Morgunblaðið - 03.08.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.08.1952, Qupperneq 8
í e___________________________ Argentínumenn halda áfram að rifa Evu Peron bréf BÚENOS AIRES — Peron, for- seti, hefir tilkýnnt, að Argentínu menn skuli halda áfram að rita Evu Peron bréf eins og ekkert hafi í skorizb enda þótt hún sé nú látin. Verðúr bréfunum svar- að um hæl í nafni hinnar látnu konu. Seinasta ósk Evu Perons var þessi: ,,Ég óska' framvegis að vera brú kærleikans milli fólksins og forsetans." Hinning Karls Slefáns Daníeissonar KARL STEFÁN DANÍELSSON var fæddur 8. apríl 1902 í Hraun- prýði í Hafnarfirði. Hann lézt 21. desember 1951 við Hólmavað í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og var jarðsettur að Nesi í sömu sveit á gamlársdag. Nú hefir lík hans verið flutt hingað til heimkynna hans. Hér sunnanlands var hann fæddur og Uppalinn og hér sleit hann sér út, langt um aldur fram. Ævi hans var frábrugðin ævi okkar flestra hinna. — Hann var mjög gl’aður og góður unglingur, sem öllum féll vel í geð. Móðir hans dáði hann og var sérlega kært með þeim mæðginum. •— Föður sinn missti hann ungur. Karl var maður listrænn og snyrtimenni hið mesta. Prentiðn stundaði hann í 30 ár og þótti með beztu prentur- um hérlendis, enda lagtækur og duglegur við allt, sem hann snerti hendi við. Hann var ákveð- inn í að fara til útlanda og læra prentmyndagerð og kynnast ýms um nýjungum í iðninni, því illa kunni hann því, að vera.eftir- bátur félaga sinna, — Hann var mikill vinnumaður og var það honum því hin mesta raun síð- asta árið að hafa ekki vinnu. í fyrravetur lá hann þungt hald- inn frá nýári til páska og var þá um fáa vinnudaga að ræða. Karl átti átta börn á lífi. Fjög- Ur þeirra í ömegð. Varð hann að koma þeim í sveit, þar sem hann fékk engan styrk í veikíndum sínum, til að halda heimilipu saman. Þessi börn var hann að heimsækja þegar hann lézt. '— Karl hafði verið giftur Þuríði Jónsdóttur, en bjó síðan með Evu Björnsdóttur, sem lézt 1950. Hann var heitbundinn SvÖvu ÞorsteinsdÖttur, sem reynzt hef- ir honum sannur vinur, og er gott til þess að vita að litlu börn- in hans skuli eiga jafn heilan og góðan vin á lífsbrautinni, sem hún er. Guð gefi að þau fái að njóta hennar. Karl var tæplega fimmtugur að aldri, en örþreyttur eftir þung lífskjör. Þyrnar stungu fætur hans nálega við hvert fót- mál. Óskir hans úrðu að engu. Vonir hans hurfu með norðan- vindinum. Loksins þegar líf hans virtist vera að taka stefnu- breyting.u í rétta átt, hné hann niður og var andaður. Á Þorláksmessu barst fregnin inn í litla loftherbergið á Lind- argötu 11. Þar sem annarsstaðar, var annríki jólagleðinnar, en gleðin hvarf fyrir kaldri kveðju dauðans, en þótt hún sé köld, er enn kaldari vonzka mann- anna. Karl, góðir andar umvefji sálu 1 þína og beri hana inn í þín eígin | óskalönd. K. S. Flóð á Formósu . TAÍPEÍ — Steypiregn hefur vuld ’ið stórflóðum á eynni Formósu. , Segir í fregnum, að 2000 hús hafi isópazt burt í tveim borgum. ÉBEZT AÐ AUGLTSA A. í MORGUISBLAÐIISU " MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. ágúst 1952 jr '7»' ~ ' Olympíuleikarnir Frnmll': af bls. 5 komast upp. Sömu ‘sögu er að segja um Bandarjkjámenn, Kanadamenn, Breta og síðast en ekki, sízt Þjóðverja sem náðu bezta tímanum 3:10.5 Bék. — Hvernig úrslit þessa hlaups verða er ekki hægt að segja ti^l um. Víst éf að þau verða hötð og keppnijl jöfn. HEINRICH HÆTTI Aldrei' varð baráttan um sig- ur í tugþíautinni mikill. Til þess hafði Matthias, hinn 21 árs gamlí heimsmethafi, allt