR VIKU?
Aðils-Khöfn, mánudag.
Um 6000 ölgerðarmenn fóru í
verkfall í dag og stöðvaðist þar
með 20 ölgerðarhús I Danmörku.
Búizt er við harðri baráttu og
löngu verkfalli, þar sem hvorugur
aðilinn vill gefa eftir.
Deiluaðilar náðu ekki samkomu
lagi um launin, en þau eru eina
deilumálið. Telja ölgerðarmennirn
ir, að þeir hafi dregizt aftur úr
öðrum stéttum í launum.
Talið er líklegt, að Vinnuveit-
endasambandið danska muni sjá
svo um, ef verkfallið stendur
lengi, að ölgerðarmennirnir geti
ekki fengið sér aðra atvinnu á
meðan verkfallið stendur yfir.
Útlit er fyrir, að öl- og gos-
drykkjalagerar þeir, sem nú eru
til, verði tæmdir fyrir lok þessar-
ar viku. Ýmsar verzlanir selja nú
aðeins öl og gosdrykki til fastra
viðskiptavina.
Þetta getur haft slæm áhrif
fyrir ýmis smærri veitingahús,
sem eru fjárhagslega algerlega háð
ölsölunni.
Alþýðukórínn held-
ur ufmælistónleiku
GB-Reykjavík, mánudag.
Alþýðukórinn á 15 ára afmæli
um þessar mundir og efnir í til-
efni þess til afmælistónleika í
Gamla bíói n. k. miðvikudagskvöld
kl. 7,15, undir stjórn dr. Hall-
gríms Helgasonar, en einsöngvarar
verða Álfheiður L. Guðmundsdótt-
ir og Florence Grindlay, en píanó-
undirleik annast Jórunn Viðar.
Á söngskrá afmælistónleikanna
verða 23 verkefni, þar af 14 ís-
lenzk og 11 þeirra flutt nú í fyrsta
sinn, eftir Guðmund bónda Skúla-
son á Keldum' á Rangárvöllum,
Ingunni Bjarnadóttur, Kristínu
Einarsdóttur, Friðrik Bjarnason,
Sigursvein D. Kristinsson og 3 lög
eftir dr. Hallgrím Helgason, þar á
meðal við kvæðið „Hin hljóðu
tár“ eftir Stein Steinarr. En
vegna 100 ára afmælis Sibeliusar
syngur Álfhéiður Guðmundsdóttir
lagið „Svarta rosor“, en skozka
söngkonan Florence Grindlay, sem
er í kórnum, syngur einsöng í
nýju þýzku kórlagi. Ennfremur
verður flutt madrígal eftir Mozart
og margt fleira.
Stofnandi og fyrsti stjórnandi
Alþýðukórsins var Sigursveinn D.
Kristinsson, en síðan önnuðust
stjórn Guðmundur Jóhannsson,
Jón S. Jónsson og Ásgeir Ingvars-
son þangað til dr. Hallgrímur tók
við 1959, og hefur kórinn síðan
m. a. flutt messu eftir Schubert og
frumflutt Alþingishátíðarkantötu
Jóns Leifs, Þjóðhvöt, með Sinfón-
íuhljómsveit íslands.
SIGLFIRÐCAR UÍINU
EJ-Reykjavík, mánudag.
Margir hafa fylgzt af miklum
áhuga með útvarpskeppninni
„Kaupstaðii;nir keppa“, sem lauk
s. 1. sunnudag, 2. maí með sigri
Siglufjarðar sem keppti við Hafn ;
arfjörð I lokaþættinum. í sveit
Siglufjarðar voru Pétur Gautur
Kristjánsson settur bæjarfógeti,;
Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, og
Benedikt Sigurðsson, kennari.
Stjómendur keppninnar voru
þeir Guðni Þórðarson og Birgir
ísl. Gunnarsson. Blaðið náði í
Guðna í dag og ræddi stuttlega
við hann um keppnina.
— Hversu margar sveitir tóku
þátt í keppninni, Guðni?
— Þær voru 14 talsins.
— Og hverriig voru menn vald
ír í sveitirnar?
— Það voru bæjarstjórnirnar á
hverjum stað, sem völdu menn í
sveitirnar, þrjá talsins. Annars
þurftu tveir kaupstaðir að skipta
um menn í seinni umferð vegna
veikinda.
— Og hvaða verðlaun fengu
sigurvegararnir?
— Þeir fá ókeypis ferð til Kaup
mannahafnar og heim aftur. Flug
félag íslands býður þeim farið
fram og til baka, en útvarpið
greiðir dvöl þeirra úti. Munu
þeir líklega dvelja þar í 3 daga
eða eða þar um bil.
