Morgunblaðið - 03.08.1952, Qupperneq 6
MORGZJNBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. ágúst 1952 1
Útg.: H.f. Árvakur, Rej'kjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
i
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
iuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Verzlufiarfrelsi ofj valírelsi
ISLENZK verzlunarstétt heldur
hátíð sína um þessar mundir, há-
tið til að minnast unninna sigra
og vígja sig verkefnum framtíð-
arinnar.
Óhætt mun að fullyrða, að ekki
er eins vel og alménnt fylgzt
með starfi neinnar stéttar eins og
fylgzt er með starfi verzlunar-
stéttarinnar. Slíkt er eðlilegt, þar
sem allir landsmenn, hverrar
stéttar, sem þeir eru, eiga skipti
við verzlunarmenn. Verzlunin er
þjónusta í þágu fólksins. |
Dómur fólksins um störf verz!-
unarmanna er uppkveðinn í
hvert skipti, sem vörukaup eru
gerð. En slíkur dómur er ekki
byggður á traustum grundvelli,
ef fólkið á um ekkert að velja
og verður að kaupa það, sem
hendi er næst. Traustur dómur
um þjónustu verzlunarmanna er
ekki fyrir hendi, nema vörufram-
boðið sé nóg og samkeppni ríki
um verð og vörugæði. Verzlunin
þarf að vera frjáls og fullt val-
frelsi að ríkja.
? Állir þeir, sem við verzl-
un vilja fást, verða einnig' að
búa við sömu skilyrði og fullt
jafnrétti verður að ríkja þeirra á
milli. -
Það má ekki takmarka heim- \
ild og möguleika manna til að
setja á stofn verzlanir, ef þeir
fullnægja sett-um lágmarkskröf-
um um verzlunarþekkingu og
hreinlætisaðbúnað, ef því er að
skipta. — Allar verzlanir, hvort
heldur samvinnuverzlanir - eða
verzlanir í einkaeign hljóta að
eiga að lúta sömu lögum og
reglugerðum. Ella er ekki hægt
að komast að raun um, hvor’t
verzlunarfyrirkomulagið skilar
betri árangri á hverjum tíma.
Frjáls verzlun og jafnrétti
verzlunaraðilanna er hvort-
tveggja nauðsynleg skilyrði þess,
að sjálft fólkið í landinu geti
haft í sínum höndum dómsvald-
ið úm störf verzlunarstéttarinn-
ar og aðstæður til að kveða upp
rökstudda dóma.
H$ftakerfið tekur dómsvaldið
af fólkinu og fær það ráðum og
nefndum í hendur. En hverjum
er betur trúandi til að hafa þetta
dómsvald með höndum? Hver
húsmóðir greiðir dómsatkvæái,
þegar hún með tilliti til hags-,
muna heimilisins, skiptir við
ákveðna verzlun. Þúsundir hÚ£-
mæðranna hljóta að vita betur,
hvar hagkvæmast er að verzla,
en örfáir nefndar- eða ráðsmenn,
sem sitja á sínum skrifstofustól'-
um. i
Frjáls verzlun, samkeppni og
j af nréttisaðstaða verzlunar aðii-
anna er fyrst og frernst hags-
munamál almennings í landinu.
En verzlunarstéttin hefur skilið,
að hún getur ekki sinnt hlutverki
sínu, þjónustunni við fólkið,
nema frjáls verzlun ríki. |
Það er íslenzkri verzlunarstétt
til hróss, að hún hefur aldrei
misst trúna á frjálsa verzlun,
jafnvel ekki þegar mest hefur:
blásið á móti og haftakerfið ríkt
í algleyming. '
Nú er svo komið að fólkið í
landinu og .verzlunarstéttin geta
sameiginlega fagnað því, að frjáls
verzlun er ekki fjarlægur draum-
ur. En frekari átaka er þörf. Al-
menningur verður áð standa v,örð
um það vald, sem hann á, og gæta
þess'að afsala sér ekki því valdh
,aftur, sem hann nú hefur endur-
heimt frá ráðum og nefndum.
Ferzlunarstéttin verður einnig
ítð sýna, að hún sé hlutverki sínu
E@mcig<i:isid Peking-
mannsins hefir glatazf
HEiTSÐ ER 1600 DALA FUNDARLAUNUM
TÓKÍÓ. — Fornfræðingar eru í mesta vanda, því að beinagrind
sjálfs Peking-rnannsins er öll á bak og burt. Ekki hefir þó öll von
\ erið gefin upp um, að hún kunni að finnast aftur, og hefir verið
heitið 1000 dala fundarlaunum.
vaxin og kunni ,að meta fengið
frelsi.
