Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 9
TIMJNN MtlÐJUDAGUR 4. maí 1965 Gulfegg ráðherrans I ýmsum ævintýrum segir frá hænum, sem með vissu millibili verptu gulleggjum. Þess var vitan lega alltaf beðið með eftirvænt- ingu, hvenær gersemin hritu frá þessum undra fuglum. í „Alþýðublaðinu" er svipað að gerast, þar koma með vissu milli- bíli gullegg frá einum ráðherr- j ínna, nefnt laugardagsgrein. Ég veit ekki hve reglulegt varpið er, i en hef séð nokkrar opinberanir, i sannleikans í sambandi við | íslenzkan landbúnað, sérstaklega I í sambandi við útflutning á land- búnaðarvörum. Tilgangurinn með þessu virðist vera augljós og þarf ekki annað en að líta á síðustu greinina til- þess að sjá hann. Þar stendur orð- rétt: „Ég hef orðið þess var af samtölum og bréfum, að þessar einföldu staðreyndir (hér er átt við uppl. ráðherrans í annarri grein um útflutning íslenzkra land búnaðarafurða) hafa vakið ýmsa, sem áður gerðu sér ekki ljóst í hvert óefni málefni íslenzks land- „Sjarmörarnir“ í Ævintýri á gönguför; 'Brynjölfur (Kranz kamm- erráð) og Haraldur (Svale assessor). Helztu sjarmörar á Akureyri í „dentíö" GB-Reykjavík, föstudag. Leikfélag Reykjavíkur gaf út sérstaka leikskrá fyrir 61. sýn- ingu Ævintýrs á gönguför s.l. miðvikudag, í því skyni að heiðra einleikarann Harald Björnsson, sem átti 50 ára leik afmæli þann dag, e~ í þessu margflutta leikriti félagsins hafði Haraldur leikið Svane dómara fyrst í Iðnó 1932. Strax og Haraldur birtist i ieiknum á sviðinu þetta kvöld, kvað við mikið lófaklapp, en oft var klappað þetta kvöld, og þá ekki sízt fyrir hinum dómar- anum í Ævintýrinu. birkidóm- aranum Brynjólfi. Að leiksýningu lokinni hófst önnur sýning, sem stóð nokkuð fram yfir lágnættið, aðallega tóku þátt í henni leikarar, sem ávörpuðu afmælisbarnið. Fyrst- ur sté fram á sviðið leikhús- stjórinn Sveinn Einarsson, kom •með blómakörfu pg lét orð falla í þá veru, að ef íslenzk leiklist hefði nú slitið barns skónum, þá væri það Haraldi að kenna mörgum öðrum frem ur, og afhenti síðan Haraldi körfuna. Þá kom Brynjólfur í hlutverki formanns Félags ís- lenzkra leikara og þó máske Oílu heldur sem gamali bar dagafélagi afmælisbarnsins sagði nokkur orð, ýmist í fúl- ustu alvöru eða gamni upp á sinn máta. og einhvern veginn sagðist honum svo, að þótt á ýmsu hefði gengið í samskipt- um hans og íslenzkra leikara við Harald, þá lifði það, sem bezt hefði gerzt, en hitt hefði gleymzt, og þess væri skemmst að minnast, að þeir hefðu þó allténd orðið sammála um eitt . hérna á dögunum, að vart hefðu verið til aðrir eins sjarm- örar meðal ungra manna á Akureyri í dentíð, þegar þessir áðurnefndu öldungar hefðu lát- ið þar ljós sitt skína um sama leyti. Var ekki á Haraldi að sjá, að hann hefði neitt við þessa orðatiltekt Brynjólfs að athuga. Síðan kom hver af öðrum að færa Haraldi vel val- in orð og blóm. Þar kom Her- dís Þorvaldsdóttir og harmaði fyrir hönd félags leikaranna í Þjóðleikhúsinu, að hann væri þaðan á bak og burt, þá kom Vilhjálmur Þ Gíslason og til- kynnti Haraldi, að Menntamála- ráð vildi heiðra hann með því að gefa honum 30 þúsund króna ferðastyrk til utanferðar. Guðrún Ásmundsdóttir færði hamingjuóskir samleikenda í Ævintýrinu, og Erlingur Gísla- son lét svo heita ,að hann vildi þakka Haraldi fyrir hönd vngstu leikaranna Svo tók olómunum að rigna á sviðið, og v^ar rétt með naumindum, að Haraldur gæti flutt sín þakk- arorð áður en hann káffærðist blómum búnaðar eru komin, til umhugs- unar um, að við svo búið má ekki standa, og að athugað verði gaum gæfilega, hvaða úrræði hér séu skynsamlegust til úrbóta. Ætli það sé nokkur, sem efast um vilja ráðherrans til úrbóta? Eða hefur hann og flokkur hans ekki alltaf borið hag landbúnaðar- ins og bænda mest fyrir brjósti sem og allrar alþýðu landsins? Hafa þeir ekki alltaf verið að koma fram með jákvæðar tillögur í þessum málum? Ég man að vísu aðeins eftir einu úrræði frá þeim og þeirra