Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.05.1965, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUK 4. maí 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR Þorbergur Atlason skrifar um bikarúrslitin á Wembley: Liverpool enskur bikar- meistari í fyrsta sinn Mesti viðburður enskrar knattspyrmx, úrslitaleikurinn í bik- arkeppninni, var háður á Wembley á laugardag. Liverpool og Leeds háðu „þunga orrustu“ og leikurinn þótti heldur slakur. Þegar venjulegum leiktíma var lokið hafði hvorugu liðinu tekizt að skora mark, en í framlengingu — fyrstu framlengingu í úr- slitaleik enskrar bikarkeppni í 18 ár — skoraði Liverpool 2 mörk gegn 1 marki Leeds. Liverpool er því enskur bikarmeist- ari 1965 og er þetta í fyrsta skipti, sem liðið hlýtur þann titil. Til gamans má geta þess, að 7 af leikmönnum Liverpool á Wembley, léku gegn KR á Lau.gardalsvellinum í fyrrasumar. — Fögnuður Liverpoolbúa yfir sigri liðsins var gífurlegur og þegar leikmennirnir komu til Liverpool á sunnudaginn, er talið, að hálf milljón manns hafi tekið á móti þeim. Nokkrar róstur urðu og 6 hundruð manns varð að flytja í sjúkrahús borgarinnar. Nokkrir íslendingar sáu leik Liverpool og Leeds á laugar- dag, þ. á. m. Þorbergur Atla- son, 17 ára gamall markvörð- ur í Fram en síðasta mán. hef- ur Þorbergur dvalið við æfing ar hjá Arsenal í London. Hér á eftir fer lýsing Þorbergs á leiknum: Augu allra í London beind- ust að Wemibley á laugardag inn vegna bikarúrslitanna. Frá Liverpool og Leeds streymdi íólk þúsundum saiban og er gizkað á, að um 30 þús. manns frá hvorri borg hafi séð leik inn. Hvert einasta sætí var skipað — 100 þúsund manns sáu leikinn og ótaldar eru millj., sem fylgdust með hon- um í sjónvarpinu. Veður var ágætt, þegar leik urinn hófst, en eftir nokkrar mínútnr tók að rigna. Fyrir- liðar Ron Yeates hjá Liver- pool og Bobby Collins hjá Leeds heilsuðust og síðan hófst leikurinn. Fyrsta upphlaupið, sem kvað að, var á 3. mín., þegar Rean ey, bakvörður Leeds, óð upp allan völlinn í átt að Liver- pool-markinu og gaf knöttinn fyrir, en Tommy Lawrence, markvörður Liverpool, greip knöttinn. Á 1. mínútu meidd ist Byme, vinstri bakvörður Liverpool. Meiðslin virtust lít ilsháttar, en eftir leikinn kom í Ijós, að hann var viðbeins- brotinn. Byrne lék allan leik- inn eíns og ekkert hefði í skor- izt og var 'einn bezti maður vallarins. Storrie, hægri inn- herji Leeds, meiddist á 7. min., og haltraði það sem eftir var leiksíps. Þá meiddist annar Leeds-leikmaður mínútu síð- ar, Bremner, framvörður. Liverpool átti mun hættu- 1 legri tækifæri í fyrri hálfleik og var Leeds heppið að fá ekki á sig mark, sérstaklega síðustu 10 mín. — Liverpool byrjaði síðari hálfleikinn vel. Hunt á skot, en rétt yfir. Rétt á eftir á svo Callaghan hörkuskot á Leeds-markið, en bakvörðurinn Bell bjargaði — heppnir Leeds menn. Fyrsta skotið á Liver- pool- markið í slðari hálfleik átti Giles, fallegt skot af löngu færi, en Lawrence bjarg aði. Á 20. mín. léku Liverpool- leikmennirnir fallega saman í gegnum