Morgunblaðið - 22.05.1952, Side 6
6
MORGUNBLAÐSÐ
Fimmtudagur 22. maí 1952
Smásaga dagsins:
„SjúldÍRgurinn er soimr minn“
! Eftir VINCENT SHEEAN
VINUR minn John og faðir hans
cru tengdir traustustu og gagn-
kvæmustu böndum, sem ég get
hugsað mér að liggi nokkru
sinni milli feðga. Faðirinn er í
k’-ing um áttrætt og þú myndir
hafa gott af því að sjá gamla
manninn ganga stofugang á spít-
talanum sínum, þar sem hann
lítur daglega til þeirra sjúklinga,
sem enn sækja til hans, þrátt
fyrir ellina. Ungi John — sem
er um það bil 45 ára — er dug-
legur lögfræðingur.
Faðir og sonur bera gagn-
kvæmt traust hvor til annars,
jafnvel þótt þeir séu ólíkrar
skoðunar í ýmsum deilumálum.
Vinir þeirra tala um, hve þeim
kemur einstaklega vel saman og
stundum með nokkurri öfund.
„Gamli maðurinn og ég,“ segir
John, „komum okkur afar vel
saman.“ Hann er ekki vanur að
segja meira, en löng kynni mín
af þeim báðum valda því, að ég
get sagt söguna af því hvernig
hið ánægjulega samband þeirra
hófst.
Þegar ungi John var um það
bil 14 ára gamall, leiddist honum
mjög heima. John læknir lét sér
svo annt um störf sín, að hann
skipti sér ekkert af drengnum
sínum. Hann kenndi skurðlækn-
iugar við lítinn læknaskóla í bæ
í miðvesturríkjum Bandaríkj-
anna og starfaði auk þess að al-
mennum lækningum og tilraun-
urn á sviði læknavísindanna.
Uppáhaldsrannsóknarefni hans á
þeim tíma var staðdeyfing, sem
var þá að byrja að ryðja sér
til rúms. Hann hafði sjálfur
fundið upp staðdeyfilyf, sem
henn var sannfærður um, að
stóð öllum öðrum slíkum lyfjum
fvamar.
Ungi John var þeirrar skoðun-
ar, að hann væri óvelkominn
meðlimur í fjölskyldunni, að
minnsti árangur í tilraunum
föður hans væri honum miklu
mikilvægari en hann sjálfur.
Sökum þessa ákvað hann að
strjúka til Mexíkó.
Þegar hann var í þann veginn
að setja niður farangur sinn fyr-
ir ferðalagið, þá kom faðir hans
með írafári miklu inn í herberg-
ið. „Flýttu þér, strákur!“ sagði
hann. „Gamli Doc Hanford og
MacGawfrey læknir eru staddir
niðri í skurðstofunni og nú er
tækifærið til þess að sýna þeim,
að staðdeyfilyfið mitt sé eins gott
og hvað annað. Ég ætla að fjar-
lægja kýlið á kjálkanum á þér.
Komdu nú!“
John var vanur að hlýða skip-
unum föður síns og stóð á fætur
og gekk út á eftir honum. Það
hefði verið ákveðið nokkrum
vikum áður, að meinlaust smá-
kýli, sem hafði vaxið á öðrum
kjálka hans, skyldi verða fjar-
lægt, þegar hið gullna tækifæri
gæfist að sýna fram á yfirburði
deyfilyfsins. Þar sem John hafði
þegar einu sinni gengið undir
smáuppskurð, þar sem faðir hans
hafði notað uppfinningu sína
með góðum árangri, var hann
alveg óttalaus. Samt sem áður
gat hann ekki varizt þeirri hugs-
un, að faðir hans virti hann að-
ems sem dýrmætt tilraunadýr.
Fyrirlestrarsalurinn, áfastur
við skurðstofuna, var þéítsetinn
áhorfendum. Allmargir stúdent-
ar höfðu komið til að vera við-
staddir ásamt formanninum í
læknafélagi borgarinnar og
íiægum lækni frá Chicago, sem
var talinn þekkja allar nýjungar
á sviði læknavísindanna.
