Tíminn - 04.05.1965, Síða 11

Tíminn - 04.05.1965, Síða 11
ÞRIÐJTJDAGUR 4. maí 1965 TÍMINN 11 44 berja hann í andlitið eins og æfingarbolta hnefaleikamanns. Þegar barsmíðinni lauk var andlit mannsins illa út lítandi, bæði augun sokkin og nokkrar tennur brotnar. Það varð að fara með hann í sjúkrahúsið, en þar var hann ekki lengi. Hann var kominn aftur á vörð eftir þrjá daga mjög illa far- inn. Soni skilaði eigandanum úrinu, og fullyrti að enginn af vörðum hans myndi nokkru sinni stéla aftur. Soni yfirgaf okkur árið 1944 og tók að sér yfirstjórn kvenfangabúða í Tjideng, þar sem hann fór skammarlega með fangana. Hann hikaði ekki við að berja konur í and- litið, og böm voru óskaplega hrædd við hann. Einn daginn lét hann alla á aldrinum frá tveggja ára til sjötugs vera á göngu frá klukkan níu um morguninn til klukkan 4 næstu nótt — eða í samfleytt nítján klukkustundir. í annað skipti gerði hann sér lítið fyrir og gróf tveggja daga brauð- skammt niður í stóra holu fyrir framan alla fangana. Hann var vanur að gefa hundinum sínum súkkulaði fyrir augunum á hungruðum börnum. Meira að segja í júní 1945 hegndi hann konunum, sem voru fyrirliðar fanganna með því að klippa allt hár þeirra og raka þær svo á eftir í allra aug- sýn. Lítijl kóreanskur vörður, sem hér Noda, hafði nægileg- an kjark til þess að skýra aðalbækistöðvunum frá þessu, þótt hann hætti með því lífi sínu, og Soni var látinn hætta, en við fréttum þá, okkur til mikilla leiðinda, að hann hafði verið gerður að aðstoðarmanni ofurstans, sem hafði yfir- umstjón með Bandoeng-búðunum, sem við vorum þá í. En Soni náðist eftir styrjöldina. Áður en hann var dreg- inn fyrir herrétt voru hann og aðstoðarmenn hans sendir til Tjideng, þar sem þeir urðu að hreinsa skolpræsin í búð- unum, dag hvern, þar sem þeir höfðu komið einna verst fram. Það hlýtur að hafa verið töluverð huggun fyrir þær konur, sem enn voru þar, að sjá þennan kvalara sinn lítil- lækkaðan á þennan hátt. Lokahefndin kom við réttarhöld- in yfir stríðsglæpamönnunum, þar sem hann var dæmdur til dauða. Þegar skipanir fóru að berast um, að herða yrði á öllu sem mest, fór Soni að nota sömu aðferöirnar við hina sjúku og Yoshida hafði gert. Að lokum hafði hann sent svo marga menn út til vinnu, að ekki voru nægilega margir eftir til þess að gera það, sem gera þurfti í búðunum sjálfum, og liðsforingjarnir urðu að taka að sér ýmis skyldustörf. Brátt var svo komið, að við stjórnuðum eldhúsunum, matstofunni, brauðgerðinni, bókasafninu, unnum í garðinum og hjuggum í eldinn, og þurftum þar að auki að hreinsa baðherbergi og salerni. í raun og veru var þetta ekki sem verst, því á þennan hátt fengum við nóg að gera. Ég hjó í eldinn, og sem erfiðisvinnumaður fékk ég 22 gr. fram yfir hinn venju- lega hrísgrjónaskammt. Afleiðingin var sú, að ég bætti á mig nokkrum pundum á fjórum mánuðum, og komst upp í 80 kg. Til þess tíma hafði ég aldrei orðið veikur og var vel á mig kominn. Viðarhögg gat verið erfitt starf — maður gat rerinsvitnað við að handleika öxina í hitabeltissvækjunni — en við fór- um okkur að engu óðslega. Við hjuggum í klukkutíma eftir morgunverðinn, og svo fengum við okkur tebolla og héldum svo áfram að höggva litla stund (ef við nenntum) og þá var morgunverkunum lokið. Annan hvorn dag hjuggum við svo í þrjá stundarfjórðunga eftir hádegið — ef nægilegur viður var fyrir hendi til þess. Nipparnir voru nízkir á eldi- viðinn. Það bezta við þessar búðir voru fréttirnar, sem við gátum fengið. Allmörg útvörp höfðu verið búin til með leynd og voru stöðugt í gangi. Mörg þeirra voru hreinustu meistara- verk og snilldarlega tilbúin. Tveir liðsforingjar úr merkja- sveitum brezka hersins höfðu búið til útvarp, sem hægt var að flytja frá einum búðum til annarra í smáholu í tréskóm. Venjulega var það geymt í fölskum botni á koll- stól, sem