Leeds-vörnina og Pet- er Thompson skaút föstu skoti, en varnarmaður náði að stýra knettinum í horn. Á 33. mín. óð Thompson upp að Leeds- markinu og s-kaut af vítateíg og knötturinn stefndi efst í Leeds-markið. Á síðustu stundu flaug Sprake, mark- vörður, eins og tígri$dýr upp og sló yfir. Á 43. skaut St. John góðu skoti af víta- teig, en Sprake varði. Áður en maður áttaði sig voru 90 min. liðnar — ekkert mark skorað og framlengíng. Framlengingin. Framlengingin var 2x15 mín. Á 4. mín. lék Stevenson á fjóra Leeds-menn og gaf á Byrne, sem kominn var upp að endamörkum, en hann gaf síðan fyrir á Hunt, sem skall- aði í mark af sex metra færi, 1:0 fyrir Liverpool. Þetta var glæsilegt mark. Þremur mín. síðar átti Liverpool dauðafærí, en Stevenson lét Sprake verja Fyrra mark Liverpool, Hunt hefur skallaS Inn. frá sér. Á næstu mínútum átti Liverpool góð tækifæri, er runnu þó út í sandinn. Á 12. mín. skoraði Leeds svo sitt eina mark. Hunter gaf á Oharlton, sem skallaði fyrir fætur Bremners. Það var ekk- er hik á þessum leikmanni og hann skaut viðstöðulaust í mark Liverpool. Lawrence hafði enga möguleika á að verja, 1:1. Mikil spenna var í loftinu, þegar síðari hálfleikur fram- lengingarinnar hófst. Og strax á 2. mín. er mikil hætta við Leeds-markið, en Sprake ver hörkuskot frá Strong. Á 6. mín. kemur svo úrslitamarkið, mark- ið, sem færði Liverpool sigur inn. Callaghan hljóp með ofsa hraða upp allan hægri kant ó# gaf'íýrir; Hinn skozki mið- herji Liverpool, St. John, kast aði sér fram og skallaði glæsi- lega í mark, 2:1. Mörkin urðu ekki fleiri, en Hunt var litlu síðar í góðu færi en mistókst að skora. Beztu menn Liverpool í þess um leik voru Byme, vinstri bakvörður, sem hafði Giles al- veg í vasanum, Stevenson var bezti maður vallarins, vann eins og þræll á miðjunni. Einn ig voru Smlth og Yeats góðir. Liverpool lék dálítið einkenni lega leikaðferð, sem Leeds átt aði sig aldrei á. Bæði St. John og Hunt léku mjög framarlega allan tímann. Smith, v. inn- herji, dró síg aftur var eigin- lega annar miðvörður. Aðal- tengiliðirnir voru svo Steven- son og Strong, þótt Strong léki framar. Bezti maður fram línunnar var Callaghan, en einnig var Hunt nokkuð góður. Það var mjög sanngjarnt, að Liverpool skyldi vinna, allan tíman kom líðið fyrir sjónir, sem sterkari aðilinn — og ég tel, að Sprake í Leedsmarkinu, hafi bjargað liði sínu frá stór- tapi. Vömin hjá Leeds var betri hluti liðsins — framlínan gersamlega bitlaus. Það má að lokum geta þess, að fögnuður Liverpool-búa, er komu til London að sjá leikinn, var geysilegur. Og á laugar- dagskvöldið mátti sjá þá káta og fjöruga skemmta sér og dansa á Trafalgartorgi við styttu Nelsons flotaforingja. Þeir höfðu sannarlega ekki far ið erindísleysu til London. Aðstaða til íþróttaiðk- ana i Hafnarfirði slæm Sigurglaðir KR-ingar. Þarna sjást fyrirllðarnir í meistara- og 1. flokki KR í körfuknattleik að afloknu íslandsmótinu. Einar Bollason er til vinstri með Panam-tyttuna, en til hægri er Kristján Ragnarsson með sigurlaun í 1. fJoldd. 