„Herrar mínir,“ sagði John
og greinilega mátti heyra á-
nægjuhreim í raddblænum. „Ég
h.vggst nú sýna ykkur verkanir
staðdeyfilyfs þess, sem ég hefi
fundið upp. Sjúklingurinn er
sonur minn, sem hefir dálitla
vörtu í húðinni fyrir neðan
hægra eyrað.“
John segir svo frá, að hann
hafi treyst föður sínum til fulln-
ustu og hafi verið algjörlega ótta-
laus. Hann fann til augnabliks-
sársauka, þegar deyfinálinni var
stungið inn, en það var ekki ann-
aS en það, sem hann hafði átt
von á. Áfallið kom ekki fyrr en
seinna, þegar faðir hans hóf að
skera. Sár, brennandi vei'kur
bieiddi sig um allan kjálka
drengsins.
Það leið augnablik áður en
John skildi hvað um var að vera,
og það hefði ekki verið nein
furða ,þótt hann hefði æpt upp
yfii sig, en einhver þrjóskutil-
finning innra með honum varn-
aði honum þess. Svo skildi hann
í einu vetfangi, að mistök höfðu
átt sér stað. Deyfilyfið hafði haft
sín áhrif í fyrra skiptið, en nú
var það einskis nýtt.
Það var mikilsvirði fyrir föður
hans, að honum tækist tilraun
þessi. Á því valt vísindaleg og
persónuleg velgengni hans að
rniklu leyti og ef til vill launa-
hækkun, sem hann átti í vænd-
um. Því hélt ungi John niðri í sér
ardanum, lokaði augunum og
hugsaði: „Aðeins svolítið lengur,
svolítið lengur. Hann yrði að sýn-
ast rólegur, rétt eins og lyfið
htfði verkað eins og efni stóðu
ttl. Hann yrði að slá ryki í aug-
un á læknunum, stúdentunum og
— já, hví ekki? — pabba.
Augsýnilega tók enginn eftir
neinu, og faðir hans hélt áfram
með uppskurðinn eins og ekkert
hefði í skorizt. Sársaukinn var
heitur og stingandi, en nú, þegar
drengurinn vissi af hverju hann
stafaði, þá fannst honum hann
geta þolað hann. Hann kveinkaði
sér meira að segja ekki, þegar
saumarnir voru látnir í. Að því
loknu leiddi hjúkrunarkonan
harm yfir í lítið herbergi inn
af skurðstofunni. Hann settist
niður, lokaði augunum og lét
hugann líða burtu frá sársauk-
anum.
Þessu yrði hann að halda al-
gjörlega leyndu, meira að segja
fyrir fjölskyldunni. Hann mætti
aldrei láta pabba komast að því,
— hann, sem var svo hreykinn
af nýja deyfilyfinu. Enda var
hann í þann veginn að fara að
heiman. Hann lauk upp augun-
um, þegar hann fann að hönd
var lögð á öxl hans.
„Sonur minn“, heyrði hann
föður sinn segja og það var
mýkri hreimur í röddinni en
hann hafði nokkru sinn heyrt
áður. „Það var helvíti sárt, var
það ekki?“
Skyndilega skildi hann, að fað-
ir hans hafði vitað um mistökin
allan tímann. En hlýleikinn í
röddinni og þrýstingur handar-
innar linaði sársaukann og hon-
um vöknaði um augu.
„Þú vissir það, pabbi?“ sagði
hann.
„Of seint til þess að gera nokk-
uð nema ljúka uppskurðinum“,
svaraði faðir hans. „Hjúkrunar-
konan hlýtur að hafa farið vit-
laust að. Annars skulum við ekki
tala um það. Þú stóðst þig eins
og hetja. Ég er hreykinn af þér
cg er þér þakklátur fyrir það.
Komdu nú. Ég ætla að fara með
þig heim.“
í hugum þeirra beggja ríkti
hreykni og stolt, er þeir gengu
stuttan sp^l heim að húsinu og
upp stigana að herbergi Johns.
Þegar hann hafði háttað son sinn,
settist læknirinn á rúmið við
hliðina á honum og virti fata-
pinkilinn fyrir sér, þar sem hann
lá á kommóðunni.
„Ég sé að þú ætlar í ferðalag,"
sagði hann hæglátlega. „Vildirðu
taka mig með þér?“
John virtist hafa öðlast nýtt
þrek, þegar hann leit í augu föð-
ur síns og svaraði:
„Ég ætlaði að fara, pabbi, en
nú er ég hættur við það.“
OLYMPIA FEROARiTVELAR
Höfum fyrirliggjandi og eigum
von á þessum þekktu þýzku rit-
vélum. Þetta nýja módel SM 2
1952 er með mörgum nýungum
og má jafnframt nota vélina
sem venjulega skrifstofuvél.