of mikla yfir- burði yfir keppinauta sína allt frá þriðj-ti; .grein þrautarinnar. Ekki bættúþað úr skák að Hein- rich hættk eftir 6 greinar. Þegar íhéfnma í þrautinni voru Bandaríkjamennirnir þrír í efstu sætunum.. Tríóið varð aldrei klof- ið og röð þeirra innbyrcis hélst óbreytt. Hinn svarti Campell, 18 ára risi, í öðru sæti Og hinn kná legi og drengilegi Simmons í þriðja sæti. Sigurvegarat í einstökum gréin um þrautarinnar voru Campbell í 100 m. á 10.7 og 110 m. grinda- hlaupi á 14.5 sek. Matthias 'í kúluvarpi 15.30 í 400 m. hlaupi á 50.2 í kringlukasti 46.89 í spjót- kasti- 59.21. Laifgstökk Heinrich með 7.10 m., í hástökkinu Wind- enfielt með 1.94 m. Stangarstökk Finriinn Landström með 4.20 m. og 1500 m. hlaupið vann Finninn Reikko á 4:28.0 sek. 28 byrjuðu þrautina en 21 mað- ur lauk henni. MATHIAS í SÉRFLOKKI Mathias virtist' 'ekki í fyrstu gera neina tilraun til þess að bæta heimsmet sitt í greininni. Hann gerði sitt bezta og reyndi að ná jafnri og góðri seríu án þess að ganga nærri sér. En þegar allt gekk vel fyrir honum og hann náði persónulegú meti í stangar- stökki með því að stökkva 4 metra fór hugur haris að hvarfla til metsins. Það átti að heppnast að spjótkastinu afloknu ef hann næði 4:54.0 mín. í 1500 m. hlaupi Tíminn var 4:50.8 og í bjarma ljós myndavélanna gekk þessi ungi er. jotunnvaxni maður þreyttur en með brós á vör til jíjálfara síns serri sat í keppendástúkunni og þeir féllust í faðmlög. Gamla metið var 7825 stig. Áður hefur veriíj sagt að það væri 8043 stig en mismunur- inn liggur í því að sænska iþróttablaðið upplýsti að í tug- þraut ætti að reikna 1500 m. f hlaupið sem 1500 m. hindruna- hlaup. Þetta er -ekki rétt, en hið sænska blað, -sem nýtur trausts víða um heim, leiddi marga á villigötur. Meðal ann- ars íþróttasíðu Mbl. Hér fara á eftir úrslit í tug- þrautinni. Ól.m.: — Robert Mathias, USA, 7887 stig, 2. Milton CampbelJ, USA, 6975 stig,'3. Floyd Simm- ons, USA, 2688 stig, 4. Vladimir Volkov, Rússl., 6674 stig, 5. Sepp Hipp, Þýzkal. 6449 stig, 6. Göran Widenfelt, Svíþjóð, 6388 stig, 7. Kjell Taannander, Svíþjóð, 6308 stig og 8. Friden Schirmer, Þýzka landi, 6118 stig. - von Papen Framh. aí bls. 7 EÐLI PAPENS OG AFSAKANIR HANS Slík eru orð Papens, og í þess- um tón eru endurminningar hans skráðar. Höfuðmarkmið hans er að sýna að Þýzkaland hafi ekki hálfa þá sök, sem því er eignuð í stríðssögu Evrópu það sem af er Öldinni. Og maðurinn Papen á ekki að hafa verið annað en brosandi riddari, er hraðaði sér milli höfuðborga álfunnar í óþreytandi starfi sínu fyrir mál- stað Vestur-Evrópu, — og Þýzka- lands. En von Papen er haldinn þeim sama veikleika sem svo ótalmarg ir aðrir Þjóðverjar, áð hann kann ekki að greina milli orsaka og Lítið glas veltur oft stóru hlassi Yíirlæknir mótmælir áróðri frá Garlsberg Hæftulegt að sefa taugarnar með ö!i □- -□ I vikunni mun Morgunblaðið halda áfram að birta sérstæðustu og skemmtilegustu kaflanaúrbók v. Papens, og hafa þeir margir vakið feikilega athygli crlendis fyrir bersögli sína og uppljóstr- anir. □-----------------------□ afleiðinga í atburðarás sögunn- ar. Hann skýrir vilja sinn til sam- starfs þegar í fyrstu ríkisstjórn Hitlers á þann hátt, að starf sitt hafi verið að draga úr hermdar- verkum hins brjálaða nazisma, hann hafi verið eins konár hemill á knýjandi stríðssókn og villi- mennsku flokksins. En íhalds- eðli hans dugir várt eitt tilþieirr- ar skýringar, og þar kemur fram veik skapgerð hins ósjálfstæða manns, er ávallt var þeim megin er vindurinn blés. Þess ber bók- in glöggt vitni, en það er ef til vill líka helzt þess vegna að „Der alte Fuchs“ er- enn á lífi og við beztu heilsu. Slík er kaldhæðni heimsins á stundum. VIIMWUPALLAR jr. frá okkur érú hagkvæmustu pallarnir við hverskonar framkvæmdir við hús. 