nótum, það er að fækka bændum, það er þeirra lausnarorð Og auðvitað er þetta vandamál, „í hvert óefni mál íslenzks land- búnaðar eru komin“ ekki í nein- um tengslum við vandamál ann- arra íslenzkra atvinnuvega, og ekki í neinu sambandi við stjórn- arstefnuna undanfarin ár, engin afleiðing af stjórn í landbúnaðar málum á undanförnum árum. Það hefur þó heyrzt, að ekki væri allt með felldu hjá hinum at- vinnuvegunum. „Útvegurinn þol- ir ekki aukinn kostnað“ stendur í fyrirsögn í Morgunblaðinu um dag inn, fiskiðnaðurinn getur ekki greitt hærra kaup, og getur ekki keppt við aðra atvinnuvegi um vinnuaflið. Fólkið, sem vinnur við þessa atvinnuvegi, er þó ekki ofhaldið og verður að leggja meira á sig en samsvarandi stéttir í nágranna löndum. y Iðnrekendur voru að þinga á dög- unum og ekki virtist ástandið glæsilegt hjá þeim, þá er verið lifandi að drepa með innflutn- ingi á alls konar vörum. Og nýt- ur þeirra framleiðsla þó nokkurr- ar tollverndar og e.t.v. yrði þeirra samkeppnisaðstaða ekki glæsileg, ef þeir ættu að fara að flytja út. Ætli þá væri ekki hægt að setja upp skemmtilegt dæmi um það, ef íslenzki iðnvarningurinn væri fyrst fluttur út t.d. til Bretlands eða til Japan, til að sjá, hvað fengist fyrir hann og síðan flutt- ur inn aftur auðvitað án tolla og flutningskostnaðar. Það væru sjálf sagt engin bönn við því. Viðskiptamálaráðherrann virð- ist harma það mest, að lög skulu ekki leyfa innflutning á íslenzk- um landbúnaðarvörum frá Bret- landi, svo að neytendur geti feng- ið þær fyrir brot af því verði, sem nú er. Skyldi hann annars nokkurn tíma hafa heyrt um það, að topp- ar af framleiðslu séu seldir ódýr- ari, ef ekki er hægt að losna við þá öðru vísi. Ef til vill kann ráðherrann þau brögð í kúabúskap, að framleiða aðeins ákveðið magn, og það sama magn allt árið um kring, engar sveiflur ár frá ári eftir tíðarfari. Og ekki nóg með það, hann getur látið kýr og kvígur mjólka minna norðanlands og austan ef hann vill. Og allt þetta án þess að gera framleiðsluna dýrari. Á svæðinu frá Lómagnúp að Gilsfjarðarbotni er ekki meiri mjólk framleidd en það sem þarf til neyzlu á sama svæði þann mán uðinn, sem minnst er mjólkin. Er það annars ekki merkilegt, að tveir af ráðherrum Alþýðu- flokksins skyldu eyða i það mest- um tíma í útvarpsumræðum, að tala um landbúnaðarpólitík, eins og hún væri einangrað fyrirbrigði í éfnahagslífinu og að léleg frammistaða bænda væri höfuð or sök þess i hvert öngþveiti efna hagsmálin eru komin (NB undir stjórn þessara sömu ráðherra í 7 ár) Þá má hugsa sér brjár s'kýringat á þessu: l.Einlægur umbötavilji. Þá ættu Gísli Magnússon, Eyhildarholti ÚLFSHÁR Flestir vita, að forráðamönn um stjórnarflokkanna er lítið um íslenzkan landbúnað gefið. Þeir líta hann smáum augum. Hafa að vísu fæstir þeirra djörf ung til að kannast við þetta. En ekki stoðar það né heldur hitt, þótt íhaldsblöðin — Al- þýðublaðið að sjálfsögðu með- talið — láti annað í veðri vaka og reyni ósjaldan og einkum fyrir kosningar að kjassa bænd ur og halda sér til fyrir þeim Úlfshárin eru óstýrilát. Þau gægjast undan gærunni — ef tíl vill oftar, en ætlast er til. Hér er ekki farið með stað- lausa stafi. Óteljandi sannan- ir liggja Ijósar fyrir í athöfn- um, í orðum, töluðum og rit- uðum. Nefnd skulu tvö dærni af handahófi, aðeins tvö. Ann að varðar hagsmuni bænda- stéttarinnar. Hitt sýnir glöggt það álit, sem vitringarnir við íhaldsblöðin hafa á gáfnafari og andlegum þroska bænda sem og virðinguna fyrir skoð- unum þeirra. Samvinnufélögin eru og hafa í áratugi verið traustastur burð arás í efnahagslegri afkomu ís- lenzkrar bændastéttar. Þetta vita allir — og íhaldið líka. En hver er afstaða íhaldsflokk- anna til þessara mikilsverð ustu, hagsmunasamtaka bænda stéttarinnar? Því þarf ekki að lýsa. Valdamenn elta félögin á röndum með ósanngjörnum og ranglátum ákvæðum og fyrir- mælum. Blöðin ofsækja þau og bera jafnvel glæpabrigzlum. Um slíkt er ekki að