STJÓRNARFRUMVARPIÐ
Framhald at 1. síðu
varpinu þá vísað til 3. um-
ræðu. Hún hófst í dag og
stóð til kvölds. Fór fram
lokaatkvæðagreiðsla um
frumvarpið kl. 7,30 í kvöld.
Þeir, sem tóku þátt í um-
ræðum við 3. umræðu máls-
ins í dag, voru Sigurvin
Einarsson, Lúðvík Jóseps-
son, Hannibal Valdimars-
son, Eðvarð Sigurðsson,
Björn Pálsson og Ingólfur
Jónsson.
Seint í gærkvöldí stóð yf-
ir fundur í Félagi ísl. at-
vinnuflugmanna og ræddu
flugmenn um hin nýskipuðu
lög. Stefán Gíslason, form.
samninganefndar flug-
manna, tjáði blaðinu, að fé-
lagið myndi taka einhverj
ar ákvarðanir á fundinum
og taldí líklegt, að flug-
menn ákvæðu vinnutíma
sinn sjálfir. Fundurinn stóð
enn yfir, þegar blaðið fór
í prentun.
Menningarvika hernáms-
andstæðinga hóf st 1. maí
EJ-Reykjavík, mánudag.
S. 1. laugardag, 1. maí, var
Menningarvika hernámsandstæð-
inga sett í Lindarbæ og flutti
Þóroddur Guðmundsson, rithöfund
ur, ávarp. Menningarvikan stend-
ur dagana 1.—9. maí og verða
fjölbreyttar menningardagskrár
fluttar í Lindarbæ og 35 mynd-
listarmenn sýna þar verk sín.
í gær, sunnudag, var frumsýnd-
ur leikþáttur eftir Thor Vilhjálms-
son á Litla sviðinu í Lindarbæ og
hét hann: „Ætlar blessuð mann-
eskjan að gefa upp andann?" Leik
stjóri var Brynja Benediktsdóttir,
en aðalhlutverk léku Erlingur
Gíslason og Þorsteinn Ö. Stephen-
sen. Atli Heimir Sveinsson lék
einleik á píanó verk eftir íslenzka
höfunda, Jón úr Vör og Þorberg-
ur Þórðarson lásu upp úr verkum
sínum og dansflokkur undir stjórn
Þórhildar Þorleifsdóttur sýndi
dansa, er hún hefur gert við lög
eftir Bela Bartok. í dansflokknum
voru Aðalheiður N. Ólafsdóttir,
Hlíf Svavarsdóttir, Margrét Brands
dóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Þá las Þórarinn Guðnason Limbur
eftir Þorstein Valdimarsson.
í kvöld, mánudag, var frumsýnd
ur á sama stað leikþáttur eftir
Odd Björnsson, Jóðlíf, leikstjóri
var Erlingur Gíslason en þeir Þor-
steinn Ö. Stephensen og Baldvin
Halldórsson fluttu. Þá var leikþátt
ur Thors endurtekinn og fimm
höfundar lásu úr verkum sínum,
þeir Guðbergur Bergsson, Guð-
mundur Böðvarsson, Halldóra B.
Björnsson, Ingimar Erlendur Sig-
urðsson og Jóhannes úr Kötlum.
Þriðjudagskvöldið verður eink-
um helgað ungu fólki: — Dans-
flokkur undir stjórn Þórhildar
Þorleifsdóttur, tónlist og upplestur
ungra skálda. Þá verður fluttur
ljóðaflokkurinn Sóleyjarkvæði eft
ir Jóhannes úr Kötlum, lesinn og
sunginn af átta ungum flytjendum.
Á föstudagskvöldið verður flutt
samfelld dagskrá um sjálfstæðis-
baráttu fslendinga á 19. öld og
hefur Einar Laxness búið hana til
flutnings. Þá flytur Sverrir Hólm-
arsson erindi um gömul dans-
kvæði og söngmenn undir stjórn
dr. Hallgríms Helgasonar flétta
inn í nokkur tóndæmi.
Menningarvikunni lýkur með
Keflavíkurgöngu sunnudaginn 9.
maí og útifundi í Lækjargötu kl.
22,45 um kvöldið, en þá um nótt-
ina, aðfaranótt 10. maí, eru rétt
25 ár liðin síðan ísland var her-
numið í fyrsta sinn.