20. ársþing Í.B.H. var háð dag-j : ana 30. marz og 9. apríl 1965. Þing) ;ið samþykkti einróma eftirfprandi | ' lillögur: 1. 20. ársþrng Í.B.H. teiur bygg: ingu íþróttahússins brýnasta verk cfnið i íþróttamálum bæjarins og beinir þeirri eindregnu áskórun til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, , að hún leggi höfuðáherziu á að ! hraða framkvæmdnm við byggingu hússins. Þingið minni á ályktun bæjar- stjórnar frá 5. apríl 1964 varðandi byggingu íþróttahússins og harm ar. að ekki skuli hafa verið stað- ið við þá áætlun, sem þá var sam- þykkt. Það er iágmarkskrafa í. B. H., : ..ö lokið verði við 1. og 2. áfanga samkvæmt áætluninni eigi síðar ' en svo, að íþróttasalurinn verði í ilbúinn til notkunar fyrir haust iið 1966. Þingið vekur athygli á því, að ! ekki er unnt að halda uppi lög-; bunctinni íþróttakennslu í skólum Hafnarf jarðar vegna húsnæðis-' skorts og telur óverjandi að brjóta þannig fræðslulög á kostnað skóla æsku bæjarins. 2. 20. ársþing Í.B.H. mælist til þess við háttvirta bæjarstjórn, að fjölgað verði svæðum i bænum þar sem börn og unglingar geti kpmið saman til knattleika, Þing ið telur einnig nauðsynlegt, . að gert sé ráð fyrir slíkum svæðum þegar ný hverfi eru skipulögð. Einnig vill þingið mælast til að þau svæði á gildandi skipulagi kaupstaðarins, spm ætluð eru und ir íþróttamannvirki séu eigi skert eða felld niður og tekin undir annað, nema annað jafngott komi í staðinn. 3. 20. ársþing Í.B.H., beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar, að nauðsymlegt sé, fyrir vöxt og viðgang íþróttahreyfingarinnar í bænum, að bæjarsjóður leggi fram sérstakan styrk til íþrótta- félaganna í sambandi við bygging arframkvæmdir þeirra á svipaðan hátt og tíðkast í Reykjavík, þó án þess að fjárframlög til íþróttahúss ins séu skert. 4. Um Ieið og 20. ársþing í. B. H. þakkar háttvirtri bæjarstjórn fyr ir veitt fjárframlög, mælist þing ið til þess að reynt verði að hraða meir en gert hefur verið greiðsl um á þeim framlögnm, sem hún veitir íþróttahreyfingunni hverju I sinni. i 5. 20. ársþing Í.B.H. telur, að jekki sé hægt ;fí skipta þeirri að- [stöðu sem nú er til iþróttaiðkana í Hafnarfirði milli fleiri aðiia en þegar er, og að ný félög innan ! Í.B.H. geti ckki vænzt aðstöðu til æfinga að óbreyttum aðstæðum. 6. 20. ársþing Í.B.H., þakkar stjórn Í.S.Í. fyrir framkvæmd sína á landshappdrættinu. Þingið skor i ar á Í.S.Í., að Iáta eigi staðar num ið með hina ákjósanlegu fjáröfl- unarleið. Jafnframt beinir þingið því til framkvæmdastjórnar happ- drættisins, hvort eigi sé annar árstími heppilegri til framkvæmda t.d. 15. nóv. til þess að miðar geti orðið til sölu i ágúst. 7. 20 ársþing Í.B.H. skorar á aðildarfélög sín, að ná betri ár- angri á sölu á happdrættismið um Í.S.Í. Sjtórn í. B. H. 1965 — 1966 er þannig skipuð: Yngvi Rafn Baidvinsson, for- maður, Jón Egilsson, ritari, Ög- mundur Ilaukur Guðmundsson, gjaldkeri, Guðmundur Geir Jóns son, varaformaður, Anna Kristín Þórðardóttír, meðstjómandi. (Frá ÍH.H.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.