Morgunblaðið - 12.07.1952, Blaðsíða 10
nwnmnmcmmmTmimmn
MORVVNBLAÐJB ^
Laugardagur 12. júlí 1952
[ 10
...................nnnmnmnnnnmmn............................................nminiii...
R A K E L
Skáldsaga eítir Daphne de Maurier
. ii iii 1111111111*11 1111
j sctustofuna. Stofan var skemmti- hann hugsaði. „Þegar hún er
I ieg eins og alltaf á sumrin. —^farin, kemurhann aftur til sjálfs
Framhaldssagan 63
„Hún er ekki trygg fyrr en við
höfum lokið við hana á mánu-
daginn. Grindin virðist sterk við
fyrstu sýn, en hún getur ekki
borið neinn þunga. Ef einhver
færi út á hana til að stytta sér
leið yfir gæti svo farið að hann
dytti niður og hálsbryti sig.“
„Þakka yður fyrir,“ sagði ég.
„Eg skal muna það.“
Ég sneri mér aftur að fólkinu.
Það hafði komið sér saman um
hvernig það vildi skipta sér í
vagnana. Fyrirkomulagið varð
eins og fyrsta sunnudaginn eftir
að Rachel kom. Rachel sat í
vagninum með guðföður mínum
og við Lou.ise í minum vagni. Og
loks Pascoe-fjölskyldan í þeim
þriðja. Vafalaust höfðum við
ekið þannig oft heim síðan, en
þegar ég sté út úr vagninum og
gekk upp brekkuna, varð mér
minnisstæðust þessi fyrsta kirkju
ferð okkar Rachel fyrir rúmum
tíu mánuðum. Mér hafði gramixt
við Louise, og ég hafði varla -eytt
á hana einu orði. Ég hafði van-
rækt hana alltaf síðan, en hún
hafði þó ekki brugðizt mér. Hún
var ennþá vinur :ninn.
Þegar við vorum komin upp
brekkuna settist ég aftur upp í
vagninn. „Vissir þú að lamburn-
um-fræ eru eitruð?“ spurði ég.
Hún leit undrandi á mig. „Já,
ég vissi það. Ég veit að minnsta
kosti að nautgripir deyja, ef þeir
borða þau. Hvers vegna spyrðu
að því? Hefur þú misst nautgrip
á Earton?“
„Nei, ekki enn,“ sagði ég. „En
Tamlyn talaði um það við mig
um daginn að' hann vildi flytja
trén, sem standa við ekrurnar,
vegna fræjanna, sem falla til
jarðar.“
-„Það getur verið skynsamlegt
að gera það,“ sagði hún. „Pabbi
missti hest fyrir mörgum árum,
sem borðaði af linditré. Það get-
ur komið svo óvænt og það er
ekkert hægt að gera.“
Við ókum inn um hliðið. Ég
velti því fyrir mér hvað hún
mundi segja, ef ég segði henni
frá þvi hvað ég hafði fundið um
nóttina. Mundi hún horfa á mig
skelfdum augum og segia að ég
væri genginn af vitinu? Ég efað-
ist um það. Hún hlaut að trúa
mér. Ég gat þó ekki sagt henni
bað núna, þegar Wellington sat
fyr.ir framan okkur og hesta-
sveinninn. — Ég leit við. Hinn
vagninn kom á eftir.
„Mig lanear til að tala við
þig, Louise,“ sagði ég. „Finndu
einhverja afsökun tll að verða
eftir, þeear faðir þinn fer eftir
miðdegisverðinn.“
Hún leit spyrjandi á mig, en
ég sagði ekkert meira.
Wellington ók vagninum heim
að dyrunum. Ég sté út og rétti
Louise höndina. Við biðum eftir
hinum. Já, þetta gat næstum
verið sami sunnudagurinn í
september. Rachel brosti núna,
eins og hún brosti þá. En þá
hafði ég ekki þekkt hana.
Nú þekkti ég hana hins vegar.
Ég þekkti allar hliðar hennar,
þær beztu og þær verstu. Ég
þekkti jafnvel fyrirfram ákveðn-
ar fyrirætlanir hennar, enda þótt
hún gerði sér þær ekki fyllilega
ljósar sjálf. Henni tókst ekki að
dylja mig neins nú, kvalara mín-
um, Rachel.