látinn var standa einhvers staðar í hirðuleysi. Eitt útvarpið var geymt í þremur vatnsflöskum, sem samt var hægt að nota undir vatn svo það huldi það sem innan í var. Ljósaöryggin í fangabúðunum voru notuð til þess að knýja þessi útvörp og loftnetið var fínn vír, sem vafinn var um moskítónetið. Sá, sem stjórnaði útvarpinu gerði það undir netinu, sem auðvelt var að sjá út í gegnum, en var ógagn- sætt utanfrá. í einum búðunum var útvarpið geymt í rjáfr- inu fyrir ofan skrifstofu japanska yfirmannsins og var það fjarstýrt. Annað útvarpstæki var geymt í gervifæti eins fang- Rest best koddar tsndnrnýjum aomlu sængornar eigum drin <,t fiflnrheld ver, eðardúns- <>t gæsadúnssængur hodda u ýmsum stærðum. — P6STSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig V — Sinu 18740. (Örfá skret frá Laugavegl). | Va L' ans. Liðsforingjarnir, sem stjórnuðu þessum útvörpum og fluttu þau með sér úr einum búðunum í aðrar voru mjög hugrakkir menn. Það var sama og dauðadómur, ef þeir 2 | sagði ég. — Hvernig var það, | ibjugguð þér ekki svo vel að eiga) inn var mjög þægilegur. Hann ■ annan? ! sagði: ! Honum brá dálítið í brún, en; — Alein. í miðri Berlín. í kjalljhann kveikti í honum fyrir mig| araholu. Ég . . . ég . . hélt að j og ég lagði mig út af á sekkina og I ríkið annaðist fólk . . . útvegaði! saug djúpt að mér og í annað því húsnæði. ! skipti þetta kvöld vissi ég, hvað Nú var komið að mér að brjóta heilann. Ég hafði verið hér nógu hamingja var. Góður var vindill- inn ekki, ég hefði gjarnan skipt á lengi til að vera gætin, en mér honum og einni Lucky Strike, en gazt vel að manninum. Það var > eftir alla bessa tóbakslausu mán- eitthvað heiðarlegt við hann. Ég 1 uði var þetta hreinasti unaður. Ég sagði: — Hafið þér nokkuð a móti því að sýna mér vegabréfið yðar? Hann leit undrandi á mig, en svo brosti hann. — Sjálfsagt. Maður er aldrei of varkár. Ég tók vegabréfið og það virtist í lagi. Gösta Bergström. Forstjóri. 34 ára gamall. Sænskur. Ég skilaði honum því aftur, hugsaði mig um nokkra stund og ég var svo þreytt á að tala aðeins við sjálfa mig að ég var að því komin að springa. Ég varð að trúa einhverjum fyrir ævintýrum mínum og eins og ég sagði leizt mér gæfulega á þenn- an mann. — Vindlalyktin er góð, sagði ég. — Nei, fjandinn hirði hann, alls ekki. Lyktin er vond og bragð ið enn verra. horfði á hann nokkra stund, og hann 'brosti til mín. Augun voru grá og vingjarnleg. — Ég er að velta fyrir mér hvort þér eruð jafn góður og þér lítið út fyrir að vera. sagði ég. — Hvort mér sé óhætt að treysta yður? — Það getið þér. -— Nú, jæja . það er rétt aðj ríkið annast um tolk svo langt sem það nær. En mér líkar ekki alls kostar við þetta ríki, skiljíð þér. Hann kinkaði kolli. — Ég er ekki ýkja hrifinn af því heldur, sagði hann. Mér fannst svarið gott svo að ég tók ákvörðun í skyndi. —4 Ef satt skal segja þá á ég í stríði við ríkið. Þér sögðuð ég liti ekki út fyrir að vera þýzk og ég er það heldur ekki É<? amcísk Eg er ekki vandlát iengur, i Hann tók seinlega út úr séri vindilinn, kreisti hann undir hælnum og blístráði lágt. —Ja, hver skollinn. n. Ég hagræddi mér betur á sekkj unum, púaði vindilinn og svo ieysti ég frá skjóðunni og sagði mannmum allt af létta: — Ég heiti Ann Dickson og áð- ur en Bandaríkin fóru í styrjöld- ina vann ég hjá Jeff Mitchell á Meginlandsfréttastofunni hér í Berlín. Skemmtilegt var það ekki, því að Þjóðverjar urðu sífellt fýld ari og fýldari eftir því sem tíminn leið og hver fréttaritarinr. f. fætur öðrum hélt heimleiðis, en Mitc- hell þraukaði alveg þangað til í nóvember og hugsaði að það yrðu alltaf einhver ráð með að komast úr landi En svo einn góðan veðurdag í lok nóvember kom Jeff inn a skrifstofuna rækiiega utan við sig og sagði: ..Byrjaðu að tirenna alia pappíra og hraðaðu þér síðan heim. settu niður i