Morgunblaðið - 22.05.1952, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1952, Blaðsíða 14
14 UORGLNHLAtílfr Fimrnludagur 22. maí 1952 R A K E L Skáldsaga eítir Daphne de Maurier l■l■lmMll«l•llmlllll•ll<lllmll■«||||||||<■<llm(HlUllllllll•mll Framhaldssagan 23 jakkanum frá mér á stólinn, þeg- ar ég sá bréf við hliðina á blóma- skálinni. Ég tók það upp. Það var frá frænku minni, Rakel. „Kæri Philip. Ég verð að biðja þig að fyrirgefa framkomu mína í kvöld, ef þú getur. Eg hef enga afsökun fram að færa, nema þá að ég er varla með sjálfri mér þessa daga. Tilfinningarnar liggja of nálægt yfirborðinu. Ég hef skrifað guðföður þinum og þakk- að honum fyrir bréfið. Það var fallega gert af ykkur að hugsa um mig. Cóða nótt. Rakel“. Ég las bréfið tvisvar og stakk því svfo í vasann. Hafðí það kost- að hana mikið að skrifa þetta bréf? Ég vissi það ekki. Hafði hún umsnúið stoltinu í auðmýkt? Mér fannst íyrir því ef hún hefði þurft að gera það. I fyrsta sinn kenndi ég Ambrose um þetta öng- þveiti. Ef hann hefði skrifað guð- föður mínum aðeins eitt bréf, þá hefði þetta ekki skeð. Ég hikaði snöggvast en gekk síðan fram á ganginn og inn í álmuna bar sem herbergi hennar voru. Ég nam staðar rfyrir utan dyrnar. Það var opið irm í dyngj- una, en dyrnar inn í svefnher- bergið voru lokaðar. Ég barða að svefnherbergisdyrur.um. Fyrst kom ekkert svar. Svo spurði hún: „Hver er það?“ Ég svaraði ekki, en opnaði dyrn ar og_ gekk inn. Það var dimmt inni. I ljósinu frá kertinu sem ég hélt á, sá ég að tjöldin voru hálí- dregin fyrir rúmið, og ég sá móta fyrir henni undir ábreiðunni. „Ég las bréfið frá þér“, sagði ég. „Ég ætlaði bara að þakka þér fyrir það og bjóða þér góða nótt“. Ég hélt að hún mundi se-tjast upp og kveikja á kertinu, en hún gerði það ekki. „Mig langaði líka til að segja þér, að ég ætlaði ekki að lítils- virða þig“, sagði ég. „Þú verður að trúa því“. Röddin sem kom har.dan við tjöldin var undarlega róleg og lág. „Ég vissi það Iíka“, sagði hún. Við þögðum bæði dálitla stund. „Mér væ£i sama þótt ég tæki að_ mér kennslustörf“, sagði hún. „Ég er ekki stolt á þann hátt. Ég þoldi bara ekki að heyra þig segja að það mundi varja skugga á minningu Ambrose." „Það var satt“, sagði ég. „En gleymdu því. Við þurfum ekki að hugsa um það ::ramar“. „Það var fallega gert“, sagði hún, „að fara til Pelyn til að tala við fjárhaldsmann þinn. Þár hlýt ur að hafa fundist ég mjög van- þakklát. Ég get ekki fyrirgefið sjájfri :nér“. Ég heyrði það á röddinni að hún var gráti nær. „Ég vil miklu heldur að þú slá- ir mig utanundir, en að þú grát- ir“, sagði ég. Ég heyrði að hún hreyfði sig í rúminu og þreifaði eftir vasa- klút og snýtti sér. Þetta var auð- vitað ósköp hversdagslegt, en það hafði þó einkennileg áhrif á mig. • —o— „Ég skal taka við peningunum, Philip“, sagði hún. „En ég get ekki r'"ðst lengur á gestrisni þinni. Á mánudaginn fer ég“. Mér varð órótt. „En hvers vegna? Og hvert ætlar þú að fara_?