Myndlistarsýningin er á 2. hæð
í Lindarbæ og verður opin daglega
frá kl. 14—23. 35 listamenn sýna
þar verk sín, þar á meðal Gunn-
laugur Scheving, Jón Engilberts,
Ríkharður Jónsson, Sigurjón Ólafs
son, Svavar Guðnason, ÞorvaJdnr
Skúlason o. fl. Ásmundur Sveins-
son, myndhöggvari, tekur þátt í
Menningarvikunni með sýningu
verka sinna í sýningarsalnum við
Sigtún.
FLUGSLYS
Framhalp aí 1. síðu.
Slökkvilið og lögreglulið af
Keflavíkurflugvelli kom mjög
fljótt á vettvang og var slysstaðn-
um þegar lokað fyrir óviðkomandi.
Robert R. Sparks var yfirmað
ur Keflavíkurflugvallar og her-
stöðvarinnar í Hvalfirði, og næst
æðsti maður Varnarliðsins, næstur
á eftir Weymouth aðmírál. Eins
og fyrr getur þá voru fimm menn
í þyrlunni ásamt þeim Spark og
House, þeir voru John Brink, sem
hefur starfað í 17 ár á Keflavíkur
velli, sem borgaralegur starfsmað
ur, og flugmaðurinn Clinton L.
Tuttle, og aðstoðarmaður hans,
Billy W. Reynolds.
Þyrlan hafði farið með fimm-
menningana upp í Hvalfjörð fyrr
um daginn í vanalega eftirlitsferð.
Allt gekk að óskum í ferðinní, og
ekkert óvanalegt hafði komið fyr
ir er flugstjórinn talaði víð turn
ana á Reykjavíkurvelli og Kefla-
víkurvelli og virtist allt í lagi,
þar til hún steyptist fyrirvaralaust
til jarðar um 10 km. norðaustur
af Keflavíkurvelli. Þyrlan varð
strax alelda og brann að mestu.
Ekki er vitað hvort nokkur af
mönnunum var á lífi, eftir að
vélin skall á jörðina.
Herinn setti strax upp hervörð
umhverfis svæðið, og voru þeir
aðstoðaðir af íslenzkum lögreglu-
þjónum frá Vellinum. Þetta var
gert í varúðarskyni. Það var mjög
nauðsynlegt fyrir rannsóknarnefnd
ina, að allt væri á staðnum, eins
og þegar slysið bar að höndum,
syo að hægt væri að rannsaka
brakið nákvæmlega. Rannsóknar-
nefnd, sem skipuð er sérfræðing
um, kom strax í gær, sunnudag, til
landsins, og vinnur nú að rann
sókn á orsök slyssins. Ekki er
hægt að búast víð neinum niður-
stöðum fyrst um sinn þar sem
slíkar rannsóknir taka jafnan lang
an tíma.
Þegar slysið skeði var Ralph
Weymouth aðmíráll ekki á land
inu. Hann hafði farið til aðal-
stöðva flotans í Norfolk í Banda-
ríkjunum, til að vera við yfir-
mannaskipti þar, þegar Smíth að-
míráll, léti af störfum sem einn af
æðstu sjóliðsmönnum NATO-ríkj
anna, og T. H. Moorer, aðmíráll,
tók við starfinu. Weymouth sneri
strax til fslands, og kom hingað
í gær, sunnudag.
Skömmu eftir að slysið varð,
tóku nokkrir vegfarendur myndir
á slysstað, og sökum þess hve
taugaóstyrkir verðirnir voru, þá í
heimtuðu þeir filmurnar af I
þessu fólki, og fengu þær, Þeir
höfðu að vísu aldrei fengið nein
ar fyrirskipanir frá yfirmönnum'
sínum að taka filmurnar af fólk
ínu, og gerðu það þar af leiðandi
í algjöru óleyfi. í öllum látunum
gleymdu þeir að taka niður nöfn
in á myndasmiðunum, og nú vill
herinn skila þessum filmum aft
ur til viðkomandi, en því miður
vita þeir ekki hverjir þeir eru.
Þegar er búið að flytja sum
líkin til Bandaríkjanna, en hin
verða flutt mjög fljótlega. Á
morgun, þriðjudag, verða tvær
minningaguðsþjónustur haldnar á
Keflavíkurvelli. Sú fyrri er fyrir
kaþólska og hefst klukkan 4 e. h.
í herkirkjunni á Vellinum, en
hín er fyrir mótmælendur og
hefst klukkan 4.30. Penfield, sendi
herra Bandaríkjanna, tjáði blaðinu
að hann myndi verða við báðar
minningarþjónusturnar, auk all
margra sendiráðsstarfsmanna. ís-
lenzkir kunningjar og vinir þeirra
sem fórust með þyrlunní, eru vel
komnir, og verður allt auðveldað
fyrir þá, til þess að þeir komizt
inn á Völlinn.