eina tösku og hittu mig viö lestina tíl Sviss klukkan 19,40" Nú. nú. ég gat lokið þessu Öllu í tæka tíð, því að við höfðum lengi nuiz við þessu, og klukkan 18,30 hafði ég náð í ieigubíi og var a leið til járnbrautarstöðvarinnar með fögg ur mínar Það var auövitað rnvrk ur og bílstjórinn var þreyttur jg sljór og í Friedrichsstrasse kom sjúkrabíll brunandi út frá þver- götu og lenti miðskips á okkur. Þegar ég rankaði við mér lá ég á sjúkrahúsi, taskan var horfin, lestin og Jeff voru farin. Nú, satt bezt að segja lét óg mér það í léttu rúmi liggja, því áð það höfðu brotnað í mér þrjú rifbein og auk þess hafði ég fengið heilahrist- ing, svo að ég áttaði mig ekki á neinu. Ég lá bara þarpa og dag- amir liðu og eitt kvöld kom göm- ui hjúkka inn og horfði illgirnis- lega á mig og síðan rák hún hast- arlega í mig sprautu og gerði það svo djöfullega að mér var illilega við. Hún tautaði eitthvað um „Chichagoþorpara“ áður en hún rauk út og gömul, elskuleg kona í næsta rúmi sagði að Ameríka væri komin í stríðið á móti Þýzkalandi. Þá leið yfir mig aftur og þegar ég rumskaði var ég orðin sæmilega skýr i kollinum og skildi hvað ég átti í vændum. Auðvitað vrði ég send í fangabúðir og ég hugsaði með mér að þetta stríð gætj stað- ið í tuttugu ár og þá yrði ég roskin kona þegar allt væri um garð gengið og mér fannsi útlit- iö ;kki glæsilegt. Ég eygði ekki mikla von um að komast úr sjúkrahúsinu og ég lá þarna og kvaldist heil ósköp í nokkra sólarhringa og gamla ófreskjan með sprautuna hafði góða skemmtun af að segja mér frá öllu því sem ég ætti í vænd- um. Kvöld eitt fór hún með mig til læknisins og hann skoðaði mig og sagði: — Frísk! Út á morgun! Næsti! Og síðan stóð ég aftur úti á ganginum í síðri náttskyrtu og og strátöfflum. Læknirinn öskr aði eitthvað til gömlu gæzlukon- unni og hún smeygði sér inn aft- ur til að heyra hvað hann vildi. Og þá hrökk ég laglega við því að á snaganum hékk liðsforingjabún ingur og byssa í hulstri og brosti til mín. Ég tók byssuna áður en ég vissi hvað ég gerði og svo rangl aði ég aftur í rúmið undir eftir- liti hennar og hafði falið byssuna undir náttkjólnum. Gamla, vingjarnlega konan í næsta rúmi þjáðist af krabbameini og lá í morfínssvefni mest alltaf, svo að hún tók ekki eftir neinu og þegar ófreskjan kom til mín til að aðgæta, hvort mig vantaði eitthvað fyrir nóttina, settist ég upp í rúminu, miðaði á hana byssunni og sagðist vilja ræða við- skiptamál við hana. Jæja, hún hafði ekki margt til málannaa ð leggja og skömmu síðar lá hún í rúminu klædd þessari hrífandi náttskyrtu og ég tók sprautuna og gaf henni allt sem í henni var í einni dembu. Svo beið ég þangað til hún var farin að hrjóta. Síðan skálmaði ég út í fullum herklæð- um hjúkrunarkonu og sagði Heil Hitler við hliðvörðinn. Það var nú það. — Og hreint ekki svo lítið, sagði hann og hló. — Þetta var bara byrjun og það var reyndar það eina sem var skemmtilegt af þessu öllu. Fyrst gekk allt vel, fyrsta árið gekk ágætlega, mér leiddist svo mikið að ég hélt ég myndi sálast. .Ég fór rakleitt til Potsdam og sett- ist að hjá ágætri gamalli konu, sem ég þekkti. Hún yar lömuð og komin fast að áttræðu, það var ekkert auðveldara fyrir hana að segja upp hjúkrunarkonunni sinni og ráða mig í hennar stað. Ég hafði ekkert nafn og engin skil- ríki og kom varla út fyrir húss- ins dyr og á hverjum degi bjóst ég við þvi óhjákvæmilega. Og einn daginn kom lítill horaður maður með harðan hatt og skrá undir hendinni og var frá Ríkis- manntalinu. Ég opnaði fyrir hon- um og sagði: — Andartak, og lét hann standa inni í ganginum. Svo gekk ég í gegnum húsið. greip hattinn minn og smeygði mér út um verandadyrnar og tók lestina til Berlínar. Og það var nú það. Ég hafði dálítið at peningum og sæmileg föt, en engin skilríki

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.