„Nú er allt eins og áður var,“
sagði hún, þegar við vorum öll
komin inn í anddyrið. „Mér
þykir svo vænt um að þið eruð
komin öll aftur.“
Hortensíurnar stóðu í blóma í
stórum pottum við gluggann og
endurspegluðust í speglpnujn á
'i veggjunum. Sólin skein Vá 'gras-
| flötina fyrir utan. Það yar heitt
' í veðri.
Hún hellti víninu í glösin og
færði okkur þau. Guðfaðir "minn
Og presturinn stóðu báðir upp,
en hún bað þá að setjast aftur.
Hún færði mér síðasta glasið,'
en ég bragðaði ekki á þvíy *
„Ertu ekki þyrstur?" spurði
hún.
Ég hristi höfuðið. Ég ætjaði
ekki að þiggja neitt af hennar
hendi framar. Hún setti glasið
mitt á arinhilluna, tók sitt glas
og settist við hliðina á prestin-
um.
„Hitinn er senniléga orðinn ó-
þolandi um þetta leyti árs í Flor-
ence, eða hvað?“ sagði prestur-
inn.
„Mér hefur aldrei fundizt það,“
sagði hún. „Hlerarnir voru sett-
ir fyrir gluggana snemma á
morgnana, svo það var alltaf
svalt inni í húsinu. Við erum
lika vön hitum. Ég er svo hepp-
inn að hafa lítinn húsagarð, sem
snýr á móti norðri og þar skín
aldrei sól. Þegar mér finnst loftið
verða of þungt, læt ég-vatnið
renna i gosbruoninum. Niðurinn
er þægilegur. A vorin og sumrin
sit ég hvergi annars staðar."
„Mig langar mikið til að koma
til Florence,“ sagði Mary Pascoe.
Rachel sneri sér að henni. „Þá
verður þú að gera það á næsta
ári og koma og heimsækja mig.
Þið verðið öll að koma og heim-
sækja mig.“
Allir ráku upp stór augu og
spumingunum rigndi yfir hana.
Varð hún að fara bráðlega? Hve-
nær ætlaði hún að koma aftur?
Hverjar voru fyrirætlanir henn-
ar?
Hún hristi höfuðið. „Ég kem
og fer þegar mér dettur í hug,“
sagði hún. „Ekkert er ákveðið
fyrirfram."
Ég sá að guðfaðir minn gaut
augunum til mín. Svo beit hann
í yfirvaraskeggið og leit niður.
Ég get vel ímyndað mér hvað
sin. ■’ ■ ■
I
Dagurinn léið. Klukkan fjögur
settumst við að snæðingi. Enn
einu sinni sat ég við annan borðs-
endann og Rachel við hinn. Gnð-
faðir minn og presturinn sátu
við hlið heanar. Það var skrafað
'og hlegið og einhver fór með
kvæði. Ég sat að mestu þegjandi
eins og íyrr, . og_ horfði á hana.
•Nú sagði hun eitthvað við ,guð-
föður minn svo hún sneri vang-
anum að mér. Hún var mér alitaf
jafn ókunnug þegar ég horfði á
vangasvip hennar. Eins og mynd
á erléndri myhtj' cfökfc. .yfirlitum,
leyndardómsfúll, úllend. En þeg-
ar ég sá beint 'ffá'man í hána og
þegar hún brosti.... þá var hún
,ekki framandi. Þáð var Rachei,
sem ég þekkti, Rachel, sem ég
hafði elskað.
Guðfaðir minn lauk frásögn
sinni. Svo varð þögr, við borðið.
Rachel leit fyrst á -Prú Pascoe og
síðan á mig. „Eigum við að koma
út í garðinn?" spurði hún........
Við stóðum öll á fætur. Pr'esí-
urinn dró upp úr sitt, ieit á það
og stundi við. „Því miðúf verð
ég víst að fara,“ sagði hann.
„Ég líka,“ sagði guðfaðir minn.
„Bróðir minn á Lyxilyan er'
veikur og ég lofaði að koma og
finna hann. En Louise getur verið
eftir.“
„Þið hafið þó tima til. að
drekka teið fyrst,“ sagði Racheí,
.en það var orðið áliðnara en
þeim hafði verið ljóst og loks
fóru þeir guðfaðir minn og prest-
urinn með fjölskyldu sína. —
Louise var ein eftir.