Leitið upplýsinga.
Einkaumboð fyrir OLYMPIA WERKE WEST GMBII
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. HF.
Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370
HINAR VIÐXJRKENNDU
grásleppu- og raufrnaganetjasiöngur
okkar aftur fyrirliggjandi. — Sendum út á land.
BJÖRN BENEDIKTSSON H.F.
Netjaverksmiðja — Reykjavík.
Sími: 4607.
Rex — Sparnaður
Allir vilja spara. — Því ekki að nota auðveldustu
leiðina og neyta meira Frón-kex.
VéEstjóra
vantar á vélbátinn Árniann
strax. Upplýsingar í dag kl.
11—14 í síma 2298.
1 gær tapaðist
kvenarmbandsúr
(gulllitað) í Miðbænum. -—-
Finnandi vinsaml. hringi í
sima 9202.
BARNAVAGN
Til sölu vel með farinn
enSkur barnavagn. — Sann-
gjarnt verð. Upplýsingar
gefnar á Óðinsgötu 15, II. h.
frá kl. 1—4 e. h.
Kona vön matreiðslu og
smurðu brauði óskar eftir
ATVINNU
á veitingastað. Ráðskonustaða
hjá einhleypum manni kem
ur til greina. Tilboð merkt:
„24 —- 120“ sendist Mbl. fyr
ir laugardagskvöld.
BÍLL
Radiogrammöfónn
Vil Iáta alveg nýjan radíó-
fón, nýjustu gerð, í skiptum
fyrir sæmilegan bil. Fónninn
er í umtbúðunum en. Uppl.
Skólavörðustíg 15, uppi, bakd.
Tvær stúlkur
óskast
Roskin kona og unglingur
óskast út é land. Uppl. í dag
kl. 1—6 á Hrefnugötu 8,
kjallara.
STÚLKA
vön vestissaum óskast. Þarf
einnig að geta tekið að sér
breytingar. Tímavinna kem-
ur til greina.’
Svavar Ólafsson
klæðskeri. Klapparstíg 16.
Simi 6685.
Góður 4ra manna
iiíll
til sölu. Skipti á sendiferða-
bíl æskileg. Uppl. í sima
81556. —
Keflavík -
Renault
Renault bifreið 4ra manna
til sölu á Hafnargötu 73,
Keflavik, simi 308. — Sann-
gjarnt verð.
2—3 herbergi
og eldhús
óskast til leigu. Má vera með
húsgögnum. Tilhoð sendist
Mbl. fyrir mánudagskvöld
merkt: „Gióð uingengni —
122“. —
Sumar-
kústaður
í smiðum, fokheldur til sölu.
Upplýsingar í síma 4497 kl.
7—8 e.h.
Handsláttu-
vélar
Skerpum og smyrjum. —■
Sækjum og sendum. Hringið
í síma 4358. —
Atlt á sama
stað
Tökum upp næstu daga fjöl-
breytt úrval af varahlutum í
flestar tegundir bifreiða svo
sem:
Bremsuborða
Viftureimar
Spindilbolta
Fjaðrabolta
Stýrisenda
Mótorventla
Ventilgorma
V entilstýringar
Mótorlegur
Stimpla
Stimpilhringi
Vatnsdœlur
Kerti 14, 10 og 18 m/m
Rúðuþurrkur
Benzindælur
Kúlu- og rúllulegur
Þéttikant á hurðir og
Kistulok
Met-lite (kjarnorkukítti)
Fjaðrir og fjaðrablöð
Rafgeyma
Jeppahjólbarða og margt,
margt fleira.
Sendum gegn póstkröfu hvert
á land sem er. — Hjá okkur
er mest úrval, beztar vörur
og lægst verð. — Allt á sama
stað. —
H.f. Egill
Vilhjálmsson
Laugaveg 118. Simi 81812.
nýkomiS í fjölbreyttu úrvali
Pottar, margar stærðir
Sknflpottar
Kaffikönnur
FiskspaSar
Ausur
Lítru-múl y2 I.; 1/1 1.
Sápuliylki
Smjörkrukkur i ferðalög
Citronupressur
Kattlar
utt&esté
8IYHJAVÍK