“ „Ég ætlaði aðeins að vera hér í nokkra daga. Ég hef þegar verið lenc'ur hér en ég æt.laði“. „En þú hefur ekki heimsótt alla epnþá“, sagði ég. „Þú ert ekki búin að Ijúka skyldustörfunum hér, þú hefur ekki gert það sem ætlast er til af þér“. „Skiptir það nokkru mál?“ sagði hún. „Mér virðist það hvort eð er svo þyoingarlau5t:í! Þessí i vonleysislegi uppgjafatónn var ' ólíkur henni. I „Ég hélt að þér þætti gaman að því“, sagði ég, „að ferðast um landareignina og heimsækja fólk- ið. Eg hélt að þér þætti gaman að setja niður plönturnar með Pam- lyn. Eða var gleði þín bara upp- gerð?“ Hún svaraði ekki strax. „Stund um finnst mér, Philip, þig skorta allan skilning“, sagði hún loks. Það var sennilega rétt. Mér fannst ég kjánalegur og mér sárn aði það sem hún sagði, en það skipti ekki máli. „Jæja“, sagði ég. „Ef þú vilt fara, þá skaltu fara. Það mun valda umtali, en það skiptir ekki máli“. „Ég hefði haldið að það ylli frek- ar umtali ef ég væri kyrr“, sagði hún. „Hvað í ósköpunum áttu við?“ sagði ég. „Er þér ekki ljóst að með réttu áttu heima hér? Ef Ambrose hefði verið með fullu viti ,hefði allt þetta verið þin eigr,?“ „Hvers vegna heldur þú eigin- lega að ég hafi komið?“ sagði hún og var skyndilega orðin reið. * —®- Ég hafði aftur komið við við- kvæman blett. Aftur hafði ég sagt eitthvað sem ég átti ekki að segja. Ég gekk að rúminu, lyfti tjaldinu frá og leit á hana. Hún háif-sat uppi með spenntar greip- ar. Hún var í hvítum kjól sem var bundinn um hálsinn. Hann minnti mig á hempu eins og kór- drengir klæðast, Hárið var bund- ið lauslega suraan með silkiborða í hnakkaribm, eins og ég mundi eftir að Louise hafði preitt sér þepar hún var krakki. Ég hrökk vfð þegar ég sá hve ungleg hún var^næstum barnaleg. „Ég veit ekki hvers vegna þú komst“, sagði ég. „Eða hvað þú ætlar þér. Ég veit ekkert um þig eða kvenfólk yfirleitt. Ég veit bara að mér þykir gott að hafa þig hér. Og ég vil ekki að þú farir. Er það flókið?" „Já“, sagði hún. „Mjög“. „Þá ert það þú sem gerir það flókið. Ekki ég“. Eg krosslagði hendur og horfði á hana. Ég reyndi að láta ekki á því bera hve mér var mikið niðri fyrir. Ég sá að hún var að hugsa sig um. Sennilega var hún að reyna að finna einhverja nýja ástæðu fyrir því að hún ætti að fara. En allt í einu flaug mér gott ráð í hug. I „Þú sagðir í dag að ég ætti að fá fagmann i garðyrkju frá London, til að skipuleggja garð- inn. Ef þér er nokkuð annt um þessa landareign, sem var Am- brose svo kær, þú mundir þú vera hér um kyrrt í nokkra mánuði og sjá_ um garðinn fyrir mig“. Ég hafði hitt naglann á höfuð- ið. Hún starði í gaupnir sér og snéri hringnum milli fingra sér. Ég nef minnst á það áður að hún gerði það oft þegar hún hugsaði sig um. j „Ég held að ég spyrji guðföður þinn hvað honum finnst", sagði hún. i „Þetta kemur ekki bonum við“, sagði ég, „Það er aðeins eitt sem skiptir máli, og það er hvort þú vilt vera hér eða ekki. Ef þú vilt fara, get ég ekkert við því sagt“. „Þú þarft ekki að spyrja mig“, sagði hún. Rödd hennar var mér til undrunar hlýleg og blíð. „Þú veizt að ég vil gjarnan vera hér“. „Ætlarðu þá að taka að þér garðinn", spurði ég. „Það er þá ákveðið og þú mátt ekki svíkja > mig“. ’ „Já, ég skal vera hér um kyrrt dálítinn tíma“. „Jæja“, sagði ég. ,,Þá býð ég þér góða nótt og fer. En bréfið til - guðföður míns? Villtu að ég setji það fyrir þig 1 póstpokann?