fást. Þetta eru aðeins rökrétt og eðlileg viðbrögð peningavaldsins, sem enginn heilvita maður lætur sér detta i hug að bendla við svo úrelt hugtak sem þjóðholl- ustu. Og íhaldsblöðin eru þjón ar þessa valds. Þau eru hand- bendi sérhyggjumanna, gróða- manna, sem eiga greiða leið að háborði helztu peningabúða og gjalda keisaranum skilvís- lega það sem keisarans er — eða ætli það ekki? Blöðin halda fram skoðun- um þessara manna. Þess vegna sortnar þeim fyrir augum, hve- nær sem samvinnufélögum bregður fyrir. Samhyggjan efl- ir hagsmuni margra smárra á kostnað fárra stórra. Sérhyggj an hleður undir fáa stóra á kostnað margra smárra. Þeirra er ríkið, hinna fáu og stóru, þúsund-ára-ríkið, sem Morgunblaðið boðar af svo innilegri andagt. Þama standa tvær andstæð- ar hagsmunastefnur, lífsstefn- ur, hvor andspænis annarri. Og hefur ekki hver maður rétt til að hafa sína skoðun og halda henni fram? Nei. Ekki bændur. „Skoðan- ir" slíkra manna eru ekkert annað en gæsalappaskoðanir, sem verðskulda fyrirlitningu gáfaðra manna og smekkvísra, þvílíkra sem að íhaldsblöðun- um standa, svo sem gerla má sjá á eftirgreindum ívitnunum. „Og þá er sjónvarpið til lykta leitt en þeir, sem keypt hafa sjónvarpstæki, geta farið að naga sig i handarbökin. Bændafundur á Barðaströnd hefur nefnilega samþykkt áskorun um afnám sjónvarps- ins.“ Þessa giefsu gat að líta i Morgunblaðinu eitt sinn í fyrra sumar. Er það líka nokkur furða þótt blaði, barmafullu af mannviti og menningarþroska soldátasjónvarps, blöskri þau ósköp, að ótíndir bændur, og það meira að segja vestur á Barðaströnd, skuli leyfa sér að gera sjálfstæðar ályktanir um málefni. sem varða gervalla þjóð? „. . . Og hvernig væri ann- ars að búnaðarþing skryppi flugleiðis austur á Egilsstaði og gerði þar eina litla sam- þykkt í málinu — að ekkert væri að marka læknavísindin i landinu . . .“ (Vísir 4. marz s.l.) Það hallast svo sem ekki á um fyrirlitninguna á bændastétt landsins Þarna réttir Vísir sína ögnina að hvorum aðila, Búnaðarþingi og bændum á héraði austur. Og svo kemur það. sem út yfir tekur allan þjófabálk — : Þingeyskir bændur dirfast að samþykkja ályktun um iðnað- armál og stóriðju. Hvílík ós- vinna. Morgunbl. 9. apríl verð- ur ókvæða við og tekur þann kostinn, sem því hæfir að vísu bezt: að snúa út úr samþykkt- inni á ýmsa vegu og reyna að gera hana broslega, en tekst svo báglega að útúrsnún- ingarnir verða skjalfest stað- festing á strákslegri fyrirlitn- ingu samfara máttvana „-æði blaðsins í garð bænda, þeirra sem leyfa sér að hafa sjálf- stæða skoðun á hlutum. Og til þess að afskipta engan lands- fjórðung, þá bendir blaðið á það sem hlægilega fjarstæðu, ef fjáreigendur á Suðurnesj- um tækju upp á því að mynda sér skoðun og taka afstöðu til þýðingar-mikils þjóðmáls. Það á svo sem ekki að vera vand- kvæðum bundið að geta sér rétt til um sálarfar og andleg- an þroska þeirra Suðurnesja- manna. En — með hæfilegri virðingu fyrir vitsmunum og menning- arþroska þeirra Vísis-manna og Morgunblaðs, þá ætla ég víst að þarflaust sé fyrir bænd- ur að beygja kné sín fyrir höfðingjum þeim. J þeir jafnframt að koma með til- lögur til úrbóta. 2. Að leiða athyglina frá hin- um raunverulegu vandamálum. og þvi hve illa þeim hefur tekizt stjórnin. Að skapa sér synda haf- ur, sem öllu er hægt að skella á. 3. Stéttapólitískur áróðux sem Alþ.fl verður einn að nota sér til framdráttar. þ.e. að etja „téttum hver gegn annarri. Hér neytend- um öllum gegn bændum Menn geta sjálfit dæmt hvet -ik.vringin er sennilegust, en ekki sakar að geta þess, að vitað er um einn bónda greindan og gegnan að vísu, sem enn fylgir Alþýðuflokkn- um, eða svo var um síðustu kosn- ingar. Sjálfsagt halda gulleggin áfram að koma í Alþýðublaðinu og ráð- herrann verður afram dropadrjúg- ur við uppfræðsluna, og gefst þá e.t.v. tækifæri að draga saman og leiðrétta ýmsar hæpnar túlkanir í þeim skrifum. JJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.