Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1965 TÍMINN -furla-smiörltki er hieilsusamlegt og bragðgott, og því tilvalið ofan á. brauð m og kex. Þér þurfið að reyna Jurla- smiörliki til að sannfærast um gæði þess. AFGREIÐSLA SMJÖRLÍKISGERÐANNA h.f. Jörð til sölu Gerðar í V-Landeyjum Rang. er til sölu og ábúðar í næstu fardögum: Nýlegt 16 kúa fjós, sæmilegt íbúðarhús tún ca. 12 til 15 hektarar mikið og gott beitiland ágætt vegasamband, rafmagn, og sími. Semja ber sem fyrst við Grím Thorarensen, Hellu. Stort innflutningsíyrirtæki vantar tæknifræðing eða mann vanan bifreiða- sölu til að selja fólksbíla, vörubíla og sérbyggða bíla, fyrir hverskonar verktaka og sérhæfða flutn inga. Tilboð sendist Tímanum fyrir 15. þ. m. Merkt, „Bílar". SUMARDVÖL Eins og að undanförnu rekur félag vort sumar- dvalarheimili fyrir fötluð börn að Reykjadal í Mosfellssveit. Umsóknir um sumardvöl sendist skrifstofu félagsins sími 12 5 23 og 19 9 04. Stjórn styrktarfélags Fatlaðra og lamaðra. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS RÍKISÚTVARPIÐ TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtud. 6. maí kl. 21 Stjórnandi: Igor Buketoff Einleikari: Vaclav Rabl frá Prag Efnisskrá: Páll ísólfsson: Leikhúsforleikur Dvorak: Fiðlukonsert í a moll Beethoven: Sinfónía nr. 8 Enesco: Rúmensk rapsódía Aðgöngumiðar seldir í bókaverzl. Sigfúsar Ey- mundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustíg. Tilkynning Það tilkynnist hér með, að við höfum tekið við, umboði fyrir Rootes-bifreiðaverksmiðjurnar brezku, sem eru framleiðendur eftirtalinna bif- reiða: HUMBER, HILLMAN, SUNBEAM, SINGER, COMMER o.fl. Rootes-bifreiðar væntanlegar með næsta skipi. — Leitið uppl. um verð og gæði. Egill Vilhjálmsson h.f. ALLT A SAMA STAO Laugavegi 11S. Siml 22240 ! ‘tfiaiJtíðdi?. xiiffimifi s-ir OOi Val unga fólksins — Heklubuxurnar — amerískt efni nyion nankin — vandaður frágangur. Betri buxur í leik og starfi ma- Á VÍÐAVANGI Verkalýðsflokkurinn mikli Morgunblaðið hafði eftirfar- andi boðskap að flytja verka- lýðsstéttum latudsins á hátíðis- degi þeirra, 1. maí s.I. og birti hann að sjálfsögðu í forystu- grein: „Það er af þessu auðsætt, að stefna Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið raunhæfasta kjara- bótastefnan, sem fært hefur ís- lenzkum verkalýð mestar um- bætur og unnið stærstu sigrana í þágu hans“. Það er því engum blöðum um það að fletta leng- ur, að íhaldið á íslaindi er hinn eini, sanni verkalýðsflokkur þjóðarinnar, 0g enginn flokkur ber hag þessara stétta fremur fyrir brjósti. Og svo bætir Moggi við til frekari áherzlu Iitlu s'íðar: „Sjálfstæðismenn hafa jafn- an lagt áherzlu á það, að því meira sein þjóðarbúið í heild aflar, þeim mun meira kemur til skiptanna í hlut hvers el«- staks“. Þetta hefur Sjálfstæðisflokk- urinn auðvitað sýnt bezt í verki á síðustu árum, með því að berjast sem ljón gegn því, að Iaunastétirnar fengju rétta hlut deild í þeirri miklu aukningu þjóðartekina, sem orðið hefur síðustu árin vegna einstakra aflauppgripa. Svo mikið kapp hefur stjórnin lagt á það, að aukning þjóðarteknanna kæmi til skipta hjá verkalýðsstéttum þjóðarínnar, að hún hefur ekki skirrzt við að vinna skemmdar- verk á efuiahagskerfinu til þess, fella gengi hvað eftir annað, magna dýrtíðina og láta hana éta upp meira en kauphækk- anir o.s.frv. Þegar íhaldið talar fallega um að afla mikils, svo að meira „komi til skiptanna í hlut hvers og éins“, á það aðeins við sína útvöldu gróðastétt. „Jafnvægi haldist" Loks ber Moggi eftirfarandl gullkorn á borðið í þessari merkilegu forystugrein á há- tíðisdegi verkamanna; ,Það er vonlaust, að íslenzkur verkalýður fái bætt kjör sín á næstu árum, ef hér ríkir glund- roði og upplausn í efnahags- málum. Það er þess vegna í dag stærsta hagsmunamál verkalýðsins að efnahagslegt jafnvægi haldist, að þjóðin geti haldið áfram að auka afköst framleiðslutækja siinna og heil- brigð þróun haldið áfram“. Það er sem sé meginatriðið í kjairabaráttu verkalýðsins að dómi Mogga, „að efnahagslegt jafnvægi haldist“, „og heil- brígð þróun haldi áfram“, — nehnilega „vdðreisnatstefnau". Hvernig lízt mönnum á „Jafn- vægið“, sem hefur „haldizt" dýrtíðarmálunum síðustu árin? Og finnst þeim það ef til vUl „stærsta hagsmunamál verka- Iýðsins“, að sú „heilbrigða þró- un haldi áfram“, svo að notuð séu orð Mbl.? Geta vinnandi stéttiir á íslandi sameinazt um slík kjörorð á baráttudegi um þessar mundir? Hefur þessi „jafnvægisstefna“ stjórnarinn- ar borið svo glæsilegan kjara- bótaárangur síðustu árin? Góðar undirtektir Alþýðublaðið segir svo í for- ystugrein 1. maí: „Framundan er eitt mesta Framhaid ð 14. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.