“ „Seecombe hefur tekið það“, sagði hún. „Ætlarðu þá að sofa núna og vera ekki reið við mig?“ „Ég var ekki reið við þig, Philip“. „Víst varstu það. Ég hélt að þú mundir slá mig“. Hún leit upp. „Stundum ertu svo mikill kjáni“, sagði hún, „að ég held að endirinn verði sá að ég geri það einhvern tímann. Komdu hérna.“ Ég beygði mig niður. Hné mitt snerti rúmbríkina. Hún tók báðum höndum um höfuð mér og kyssti mig. „Farðu nú að sofa, og vertu góður dreng- ur“, sagði hún. Hún ýtti mér frá sér og dró tjaldið fyrir. Ég var óstyrkur á fótunum þeg ar ég gekk út úr bláa svefnher- ARNALESBOK JTlorgœwaðsiiis - litar i Stóra-skógi Eftir J. B. M O R T O N FYRIR örófi alda var ungur drengur á ferð eftir Berkshire- veginum í Englandi. Hann hafði svín í eftirdrági, sem hann var að fara með á markaðinn. Svínið var af svokölluðu Berkshire-kyni — gríðarlega stórt með lítið svart höfuð og hvíta depla á bakinu. Drengurinn var í mjög góðu skapi, því að veðrið var sérlega gott og faðir hans hafði sagt hon- um, að hann myndi áreiðanlega fá mikið fé fyrir svínið. Foreldrar drengsins voru mjög fátækir og þurftu þess vegna að íá mikla peninga fyrir það. Framundan var nú Stóri- skógur. Og hann var svo stór og þéttur, að miklum erfjð- leikum var bundið að brjótast í gegnum hann. Drengurinn hugðist þó fara eftir stígnum, sem lá inn í hann, því að það stytti honum leið til þorpsins. Það var alveg eins og hann væri að ganga í gegnum jarðgöng. Drengurinn hélt þó áfram að syngja, því að hann var alveg óhræddur. — Allt í einu heyrði hann einkennilegt hljóð: „Þetta er fallegt svín, sem þú ert með þarna, drengur minn.“ Drengurinn leit bæði til hægri og vinstri, en gat ekki komið auga á neinn. „Þetta er fallegt svín, Mikki,“ endurtók sama rödd. — (Þetta er þó ekki sami Mikki og í síðustu sögu. — Þýð.) „Hver ert þú, og hvar ertu,“ kallaði nú drengurinn. „Og hÝernig veiztu hvað ég heiti . VETRARGARÐURINN — VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR I V2TRARGARÐINUM ANNAÐ KVÖLD KLUKKAN 9. Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. Miðapantanir í síma 6710, eftir kl. 8. L. S. SVFR Vleðalf eilsvatn Öll veiði í Meðalfellsvatni er stranglega bönnuð til 20. júní n. k. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Arnesingafélagið í Reykjavík: AÐALFUNDUR Árnesingafélagsins, verður haldinn í Edduhúsinu við Lindargötu, laugardaginn 23. J>. m. kl. 8,30 s.d. Að loknum aðalfundarstörfum hefst dansskemmtun. STJÓRNIN Verzíynar- og ikffiirtæki í Miðbænum til sölu nú þegar. — Uppl. gefnar hjá KONRÁÐ Ó. SÆVALÐ5SYN! löggiltum fasteignasala, Austurstraeti 14. Engar upplýsingar í síma. Amerísk eldhúsisrsraréMÍJsg (Eldavél, vaskur, ísskápur) eins og myndin sýnir til sölu. Upplýsingar gefur STEINN JÓNSSON rafmagnsm. Sími 80091.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.