„Úr því við erum aðeins þrjú
eftir,“ sagði Rachel, „þá getum
við drukkið teið uppi í dyngj-
unni.“ Hún brosti til Louise og
gekk á undan upp. „Louise verð-
ur að bragða grasateið initt,“
sagði hún yíir öxlina. „Ég ætla
að sýna henni mína aðferð. Ef
faðir hennar þjáist nokkurn tíma
af svefnleysi þá er grasafe rétta
meðalið.“
Við fórum öll inn í dyngjuna
og settumst, ég við opinn glugg-
ann og Louise á stól við arin-
inn. Rachel tók til við telögunina.
Anægði Jón
eftir Grimmsbræður
Hún fylgdi gestunum inn í
6.
Þegar þeir Sankti Pétur og ánægði Jón höfðu ferðast all-
lengi, komu þeir í ríki, þar sem kóngsdóttirin lá fyrir dauð-
anum.
„Hamingjan eltir okkur,“ sagði Jón. „Hér er verkefni
handa ÖTckur. Ef við getum læknað kóngsdóttur, þá er okkur
borgið í framtiðinni. Svo kvartaði hann mjög undan því,
hvað þeim gengi seint ferðin. „Reyndu að komast úr ^por-
unum“, sagði hann við Pétur. „Það er mikið í húfi, að wið
komumst í tæka tíð til kóngsdóttur. Pétur hægði þó alltaí
á sér, hvernig sem Jón reyndi að r.pka á eítir hönurttl-*2. Svo
fréttu þeir einn daginn, að kóngsdóttir væri látin.
„Þarna sérðu hvað þetta slóí hefir kostað okkur,“ sagði
Jón. Sankti Pétur kippti sér ekkerl upp við þessi hvassyrði,
en sagði: . .x&z
„Vertu ekki með þessi læti, heldur þegiðu eins-©g steinn.
Ég kann margt annað en að lækpa sjúka. Einnig get ég lífg-
að þá, sem dauðir eru.“
„Jæja, kæri vinur. Það var heppíJegt,1*' sagði^þá ánægði
Jón. „Við ættum að minnsta kosti að fá hálft konungsríkið
fyrir að lífga kóngsdótfÚr.“r ..
Þessu næst gengu þeir inn í..höllina, en þar voru allir sorg-
bitnir og grátandí. Pétúr sagði nú við kóngihn, að hann
skyldi lífga dóttur hans.
„Látið mig hafa pott með vatni,“ sagði hajm. Svo skip-
aði hann öllu fólkinu að fara út úr herberginu, nema ánægða
Jóni. _ _____
niýtS hefti komi
Bílar cg varaiiliitir
\f
KR.KRISTJAN5SON %
: Lækiartorg
«
r
; Reykjavík
Hefur alltaf á boðstólum ailskonar íslcnzka -
M
handunna muni úr gulli og silfri. J
■I
Allt silfur til þjóðbúningsins, margar gerðir. t
Alls konar verðlaunagripi. «
Minjagripi. ;
Trúlofunarhringi í ýmsum gerðum. »
Leturgröftur. «|
Teikningar, ef óskað er. Sendum gegn póstkröfu. “
Bilaskipti
Hver sá, er kynni að hafa áhuga á að skipta á
nýjum eða nýlegum amerískum fólksbíl og vel með
förnum amerískum einkabíl módel ’42, sem er
keyrður 63 þúsund kílómetra, sendi tilboð, er greini
tegund, smíðaár og væntanlega milligjöf merkt:
Tækifæri —.647, Tilboðum sé skilað á afgr. Morgbl.
fyrir 14. þ. mán.
«
IMa uou ng a r u p p boð
sem auglýst var í 31., 33. og 34. tbl. Lögbirtinga- jj|
blaðsins 1952, á húseigninni Upplandi við Háa-
leitisveg, hér í bænum, eign Úlfars Bergsssonar,
fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka Islands á eign-
inni sjálfri þriðjudaginm 15. júlí 1952 kl. 3 e. h.
Uppboðshaldarinn í Reykjavík. 5j
Keflavík — Njarðvíkur
Skrifstofa stuðningsmanna séra Inga Jónssonar,
verður á sunnudaginn í Hafnargötu 52. Sími 49.
Kjósendur séra Inga Jónssonar, sem þarfnast bila
á kjörstað, geta leitað til skrifstofunnar.
■mm.
Stuðningsmenn.
• M
•4
TILBOÐ
ifp Tilboð óskast í hreingerningu Miðbæjarskólans í
''<’■ Reykjavík. Skólinn verður til sýnis í dag milli
i-« klukkan 5—7. — Upplýsingar á staðnum.
Fræðslufulltrúánn.