En engum lokaáfanga er náð»
Fólkið í landinu á enn eftir að
sækja nokkurn hluta sjálfs-
ákvörðunarrétfár síns í hendur
ráðanna.
Fullur og óskoraður sjálfs-
ákvöiðunarréttur almennings í
verzlunarmálunum og þjónusta
verzlunarstéttarinnar við þá hug
sjón, er takmarkið, sem vinna ber
aö.
AB ruglað í ríminu
SANNLEIKANUM verður hver
sárreiðastur, og þannig urðu
einnig viðbrögð AB við leiðara
blaðsins í fyrradag um bitlinga-
sýki og hugsjónaleysi Alþýðu-
flokksins, sem fælir alla æsku-
menn frá flokknum. )
Skeytir það nú skaþi sínu enn
einu sinni á Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni, frambjóðanda
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-ísa-
fjarðarsýslu, og undirstrikar um
leið enn frékar hve hrætt AB-
liðið er við framboð hans.
En AB gætir bara ekki, hvað
það er búið að segja áður um
Þorvald Garðar, svo að nú stang-
, ast allt á.
• Fyrst þegar frarpboð Þ. G. K.
var kunngert, þá hafði Alþýðu-
flokkurinn sýnt honum allan
mögulegan trúnað, sem enginn
vissi raunar, hver var„ og Þ. G.
K. átti að hafa brugðizt á einni
nóttu. Nú segir AB allt í einu AB-
flokkinn hafa fyrir mörgum mán-
uðum hætt að sýna Þ. G. K.
trúnað og neitað honum sem ó-
verðugum, ef til vill af því hann
var ekki flokksbundinn, um starf
á vegum fiokksins, þótt Þ. G. K.,
hafi samþykkt að taka það að
sér. Sannleikurinn var sá, að það
samþykki var bundið við á-
kveðinn mann, sem átti að vera
í fyrirrúmi, en úr því varð ekki,
og vegna hvers ekki kann að
verða sagt síðar sem dæmi um
bitlingasýki AB-manna, og þá
neitaði Þorvaldur Garðar Al-
þýðuflokknum, en Alþýðuflokk-
urinn ekki honum. )
FyrSt þegar framboð Þorvalder
Garðars var tilkynnt, þá bar AB
sig aumlega og kvað ekki kunn-
ugt um neinn málefnaágreining
Þ. G. K. við Alþýðuflokkinn. Nú
segir AB hinsvegar, að þegar f rá j
leið heimkomu Þ. G. K. frá Eng-
landi fyrir 3 árum, þá hafi farið
að bera á óánægju hans með Al-
þýðuflokk'inn og til þess að
krydda þetta ofurlítið, þá er því
i lýst yfir, að málefnáágreiningur
hafi verið óánægja með of náið
samstarf AB við Sjálfstæðisflokk j
inn. Lesendum er auðvitað æt!- 1
að að gleyma, að á þessu tímabili
störfuðu þessir flokkar alls ekki
saman, en aftur á móti var Al-
þýðuflokkurinn önnum kafinn
við að yfirbjóða kommúnista í
stjórnarandstöðunni. Ætli slíkt sé
ekki líklegra til að vera tilefni
óánægju greindra ungra manna?
Og loks kemur hálmstrá AB.
Þ. G. K. mætti einu sinni á fundi
í Stúdentafél. AB-manna fyrir 6
árum og skrifaði sig þá sem með-
lim félagsins. En hver hefur
heyrt getið um þetta félag síðan. I
Það er spegilmynd af Aiþýðu- j
flokknum sjálfum og starfsað-!
ferðum hans og iýsir hóglífi, að-
gerðarleysi og úrræðaleysi þeirra
AB-manna. Félagið er dautt og
gleymt þótt það kunni ekki enn
að ha.fa verið formlega gráfið.
Og þannig4 muirfara um ÁlþýðU-
flokkinn.
Endurskírendur senda
IrúboSa til Islands
KAUPMANNAHÖFN, 2. ág.
— Evrópuþing endurskírenda
(baptista) er haldið hér í borg
um þessar mundir. Á þing-
fundi í dag var m.a. samþykkt
að koma á fót útvarpsstöð í
Evrópu eða í skipi á nær'liggj-
andi höfum þaðan sem útvarp
að verður á ýmsum tungumái-
um boðskap endurskírenda. —
Önnur samþykkt var einnig
gerð í dag þess efnis að senda
trúboða til Grænlands, Isiands
og Færevja. Fjórði sunnudag-
ur í október var ákveðinn
bænadagur aiþjóðasambands
baptista. — Reuter.
TENGILIÐUR MANNS
OG APA
Þetta eru talin elztu manna-
bein, sem grafin hafa verið úr
jörðu. Fundust þau í helli í
grennd við Peking 1920, og segja
fræðimenn, að þau séu leifar af
fornmanni, sem raunar hafi verið
staddur milli manns og apa á
þfoskabrautinni.