'S?' SIMI 7450 í VETUR sem leið, um áramótin, gat að líta svohjóðandi áróðurs- leirburð á ölkössum frá Carlsberg í Kaupmannahöfn: „Nytarsregninger' — nervene umler! Snup en Carlsberg — det dum- ■ ler“. Þessi ósmekkvísa, móðgandi og varasama áskorun orkaði þannig á Georg T. Stúrup yfirlækni, að hann reit hvöss mótmæli gegh henni í „Ugeskrift for læger“. — Stúrup yfirlæknir er geðveikra- læknir og sem yfirlæknir við stofnun fyrir sjálsjúka menn í Herstedvester hjá Kaupmanna- höfn hefir hann rækilega kynnst áfengisvandamálinu. Hann byrjar að benda á, að það sé alkunnugt bæði læknum og mörgum öðrum, að þeir sé ekki svo fáir, sem reyni að ráða bót á vandkvæðum sínum með því að deyfa sig með áfengi — og það komi í Danmörku fram til að byrja með oftast með því að drekka sterkt öl. En þetta er hættuleg braut að ganga og sá sém það gerir, svíkur sjálfan sig. Margföld reynsla og einföld sál- fræðileg skýring leiðir í ljós, að á þennan hátt fær enginn borgið sjálfum sér. Hér er aðeins um blekkingu að ræða óg erfiðleik- arnir, sem átti að vinna bug á; rísa nú enn þyngri i fangið. Ekki sízt fjárhagslegu örðugleikarnir fara vaxandi hjá hverjum þeim, sem fylgir ráði Carlbergs, „det dumler". Taka geðlæknarir of hart á þessu? spyr yfirlæknirinn, og svarar: „Nei, því miður. — Vér erum sammála auglýsingastjóra (Carlbergs) um það, að svona áróður sé áhrifamikill, alltof áhrifamikill. Fólk, sem skortir jafnvægi (hefir óstyrkar taugar váxandi, svo sem ráð Carls- bergs, tekur að drekka við og við vegna erfiðleika sinna. En þar með liggur leiðin niður á við, til drykkjuskapar. Öldrykkjan fer fer vaxandi, svo sem ráð Carls- bergs ættlast til. Og hver verður afléiðingin? „Aukinn drykkju- skapur“, svarar Stúrup yfirlækn- ir. Afleiðingin af áróðri þeim, sém prentaður er á ölkassana er, fullyrðir Stúrup, jafn hættuleg sem hinn auðveldi aðgangur öls- ins á vinnustöðum og í verksmiðj um. Ástandið á vinnustöðunum verður ískyggilegt og komið er í veg fyrir hjálp til handa drykkju- sjúkum mönnum. Afleiðing drykkjudrabbsins kemur fram í niðurbrotnum heimilum, ógæfu til handa næstu kynslóð, öryggis- leysi og taugaveiklun meðal ung- mennanna og þar með varðveitt- ur móttækileiki næstu kynslóðar fyrir öláróður. Drekku aldrei, þegar taugarnar eru í ólagi, væri miklu betra ráð, segir yfirlæknirinn. Hjálpa félaga þínum, sem á í þrengingum, svo að hann sækist aldrei eftir því að drekkja áhyggjum sínum og sorgum í Leþe-lind ölsins. Hjálp- aðu honum til þess að þægja burtu erfiðleikunum með öðrum hætti. Niðurlag greinarinnar fjallar urmábyrgð Carlsbergs-bruggfyrir tækisins, og ráðleggur yfirlækn- irinn fyrirtæki þessu að verja verulegri fjárupphæð til hjálpar þeim, sem hafa orðið fyrir barð- inu á því, þ. e. handa drykkju- sjúkum mönnum, og hafa fram- vegis betra eftirlit með áróðrin- um, svo að hann megi vera eitt- hvað sæmilegri. B. T. 1) — Við skulum fara inn í hús, Jonni. 2) Þegar Jonni opnar hurðina, rekur hann upp mikið reiðiöskur. — Þarna ertu þá bannsettur þorparinn þinn, Særði Björn. 3) Jonni rýkur að Særða Birni og ætlar nú heldur en ekki að jafna um hann. «£. 4) — Bíddu rólegur, Jonni. — Bíða! Hví skyldi ég bíða? Ég skal mylja hvert bein í hon-> um mélinu snaærra, ,J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.