Þeir, sem fórust með þyrlunni
voru:
Capt. Robert R. Sparks, yfirmað
ur herstöðvarinnar á Keflavíkur
velli, og næstæðsti maður þar.
Hann var 46 ára gamall, kvænt-
ur og átti þrjú börn. Fjölskyldan
býr á Vellínum. Sparks er fædd
ur í Kalifomíu og gekk 1 skóla
þar, og hafði próf í verkfræði, auk
þess sem hann lauk magisterprófi
í verzlunarfræðum skömmu áður
en hann kom til íslands 1964.
Hann gekk í herinn 1941 og tók
þátt í bardögunum í Kyrrahafi.
Síðan stríðinu lauk hefur hann
þjónað bæði í heimalandi sínu,
og svo erlendis, og nú síðast hér
á fslandi. Hann var vel kynntur
meðal landsmanna og átti marga
kunningja hér.
Lt. Col. Arthur E. House, var
yfirmaður landgönguliðs fliotans
hér á Vellinum, en hann kom
hingað frá skóla landgönguliðsins
í Quantice í Virgina-ríki, í júlí
1963. House var 42 ára að aldri,
kvæntur og átti tvö börn. Fjöl-
skyldan býr hér á Vellinum. Hann
tók þátt í Kyrrahafsbardögunum
í stríðinu og einnig í Kóreustríð-
inu. House var frá Anchorage í
Alaska.
John Brink var borgaralegur
starfsmaður á Keflavíkurvelli, og
hafði verið hér á landi í 17 ár.
Hann var 39 ára og kom hingað
j fyrst á vegum Lockheed flug-
I vélaverksmiðjanna, en starfaði síð
an hjá amerísku byggingafélagi á
flugvellinum, og nú síðast í þjón
ustu hersins. Brink sá m. a. um
íþróttamálin hjá hernum, og
kynntist því mörgum íslending
um, og átti marga góða vini á með
al þeirra. Hann talaði íslenzku
mjög vel, og var lengi giftur ís-
lenzkri konu, sem hann var skilinn
við, en þau áttu sex börn. Brink
var nú giftur bandarískri konu
og átti með henni 8 mánaða gam-
allt barn. Eftirlifandi kona hans
býr í Keflavík.
Lt. Col. Clinton L. Tuttle, 3>
ára, var flugstjórinn á þyrlunni,
og hefur starfað, í björgunarsveit
flotans síðan hann kom til lands
ins í október s. 1. Hann var
kvæntur og átti eitt barn, og
fjölskyldan býr hér á landi.
Bill W. Reynolds var aðstoðar-
flugmaður og vélamaður, 27 ára
að aldri og hafði verið í flotan-
um í 10 ár. Ekki var hægt að
grafa upp hvort hann væri 'fjöl-
skyldumaður eða ekki.
í þessu sviplega og hörmulega
flugslsyi misstu 13 börn feður
sína, þar af sex sem eru íslenzkir
ríkisborgarar. Aðstoðarmaður
Brinks, sem er svo til nýkominn
tíl landsins, og heitir R. C. James,
1 mun gegna störfum látins yfir-
manns síns þar til flotinn sendir
nýjan mann.
VILJA í NORÐURL.RÁÐ
Framh. af bls. 16.
um og fjallar þingnefnd um mál-
ið sem stendur. Ef sundrungin
milli stjórnarflokkanna endar
með þíngkosningum, má búast við,
að staða Færeyja verði eitt helzta
kosningamálið!
Mohr Dam þingmaður hefur lagt
fram þrjár óskir í sínum óform-
legu viðræðum við dönsku stjórn
ina. í fyrsta lagi vill hann, að
danska ríkisstjórnin gefi út yfír-
lýsingu, þar sem skýrt sé tekið
fram, að færeyski fáninn skuli not
aður þar sem Færeyingar koma
saman, jafnt á Færeyjum sem er
lendis, án þess að danski fáninn
þurfi að blakta við hlíð hans.
Þessi réttur hefur ekki verið virt-
ur t. d. á íslandi og í Noregi. Þá
fer Dam fram á, að gefin skulu
út færeysk frímerki og bendir á,
að póstmálastjórnin hafi gefið út
grænlenzk frímerkí. Og að lokum
vill hann, að Færeyjar verði beinn
aðili að Norðurlandaráði og að
þing Færeyja fái að kjósa full-
trúa sinn í það ráð. Til þess að
síðasta krafan nái fram að ganga,
þarf að breyta samþykktum Norð
urlandaráðs.