JAPANIR RÆNDU HENNI
Á HAFI ÚTI
1 desember 1941 sendu kín-
, verskir vísindamenn beinagrind-
inda til bandaríska sendiráðsins
í Peking til að fá þeim borgið frá
Japönum. Sendiráðið sendi hana
til Bandaríkjanna með skipi, en á
leiðinni tóku Japanir einmitt
þetta skip. Síðan hefir ekki til I
beinagrindarinnar spurzt
1.250.000 börn
misstu föður
siiisi
FREIBURG —■ Um 6 þúsundir
þýzkra flóttamannabarna hafa al
ið allan aldur sinn í flóttamanna-
búðum og hafa aldrei átt sér
heimili. Þetta eru börn, sem
fæðzt hafa í búðunum. Auk þess
hafa 10500 börn á aldrinum 7—•
14 ára alið þar manninn að veru-
legu leyti.
I Vestur-Þýzkalandi eru nú
250 þús. foreldralausra barna, en
1.250.000 börn misstu föður sinn
í seinasta stríði. — NTB
Rýrð völd þýzkra
eiginmaniva
BONN — Vestur þýzka stjórnin
hefur látið semja lagafrumvarp
um algjört jafnræði karla og
kvenna, sem lagt verður fyrir
sambandsþingið að loknum sum-
arleyfum. í frumvarpinu er m. a.
gert ráð fyrir, að hjón hafi jafna
ábyrgð um framfæ.rslu heimilis
síns. Það verður eftir sem áður
hlutskipti konunnar að annast
húshaldið, en afli maðurinn ekki
nægilegra tekna er það skylda
konunnar að leita sér vinnu ut-
an heimilifeins.
Verði frumvarpið samþykkt er
endir bundinn á rétt mannsins til
að ráða dvalarstað fjölskyldunn-
ar, og sömuleiðis einræði hans
um menntun barnanna. Ýmis
ákvæði frumvarpsins eru algert
nýmæli í þýzkum borgararétti.
Rauði krossinn gerir
samþykkt um
kjamorkuvopn
WASHINGTON, 2. ágúst — Al-
þjóða rauði krossinn heldur þing
sitt í Toronto. Rússneski full-
trúinn bar þar fram tillögu um
bann við kjárnorkuvopnum, en
breytingartillaga Breta hlaut sam
þykki. i
Er hún á þá lund, að kjarn-
orkuvopn skuli aðeins bönnuð i
sambandi við almenna afvopnun
og komið verði á alþjóða eftir-
liti, að banninu verði framfylgt.
Velvakandi skrifar:
ÚB DAGLEGA LIFINU
Mælt fyrir munn svangra
EKKI bólar á næturbarnum,
sem fjöldi manna gerist nú
langeygur eftir. Þeim bæjarbú-
um fer sífjölgandi, sem vinna
Hétíðahöld venlim-
ermanna í dag og á
morgun
HÁTÍÐAHÖLD verzlunarmanna
hófust í gær með kvöldskemmtun
í Tívoli. í dag og á morgun halda
hátíðahöldin áfram.
í dag kl. 11 f. h. verður guðs-
þjónusta í Dómkirkjuhni, er séra
Óskar J. Þorláksson annast.
Síðdegis verður svö skemmti-
samkoma í Tívoli, sem hefst kl.
3,30 e. h. og sömuleiðis verður
þar skemmtun í kvöld, sem hefst
kl. 8,30.
Á morgun verða einnig tvær
skemmtanir í Tívoli, sem byrja
kl. 3,30 og 8,30 e. h.
Dansað verður bæði kvöldin í
Vetrargarðinum og sömuleiðis í
bílahúsinu í Tívoli. — Þá verður
dansleikur í Sjálfstæðishúsinu
annað kvöld. Mun Elsa Sigfúss
syngja þar dægurlög með hljóm-
sveitinni.
Dagskrá útvarpsins annað
kvöld verður helguð verzlunar-
mönnum, Þar flyt.ja m.a ávörp:
Björn Ólafsson, viðskiptamálaráð
herra, Eggert Kristjánsson, for-
maður Verzlunarráðs íslands og
Guðjón Einarsosn, formaður
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur.
störf sín á næturþeli eða eru seint
1 á ferli vegna atvinnu sinnar. En
þegar dregur að lágnætti er sein-
ustu veitingasölum lokað og eftir
þann tíma er ekkert ætilegt að
fá fyrr en að morgni.
Sumir standa að vísu svo vel
að vígi að eiga sér búr heima og
í því gnótt fanga, en það breytir
ekki ögn hungurvöku hinna, sem
eiga engra slíkra kosta völ.
Ekki til munúðar
IALVÖRU talað er það furðu-
legt, að ekki skuli menn eiga
kost neins beina. Það er engu síð-
ur nauðsyplegt en að hafa t.a.m.
leimibíla tiltæka næturlangt.
Ég á alls ekki við, að opnaðir
verði glæsisalir fyrir einhverja
munaðarseggi. Mergurinn máls-
ins er sá, að okkur vantar þokka-
lega veitingasali, sem hafi á boð-
stólum svaladrykki, mjólk, brauð
og einhverja undirstöðurétti alla
nóttina. Lögreglan gæti svo lagt
til dyraverði, sem sæju um, að
allt færi fram með friði og spekt
og öimóðir menn kæmust ekki
inn fyrir dyrastafinn.
Bágt á ég með að trúa, að líði
á löngu áður en einhver fram-
takssamur veitingamaður hamr-
ar þetta nauðsynjamál í gegn.
Sameiginlegar heræfingar.
MÖLTU — 6 ítölsk herskip vörp-
uðu akkerum í höfninni á Möltu
fyrir nokkrum dögum. Eru þau
þangað komin til' 'að sameinast
brezka flotanum við fyrirhugað-
ar flotaæfingar.
Blóðbankinn þolir
ekki bið
AHORNI Barónsstígs og Eirí^s-
götu stendur reisulegt hús,
sem ætlað er veglegt hlutverk,
því að þar verða heimkynni blóð-
bankans, þegar þar að kemur.
Forvígismenn blóðbankans eru
síður en svo ánægðir með hagi
hans. Húsið hefir staðið þarna
um árabil, en rúm það, sem blóð-
bankanum er fyrirhugað, er ó-
fullgert og áhöldin ókomin. Ekki
er það þó vegna þess að þeir á-
pætu menn hafi legið á liði sínu.
Nei, það er við ramman reip að
draga, því að sú hönd, sem fjárs-
ins geymir, er fastheldin.
Að sögn forvigismanna blóð-
bankans stækkar þó væntanlegt
hlutverk hans óðfluga og nauð-
synin verður jöfnum höndum
brýnni, með því að vísindamenn
finna slíkum stofnunum ný verk-
efni. Samtímis öðlast þeir þá r.ýja
læknisdóma, sem eiga þeirra völ.
Á móti metum.
HÖFUNDUR þessa bréfs þyk-
ist sjá íþróttirnar á refil-
stigum.
„Metafarganið hefir nú gripið
um sig í öllum hinum siðmennt-
aða heimi, sem svo kallast, Menn
setja persónulegt met, innan fé-
lags met, vallarmet, landsmet,
Norðurlandamet, Evrópumet,
Ólympíumet, heimsmet, svo að
örfá orð séu nefnd.
Hver hefir svo gott af öllum
þessum metum? Áreiðanlega
ekki þeir, sem mest sækja eftir
þeim, því að svæsnustu íþrótta-
mennirnir ofgera sér fyrir tím-
ann og hrökklast í fang hrörn-
unar og elli. Að mínu viti hefði
skeiðklukka og málband aldrei
átt að koma á íþróttávelli, því að
í bannsettri metagirninni' liggur
mikið mein.
Ekki segi ég þetta íþróttunum
til hnjóðs, því að ég er aðdáandi
þeirra og iðkandi. Einmitt þess
vegna sárnar mér að sjá menn
verða að þrælum vegna þeirra.
Fælir frá
FYRIR nú utan hina almennu
hættu, sem felst í þessari
æsilegu meta- og stjörnudýrkun
okkar þá er enginn vafi á að hún
fælir almenning frá íþróttaiðk-
ununum.
Mér dettur sérstaklega í hug að
stgja ykkur frá einu heimsmeti,
sem ekki hefir mér vitanlega
verið hnekkt, þó að það sé um
1500 ára gamalt. Þetta er að vísu
I ekki iþróttamet, en hefir þó engu
minna gildi. í sjálfu sér.
Sú vitleysa lagðist i
niður 1
AÞEIM dögum, sem menn upp-
götvuðu, að guði væri þókkn-
anlegt að menn helguðu sig ein-
setu og pyndingum, hugkvæmd-
ist trúuðum manni að lifa lífinu
þannig að vilja skapara síns. f 30
ár samfleytt bjó hann uppi i 20
metrá hárri súlu og hlaut af því
heitið Símon súlumaður. Þessar
og þvilíkar aðfarir létu menn sér
sæma og samkeppni skapaðist
að ganga sem lengst. Vöktu þeir
andstyggð góðra manna, sem
fengu ímugust á öfgunum, þegart
frá leið, svo að af lögðust,-
Skarphéðinn“. j